Ísafold


Ísafold - 20.01.1917, Qupperneq 2

Ísafold - 20.01.1917, Qupperneq 2
2 ISAFOLD erðura hingað. Enda býst eg við að félagið hefði ekki tekið þeim málaleitunum betur en vér nú tökum kröfum þess. Eg þarf varla að taka það fram að þessi röksemdafærsla mín er einungis bygð á sanngirni og samanburði á ástæðnum, en ekki farið út í lagaskýringar. Það verður gert á öðrum vettvang vona eg. Um þriðju ástæðuna er það að segja, að ef það yrði sannað að skip félagsins ekki gæti tekið farm til Danmerkur eða Leith nema eiga á hættu að annað- tveggja að verða hernumin eða jafnvel sökt, þá virtist nefndinni að komið gœti til mála að þau tækju farm til norskra eða sænskra hafna, með því að þar væri þó um ýdurefli (vis major) að ræða. Aðrar ívilnanir af þeirri ástæðu óhugsandi. Þá kem eg að fjórðu og sið- ustu ástæðunni. Virtist oss sú ástæða næsta brosleg, en lýsir þó vel hug þessa danska félags til Eimskipafélagsins íslenzka. Eg býst við að flestir kannist við að sama. hljóðið er í þessari ástæðu eins og í símskeytinu alræmda sem bezt hjálpaði Eimskipafélag- inu. Enda skil eg ekki í öðru en að eins verði nú. Þessar að- farir Sameinaða félagsins eiga að velcja alla góða Islendinga til þess að efla sem fyrst og sem mest Eimskipafélagið íslenzka. Að koma með sem eina ástæðu fyrir samn- ingsrofi, þó vér styrkjum Eim- skipafélagið til strandferða, nær auðvitað ekki nokkurri átt. Því til sönnunar vil eg benda á að jafnframt og samið var við Sam- einaða 1909, var einnig samið við Thore og því veittur styrkur til strandferða. Ekki hefi eg heyrt að Sameinaða félagið hafi þá kvartað um að það væri rang- læti beitt. Nei, hér talar aðeins öfund og óvild Sameinaða félags ins yfir vinsældum íslenzka Eim- skipafélagsins. Að kvarta undan strandferðastyrknum e. s. íslands er enn meiri fjarstæða vegna þess, að það er vitanlegt að Sam- einaða félagið hefir beinlínis haft hag af þeim. Sérstaklega af Goðafossferðunum. Þvi að Goða- foss flutti vörur á smáhafnirnar, sem Sameinaða þannig losnaði við og gat því flutt sína farma mestmegnis til stóru hafnanna. En það liggur i augum uppi, að er stórgróði. Enda hefi cg heyrt haft eftir skipstjórum Sameinaða félagsins að þeir telji það sér- stakt happ fyrir félagið, hve vel Goðafoss hefir rækt smáhafnirnar sérstaklega á Húnafióa. Um leið og eg bendi á þetta skal eg enn- fremur benda á það atferli Sam- einaða 1916, sem í framkvæmd- unum að minsta kosti nálgast bersýnilega samningsrof. A áætl- unum 1916 er að vísu svipaður hafnafjöldi eins og á áætlun þeirri, sem lögð var til grund- vallar við samninginn 1909. En við margar þessar hafnir er sett sú athugasemd, að þangað verði aðeins komið, ef nœgur flutning- ur býðst. Þetta hefir svo í reynd- inni orðið þannig, að skipin hafa aldreí á þessa staði komið. Segja líklega að aldrei hafi boðist nœgur! flutningur. Þetta nær auðvitað engri átt. Það mætti undarlegt heita ef á árinu 1916, þegar samgöngur voru verstar hér við land, ekki hefði verið hægt að fá nœgan flutning til þeirra hafna, sem félagið árin áður ætíð hafði nægan flutning til, þegar allar samgöngur voru greiðari. Sem dæmi upp á þetta skal eg nefna það sem mér er kunndgast, HúnafhLhafnirnar, Hvammstanga, Borðeyri og Hólma- vík. Þangað komu skip Samein- aða félagsins aldrei síðastliðið ár, en höfðu áður komið á þær hafnir 4—5 sinnum á ári. Meira að segja Hólmavík var á áætlun eina ferð alveg skilyrðislaust, en skipið kom þangað alls ekki þrátt fyrir það. Þetta er undarlegt háttalag, en þeir sem kunnugir eru þykjast fara nærri um ástæðuna að hún mun vera sú, að einn kaupmað- ur á þessum stöðum hefir sýnt sig of mjög hlyntan Eimskipafé- laginu og notað skip þess. En þetta mun heldur ekki vera eins- dæmi. Félagið hefir verið víða óvanalega stirt við smærri hafn- ir, til dæmis hefir það komið fram bæði á Blönduós og Sauðár- krók að það sumpart hefir neit- að flutningi til stórbæja eða hlaup- ið burt af höfnunum öllum að óvörum. Sennilega til þess að geta fermt 'sig eingöngu á stóru stöðunum. Eg get ekki stilt mig um að nefna enn eitt dæmi. Um eitt skeið í sumar vantaði salt á Norðurfjörð og Reykjafjörð, svo menn urðu að talsverðum mun að hætta róðrum, en fiskirí gott. Svo vildi til, að salt fékst þá hér í Reykjavik og Ceres lá hér þá og átti að fara norður. Lofaði hún að taka saltið, en þegar norð- ur kemur hefir hún ekkert salt með. Hljóp frá því í Reykjavík. Þetta var auðvitað stór-tjón fyrir menn, sérstaklega það að geta ekki fiskað um nokkurn tíma, og svo hitt að verða siðar að kaupa sérstakt skip með saltið úr Rvík dýrum dómum. Ennfremur má geta þess að félagið hefir hylst til að senda vörur með aukaskip- um til hafna, sem það þó hafði áætlun til með áðurnefndu skil- yrði. Er það auðvitað í gróða- skyni gert, þar sem þau skip tóku tvöfalt eða þrefalt farmgjald á við föstu áætlanaskipin. Eg sé mér ekki fært að halda lengra út í að telja upp syndir félagsius síðastliðið ár. Mér hefir ekki enst tími til að-afla mér upplýs- inga um. það. En þar sem þetta sem eg hefi sagt, á aðeins við um það svæði, sem eg sérstaklega þekki, þá efast eg ekki um að ýmsir aðrir háttv. deildarmenn geti komið með svipaðar sögur úr sinum sveitum. En nú ætlar félag þetta ekki lengur að láta sér nægja að brjóta samninginn á sama hátt og 1916 i smærri atriðum, heldur alveg rjúfa hann með því að hœkka gífurlega farmgjöldin og sleppa viðkomustöðum. Þetta sést greini- lega á fskj. I við n.ál. og enn- fremur sést þar að aðrir skilmál- ar séu ófáanlegir. Hvc mörgum viðkomustöðum félagið ætlar að sleppa er ekki unt að segja, vegna þess að engin áætlun er komin, og vafasamt hvort nokkur áætlun verður samin öðruvísi en þá jafn- óðum. Afleiðingin af þessu samnings- rofi er tvenskonar stórskaði fyrir land og lýð. Fyrst og fremst ætlar félagið sér að draga stórfé úr vösum landsmanna með farmgjaldahækk- uninni. Hve miklu það muni nema, verður ekki sagt með vissu, en óhætt mun að fullyrða að það verði ékki minna en hálf miljón króna. Hinn 8kaðinn sem af því leiðir að höfnum er slept getur orðið gífurlegur og jafnframt stórhættu- legur fyrir sveitir þær, er til smærri hafnanna sækja, einmitt nú þegar svo afarerfitt er um all- ar samgöngur og aðdrætti á sjó. Það er vel þess vert að ihuga hvernig ástandið er hjá oss þeg- ar Sameinaða félagið reiðir að oss hnefann. Samgönguútlitið þannig og ófriðarástandið að vér eigum allra erfiðast með að afla oss sjálfir samgöngubóta. Gæti þetta verið nokkur vottur drengskapar félagsins. Og undarleg tilviljun er það að hnefi þessi riður að oss, einmitt meðan Eimskipafélagið ligg- ur i sárum. Nefndin áleit því þetta samn- ingsrof eins og hverfa aðra kúg- unartilraun. Tilraun til þess að kúga fé út úr þjóðinni á þessum erfiðu tímum, og fanst nefndinni ekki liggja nema ein svör við því, þau svör sem þessi tillaga ber raeð sér, að láta ekki þannig orðalaust brjóta rétt á oss. Menn kunna að segja að ekki þýði að spyrna á móti broddun- um og það af tvennu: Fyrst þvi að það sé gagnelaust, því samn- ingarnir séu þannig úr garði gerð- ir að ekki muni hægt að hafa hendur í hári félagsins. Um það skal eg ekki dæma. Úr því verða lög og dómstólar að skera. En þó það vitanlega væri gagnslaust, þá finst oss sómi landsins liggja við að taka ekki slíku með þökk- um. Eg býst við því ef einhvern ætti að hýða og hann sæi ekki að hann gæti við það sloppið, að enginn myndi lá honum þó hann reyndi að malda í móinn, en kysti ekki strax á vöndinn. Þá er hitt að það sé áhætta að troða illsakir við félagið vegna þess að það geti þá alveg hætt siglingum hingað, en úr því gæt- um vér ekki bætt. Getur verið. En ekki óttast eg það svo mjög. Þess er að gæta að Danir og danskir kaupsýslumenn hafa engu síður hagnað af að engin tregða verði á siglingum milli íslands og Danmerkur og býst eg þvi við að Danir legðu alt kapp á að þessar ferðir héldu áfram eins og verið hefir. Eg á erfitt með að trúa því að Sameinaða félagið vildi verða til þess, að slíta nokk- urn af þessum bláþráðum, sem enn tengja oss við Danmörku. Vér treystum þvi þessvegna, allir nefndarmenn, að hin hæstv. stjórn geri sitt ítrasta til þess að sjá rétti vorum borgið, en taka ekki blíðlega refsivendi Samein- aða félagsins. --------------------- Landar erlendis. Haraldur Sigurðsson frá Kallaðar- ne8i efndi til hljómleika í Khöfn þ. 4. þ. m. og er mikið látið af list hans í dönskum blöðum. Páll ísólfsson er orðinn organisti til bráðabirgða við Sct. Thomas-kirkj- una í Leipzig í stað kennara síns pró- fessors Straube, sem gegna þarf land- varnarskyldu um sinn. Er þetta sómi Páli og sýnir glögt það álit, sem hann þegar er búinn að afla sór. Próf í læknisfræði hefir tekið í vetur Halldór Kristjánsson (Jóns- sonar háyfirdómara). Hann er orðinn Iæknir við sjúkrahús í Sórey og er kvæntur danskri hjúkrunarkonu. Embætta-ráðstafanir stjórnarinnar. Fátt verður mönnum tíðrædd- ara um nm þessar mundir, en embætta-ráðstafanir hinnar nýju stjórnar vorrar, og það mjög á eina lund. Um setning Jóns Gunnarsson- ar í bankastjóraembætti B. Kr. má þó segja, að hún sé ekki at- hugaverð, úr því starfi þessu átti að halda opnu. En svo byrja strax »furðu«-verkin, þegar hr. Benedikt Sveinssyni er dembt í gæzlustjóra8tarfið, enda þótt völ hafi «verið á margfalt hæfari manni. Þar gægist undir eins 8tjórnmálahlutdrægnin fram. Og annað »furðu«-verkið varð loks fyrir 2 dögum, er hinum setta bankastjóra í stað Björns Sig- urðssonar hr. Oddi Gíslasyni er tjáð, að hann verði að hypja sig úr bankanum 1. næsta mán- aðar, enda þótt honum hafi ver- ið tjáð það, er hann tók við setn- ingunni í starfið, að hún mundi minsta kosti standa til reglulegs þings 1917 og enginn viti annað en að hr. 0. G. hafi unnið að bankastjórastarfinu með sömu elju og samvizkusemi, sem hann ^r kunnur fyrir við störf sín. Bvaraði hr. 0. G. þeseu »sparki« frá landsstjórninni með því að heimta sig þegar lausan frá starf- inu, og er hinn útnefndi eftir- maður hans Magnús Sigurðsson yfirdómslögmaður tekinn við bankastjó rastarfinu. Svo kvað atvinnumálaráðherr- ann afsaka þetta mannaskifta- brölt sitt, að ekki hafi verið um nema tvent að gera, að hr. O. G. færi úr bankanum eða hann, ráðherrann, yrði að taka saman pjönkur sínar og fara norður að Yztafelli, því að flokkurinn heimt- aði þetta af sér. Honum (ráðh.) hefir þótt sér þetta vorkunn, en fólki út í frá mun þykja það heldur iskyggi- legt stjórnarfarsástand ef »flokk- urinn« á að fara að gerast »yfir- ráðherrac og brölta í embætta- veitingum og öðrum daglegum störfum landsstjórnarinnar. Og þá kröfu ætti að mega gera til landsstjórnarinnar í heild sinni, að hún léti ekki slíkt og annað eins viðgangast. Þessi orð vor má eigi skilja sem sprottin af vantrausti á hin- um nýsetta bankastjóra, þvert á móti. En söm er aðstaða stjórn- arinnar fyrir því. Loks kvað-^standa til að vér Reykvíkingar hljótum nýjan bæj- arfógeta frá 1. næsta mán., sett- an þó — og er það hr. Sig. Eggerz sýslum., fyrv. ráðherra og »fyrverandi tilvonandi* frá aukaþinginu. Munu þeir, er til þekkja, fljótlega átta sig á »plást- urs«-pólitíkinni sem hér liggur á bak við og meta hver eftir sinni lund. »En ekki líkar mér það«, sagði karlinn! Úfriðar-annáll 10. des. 1916- 6, jan. 1917. Khöfn 6. jan. Stjórnarrask. Eins og áður er á minst, urðu breytingar nokkrar á stjórn Breta í siðastliðnum mánuði. Miðuðu þær aðallega að því, að auka völd eins einasta manns, Lloyd George, og að gera yfirstjórn her- mála fámennari og einfaldari, til þess að hún gæti orðið einbeittari og fljótari í 8vifum. í yfirstjórn hermála í hinu nýja ráðuneyti Breta eiga að eins 5 menn sæti, Lloyd George auðvit- að, forsætisráðherrann sjálfur, Lord Curzon, Henderson, Lord Milner og Bonar Law. Eru þessir 5 menn einskonar yfirstjórn allra mála með Lloyd George í forsæti. Má telja, að hann í raun og veru ráði lögum og lofum í Bretlandi. Fara Bretar þar að dæmi Róm- verja i fornöld, er þeir fólu ein- um einasta manni aíla ríkisstjórn,. er mikið var í húfi. Stefna Lloyd Goorge Er Lloyd George hafði náð öll-- um 8tjórnartaumum í sínar hend- ur, auglýsti hann stefnu þá, er stjórnin ætlaði að fylgja nú fram- vegis í ófriðarmálum. Nokkur helztu ákvæði þeirrar stefnuskrár eru þessi: Vopnbúa öll verzlunarskip. Gera alla menn herskylda frá 16—60 ára aldurs. Herða á aðflutningshaftinu til Miðveldanna. Vinna að þvi, að auka matar- framleiðslu innanlands. Banna alla þá vinnu, sem ekki kemur í herþágu. ■ Banna allskonar óhóf og sællífL Koma því á, að fólk borði ekki kjöt einhverja ákveðna daga; einn dag vikunnar fyrst um sinn. Akvæði þessi sýna ljóslega, hve mikils Lloyd George, hinn núver- andi ókrýndi konungur Breta, álítur að þurfi við til þess þeir nái sigri. Samherjar óánægðir, I sama mund og stjórnarbreyt- ing verður á Bretlandi, fer að’ brydda á óánægju með aðrar landstjórnir og herstjórnir Sam- herja. Frá Bretlandí var sagt,. að óánægjan með stjórnina þar' stafaði af. þvi meðal annars, afr verð á matvöru hækkaði í sifelluí og kendu menn það flutninga- teppu, er stafaði af spellum kaf- nökkvanna þýzku. Almenning grunaði, að flotamálastjórnin væri of lin í sóknum gegn nökkv- unum. En líklegt er, að óánægjan og stjórnarbreytingarnai' meðal Sam- herja hafi dýpri og víðtækari rætur. Frá 28. nóv.—8. des. hélt þing Frakka fundi mikla. Gerði stjórn- in þar grein fyrir gerðum sínum síðastliðið ár. Þótt ráðuneyti Briands fengi þar nokkrar ákúr- ur, varð ekki úr, að hann léti af völdum. — En eftir fundi þessa fréttist, að breyting myndi gerð á yfirherstjórn Frakka. Miðuðu breytingar þær í sömu átt og lijá Bretum, að gera stjórnina ein- faldari, svo ráðstafanii' allar gætu borið hraðar að og orðið einbeitt- ar. Var og í orði, að víkja Joffre

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.