Ísafold - 20.01.1917, Side 3

Ísafold - 20.01.1917, Side 3
IS AFOLD 3 Ný bók: Kirkjan og ódauðleika-sannaniraar Fyrirlestrar og prédikanir eftir HaraldJ^Níelsson, prófessor í guðfræði. Efnisyfirlit: 1. Um svipi lifandi manna. (Fyrirlestur fluttur í Reykjavík (3. apríl 1914) og víðar). 2. Kraftaverkin fyr og nú. (Fyrirlestur fluttur í Frikirkjunni 13. marz 3. Áhrif sálarrannsóknanna á hinar kristilegu trúarhugmyndir. (Fyrirlestur fluttur í Hólakiikju ir. jtilí 1915). 4. Kirkjan og ódauðleikasannanirnar. (Fyrirlestur fluttur í Reykjavik 2. og 5- apríl 19 6)- 5. AuðgaOir af fátækt hans. (Piédikun flutt i Frikirkjunni jóladag 191S). 6. Páskagleðin. (Prédtkuo flutt i Reykjavikurdómkirkju páskadag 1909). 7. Vottar. (Prédikun flutt í Frikirkjunni hvitasunnudag 1915). Verð kr. 2.40. — Fæst hjá bóksölum um land alt. — Sveitamenn. Kaupið fóðurbætir handa skepnum ykkar. Undirritaðir hafa til sölu nokkur föt af úrgangi tir meðalalýsi (griit) sem inniheldur ca. 20% af lýsi. Verð 25 krónur fatið (með fati). Sömu- leiðis nokkur föt af lifur. Haraldur Böðvarsson <fc Co. h.f Akranesi. M U N I Ð að vort viðurkenda Körónu krónukaffi hefir ekki hækkað i verði og er selt gamla lága veröinu. Nýtt Irma plöntusinjörlíki er komið með s.s. Islandi. Smjörhúsió, Carl Schepler Hafnarstræti 22 — Reykjavík. Talsimi 223. úr herkonuugssessi þeím, er hann hefir skipað þar í landi — gera hann að meðráðamanni stjórnar- innar. í sömu svifum er stjórnarherra Rússa, Sturmer, steypt frá völd- um. — Þrásinnis fréttist það víðs- vegar að siðastliðið haust, að samningar væru á döfinni milli Rússa og Miðveldanna, að koma á sétfrið sín í milli. Var það þá fullyrt, að Sturmer væri hvergi nærri fjandsamlegur í garð Þjóð- verja, væri ef til vill fáanlegur til sátta. — Síðan Þjóðverjar settu konungsríkið Pólland á stofn, hefir ekki heyrst um nein vinmál þeirra á milli, og talið, að Rússar verði jafnvel ófúsastir til sátta síðan. En Stiirmer bar ekki sem fjand- samlegastan hug til Þjóðverja — og því varð hann að láta af völdum. Óánægjualda sú, sem gert hefir svo mikið stjórnarra8k meðal Samherja, stafar vafalaust af því, að þeim finst árangurinn af allri blóðtökunni, öllum kostnaðinum, ei’fiðinu og eyðileggingunni, sem af ófriðnum leiðir, hafi verið næsta lítill. Árið 1916. 1 nýársræðu, er forseti Frakk- lands hélt um áramótin 1915— 16, lofaði hann því hátíðlega og rök8kýrði, að Samherjar ynnu fullkomjnn sigur á næsta ári. En hvað varð úr? Þjóðverjar gátu að vísu ekki brotist gegnum herlínu Frakka við Verdun. Þeir náðu að eins yfirráðum yfir nokkrum ferkíló- metrum af gereyddu landi. Á hinn bóginn urðu Samherjar næsta litlu nær eftir allar árás- irnar og blóðsúthellingarnar við Somme. Náðu nokkrum ferkíló- metrum úr klóm Þjóðverja af ennþá rækilegar gereyddu landi. Rússar gátu náð landshlutanum Bukowina og nokkrum hluta af Volhyníu í vor. En brátt skorti þá svo mannafla og skotfæri, að ekkert áframhald gat orðið af sigrum þeirra. Aðgerðir ítala ogSalonikihersins hafa verið svo Veígalitlar, að ekkert hafa þær getað þreytt af- stöðu Samherja. Þegar svo Miðveldismenn brjót- ast inn í Rúmeníu, vinna þar sjálfa höfuðborgina eina og að drekka, ná þar miklum birgðum matvöru, steinolíunámum og víð- áttumiklum akurlöndum, er geta orðið þeim staðgóð bót í bú, þá brestur þolinmæði Samherja. Asquith verður að láta af stjórn í Englandi. Joffre herkonungur fær lausn í aáð hjá Frökkum, og Rússar sparka Stiirmer. Alstaðar kveður við sama tón. Burt með alla misklíð og mók — því nú er annaðhvort að duga eða drepast. MarkmiB Rússa. Eftirmaður Sturmers varð Tre- poff. í ræðu, er hann hélt, er hann tók við völdum, lét hann það álit sitt í ljós, að öll rúss- neska þjóðin yrði að taka þátt í baráttunni. Markmið Rússa yrði að vera að ná öllu Póllandi á sitt vald og Konstantinopel. Væru það samningar milli Rússa og annara Samherja, að eftir ófriðinn skyldu Samherjar tryggja Rúss- um yfirráð yfir Konstantinopel. — góð svipa á Tyrkjann að herða sig. Til þess að losna við alt ótíma- bært friðarhjal, bannaði hann öllum blöðum í Rússlandi að minnast á frið. FriOarboð Þjóðverja. Eftir allan þenna viðbúnað Samherja gerast þau tíðindi í Þýzkalandi, að ríkisþingið er kallað saman í skyndi. Kemur það saman þ. 12. des. Samdægurs sendir Vilhjálraur keisari svolátandi boðskap til þýzka hersins: »Með tilliti til sigurs þess, er þér hafið frækilega unnið, hefi eg ásamt stjórnendum ríkja þeirra, sem eru í bandalagi við oss, boðið óvinum vorum frið. Hvort friðarboð vor fá tilætl- aðan árangur, verður timinn að leiða í ljós. Framvegis ber yður að standast árásir óvin- anna og sigra«. RæOa-kanziarans. Á rikisþingsfundmum hélt kanzlarinn mikla ræðu. Oftsinnis hefir orðum hans verið mikill gaumur gefin, en víst aldrei eins og nú. Skýrði hann frá þvi, hvernig þátttaka Rúmena í ófriðnum hafi orðið Miðveldum til hins mesta láns, í stað þess að þeir hefðu átt að styðja Samherja. — Sýni það meðal annars herafl þeirra Miðveldanna, að þeir hafi getað ráðið niðurlögum Rúmeníu og náð sér þar í margskonar nauðsynja- vöru og haldið þó velli á öllum hinum vígslóðunum. Segir hann Þýzkaland ekki eins og innilok- aða borg, en eins og umkringda herstöð, þar sem öll þjóðin berst og verst og hefir nóg tæki til þess að halda því áfram eins lengi og þörf gerist. Og enn segir kanzlarinn. Þótt við getum haldið áfram ófriði, þá finnum við ógn vel ábyrgðina gagnvart guði vorum, þjóð vorri og öllu mannkyninu. Því bjóðum við nú frið — þótt hann sé oss ekki nauðsynlegri en óvinunum. Þung ábyrgð hvildi á herðum keisarans, er hann ákvað að leggja út i ófrið í ágúst 1914. — Síðan hefir hann haft hugann við það hvernig hann gæti trygt þjóðinni frið í framtíðinni eftir sigursælar orustur. Nú sér kei8arinn að tími er til þess kominn að bjóða óvinunum frið. Hefir hanu því sent stjórnum Spánar, Bandaríkjanna og Sviss boðskap, er þser senda til óvina- stjórnanna þess efnis að bjóða þeim að byrja friðarsamninga. Boðskapurinn til óvinanna sé á þá leið: Að eftir 2‘Á árs sé hætta á, að menning álfunnar og öll fram- þróun fari út um þúfur, ef ófrið- urinn haldi áfram. Miðveldin hafi verið neydd til vopna. Með sigri hafl þau haldið velli í vörn fvrir tilveru sinni og framþróun. Þeir haldi þvi fram, Miðveldis- menn, að réttindi þeirra og kröf- ur komi hvergi í bága við rétt- indi annara þjóða. Hvergi nærri sé það meining þeirra, að eyði- ieggja eða undiroka mótstöðu- mennina. Þótt þeir geti vel haldið ófriðnum áfram, þá láti þeir nú þá ósk sína í Ijós, að friðarsamningar byrji. Frumvorp og uppástungur þær er þeir muni leggja fram á vænt- anlegunf friðarfundi, álíti þeir að sé góður grundvöllur undir örugt samkomulag, er tryggi tilveru, heiður og frjálsa framþróun þjóð- anna. En vilji Samherjar ekki frið- inn, þá vilji Miðveldismenn held- ur enga ábyrgð bera á framhaldi ófriðarins. Undirtektirnar. Frá þeim degi og alt til ára- móta, snerust hugir manna mjög um þessi friðarboð Miðvelda og þær viðtökur er þau fengu. Þ. 19. des. hélt Lloyd George ræðu í parlamentinu þar sem hann svaraði málaleitun Þjóð- verja. Frá þeim degi þótti útséð um hverskyns svarið yrði. Þ. 21. sendir Wilson forseti ófriðarþjóðunum boðskap þess efnis, að þær auglýsi hvér í sínu lagi, að hverju þær gætu gengið við væntanlega friðarsamninga. Þ. 22. slæst Svissastjórn í för með Wilson til friðarumleitunar. Þ. 28. tjá Norðurlönd sig hlynt umleitunum Wilsons. Þessa daga var rætt og ritað, spurt og spáð um þessar friðar- horfur um heim allan. Einn daginn kviknuðu vonir í hugum miljónanna, sem óska eftir íriði. Næsta dag fréttist þó aftur um ófriðarhorfur og ófriðartal ein- hvers stjórnmálamannsins. öll élfan var milli vonar og ótta. I hvert skifii sem friðarvonirnar urðu að lúta í lægra haldi, reis ófriðaróttinn upp enn þá geig- vænlegri en nokkru sinni fyr — ótti fyrir þvi, að ef friður kæmist ekki á, myndi baráttan verða háð enn þá grimmilegar en nokkru sinni fyr. í enskum blöðum var friðar- boði Þjóðverja tekið á þá leið, að þarna gætu meun séð það svart á hvítu, að nú gætu Mið- veldin ekki haldið áfram ófriði. Að minsta ko^fi væri þjóðin nú orðin svo að fram komin, að þeim stjórnendum væri nauðugur sá kostur, að klína ábyrgðinni á mótstöðumennina, ábyrgðinni á ófriði þeim, er þeir sjálfir ættu upptökin að. í franska þinginu sagðí Briand stjórnarherra friðarboðin ekki annað en klaufalega gildru, er Þjóðverjar yrðu að sætta sig við að sjá tóma. Tilgangur þeirra væri ekki annar en sá, að koma á sunðrung milli Samherja. Tveim dögum eftir friðarboðin samþykti enska parlamentið 400 milj. punda lán til ófriðar í einu hljóði. Þann 18. des. lýsir rússneska dúman því yfir, að Rússar vilji hvorki heyra neitt né sjá um frið nó neitt hié á vopnavið- skiftum. FriOurinn glæpur. Og daginn eftir tekur Lloyd George til orða í parlamentinu. Lýsir hann því yfir, að allir Sam- herjar muni svara einum rómi tilboði Þjóðverja. Hver sá sem verði til þess að lengja ófriðinn, hann taki á sig þunga ábyrgð, en hver sá, sem gefist upp áður en tilganginum sé náð, hann geri aig sekan í glæp, sem ekki sé hægt að bæta úr. Að ganga inn á tilboð Þjóðverja, sé sama og stinga höfðinu inn í snöru, er draga megi að hálsi. Samherjar berjist til þess að varðveita Ev- rópu gegn prússnesku hervaldi. Trygging verði að fást fyrir þvi, að Prússar trufli ekki oftar frið álfunnar. Hjúkrunarnemi. Ung, heilsuhraust, greind stúlka getur komizt að i Laugarnes- spítalanum 1. júní þ. á. Nauð- synlegar upplýsingar fást hjá Iækni spítalans. Skömmu síðar var það ákveðið að allir verkfærir menn Englands yrðu undir eftirliti stjórnarinnar, svo hægt yrði að sjá um, að verkum þeirra yrði hagað sem haganlegast í þágu ófriðarins. Brillonin, fyrrum Frakkakousúll hér 1 bæ, hefir getiö sér góðan orðstír á vígstöðvunum við Verdun og hlotið orður tvær fyrir vasklega framgöngu. En fyrir nokkru varð hann fyrir gas- eitrun á vígvellinum, sem gert heflr hann blindan á öðru auganu og tekið Vg sjónar á hlnu. Mun hann því eigi geta aftur horfið til vígstöðvanna, en til tals mun hafa komið, að hann verði konsúll á Kúbu. Brunar. Aðfaranótt miðvlkudags kviknaði eldur í Schoushúsi við Vest- urgötu, eu tókst að slökkva von bráðar. í Hafnarfirði kom upp eldur i búð Gríms Andróssonar þ. 16. þ. mán. Skemdir urðu nokkrar á vörum. Leikhúsið. Næsta leikrit, sem Leik« fól. Rvíkur fæst við, er »Nýarsnótt< Indriða Einarssotiar. Eimskipafélagið. Á afmæli fólags- ins, 17. þ. mán., söfnuðust 5700 kr í hlutum. Messað á morgun í frík. í Rvík: kl. 2 siðd. síra Ól. Ól. — 5 — pvóf. Har. Níelsson. Ingólfur fór í Borgarnes í gærmorg. un og er væntanlegur hingað með norS. an og vestanpóst í dag. Með skipinu fóru margir norðah þingmenn. Vest- anþlngmenn fara flestir til Stykkls- hólms á Svaninum sem væntaniega fer hóðan einhvern næstu daga. Hvevgi er betra að aug- lýsa en í Isafold.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.