Ísafold - 14.02.1917, Síða 1
Kemur út tvisvar
í viku. Verðárg.
5 kr., erlendis 7l/2
kr. eða 2 dollarjborg-
Ist fyrir miðjan júlí
erlendis fyrirfram.
L&usasala 5 a. eint
Ritstjóri: Ólafur Björnssun. Talsími nr. 455.
Uppsögn (skrifl.
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
ln sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
só kaupandi sknld-
laus vlð blaðlð.
XLIV. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 14. febrúar 1917
14. tölublað
r *Reynslan er sannleikur« sagði *Repp« eg
i})ótti að vitrari maður. Reynsla alheims hefir
dæmt Fordblla að vera bezta allra bila og
alheims dóm verbur ekki hnekt. Af Ford-
bilum eru fleiri á feið í heiminum en af öli-
nm öbrum biltegundum samanlagt. Hvað
sannar það? f»að sannar það. Fordbíllinn
beztur allra blla enda hefir hann unnið
sór öndveigissæti meðal allra BLla, hjá öllum
þjóðum, og hlotið heiðursnafnið
Y eraldarvagn.
Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig
aelur hinar heimsfrægu DUNLOP DEKK og
^SLONGURlfyrir allar tegundir bila.
P. Stefánsson,
Lækjartorgi 1,
JLlþýðafél.bókasafn Tempiaras. 8 kl. 7—0
iborgar8tjóraskrifst. opin dagl. 10-12 og 1—S
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B
Bæjargjaldkerinn Laufásv. B kl. 10—12 og 1—B
.tilandsbanki opinn 10—4.
SLF.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 ^iðd,
Alm. fundir fid. og sd. 81/* siðd.
iLandakotskirbja. Guðsþj. 9 og 6 á helgutn
Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1.
•.Lftndsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12.
rLandsbókasafn liJ—B og 6—8. tJtlán 1—8
Lftndsbúnaðarfélagsskrifstofan opin fré. 12—8
Lftndsfóhirðir 10—2 og B—6.
.Landsökjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga dttga 10—13 og 4—7.
IListasafnið (lek&ð fyrst um sinnj
NAttúrugripasRfnið opið V/a—2*/« á rnnnud.
PÓBthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1.
Bamábyrgð Islands kl. 1—B.
Btjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12.
Yifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1
S*jóðmenja8afnið opið sd., þrd. og fid. 12—2
Erí. símfregnir
jfrá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.
Kaupmannahöfn, n. febr.
Þjóðverjar sökkva daglega
mörgum skipum.
Víggirðingar New York-
borgar hafa verið mikið endur-
bættar.
Bandaríkjamenn eru mjög
gramir yfir þvi, að Gerard
sendiherra skuli haldið i gisl-
ingu i Berlin og að þýzkir
kafbátar sökkva amerískum
skipum, þar sem ákveðið er
að Bernsdorf greifi haldi á
§tað áleiðis til Kristjaníu á
þriðjudaginn.
t New York hefir verið
kveikt í mörgum húsum og
sum þeirra brunnið til kaldra
kola.
Khöfn ii. febr. kl. 1,10 síðd.
Viðsjár miklar milli Hol-
lendinga og Þjóðverja. Þjóð-
verjar hafa dregið saman lið
við landamærin.
JTlófi sfraumnum !
l>ví er svo mikil undiralda af sorg
í öllum þínum hljómum, þjóð mín, nú?
Því er sem drúpi bæði sveit og borg
og bíði röskra fóta mannlaus torg,
er áður báru starfastæltan múg?
Því stynja allar gígjur landsins þungt,
sem haf af ekka byltist björgin við,
:sem brotni niður hengiklettarið
og hvergi vekti lífsþrek ódeigt, ungt?
Er álfu blóðið orðið að þeim hyl,
sem öldum bröttum velti á þína strönd?
Er kúlnaregni breytt í moldroksbyl,
er bregði sorta yfir vegarskil,
sem eiga að rota réttlaus friðarlönd?
Er rökkva tekið yíir þínum draum:
að spyrna hælum hart í liðna tíð,
en hefja djarftæk andleg frelsisstríð,
sem vinni kraft og vizku’ úr tímans straum?
Eg veit og skil, að valdlaus ertu’ og smá
á vígslóð þeirri’, er troða þjóðabákn.
Og þung er framsókn landi, er að eins á
sinn auð og sögu liðnum tímum frá,
en sýnir hvergi um her né vigi tákn
og hefir engan flota, er drepa má
hvert saklaust fley, er fleytir sér um'mar.
Og fæðir engan konung eða Zar,
sem á til stríðs og drápa sterka þrá.
Eg veit og skil, að voldugt tímans brim,
sem veltur nú með þungum skapa'dun,
við feigðarbjörg mun lemja margra lim,
og leiða þjóðir fram á afgrunnsþrim,
og bylting vekja á jörð og valda hrun.
Þú vorra alda lævi blandið starf
er rótlaust, fúið, rotin öll vor ment,
og rangt, sem hverri nýrri ætt er kent,
svo eldsins hreinsun andi og höndin þarf.
En minstu þess, að stríðið slælir þrótt.
Þvi stærra vinst, sem þyngri raunin er.
Og ef þú vakir þessa þungu nótt,
mnn þrek og afl í hana verða sótt,
og heilög reynsla, er höfgan sannleik ber.
Og holl eru’ okkar þjóðarkröftum æ
þau viðfangsefni, er þurfa dirfsku og dáð,
og drengskapshug og vaskra manna ráð
í styrjarleik á lífsins trylta sæ.
Og hnossið mikla: hamingjunnar mátt
ei höndlar neinn, sem aldrei þreyttur berst.
Og svo mun enn: að ef þú finna átt
þann eld, sem lifl hverja hörkunátt,
að aflraun þarft, sem inn að hjarta skerst.
Svo öll þín mögn sitt hlutverk finni nú.
Og yfir dægurvíl og vonlaus óp,
og veiklað þrek, og smárra sála hróp
aér lyfti á þig lífsterk, heilög trú.
Og því var æpt, er óskason þinn bar
hin óima hrönn til brots við klungursker?
Sem aldaþroska allir sæu þar
á einni svipan hverfa í fláan mar
með alt, sem þína gæfugeisla ber.
Þess gráts var eigi þörf. En vel þess minst:
með því var treyst á taugar eðlis vors,
hvort tapið lamar rætur skyldu og þors,
hvort fornkynslundin hefur lézt og grynst.
Því stendur tafl um táp þíns strjála lýðs:
hans trú og kjarna, dýpt í eðlishljóm,
hans frelsisþrá í fjötrura þessa stríðs,
hvort framtíð þarf að grafa rúnir níðs
á skjöldinn hans, er setur sagan dóm.
En sigurglöð lít nýjum dögum mót.
Er veröld lægir heljar-hafrót sitt
mun himinn faðma vorgrænt lífs-tré þitt
á sinni djúpu, sterku, stæltu rót.
— Svo berðu, þjóð mín, hátt þinn hug og önd.
Þitt hjartablóð er fult af lifsins yl.
Og enn mun ljómi standa af þinni strönd,
og stormar þínir hrista fjarlæg lönd,
sem upp sig hefja af andans breiða hyl.
Hvern æskukraft skal vígja þinni dáð.
A mannkynsþroskans miklu, grýttu braut
þitt merki blika skal við himinskaut,
af sannleiksdirfð og frelsisbirtu fáð.
Jón Björnsson.
Bandalag norrænna kvenna.
Á stóra norræna kvennafund
inum, er haldinn var í Kaup-
mannahöfn sumarið 1914, var
hjónabandslöggjöfin aðalmálið, sem
rætt var; að þeim umræðum lokn-
um var skotið á aukafundi og
þar lagt fram frumvarp þess efn-
is, að stofna til bandalags á milli
kvenfélaga á Norðurlöndum, svo
að þau framvegis gætu átt kost
á að f jalla um og ræða ýms mál,
einkum þau, er snerta konur og
börn.
Nokkrum árum áður hafði verið
haldinn kvennafundur í Krist-
janíu — og næst átti þá að halda
slíkan fund i Stokkhólmi. — Var
þá ákveðið, að stofna til kvenna-
fundar í Stokkhólmi ár 1915 —
og á þeirn fundi átti nánar að
ræða um stofnun »bandalags
norrænna kvenna«.
En árið 1915 fórst þetta ráð-
gerða fundarhald í Stokkhólmi
fyrir sökum heimsófriðarins. Svo
Alþýðufræðsla
Stúdentafélagsins.
Hinn 14. Janúar 1910 voru
kosnir þessir menn I alþýðu-
fræðslunefnd:
Bened. Sveinsson alþingism.,
Ouðm. Magnússon prófessor,
Jón Þorkelsson,
Matth. Þórðars. fornmenjav. og
Þórður Sveinsson læknir.
Hinn 15. Febr. var Jón Þorkels-
son kosinn formaður nefndarinn-
ar og Guðmundur Magnússon
gjaldkeri. Á þessari nefnd hefir
sú ein breyting orðið alt til 25.
Janúar 1917, að 12. Janúar 1912
var Dr. Guðmundur Finnbogason
kosinn í hana í stað Benedikts
Sveinssonar, og að Dr. Guðmund-
ur hefir siðari árin gegnt gjald-
kerastörfum í forföllum Guðmund-
ar prófessors.
Það, sem þessi nefnd hefir eink-
um viljað leggja áherzlu á, var
fyrst og fremst það, að halda uppi
reglulegum fyrirlestra flutningi,
hafa fyrirlestrana sem fróðlegasta,
fjölbreyttasta og skemtilegasta,
svo að fólk sæktist eptir að hlýða
á þá, og því næst að ná með þá
sem viðast um landið og til sem
flestra landsmanna. Árangur af
liðu mánuðir og jafnvel ár og
ófriðaröldurnar lægðu ekki; en
þá þótti ekki ráðlegt, að láta
fundinn dragast lengur.
Sænska nefndin, sem átti að
kalla fund þennan saman, sendi
svo í siðastl. júnímánuði félögum
þeim á Norðurlöndum, er boðið
hafði verið að taka þátt í stofn-
un þessa bandalags, fundarboð
ásamt uppkasti að lögum þeim,
sem hinn fyrirhugaði fundur í
Stokkhólmi átti að ræða og sam-
þykkja sem lög og stefnuskrá
f y rir»bandalag norrænna k venna«,
þegar það yrði löglega stofnað 10.
—11. nóvember 1916 í Stokk-
hólmi.
»Hinu ísl. kvenfélagi* og »Kven-
réttindafélagi íslands« hafði af
nefnd þeirri, er gekst fyrir stofn-
un þessa félagsskapar, verið boð-
ið að taka þátt í stofnfundinum
í Stokkhólmi og senda þangað
fulltrúa.
Bæði félögin þáðu boðið, og
»Hið ísl. kvenfélag« fól umboð
sitt frú Björgu Blöndal eand. phil.,
þessari viðleitni hefir orðið sem
hér segir:
Árið voru fluttir þar af
fyrirl.; utan Rvíkur
1910 38 18
1911 31 18
1912 43 25
1913 34 17
1914 32 20
1915 36 27
1916 38 30
252 155
Reykjavík hefir því á þessu tíma-
bili (1910—1916) feingið 97 fyrir-
lestra á móts við önnur héruð
landsins, sem hlotið hafa 155 eða
freklega */5 af ölium fyrirlestrum
fræðslunnar. Hefir tekizt að ná
raeð þessa 155 fyrirlestra til 65
staða samtals víðsvegar um landið
utan Reykjavíkur. En erindi hafa
þetta timabil verið flutt á þess-
um stöðum:
1. í Reykjavik.
í Borgarfjarðarsyslu.
2' á Hvítárvöllum; 3. áHvann-
eyri; 4. á Akranesi; 5. í Reyk-
holti; 6. á Snældubeinsstöðum í
Reykholtsdal; 7. Ungmennafélagi
Borgfirðinga.
I Mýrasjjflu.
8. í Borgarnesi; 9. á Smiðju-
hóli; 10. á ökrum i Hraunhrepp.