Ísafold - 26.05.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.05.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD I 0 I 0 ■ [ Heildsala. Árni Eiríksson Tals, 26ð og 554. Pósth. 277, [ Smásala — Vefnaðarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. — ■OD Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgði Smávörar er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztarog ódýrastar Tækifærisgjafir — Jólagjafir — Leikföng. -..—”=ni DB9E IE a: Styrkfarsjóður W. Fischers. Þeir, sem vilja sækja um styrk úr þessum sjóði, geta fengið prentuð eyðublöð hjá Nicolai Bjarnason. Bónarbréfin eiga að vera komin til stjórnendanna fyrir 16. jiili. Stjórnin. oss þriðja skipið, þá kvað við »heyr« I hjá þingheimi. Og það stóð ekki við orðin tóm. K!lukkutíma síðar lagði einn borgari bæjarins fram 2000 krónur, hundr- aðasta hlntann af því sem á vantar. Ef 99 menn gerðu sem þessi væri upphæðin fengin. Ýmsir hafa lagt í félagið síðan. Það er enginn vandi að láta flytja þau tíðindi á aðalfundi félagsins 23. næsta mánaðar, að öll upphæðin sé komin. Og það hér á landi. Enn hefir enginn nýju hlutanna farið út úr landinu. Vér getum þetta vel. Og úr því við getum það, þá qcrum það. Ufanrikismál vor, —o— Aths. viö grein hr. dósents Holgers Wiehe. Vér bjuggumat ekki við að mikið þyrtti að ræða hú orðið skoðanir þær, sem vér héldum fram í 30. tbl. ísafoldar um utan- ríkismál vor. Töldum að eins ástæðu til að minna landsstjórn- ina á afstöðu íslendinga í þeim málum. |Enda hefir enginn Is- lendinga orðið til að andmæla skoðunum vörum. Hins vegar töldum vér skylt að birta athuga- semdir hins góðkunna Dana, hr. Wiehe, þótt hann líti öðrum aug- um á málið en vér. Hr. Wiehe segir að Danir muni setja það upp, ef vér tökum al- gerlega að oss utanríkismál vor, að þá sé sambandinu slitið al- gerlega. Ef svo yrði hlytum vér að taka því, er vér erum full- ráðnir í því að taka þessi mál að oss sjálfir. Þá ákvörðun yrðum vér að taka sjálfir með fullri á- byrgð og á eigin ábyrgð. En réttur vor til þess að taka slíka ákvörðun er hinn sami fyrir því. Hitt mun mega deila nokkuð um, að minsta kosti frá sjónar- miði Dana, hvort oss sé hentugt að taka sjálfir utanrikismálin eða, hvort oss sé það »hættu- laust«, eins 0g hr. Wiehe kemst að orði. Sjálfsagt má finna kosti á því fyrirkomulagi að Danir fari með utanrikismál vor. En ókostirnir eru áreiðanlega marg- ir. Að voru áliti yfirgnæfa þeir langsamlega kostina. Hr. Wiehe telur einn aðalkostinn, að meðan Danir komist hjá ófriði sé held- ur eigi ráðist á okkur; þetta gæti hugsast öðruvísi ef vér réðum oss algerlega sjálfir. Lengra vill hr. Wiehe þó ekki fara. Enda erfitt að gera ágizkanir um hvort vér kæmumst ekki eins lengi hjá ófriði sem Danir. Vér óskum Dönum að komast hjá ófriði. En ef þeir lenda í ófriði út úr mál- um oss algerlega óviðkomandi er það hart að fjendur Dana skuli um leið hafa rétt á að skoða oss sem ófriðarþjóð og fara með land vort þar eftir — alsaklausa af öllum ófriðarhug. Hr. Wiehe óskar oss, að vér verðum ekki að »kotríki« eins 0g t. d. San Marino og Andorra. Fólksfæðin ein og fátæktin gæti yfirleitt gert oss að kotríki. 0g aðstaða vor er svo alt önnur en nefndra smáríkja, að samlíkingin á ekki við. Og hvað er kotríki? Hvað fólksfjölda og efni snertir er t. d. Danmðrk kotríki saman borið við Stórabretland, Banda- ríki Norður-Ameríku 0. s. frv. Þó telja Danir sig færa að fara með utanrikismál sín án yfir- stjórnar Danmörku stærri ríkja. Hér er aðeins um samanburðar- mun að ræða. Eins og hver fullveðja maður verður sjálfur að taka ákvörðun um lífsmál sín án þess að vera bundinn vilja-þess, sem hefir tal- ið sig húsbónda hans, eins er um hverja þjóð. Þótt fátæklegt hafi verið hjá frumbýling í byrjun, hafa sést þau dæmin að hann hefir komist í kvisti við fyrri húsbændur sína á ýmsum svið- um. Hvað oss sé hentugast verðum vér að ákveða sjálfir. Réttinn til að fara með utanrikismál vor teljum vér oss hafa. Gestur i ný-íslenzkum skáldskap. Bókmenta hugleiðir.gar eftir Alexander Jóhannesson. Byltingaöldum í bókmentum menn- iugarþjóða Evrópu skolar flestum einhverntíma upp að íslandsströnd- um, stundum fljótt, en oftast eftir iratugi eða aldahvörf. Nafnfrægur þýzkur sagnaritari, Karl Lnmprecht, (nýlátinn) hélt því fram, að menn- ingarþroski þjóðanna gengi ætíð i sömu stefnu og að menning einnar þjóðar yrði að fara í gegnum sama hreinsunareld og menning þeirrar þjóðar, er lengra væri komin áleiðis, þvi ef borin væri saman bókmenta- saga ýmsra þjóða, bylgjuðust þær hreyfingar upp og ofan: sama efni og búningur, listastefnur og skoðan- ir kæmu alstaðar í Ijós, bjá einni þjóð 100 árum seinna en hjá annari. Því væri hægt að sjá hjá þeirri þjóð, er skamt væri komin áleiðis, hvert hún myndi stefna. Þessvegna er samanburðar-bókmentasaga mikils metin. Öldur rómantízku stefnunn- ar, er hófst nær samstundis á Frakk- landi, Þýzkalandi og Englandi um og eftir 1800, fara fyrst að gera vart við sig á íslandi nær 50 árum seinna. Hlutsæisstefnan, er uáði mest- um blóma um og eftir 1880, gerir vart við sig hér á landi á síðustu árum. í leikritalist kennir áhrifa Ibsens mjög fljótt hér á landi, fyrst i leik- riti Eggerts Ó. Brím »Gissur Þor- vaidsson«, síðar í leikritum þeirra Indriða Einarssonar og Jóhanns Sig- œjónssonar. Allar germanskar þjóð- ir höfðu upprunalega ljóðstafasetningu í kvæðum sínum, en sleptu henni fyrir meira en 900 árum síían — nema íslendingar. Mundu nú Lamp- recbts-sinnar ætla, að sá timi kæmi, er íslendingar færu í þessu að dæmi annara þjóða og sleptu ljóðastöfun- um, síður,-að aðrar germanskar þjóðir tækju upp Ijóðstafaseiningu aftur, þó að þeir viðurkendu annars listagildi íslenzkra ljóða, hæði efni og búning. Þó skoðanir Lamprechts væru algild- ar, mundu þó fáir efast um, að gáf- aðri bókmentaþjóð mundi vera unt að forðast ýmsar ógöngur og villi- stígu ríkjandi bókmentaskoðana ann- ara þjóða, er hún ætti eftir að kynn- ast, ef hún gerði sér far um það í tæka tíð að virða fyrir sér kosti og lesti þessara skoðana. Þeirri þjóð, sem orðið hefir aftur úr á ým.um sviðum í alheimsframþróuninni, og keppir að sama takmarki og þær menningarþjóðir, er lengst eru komn- ar, ríður meira á að líta í kring um sig, virða þá viðburði fyrir sér, sem eru að gerast, hvort heldur er í bók- mentum, listum, trúmálum eða öðru, en að líta um of aítur í tímann, þó vitanlegt sé, að nútíðar- og framtíðar- menning byggist á fortíðinni. Gróðr- arskúrirnar eiga að koma frá þeim þjóðum, er lengra eru á veg komn- ar. Enda sýuir það bókmentaþroski anuara þjóða, að þá fyrst urðu veru- legar breytingar til batnaðar, er þeir menn risu upp meðal ^þeirra, eins og t. d. Lessing hjá Þjóðverjum eða eða Voltaire hjá Frökkum, er kendu þessum þjóðum að þekkja sfálfar sig og beindu athygli þeirra að afreks- verkum annara þjóða. Þessir tveir menn urðu gerbótamenn á sviði bók- meuia og trúmála, er ollu engu minnx brrytingum en t. d. uppgötv- arar á öðrum sviðum. Þó að slikir menn séu fátíðir, bendir þó starf þeirra í þá átt að vert sé að kynna sér nútíðarviðburði og nútiðarsögu sinnar þjóðar engu síður en liðnar aldir og alhuga með samhnburði á öðrum þjððum, hvað standi til bóta og hvað læra megi af öðrum þjóð- um. Þetta hafa Þjóðverjar séð manna bezt. Engin þjóð í heimi þekkir eins vel sögu, bókmentir og hvers- kyns framfarir annara þjóða, á enga tungu eru þýdd eins mörg skáldrit annara þjóða og þýzku. Orð Hórazar um álit og virðingu gamalla rithöfunda og lítilsvirðingu samtíðarskáldanna: est vetus atque probus, centum qui perficit annos (sá er gamall og góður, er hefir lifað hundrað ár) eru enn í dag al- gild víða, ekki sízt hér á landi. Rannsóknir á list gildi lélegra og lítt verðra skáldrita eru gripnar feg- ins hendi, ef skáldið er nógu gam- alt, þó þau að öðru leyti hafi lftið eða ekkert bókmentagildi. Um þá eru samin lærð og löng rit, en nú- tíðarskáldin látia eiga sig. Ber þá oft við, að menn henda ekki auga á ýmsum kostum samtíðarskáldanna fyr en seint og siðör meir, þó að vitanlegt sé, að ef bent væri ræki-; lega á kosti og galla samtíðarskáld- anna, væri auðveldara að hreinsa sorann og beina skáldunum inn á nýjar brautir. í íslenzkum bókment- um hefir þetta brunnið við eins og annarstaðar. Menn hafa ekki kunnað að meta samtiðarskáldin fyr en oft löngu siðar. íslenzkar bókmentir bafa á siðasta mannsaldri auðgast meira en á mörg- um öldum á undan, listategundun- um hefir fjölgað, útsýnið stækkað, erlendar bókmentir hafa haft heilla- vænleg áhrif á marga, ljóðlistin hefir þioskast að efni og orðfæri, leik- ritagerð hefir orðið til af frumsmið- um þeirra Sigurðar Péturssonar og annara, skáldsagnagerð einkum þrosk- ast í sögum þeirra Einars Björleifs- sonar og Jóns Trausta, þýðingum á ljóðum og sögum erlendra góð- skálda fjölgar árlega. í blöðum og tfmaritum síðustu ára hafa oft birzt kvæði, nýyrking- ar úr gömlum efnivið, þýðingar, bragraunir 0. fl. undir nafninu Gest- ur; ýmsar nýungar eru fólgnar í þessum kvæðum og vísum Gests, er menn máske ekki hafa tekið eft- ir, og skal því reynt að þessu sinni að líta nokkru nánar á skáldskap Gests og nýungar hans. (Framh.) Hringferð Hringsins. Á annan hvítaaunnudag efnir kvenfélagið Hring- urinn til almennrar skemtunar fyrir bæjarbúa. Er það hin svonefnda »hringferð HringsinsC. Fyrir að eins kr. 1.25 geta bæjarbúar v a 1 i ð um einhverjar beztu skemtanir, sem eru á boðstólum í höfuðstaðnum. Söngur, ræðuhöld og sjónleikar, reka hvað ann- að og loks á þriðjudagskvöld klykt út með kirkjuhljómleikum og kostar að- gangur að þeim 50 aura í viðbót. Allur ágóðinn af »hringferðinni« rennur til berklaveikra fátæklinga úr Reykjavík. Um »hringferðina« geta menn lesið nánara í auglýsingu hér í blaðinu í dag. Sextugsafmæli átti Bigurður Eiríks- son fyrv. regluboði þ. 12. þ. m. Var honum þá haldið fjölment samsæti af reglubræðrum hans, og færðar gjafir (göngustafur silfurbúinn og nokkur fjárfúlga, flutt kvæði eftir Guðm. Guðmundsson). Er Sigurður vel ern, þótt kominn sé þetta á efri ár. Erindreki landsstjórnarinnar í New- York verður fyrst_um sinn Jón Sívert- sen skólastjóri og heildsali. Prestsvígsla. Á annan í hvítasunnu verða vígðir 4 guðfræðiskandídatar i dómkirkjunni: Jakob Einarsson, að- stoðarpreetur að Hofi í Vopnafirði, Ei- ríkur Álbertsson, aðstoðarprestur að Hestþingum í Borgarfirðl, Sigurjón Jónsson, prestur að Barðl í Fljótum og ‘I’orsteinn Kristjánsson prestur að Mjóafirði. Síra Friðrik FriðrJksson lýs- ir vígslu. Hvítasunnumessnr í dómkirkjunni r 1. hvítasunnudag kl. 12 síra Bj. Jóns- son og kl. 5 síra Jóh. Þork. 2. hvíta- sunnudag kl. 12 prestvígsla. Engin síðdegismessa. Messur. A hvitasunnudag i frí- kirkjunni í Rvík kl. 2 (sr. Ól. Ól.) og kl. 5 síðd. (sr. Sig. Siv.). — A annan i hvítas. í frikirkjunni í Hafnarfirðí kl. 12 (síra Ól. Ól., ferming). Skipsstrand. Seglskip með saltfarm til Kveldúlfsfólagsins strandaði suður í Grindavík núna í vikunni. Hljóinleika efndi hr. Theodor Arna son til í Nýja Bíó á sunnudaginn var. Lók þar 14 manna hljóðfærasveit undf- ir haudleiðslu Theodors og þótti tak- ast mætavel — taka greinilega fram hljóðfærasveitum þeim, sem áður hafa leikið hér. Allur ágóði hljómleikanna, kr. 227,00 rann til litlu telpunnar Slgr. Arna- dóttur, sem varð fyrir bifreiðar-meiðsl- unum hór í vor. Kvöldskemtuu. Tvisvar í vikunni hefir Bjarni Björnsson leikari og mál- ari boðið til kvöldskemtunar í Iðnó. Voru þar leiknir 2 útlendir smáleikir^ og var mikið hlegið. Bjarni fór til Vesturheims með Lagarfossi til dvalar í Chicagó fyrst um sinn. Eldsneytisskrifstofa fyrir bæino er opnuð í dag í Iðnskólanum. Jón verkfr. Þorláksson veitir henni for— stöðu. Er svo til ætlast að bærinn hefji mótekju í stórum stíl og birgf' bæjarbúa til vetrarins. En hver heim- ilisfaðir á að leggja fram annaðhvort- fé eða vinnukraft til mótekjunnar- Gert er ráð fyrir, að mórinn muni kosta 25 kr. hver smálest og mæla svo fróðir menn, að 21/, smál. af mó svari til einnar smál. af kolum og getur það ekki heitið dýrt eldsneyti nú á tímum. Landssjóðskolin úr Ceres hafa að dálitlum hluta verið afhent Rvíkurbw- 160 smálestir alls og eru þau seld —> með miðum —■ á kr. 150 smálestina. Hvalkjöt norðan frá Siglufirði er nú selt hér í bænum. Stendur svo A því, að 70 háhyrningar viltust inn á Siglufjörð nýlega og sluppu ekki út aftur, mátti þetta heita sannarlegur hvalreki fyrir Siglfirðinga, eittvað 40' þús. kr. vlrði. Skipafregn. Willemoea, dönsk skonnorta,. kom á miðvikudag til Borgarness með byggingarefni og einhverjar matvörur. Á leiðinni hitti skipið þýzkan kafbát, er ætlaði að skjóta það í kaf. Fóm skipverjar í bátana, en þá hvarf kaf- báturlnn af einhverjum ástæðum og hurfu þá skipverjar aftur út á skip sitt og hóldu leiðar sinnar, svo sem ekkert hefði í skorist. Lagarfoss fór áleiðis til Yestur- heims á laugardagsmorgun. Meðal far- þega voru: Gísli J. Ólafsson símastjóri — tilaðkaupam. a. Vestmanneyjasím- ann —, Bjarni Björnsson leikari og Jón Sivertsen verzlunarskólastjóri. íslenzku skipi sökt. Hingað barst í gær frá Trangesvaag íFæreyjum skeyti um, að nóttina áður hefðu Þjóðv. sökt skonnortunni A. H. Friis, eign þeirra Johnson og Kaaber. Hefir skip- ið þá verið að heita má uppi í land-- steínum. Það var 300 smál. og var með saltfarm til Færeyja. Næsta blað ísafoldar kemur út áður en póst- ar fara. Þess blaðs bíða, vegna þrengsla, ýmsar greinar svo sem svar frá G. Sv. til H. Debells, niður- lag af grein J. Gauta Péturssonar, o. fL

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.