Ísafold - 02.06.1917, Side 1

Ísafold - 02.06.1917, Side 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð irg. • kr., erlendis * ' kr. eöa < Y't dollar; borg- i*t fyrir miðjan júlí erlendi* fyrirfram. Laus&iala 6 a. eint. Isafoldarprentsmiðja Rltstjúrl: Úlafnr Björnsson. Talsími nr, 455 Uppsðgn (skrifl.) bundin vi& iramút, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi ;kuld- laus viö UaBiB. J XLIV. árg. Svar. Geta verður Guðtrundar — hann gengur á b.rnasVób. Það kve eiga ekki par illa við hms gáfnafar. H. G. Guðmundur Finnbogason hefir sent mér nokkrar slettur hér í b!að- inu. Eg hafði mjög lauslega hlaupið yfir þær áður, í próförk, og fanst þá ekki taka því, að svara þeim — fanst þær mikið mál, en minna af sál, svipað þessum alkunnu ræðum, sem doktorinn hristir af sér á mann- fundum, meinlaust fjas, sem gerði hvorki til né frá. En nú, þegar eg les þær i ísafold frá 28. apríl, sé eg að slettur þessar eru miklu auð- virðilegri og hrokafyllri en eg hugði. Mergurinn málsins G. F. skilst mér helzt eiga að vera sá, að það sé skoplegt að sjá mlfl vera að skrif.i um skáldskap. Færir hann mér sína ögnina af hverju, stund- um beinlinis og er þá hóflegri og stundum óbeinlinis — og þá er nú ekki dregið af. Hleypur þá eins og folald með rassaköstum út og suð- ur alla móa og ganga nú sletturnar í ýmsar áttir og mest á mig — alt gert til þess að diaga athygli les- enda frá þeirri skömtr, sem Skírnir gerði Bókmentafélaginu með »Dúnu Kvaran«. Hér koma nokkur sýnishorn: »Lætur hann ganga róginn« — »Var að kenna Hannesi 'Hafstein að yrkja* — Tók fyrir kverkar ungum manni« — »Tók helztu rit- höfunda þjóðarinnar a kné sér og fór að kenna þeim að stafa þó allir mættu heyra að hann er óiæs sjálf ur« — »Talar digutbarklega um skáldskap* — »Getur sjálfur ekki skrifað setningu skammlaust* — »Vísar helztu rithöfundum þjóðar- innar út í skúmaskot* o. fl. o. fl. Það var á annati(!) i páskum, að doktorinn var að hnoða þessu sam- an handt mér. Eg fullvissa G. F. um, að mér hefði verið alveg sama þótt þessi kryplingur hans hefði fæðst fyrri páskadaginn. ------Ekki sé eg neina árangurs- von að því, að við förum að togast á um það hér í blaðinu, hvort Dúna Kvaran sé frambæiileg i tímariti hins íslenzka Bókmentafélags. Hitt hef eg frekar von um að gera G. F. skiljanlegt, með þvi að benda honum á það, að hann gerir sinni dýru móður, heimspekinni, svo eg nefni ekki vinnuvísindin, skömm með þvi að draga deilu okkar niður í sama skrilstílinn sem prentaður var um mig 1 »Vísi« fyrir skömmu. Eg hafði leyft mér að fara mjög lofsamlegum orðum um kveðskap H. Hafsteins; þá tek- ur sig upp eitthvert nafnlaust nag- dýr og skrifar í Vísi »að það sé skoplegt að sjá minsta ljóðskáld (0: mig) landsins vera að knésetja það mesta og kenna þvi að yrkja«. Eftir þessum dóna [0: Plebejer) tilfærir svo doktorinn hérumbil orðrétta ó- svifnina. Reykjavik, laugardaginn 2. júní 19x7. 36. tölublað. Ekki er nú andrikið aflögufært — að G. F. skuli þuifa að hirða slett- ur frá öðrum og sletta á mig í annað sinn. — Eg hafði minst á mál og stil á sögunni Dúna Kvaran; hélt þvi fram að það væri óvandað og sýndi ræktaileysi við íslenzka tungu. Eg gat þess, að engin sanngirni mælti með því að ætlast til að skáldin væru málfræðingar, en hitt væri sjá fsögð krafa, að þeir rituðu ekki lakara mál en alþýða manna, sem ekki eru rithöfundar. Mig furðar stórlega á því að G. F. skuli halda því fram að sagan sé boðleg að þvi er 'málið snertk. Eg er ekki mál- fræðingur og G. F. ekki heldur, en það þykist eg viti, að þeir sem hafa okkur meiri þekkingu á þessu efni muni fallast á það, að oftar en einu sinni flytur Skírnir ekki slíka ómynd, með fullum heiðii. Mundi Skímir hafa flutt þetta, ef t. d. for- seti Bókmentafélagsins hefði séð handritið? Nei og aftur nei. Það verður lítið að græða á vinuut>/«Wafítli G. F., ef hann stund- ar það jafn vísindalega og hann ver bögumæli Kambans. Aðalvörn G. F. er sú, að eg hafi skrifað ritvillur og málvillurl Hvað kemur það máli og stil á Dúnu Kvaran við, þótt eg »geti ekki skrifað setningu skamm- laust?« Ekki var eg, eða hefði getað orð ið, höfundur að Dúnu Kvaran, eða þvl líku. Sumar leiðréttingar G. F. á að finslum mínum eru lika mjög óvis- indalegar þ. e. a. s. ritaðar mót betri vitund. Eg hafði skrifað nokk- ur dæmi, af mörgum hundruðum, til að sýna bögumæli sögunnar. Sumt af því voru rangmæli, sumt smekkleysur, sem eg leyfði mér að kalla spakattahátt. Þar á meðal var orðið »tjáning«, »dándum« o. fl. sem G. F. fræðir mig og aðra, sem reyndar vissum það eins vel og hann, að er islenzka. Mér þykir ieitt að verða að segja það, að hér fer G. F. með visvitandi útúrsnún- inga, en hins vegar gleðilegt að geta þess um leið að það er af vanþekk- ingu að G. F. segir að eg »reyni vísvitandi að afbaka efni sögunnar*. Hann virðist ekki hafa lesið þessa sögu, sem hann er nú að verja; efni sögunnar sagði eg laukrétt. ------Eg get nú sagt G. F. i öllu bróðerni, að mjög margir sem bókmentum unna óg þekkingu hafa á þeim, hafa þakkað mér fyiir þetta litla, sem eg hefi skrifað um skáld- skap; þeir haía verið það gáfaðir, að þeir gátu útskýringalaust skilið að tilgangur minn var, og verður sá einn, að leggja einhvern lítinn skerf eftir efnum minum og ástæðum til bókmenta landsins með því að lofa hið lofsverða og hnippa i hitt. Látum svo vera, að eg kunni að hafa látið fjúka orð, sem, mæld á þennan viðkvæma jómfrúmæli G. F. og hans líka, reyndist nokkrum kuldastigum kaldara en vinnuvísind- in réttlæta .— hvaða skaði er þá skeður? Ekki er G. F. svo skyni skroppinn, að hann haldi það, at5 að- finslur í ritdómi drepi þann, sem er skáld; skáidið er ódrepandi, nema með einu einasta vopni. Það er vopnið, sem G. F. og hans skoð- anabræður eru nú að brýna — skjallið. Ef einhver leyfir sér að hnippa í hortittina hjá skáldunum, þá steno- ur ekki á titlingatístinu hjá G. F. & Co. Þá »tekur litdómarinn fyrir kverkar á ungu skáldi, s;m hefir gefið út litla bók með ijóðum«(!) o. s. frv. Það eru tvær hliðar á þessu móðursjúka kjökri; önnur er kómisk (0: hlægilegl), en þá er hin ekki síður sorgleg. Afleiðingin af þesm umburðai* lyndi við andleysið »g dekri við miðlungsmenskuna er sem sé sú, að þeir sem bókmentirnar skrifa færa sifl niBar á viö, skrifi fyrir sér heimskari og ómentaðii menn, i stað þess að skrifa fyrir sjálfa sig og sina iíka. Beztu bókmentirnar og skáldskap ur er altaf »aristokratiskur« þ. e. a. s. andans voluðu og vönuðu skilja hann ekki. G; F. & Co. þreytast aldrei á þynkunni; þeir nota þekkingu sina og rithæfi til þess að varðveita og hjúkra öllu, sem úr penna drýpur, hvoit sem er tilgerðarlegt og and- laust slúður, eða ágætisverk. Þannig telur t. d. G. F. Dúnu Kvaran »trróða€ fyrir bókmentir landsinsl Það verður lítilsvirði að lokum, hrós þessara manna, þegar svona er hlúð að húmbúginu. — G. F. segir að við séum »góð- ir kunningjar*. Það er rétt; en hann hefir undarlegt form á þeim kunn- ingsskap i síðustu kveðjunni til mín og við verðum ekki lengi kunningj- ar, nema »privat«, ef hann ætlast til að eg gangi i samábyrgBina i Rðykjavik, þar sem rithöfundamir skjalla hver annan á víxl og hrósa öllu undantekningarlaust. Góðir Islendingar voru alla tið höfðingjar — »aristokratar« — og gengu uppréttir. Verður þetta sagt um þessa nýju rithöfunda, skríðandi hver fýrir öðrum, fyrir forleggjurum, blöðum og bitlingaveitendum ? Sum- ir fyrir einu eða tvénnu af þessu og sumir fyrir því öllu saman. Si(r. Si^urðsson frá Arnarholti. Málalok. Eg hefi fengið að sjá framan- skráða ritsmið Sigurðar Sigurðssonar og get verið mjög stuttorður um hana. Hún hrekur ekkert af því sem eg ritaði i 28. tölubl. Isafoldar um ritfregnir S. S., og vil eg mælast til þess, að þeir lesendur ísafoldar sem nenna að lesa þessar greinar okkar S. S. beri þær saman og at- hugi, hvort þetta er ofmælt. En greinin gefur allgóða fræðslu um höfundinn sjálfan, og mun mér vera frjálst að benda á það, úr því að hann gerir sér svo títt að tala um mig, andlega fátækt mína o. s. frv. GreÍDÍn sýnir þá fyrst og fremst, að S. S. nægði ekki einn lestur til þess að skilja grein mína. Hún sýn- ir enn fremur, að hann hafði ekki skilið hana til fulls þegar hann reit þetta svar sitt, sbr. »Mergurinn málsins hjá G. F. skilst tnér helzt‘) eiga að vera sá, að það sé skoplegt að sjá mifl vera að skrafa um skáld- skap.« Hún sýni , að hann breytir sjálíur orðum míuum, til þess að geta snúið þeirn upp á sjálían sig, og sctur þau siðan í t lvi unar- merki, sb-. t. d »Tók heiztu rit- höfunda þjóðarinnar á kné sér og fór að kenna þeim að stnfa, þó all- ir mættu heyra ?ð hann er ólæs sjálfur.« Hann tclur þið til skril- stils, að eg sagði að liann hefði verið að kenna Hannesi Hafstein að yrkja, en um orðbrngð sjálfs hans ber grein hans ljósastan vottinr. Hann fuliyrðir að »Dúm Kvaran* hefði aldrei bhzt í Skírni, ef forseti Bókmentafélagsin; hefði séð hind- ritið. En sannleikurinn er sá, að foiseti Bókmentafélagsins hefir aldrei hlutast til um það hvað eg tæki í Sklrni. Hann iætur mig algerlega sjálfráðatr ®um það. Nú er »Dúna Kvaran« komin út i febrúarhefti þ. á. af Tilskueren, merkasta bókmenta- timariti Dana. Ætti S. S. að gefa iit- stjóranum hæfilega ráðniugu fyrir til tækið, því að ekki mun ejnið vera betra á dönsku en islenzku. Öll ber grein S. S. það með ?ér, að hann heldur að hann sé sjáifur mikill andans »aristokiat«, sem er að uppala þjóðina í smekkvisi og mannviti. Hann verður að fyrirgefi þó eg sjái ekki aðalsmark andans á rithætti hans, þegar hann skrifar um aðra menn, og sízt á þessari síð- ustu ritsmið hans. En hún er í mínum augum eitt hið ljósasta dæmi þess, sem að vísu er gamal reynt og alkunnugt, að þeir sem dæma harðast um annara verk, þola sjálfir verst aðfinningar. Það er sök sér, þó S. S. hafi þann metnað að vera »hrishaldarinn« meðal isienzkra ritdómara, en skoplegt er að heyra hann æpa svo mjög og emja, þá einu sinni er hann fær ráðningu sjálfur. Að endingu skal eg taka það fram, $ð mér er ekki svo vina- fátt, að eg þurfi að seilast langt eftir »privat«-kunningsskap manna með því innræti er þessi siðasta grein herra apotekarans ber vott um. Guðm. Finnbo^ason. Ný bók. Sig. Heiðdal: Stikl- ur, sögur. Bóka- verzlun Arsæls Árnasonar 1917. Þetta er frumsmíð, og eins og vant er með þær, byrjar maður lesturinn fullur gagnrýni, eða jafn- vel fyrirlitningar, reiðubúinn að skella bókinni aftur og gefa henni J) Leturbreytingin gerð af mér. G. F. gildandi dóm með einu orði —t »Uss!« Þessi höfundur hyrjar með svo léttu skopi að maður kemst undir eins í gott skip. Sagan »Halastjarn- au« hefir að vísu ekki eins mögnuð áhrif á lcsandann eins og halastjarn- an sjálf á sumar persónurnar þar, en hún deyfir strax gagnrýnina að mun og maður »stiklar« fúslega á- fram með höfundinum. Sögurnar eru niu alls og ærið sundurleitar. »Bjarni og Guðrún« — gamla sagan um mann og konu: Sie liebten sich beide, doch keines wollt’ es dem andern gesteh’n. en mjög Ijóst og skipulega samin. Og þá kemur »Offi«, veslings hvolp- ur sem á að drekkja, en kemst út um gat á pokanum og syndir ofan á mógröfinni, er þar af leiðandi tal- inn ófeigur og leitt af því »Offi«. Lýsingin á hugsana- og tilfinninga- lífi hundsins sýnir bæði skarpa at- hugun og mannúð hjá höf. Annað efni sögunnar er líka skemtilegt, verður sérstaklega einkennilegt af því að vera séð með hundsaugum, t. d. á bls. 78—79 þar sem Nonni er að kyssa unnustu sina, »góðu stúlkunat, fyrsta sinni, en Offi horf- ir hissa á og getur ekki á sér setið að vera að dilla rófunni og leggja eyrun öðru hvoru. »Þórður« er nú held eg beztur fyrir það bvað hann er stuttur, væri helzt að einhverjum ástsjúkum pilt- inum þætti annað. En þá kemur nú langt skref, — »Hvar ertu?« —inn i framtíðina, inn i næsta tilveru- heim, inn í nýjungar svo kynlegar, að við, »hinir jarðbundnu*, störum á þær eins og tröll á heiðrikju. Þar hefir draumur mannkynsins hinn eldgamli ræzt. Sambar.di við fram- liðna getur hver náð sem vili. Loft- skeytastöð birtir með myndum inni í stofu stórkaupmannsins það mark- verðasta sem gerist úti í heimi, jafn- óðum og það gerist, o. s. frv. En gullgræðgi mannanna er hin sama og nú, að minsta kosti Ólafs stór- kaupmanns. »Hvað er hann að fara?« varð mér að hugsa við lestur sögunnar. Er hann að draga dár að spíritistum og guðspekingum með því að láta þessar hugsjónir verða að áþreifan- legum veruleik? Varla. Hann hefði þá trauðla látið útkomuna verða þessa, að skilningnr mannanna á tilverunni nái þá fyrst þroska, »ef þeir horfa i áttina til eilifðarinnar*. Er þetta þá nýr eilifðarmála-prédik- ant? Eg er ekki svo vel heima í skoðunum spíritista og guðspekinga, að eg geti dæmt um, hversu rétt höf. fer með þær. Það verða aðrir að gera. Við fyrsta lestur sögunnar verður máður óhjákvæmilega gagn- tekinn af efni hennar, svo nýstár- legt er það og mikið i ekki meira máli — eins og víðar hjá höf. Við itarlegri lestur rekst maður á ýmsa galla á þessari sögu, nokkurt ósam- ræmi o. s. frv., enda er það gler- hált svell sem höf. hefir þarna hleypt sér út á. Enn eru fjórar sögur og vil eg sérstaklega nefna hina síðustu þeirra,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.