Ísafold - 16.06.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.06.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 eigi ekki heima i íslenzku þjóð- félagi. í hinu orðinu telja þeir hana vera lífsnauðsyn þjóðarinn- ar. Hvað sem þeir segja, telja allar mentaðar þjóðir verzlunina sérstaka atvinnugrein, er standi jafnfætis og í nánu sambandi við iðnað og siglingar. Að reka landbúnað og verzlun, er engu 8kyldara en að reka landbúnnð og iðnað eða siglingar. Ef því þeir sem landbúnað reka, teija sig eina réttkomna að hag verzl- unarstéttarinnar, ættu þeir einnig að krefjast ávaxtanna af atvinuu iðnaðarrekenda og af siglingum Tímans menn telja það sér- kenni verzlunarstéttarinnar, að hún skamti sér sjálf laun sín (Tíminn il. apríl) og J. G. P. eegir í ísafold 19 maí: »Ekki er að sjá að hann óri fyrir þeim skilsmun, sem á því er að framleiða öðrum að meina lausu (t. d. fisk) eða á því að sitja á hlutdeild annara í við- skiftahagnaði*. Af þessu er bersýnilegt, að þeim er um gera að telja fólki trú um, að tilgangur kaupfélag- anna sé að útrýma verzlunar- stéttinni, eða að minsta kosti þeim mönnum úr henni, er kaup- menn nefnast. Þessi séfna er ný og fávísleg. Hingað til hefir öllum beztu mönnum kaupfélagsstefnunnar verið það ljóst, að úti er um gagnsemi kaupfélagsskaparins, ©f aðhald frjálsrar samkepni hyrfi. Hins vegar á það engu síður að vera tilgangur kaupfé- lagsmanna að taka framleiðsluna (og þar á meðal iðnað) á sínar hendur, en að verzla. Mergur málsins er að kaupfé- lögin eru neytendafélög, sem stofnuð eru i þeim tilgangi að afla félagsmönnum nauðsynja á sem ódýrastan hátt. Vita þeir máske ekki að sambandskaupfé- lögin í hinum ýmsu löndum, og einstök kaupfélög innan og utan sambandanna, reka alls konar framleiðslustarfsemi, bæði innan- lands og utan. T. d. reka ensk kaupfélög landbúnað, og eiga jafnvel sláturhús í Danraörku (Herning Svineslagteri). Af h verju taka kaupfélögin upp á þeim skolla að fara að reka landbúnað sjálf? Ætli það stafi ekki af því, að kaupfélagsmönnunum ensku, sem flestir eru borgarbúar hafi þótt bændurnir ensku og dönsku (sláturfélög) skamta sér sjálfum of há laun. Ef að því skyldi reka, að bæjarbúar hér á landi koma sér upp öflugum kaupfélögum má búast við, að eitt hlutverk þeirra verði að koma í veg fyrir að bændur (þar á meðal sláturfélög og smjörbú) eti meira og minna úr diski með hverjum neytanda, hversu fátæk- ur sem hann er (sbr. ummæli um kaupmenn i ritstjórnargrein Tím- ans 11. apríl). Máske álítur Tím- inn að framleiðendur eigi óhindr- aðað fá það verð, sem þeim þókn ast fyrir vörur sínar (hvort held- ur fisk, kjöt eða annað) þ. e. að þeir hafi einkarétt til þess að skamta sér laun sín sjálfir. Þá væri skiljanlegt hversvegna Tím- inn vill útiloka frjálsa verzluuar- samkepni. Forvígismenn kaupfélagsstefn unnar hafa ávalt haldið því fram, að kaupfélögin og sambandsfélög þeirra eigi að vera sjálfstæð og óháð, og vinna að takmarki sínu í frjálri aamkepni viðalmenna verzlun. Og því að eins geta kaupfélögin orð- ið að gagni (sbr. ræðu Grey lá- varðar í tímariti kaupfél. VII. ár bls. 172). En hvað skeður? Nú er farið að bóla á þeirri hætt- unni, sem mest var að óttast, en hún er sú, að kaupfélagsstefnan verði bendluð við pólitik. Til- raunir hafa verið gerðar til þess að gera stefnuna að pólitískri ambátt. Þeir menn, sem þar að standa, skeyta ekkert um það, að um leið er drepin ein aðalhugsjón stefnunnar. Tilraunirnar ganga í þá átt að koma á föstu sam- bandi milli kaupfélaganna og landsstjórnarinnar í þeim tilgangi að flýta fyrir því, að »socialistisk« þjóðfélagsskipun komist á. Sjálfir hafa þó socialistar til skamms tíma ekkert viljað vita af kaup- félagsstefnunni. En bezt er að láta sjálft Tímarit kaupfélaganna segja frá þessu nýja fyrirbrigði. Þar stendur í 9. árg. bls. 204: »Sú stefna fær altaf aukið fylgi, einkum meðal kaupfélags- manna, að draga sem mest saman í sterk sambönd. Fylgis- menn þessarar stefnu, bæði í Þýzkalandi og á Englandi, draga heldur eigi dulur á það, að þeir telja ekki, að þar náist sá árangur sem til er ætlast og verða má, fyr en ríkin sjálf eða stjórnarvöld landshlutanna taka þar til stjórnar. Hin svo- nefnda »concentration« (sam- dráttarstefna) er í þessum lönd- um ekki annað en dulgerfi fyrir »stat8socialisme« (ríkisjafnaðar- stefnu).* Tíminn hallast auðsjáanlega að þessari skoðun og endar sína frægu(!!) ritgerð »Um verzlun* með þeirri tillögu »að þar sem samvinnufélags- skapurinn fái eigi rönd við reist verði landsverzlun að koma til bjargar, og þá með lögleiddri einkasölu ef eigi vill betur til«. Samt getur Timinn þess í sömu grein í sambandi við landssjóðs- verzlun, að vart muni því treyst- andi »að hvergi yrði lát á þeirri trúmensku og drenglyndi, sem þyrfti til þess að alt fari vel úr' hendi«. Og þó honum sé meinilla við frjálsa samkepni þar sem um kaupfélögin er að ræða, telur hann þó óheppilegt að útiloka hana með lögum um landssjóðs- verzlun. En þrátt fyrir alla agnúana á einokunarverzlun er að skilja sem Tlminn álíti að alt sé betra en frjáls verzlun kaupmanna. Þegar nú öfgarnar og ósam- kværanin hafa náð þessu tak- raarki, dylst víst engum að til- gan gur þessara ós víf nu og heimsku- legu árása Tímans raanna á heila stétt þjóðfélagsins er ekki sér- staklega sá að efla kaupfélaga- verzlanir, heldur frekar að mynda 8tjórnmála sérstöðu undir þessu falska flaggi öfundsjúkum og tor- trygnum mönnum til hagnaðar og harmabóta. Framh. Garðar Gíslason. Enibættisprófi í guðfræði luku tveir stúdentar í fyrradag: Steinþór Guðmundsson með I. einkunn (129 stig) 0g Erlendur Þórðarson með I. einkunn (127 stig). Eru þetta hæstu einkunnir í guðfræði sem gefnar hafa verið við háskólann. Samsöngur ,17 júní'. Þriðjudagskvöldið var hélt »17. júní« samsöng, er var endurtekinn fimtudagskvöldið, — fyrir troðfullu húsi. Söngskráin var nokkuð stutt (12 »a capella* lög) og of fábreytileg, þar sem flest lögih voru sænsk. Þó að Svíar eigi mörg ágætislög, eru t. d. hvorki Danir né Norðmenn eftir- bitar þeirra í hljómlistinni, og væri sjálfsagt að taka fleiri dönsk og norsk lög upp á söngskrána en gert hefir verið i seinni tið á samsöngum fé- lagsins. Aftur á móti voru í þetta skifti sungin þrjú islenzk sönglög, sem ekki hafa heyrzt áður. Fyrsta l’agið eftir Arna Beintein Gíslason við »Vindarnir þjóta« var heldur til- komulítið, en lag það sem söngstjór- inn hafði gert við kvæði Steingríms »Bæn fyrir föðurlandU var aftur á móti bæði mjög fallegt og einkenni- legt, enda fékk það mjög á áheyr- endur. Einna bezt var þó ef til vill lag Arna Thorsteinsons við kvæði Gríms Thomsens »A Sprengisandi*. Hefir það tekist mæta vel; það er bæði einkennilegt i lagfærslu ogradda- færslu og á einkar vel við orðin. Er enginn efi á þvi að Ami Thor- steinson er gæddur miklum hljóm- listargáfum, þó hann hafi engrar hljómfræðiskenslu notið. Aheyrend- ur voru harðánægðir og kölluðu tón- skáldið fram. Af hinum lögunum verður að taka fram hið hugðnæma sönglag »Hem- bygdshálsning« efiir W. Peterson- Berger, »Stemning« eftir sama við kvæði J. P. Jacobsens og hið skemti- lega hollenzka þjóðlag »Jan Hinnerk* (sungið á sænsku). Meðfeiðin á sönglögunum var yfir- leitt ágæt, á stöku stöðum ef til vill þó nokkuð »harðleikin«. Yfiitenór- arnir voru ágætlega fyrir kallaðir, og er það alt af mikilsvert. Einsöng sungu þeir Ragnar E. Kvaran (»Bæn fyrir föðurlandi«), Viggo Björnsson (»Per Svinaherde*) og Símon Þórðarson (»Serenade« eftir Ivar Widéen). Bassarödd Viggós Björnssonar er viítæk, hljómmikil og þægileg, en hann syngur eigi með nógu inikilli festn; og þvi söng hann að eins þessi tvö erindi, sem gefa alls enga hugmynd um efni kvæðsins? Simon Þórðarson hefir einnig stóra og hljómrrikla rödd (baiyton), en hún kemur ekki nógu mikið fram úr munninum (hann syngur eins og hefði hann kartöflu i munninum), hvort sem það er nú að kenna söngkenslu þeirri, sem hann hefir notið, eða meðfædd málfæris- lýti, sem sagt er. Nú væri gaman að heyra »17. júní« syngja stórt kórverk með und- irspi'j. Þó söngflokknrinn sé Iitill, eru raddirnar nógu stórar, og nú eru tvö góð orkestur í bænum: Harpa sem hefir alveg yngst upp, og hið nýja orkester Theódórs Arnasonar. Með þessu væri hægt að gera eitt- hvað. Holqer Wiehe. Landsspltalasjóðsdagarinn. Það er 19. j dnf, sem er að vinna sér. þetta nafn, því hann hafa konur hér í bæ helgað þessu mannúðar- fyrirtæki allra islenzkra kvenna. 19. júni gera konurnar tvent i senn, heiðra daginn, sem þeim voru veitt stjórnmálaréttindi og leggja lítinn skerf til fyrirtækisins, sem vera á minnismerki — sigurvarði — rétt- indanna. A þriðjudaginn kemur verð- ur allur bæiinn að láta sér það lynda að konurnar taki litla stund að sér völdin. Þann dag setja þær mark sitt á bæinn. Dagskráin er í mörg- um atriðum og getum vér þegar frætt á nokkrum þeirra. Um morguninn er opnaður Bazar í Goodtemplara- húsinu, verður hann opinn allan dag- inn. Þar verða einnig nokkrar veit- ingar. Um miðjanqdaginn fara fram hátíðahðld á Austurvelli og þá gerist spánýr viðburður í sögu landsins — það ve ður i fyrsta sinni er konur tala af svolum alpin^ishússins. Fleira má nefna, svo sem Biósfjninqar til ágóða fyrir sjóðinn, skemtun á Iprótta- vellinum og — síðast en ekki sízt — barnasjónleikinn Jalleqa, sem sýndur var i fyrra, aukinn og endurbættan og nú sem þá undir hinni frábær- lega listfengu stjórn frú Stefaníu Guð- mundsdóttur. Þetta er það helzta af því sem konurnar bafa upp á að bjóða, þó ýmislegt smávegis sé ótalið. Svo kemur til kasta allra bæjatbúa að sýna almenna þátttöku i hátíðahaldinu og styðja þannig hið góða málefni, sem hér er um að ræða. Sérstrklega væri æskilegt að vinnuveitendur sæju sér fært að gefa fri síðari hluta dagsins. Það ætti i þetta sinn að vera þeim mua hægra, sem 17. júní ber npp á sunnudag. — Styðjum öll að efl ingu Landsspítalasjóðs Islands. Sigfús Blöndal bókavörður viS kon- unglega bókasafnið í Khöfn kom hingað með Valnum til langdvalar í því skyni aö safna til og undirbúa útgáfu hinnar miklu íslenzk-dönsku orðabókar, sem hann hefir haft á prjónunum síðustu árin. — Hefir hann fengið orlof frá embætti sínu ytra og mun hafa í hyggju að dvelja hér vetrarlangt. Stepháni G. Stephánssyni á að halda virðulegt samsæti í Iðnó á morg- un. Þegar vesturísleuzki skáldmæring- urinn heimsækir oss, má engan vorra andans manna vanta á samkomu, sem haldin er honum til heiðurs. Valurinn barg tveim brezkum skip- brotsmönnum á leiðinni hingað. Voru þeir tveir einir lífs af stóru, brezku flutningaskipi, sem var á leið tii Arc- hangelsk á Rússlandi með skotfæri, en var sökt af þýzkum kafbáti. Druknuðu þar 38 manns. Skipbrotsmennirnir þrekaðir mjög, en eru nú að ná sór eftir sjóvolkið, fyrir góða aðhjúkrun, Landskjálftahippur allsnöggur kom á suunudaginn var um þrjúleytið. — Ekki spurst til kippa utan Rvíkur. Hjúskapur. Þ. 12. júní voru þau Hrefna Lárusdóttir (heit. Lúðvígssonar) og Hallgrímur A. Tulinius kaupm. gefin saman. Þann sama dag átti amma brúðgumans, biskupsfrú Elína Sveinsson, sjötugsafmæli. Þ. 14. júní voru jungfrú Kristjana Zoega (heit. kaupmanns) og John Fenger stórkaupm. gefin saman. Skipafregn. M j ö 1 n i r kom hingað á miðviku- dag. Með skipinu komu m. a. Guðm. E. Guðmundsson uámumaður með heilan hóp námumauna til þess að viuna kol úr Stálvíkurnámunni. Lagarfoss er kominn til New- York fyrir nokkurum dögum. V a 1 u r i n n kom hingað síðastliðinn sunnudag með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Jón Magnússon forsætis- ráðherra, Thor Jensen stórkaupm., Tofte bankastjóri, Vilhj. Flnsen ritstjóri, H. Debell forstjóri, Trolle kapteinn, Ólaf- ur G. Eyjólfsson heildsali, Guðm. T. Hallgrímsson læknir, Ásgeir Ásgeirsson cand. theol., Þorv. Pálsson læknir, Þor- kell Þ. Clemenlz verkfr., Friðbjöm Aðalsteinsson loftskeytastöðvarstj, Kirk verkfr., Sören Goos útgerðarm. frá Siglufirði, Sigfús Biöndal bókavörður o. m. fl. Messað á morgun í fríkirkjunni í Reykjavík ki. 5 síðd. síra Ól. Ól. Fjölbreytt skeintnn verður á íþróttavellinum á morgun — 17. júní. Ræðuhöld, íþróttasýningar og hljóð- færasláttur. Erí. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Kmhöfn, 8. júni. Bretar haia sótt fram á 14 inílna svæði hjá Messi- nesog; Wytschacte og tek- ið 5000 menn. Hjá Oastas, Erne ogMess- ines hafa Bretar handtek- ið G400 menn. San Sálvador heflr lagst í auðn aí jarðsbjálfta. Uppþot hafa orðið í Buda- Pest út af kosningalögun- um og leiddu þau til þess að Burian varð að fara frá, en Esterhazy greifi heflr tekið við forsætisráð- herratign. Khöfn 10. júni Spænsku ráðherrarnir Garcia og Prieto hafa sagt af sér. Khöfn ir. júni. Yfirhershöfðingi I»jóð- verja á austurvígstöðvun- um hefir boðið Bússum að semja sérfrið. Bússneska stjórnin kvað þvert nei við* Khöfn 12. júní. ítalir hafa tekið Jania. Wilsou hefir sent Kúss- um hvatningarávarp. Kaupm.höfn 13. júni. Franska fréttastofan „Agence Havas“ segir, að Konstantiu Grikkjakon- ungur hafi lagt niður völd í hendur næstelzta sonar síns, Alexanders. Khöfn 14. júní. Á mánudagiun var það tilkynt að Konstantin kon- ungur færi frá völdum. — Daginu eftir hafði Alex- ander souur hans samþykt að taka við ríkisstjórn, gegn því skiiyrði, að kon- ungur feugi fararleyfi um Ítalíu til Sviss. — Engar óspektir hafa orðið í Grikklandi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.