Ísafold - 18.08.1917, Síða 1

Ísafold - 18.08.1917, Síða 1
V ■ ■jt' ' ísafoldarprentsmiðja RltstJÚri: Úlafur Biörnsson. * Talsimt nr. 455 Uppsðgn (skrifl.) Impdin við iramdt, er ðgild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kanpandi ?knld- lans rið blaðið. í XLIV. árg. Reykjavik, laugardaginn 18. ágúst 1917. 52. tölublað. •Reynslan er sannleikur« sagöi »Repp« eg þótti&d vitrari maöur. Reynsla alheims heiir dœmt Fordbila að vera bezta allra bila og alheims dóm verÓur ekki hnekt. Af Ford- bilum eru fleiri á fer?/ I heiminum en af öll- um öbrum biltegundum samanlagt. Hvað sannar þab? >að sannar það. Fordbillinn er beztur allra bila enda hefir hann unnið sér öndveigissæti meðal allra Bila, hjá öllum þjóðum, og hlotið heiðursnafniö Yeraldarvagn. Fást að eins hjá nndirrituðum sem einnig selur hinar heimsfrægu DUNLOP DEKK og SL0NÖUR fyrir allar tegundir bila. P. Steíánsson, Lækjartorgi 1, AlþýðuféLbókasafn Templaras. 8 H. 7- B borgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1-fi Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 6 kl. 10—12 og 1—5 tfllandsbanki opinn 10—4. K-F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 Ard,-10 sibd. Alm. fundir fid. og sd. &l/a sibd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 á helgum Jjandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Xíandsbúnaöarfélagsskrifatofan opin frá 12- 8 Landsféhiröir 4—5. * Landssiminn opinn dagl&ngt (8—9) virka duga helga daga 10—19 og 4—7. V,safnið (lokaö fyrst um sinnj Ná .túrugripasaínið opib 1 */a—21/* á snnnnd. ósthúsið opió virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Sumábyrgð Islands kl. 1—5. Btjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjaviknr Pósth.8 opinn 8—12. Tifilstabahælib. Ileimsóknartimi 12—1 S»jóbmenjasafniö opib sd., þrd. og fid. 12—2 Þjóðskjalasafniö hvern virkan dag kl. 12— og 6—8 siðd. Hugleiðingar um fræðslu barna og fræðslulögin. Eftir Pétur Jalcobsson kennara. Niðurl. Nú getur svohæglega farið að presturinn, sem þar á hlut að máli, sé bókstafsmaður í trúarefnum og heimti þar af leiðandi kristindóms- fræðslu barnanna sniðna eftir forn Lúterskum skilningiá ritningunni. Við þessar grundvallarsetningar fellir kennarinn sig ef til vill ekki, og getur það því orðið til þess, að allri samvinnu sé lokið milii prestsins og kennarans, og það leiði svo af sjálfu sér að kennarinn víki, þar sem hægt er að segja honum árlega upp stöð- unni Eg tel óefað að allf.estir sem stundað hafa nám við Kenn- araskólann í Reykjavík, hallist frekar að ný-guðfræðinni að svo miklu leyti sem þekking þeina í þeim efnurn glæðist í skólan- um. Skólameistari er nefnilega enginn bókstafsmaður; hann er sannleikselskandi maður, sem tek- ur með opnum örmum móti öll- um nýjum sannleika, sem fram kann að koma í hinum ýmsu málefnum. Því er ekki að undra þótt þeir menn, sem stunda nám hjá honum og vaxa við hans hlið fylgi hans gullvægu stefnu eftir föngum, og má það að mínu áliti teljast gleðiefni fyrir þjóðina, að fá menn með heilbrigðum, frjáls- lyndum skoðunum fyrir barna- kennara. Enn er það ótalið að flestura hinum eldri inönnum og konum liættir við að binda sig of mjög við utanbókarlærdóm, telja slíkan iærdóm beztan og eðlilegastan, en meta minna þá forðanæringu, sem kennarinn kann að veita börnunum með sínu lifandi orði, ef það kemur ekki fræðigreinum sérstaklega við. Þetta hygg eg vera sprott- ið af því að almenningur skilur ekki orðið mentun og slengir því saman við orðið lœrdómur. Eg hygg að frumhugmyndin í orðinu mentun, sé ekki sú, að hafa sem mesta gnægð af lærdómi úr hin- um ýmsu bókum, sem alþýðu manna eru ætlaðar til fróðleiks. Held að orðið mentun sé komið af orðinu maður, og sé sú frum- hugmyndin að sá sé mentaðastur, sem er sem sannastur maður, hafinn upp yfir alla lítilmensku og mannvonsku í orðum og gjörð- um, sé sem allra likastur alföð- urnum. En lærdóm hygg eg vera í því fólgin að vita mikið, hafa eignast mikla bókstafsþekkingu, án þess að sérstök áherzla hafi samfara verið lögð á betrun hjarta og lífernis. En það á barnafræðslan sannarlega að gera ef vel á að fara verður að taka föstum tökum á uppeldishliðinni, hinn mikli lærdómur sem fólkið er svo sólgið eftir fyrir börn sín kemur síðar. Nú mun ef til vill einhver skilja orð mín svo, að þeir sem fara á mis við liina sönnu barnauppfræðslu skorti gott hjartalag, en min meining er ekki sú, heldur hitt að því betur sem barninu er hjálpað af þeim eldri ino á hina hollu og góðu lífsbraut því eðlilegra verð- ur hverjum og einum að ganga bana. Þetta ættu að athuga þeir góðu lierrar, sem vilja fresta, sem allra mest fræðslunni fram til 16 ára aldurs eða lengur, en þá unglingaskólaskyldu. Þetta getur oft verið gott, en óvarlegt hygg eg það vera og munu flest- ir sonnfærast sem það ef þeir at- huga vel hlutverk skólanna frá sem flestum hliðum. Eg hygg að fræðslunefndir séu ekki nauð- synlegar, þær ættu því að leggj- ast niður, en breytingar á ráðn- ingu kennara ætti að verða þær, að yflrstjórn fræðslumála ætti að ráða hann, og ætti það að vera til óákveðins tima óuppsegjanlegt svo lengi sem hann stendur vel í stöðu sinni, en að óhlutvandar fræðslunefndir ósérfróðra manna í kenslumálum setji hann á hné sér, og ef hann ekki fer vel í þeiin klaufahöndum, þá geti þær þeytt honum úr stöðunni, af heimsku sinni og mannvonsku, án þess liann hafl til saka unnið, hygg eg miður heppilegt og í alla staði óviðeigandi. Jörð þarf að vera í hverjum hreppi, sem ætluð sé kennaranum til ábúðar, svo framt sem hann vill; einn mann vel upplýstan þyrfti í hverju fræðsluhéraði, sem væri kennaranum til aðstoðar og hefði umönnun fræðslumálanna með honum. Því viidi eg helzt láta breyta prófum viðeigandi að valdir væru tveir menn í hverri sýslu til að prófa og dæma um kunnáttu barna, alt svo prófari og prófdómari; þyrftu það helzt að vera sérfróðir menn í þeim greinum og er þá mín meining að kennarinn prófi ekki, svo óhlutdrægt komi fram hvernig kenslan hefir verið stunduð und- anfarið kensluár. Reynist nú svo að prófdómari og prófari að beztu yfirsýn álíta að einkennari sé óhæfur, börn læri ekkert hjá honum, þá sé honum vikið frá að öðru leyti sitji hver kennari í sinni föstu stöðu. í lögum þessum er tekið fram að þeir menn sem lokið hafl kenn- araprófi gangi venjulegast fyrir að öðru jöfnu. Þetta atriði sýn- ist fljótt á að líta vera meinlaust, þvi jafngildi sérfróðra manna sé naumast um að tala, en það hefir sýnt alvarlegu lilið fyrir barna- fræðsluna. Þegar lögin voru sam- in var nokkur vorkun þótt þetta ákvæði, eða leyfi til að nota fyr- ir kennara, þá menn, sem ekki höfðu lokið kennaraprófi, því þá var svo lítil völ á þeim; en nú er hin fylsta þörf á að breyta þessu. Fyrir þetta ákvæði lag- anna hafa búfræðingar lýðháskóla- fólk, kvennaskólameyjar og jafn vel alóskólagengið fólk geta smeygt sér inn í kennarastöðu í fræðsluhéruðum viðsvegar um land og gert með því kennurum og alþjóð ógagn. Sá misskiln- ingur er, því ver, mjög ríkjandi hjá alþýðu enn, að þeir geti kent., sem hlotið hafi uppfræðslu eftir fermingu á einhverjum skóla, án þess að gera sér nokkra grein fyrir hvað sá skóli kendi, eða hve langur sá tími var, er einstakl- ingurinn naut kenslunnar. Af þessu leiðir, að um land alt úir og grúir af ótal hortittum í kenn- arastéttinni, sem ef til vill hafa rekið nefið inn í einhvern skóla, fengið við það eitthvert undra sjálfsálit, þózt of góðir til að vinna líkamlega vinnu og tekið svo þá leið að verða kennarar, í von um að eftirlitið með kenslunni yrði ekki svo mikið, að sinn eiginn ófullkomlegleiki kæmi í ljós. Fólk þarf að öðlast skilning á því að enginn getur kent svo í lagi sé, nema sá sem stundað hefir nám á kennaiaskóla. Foreldrar þurfa að gæta þess, að svo framt sem þeir nota lýtt hæfan kennara handa börnum sínum, gera þeir börnunum órétt og þann skaða, sem þeir eru ef til vill ekki fær- ir um að bæta þeim aftur. Viðvíkjandi kaupi kennara sam- kvæmt lögunum mætti skrifa langt mál, en eg mun láta mér nægja nokkur orð. Eg veit og viðurkenni, að þeir menn sem eiga að fara með annara fé, hafa mikinn vanda með höndum, og slíkt ávalt vanþakklátt verk. Svo svo er um landstjórn vora, henni er ætlað að úthluta landssjóðsfje til hinna nauðsynlegu útgjalda í þarfir hina opinbera. Kvartanir heyrast nú úr öllum áttum frá þeim mönnum sem launaðir eru úr landssjði, um að laun þeirra séu lág, og má vel vera að slikt sé satt; en engum opinberum starf8mönnum þjóðfélagsins hygg eg vera boðin jafn óboðleg laun og barnakennurum. Þeir menn sem vilja gefa sig við þeirri vinnu og rækja hana samvizkusamlega, verða fyrst og fremst að verja til undirbúnings 4 árum úr bezta hluta æfi sinnar. Eg meina að þeir þurfi eins vetrar undirbún- ingsnám undir inntöku I kennara- skólann, og þar er ákveðið þriggja vetra nám, eins og flestum mun kunnugt. Þetta nám hlýtur að kosta hvern einstakling í allra minsta lagi 2000 krónur. En auk þessa, sem nú er talið, þarf barna- kennarinn ávalt að fullkomna sig, því skólaárin eru svo fá, að á þeim lærist honum lítið meir en að finna leiðina að mentaheimin- um og stafa sig áfram í bók náttúrunnar. Góður kennari þarf því að sækja fram til sífeldrar fullkomnunar, sem auðsjáanlega krefur stöðugt tíma og peninga og auk þess þarf hann sjálfs sín og stöðu sinnar vegna að lifa fullkomnara lífi en óbreyttur verkamaður, en alt slíkt krefur peninga. En fyrir starf sitt er svo kennaranum t. d. til sveita boðið auk fæðis og húsnæðis að- eins ein króna á dag. Eg held að hvergi gæti eins ljóst litils- virðingar á einni stétt, eins og að bjóða henni slíkt að launum, og kveður svo ramt að, að ekki að eins sú niðurdrepandi fátækt lam- ar hana, heldur lika alþýða veitir því eftirtekt, hve Jetta er hlægi- lega lítið kaup, sem hún vinnur fyrir, hyggur svo fyrst stjórnar- völdin meta þessa menn ekki meira, getur starf þeirra í mann- félaginu ekki verið mikils virði eða vandasamt, missir tiltrú á þeim og þeirra vilja svo samvinna kennara og foreldra eyðilegst. Þessi launakjör ofan á marga aðra erfiðleika sem lögin baka kennarastéttinni er þess valdandi, að hver og einn losar sig svo fljótt hann getur við kennara- stöðuna, þvi allar aðrar atvinnu- greinir bjóða honum betri launa- kjör; við það tapar þjóðfélagið mönnunum frá kenslunni sam- tímis oft og einatt og þeir ná réttum tökum á henni, því, er og verður, ef sömu skilyrði verða, ætíð óþroskaðir og ófullkomnir mennarastöðunni að örfáum und- antekningum. Eg vildi hreyfa þessu máli, ef ske kynni að ein- liverjir kennarnr, fjær«'eða nær, sem mér eru færari, létu eitthvað til síu heyra, því furðu má gegna hve hljótt er um þá, og er þvi almenningi næstum vorkunn þótt hann haldi þeir sitji nú raunar við sæmileg kjör. 'Vonandi gerir þing og stjórn eitthvað til að bæta hag kennara með kaup- hækkun o. fl. en um kaupið sjálft vil eg enga áætlun gera, því að liða það niður og gera saman- burð á því í hinum ólíku kenn- arastöðum yrði of langt mál. Mannslát. Hinn 4. april síðastliðinn gekk Bjarni bóndi Bjarnason á Hrauni i Vestur-Skaftafellssýslu frá bæ sinum að gæta fjár sins — að haldið var — en kom ekki heim um kveldið; var hans leitað næstu daga, og fanst hann á -þriðja degi í tjörn skamt frá bæn- um. Hafði hann ætlað að ganga yfir tjörnina, sem var islögð, — eins og hann og fleiri höfðu gert siðastliðinn vetur — til þess að stytta lítið eitt leiðina. ísinn hefir verið orðinn ótraustur vegna sólbráða, en Bjirni ekki gætt þess, og varð honum að fjörtjóni. Að Bjarna er mikill mannskaði og eftirsjón, þvi hann var öllum er haft höfðu kynni af honum kær. Hjálpíús og félagslyndur, sem eink- um kom fram eftir að efnahagur hans varð betri. Fyrri búskapar ár hans átti hann við þrnngan kost að bóa, en hin seinni árin eftir að hann flutti að Hrauni — frá Efri-Vík í sama hreppi — og börn hans kom- ust upp, græddi hann svo upp fé, að heimili bans var nú orðið með efnaðri heimilum sveitarinnar. Eftir að hann komst i betá efni, lét hann það margoft á sjást, að hann vissi hver munur er að hafa næg efni og að vera fátækur — án þess þó hann hrópaði bátt tneð, þó hann rétti þeim, er erfitt áttu, hjálpar- hönd. Fyrir nokkrum árum hafði hann mist konu sína, er var honum sam- taka í öllu; eftir það bjó hann með börnum þeirra, sem flest voru þá að kalla mátti uppkomin. Fimm af þeim búa nú saman á föðurleið sinni, og það sjötta var farið frá foreldr- um sínum fyrir mörgum árum — hefir að mestu alist upp þar Sem það er nú,— í Efri-Vík, hjá frænd- konu sinni Agnesi. Öll eru börn þeirra hjóna hin mannvænlegustu. Bjarni var bróðursonur Lárusar Pálssonar prakt.læknis í Reykjavik, og Ingveldur móðir Bjarna, sem enn er á lífi, var alsystir, móður Lárusar; hún var alla tíð hjá syni sinum, og er nú hjá börnum hans; er vel hress á sál og líkama, og er sívinnandi að tóvinnu, þótt orðin sé nú nær 97 ára. Bjartii var nær 60 ára, er hann lézt; má hikiaust fullyrða, að öllum sem hann þektu, fanst fráfall hans bera of fljótt að, því hann hafði f hvívetna getið sér hinn bezt orðstír. Alira sviplegast og átakanlegast var þetta skyndilegr fráfall fyrir hina aldurhnignu móður, sem alla tíð hafði notað sonarlegrar umhyggju, og aðstoðar hans; og þungbært var fyrir börnin er leituðu föður síus — fyrst ein síns liðs — og svo

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.