Ísafold - 15.09.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.09.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tviövar I viku. Yerö árg. /, kr., erlendis >' kr. eöa. vt dollar, borg- iit fjrir miðjan júli erlendii fyrirfram. Laosasala 6 a. eint. Ísaíoldarprentsmiðja Ritstjórl: Úlafur Björnsson. Taisimi nr. 455 XLIV. árg. Reyk'javik, lauRardaílinn 15. sept. 1917. Uppsögn (skrifl.) bundin viö áraœát, er úgild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi vkold- laus tíö blaðið. 58. tölubltð. Bréf frá Valty Stefdnsxyni búfræðiskandidat. Heiöafélagiö. Frá því í aprílmán. í vor hefi eg unnið við Heiðafélagið danska eða réttara sagt, við verkfræðinga- deild þess. — Er menn heyra Heiðafélagið nefnt á nafn, dettur flestum í hug lyngheiðar og trjá- rækt. , í augum almennings er Heiðafélagið trjáræktarfélag, er hefir kosið sér það markmið að klæða ófrjóvar lyngheiðarnar skógi. Víst er svo, að mikið verk liggur eftir 50 ára starf þess, margur bletturinn, flákinn er nú skógur, sem áður var heiðin ber, margur lundurinn við heiðabýlin józku gerir garðinn vistlegri, og mörgum akrinum skýla skjól- lundir grenis og fjallafuru fyrir vestannæðingnum ísköldum vest- an úr hötum. En starf Heiðafélagsins heflr gripið meira. og minna inn í alla, ræktun landsins — einkum ný- yrkju alla. Er nú svo komið, að verksvið félagsins nær um landið alt og allar eyjar.. Hver sá bór.di, er á landskika í miður góðri rækt, þarf ekki annað en gera Heiðafélaginu viðvart, bera upp mál sitt og biðja ura, að athugað verði hvað géra skal. Málinu er vísað til þeirrar deildar, er það helzt á heima, rannsakað, gerð kostnaðaráætlun, bóndi — eða bændur spurðir, hvort þeir vilja leggja það til, er þarf. Ef þeim líst svo á að þeir hafi efni á, stinga þeir aftur höndum í vas- ann og horfa á, að menn Heiða- félagsins stjórni verkinu — og taka þær ekki upp fyr en til þess að borga verkið — og ferða- kostnað Heiðafólagsmanna. í fyrstu var þó félagið stofnað handa heiðunum — þar líka mestu og beztu vegsummerkin. HeiBarnar. Eg tala um heiði1), og mönnum dettur í hug heiðarnar á Fróni, grösug afréttarlönd, þar sem fén- aður gengur sjálfala og fltnar á sumrum. Nei — lyngheiðarnar jósku eru á annan veg. — Þar fitnar enginn fénaður — þar er ekki annað en lyngið þurt og þyrkingslegt, ekki stingandi gras- strá nema í stöku dældum gróð- urlitlir hnjóskar kringum dýja- vætlur. Svona eru heiðarnar — þ. e. það sem eftir er af þeim. Og það, sem ræktað er nú, er að litlum hluta skógur. Eg heimsótti bónda nokkurn nálægt Vébjörgum á dögunum. »Heflr hér nú verið heiði?« spurði eg. »Nei — ó nei — það held í Danmörku táknar orðið heiði að eins ákveðið gróðurlendi, en er ekkert bundið við hæð yfir sjávarflöt. eg ekki« — svaraði bóndi — »eða mínsta kosti veit eg ekki til þess. Eg keypti jörðina fyrir 4 árum og er nýr hér í sveit. — En hafi hér verið heiði, er langt síðan«. Er heim kom til Vébjarga, fekk eg að vita, að sveitin öll, er blasti við bæ þessum, var öll ræktuð upp á síðustu öld. Fyr meir hafði þar að eins verið stöku heiðakot, torfkot með 1—2 geitum til málnytu. Samanhang- andi akraflókinn er tilbúningur síðustu aldar. Bóndinn, er þó hafði búið þarna í 4 ár, hafði hvorki séð eða heyrt getið um heiði þar um slóðir. Frá því í apríl hefi eg verið ferðalangur. — Heimsófriðurinn markar mér bás. Eg hefi flakk- að um Jótland við undirbúning ræktunarfyrirtækja. — Bændurn- ir horfa á — og hirða bú sín, sem eiga að borga. Alt gengur eins og af sjálfu sér, ræktun landsins 3em annað. Framfarir. En hverning komust framfar- irnar á rekspöl? — hvernig hurfu heiðarnar og kotin? — hvernig varð Danmörk fyrirmyndar land- búnaðarland — með ánægðum bændalýð, sem trúir því statt og stöðugt, að land þeirra og alt þeirra fyrirkomulag sé hið bezta í heimi? Hvernig stendur á því, að alt gengur eins og áf sjálfu sér áfram? — og hvað þarf til þess að svona verði heima? Byrjunin er auðsæ. Að allur almenningur trúi því, að heima á Fróni geti afurðir og fólkfjöldi tífaldast — að við getum líka orðið til fyrirmyndar á okkar vísu. En þessu trúi eg — og svo var það um Jótland og Heiðafélagið. Dalgas. Allir, sem vita um Heiðafélag- ið, þekkja Dalgas að nafni — manninn, sem hóf innanlands landnám eftir ófarir Dana 1864. Hann var ekki skógfræðingur hann Dalgas, hann var vegastjóri — ekki verkstjóri, hafði yfirum- sjón með vegum hér á Jótlandi. Hann vann að upphafi allra framfara — samgöngubótunum. Áhuginn bar hann fram úr fyrsta skrefi framfaranna. Hann tók upp vatnsveitingar til engja- ræktar. — Það gaf hinu nýút- sprungna Heiðafélagi svo stað- góða almenningshylli, að á þeim merg dafnaði það öll uppvaxtar- ár sín og gelgjuskeið. Seinna komu járnbrautirnar og tilraunirnar — »praktiska« bú- fræðin — út í heiðarnar. Og nú fleygir öllu fram og hefir farið fram svo iengi, að engum dettur annað í hug en að þær haldi ■ áfram. Þær eru orðn- ar svo sjálfsagðar, að almenning- ur man ekki eftir þeim — man minsta kosti ekki eftir því að hreykja sér af þeim. Það eru framfarir. Herning. I dag er eg í Herning — og hefi háifan daginn fvrir mig til þess að athuga með sjálfum mér, hvað eg hefi séð og heyrt. Herning er höfuðborg heiðanna — á stærð við Reykjavík — fyrir nokkru eins og Húsavík og ekki alls fyrir löngu á við Kolkuós að mannfjölda. Skamt frá bænum er þorp eitt lítið, er heitir Gjelle- rup. Það hefir lengi verið eins og það er. — Fyrir mannsaldri síðan var lagður greiðfær akveg- ur frá Silkiborg til Ringköbing. Lá þá beinast við, að hann lægi um Gjellerup. En bændur nokkr ir efnaðir i þorpinu, er grætt höfðu fé á markaði miklum, er haldiun var þar árlega, tóku þvert fyrir að hafa brautina fram hjá sér. Þeir vildu ekki hafa allan þann flökkulýð að húsum sínum, er færi um þessa vegi. Og brautin var lögð fram hjá Herning. Seinna kom járnbrautin. Og nú liggja teinarnir héðan i 5 áttir. En flökkulýðurinn, er um veg- inn fór, kom sér upp »höfuðborg heiðanna«. Bændasynirnir í Gjellerup bær- ast ungir. Álfaskapur feðranna kom þeim í koll. Tilraunastöðin Studsgaard. I gær kom eg í tilraunastöðina i Studsgaard. Það er míla héðan. Studsgaard er eign ríkisins og er árlegur reksturskostnaður 25 — 30 þús. krónur umfram af- rakstur af stöðinni. — Þetta er í fyrirmyndarlandinu Danmörku. En heima heyrðust raddir um það á árunum, að tilraunastöðvar ættu að borga sig. Vonandi, að flestir sjái, að þegar á annað borð er unj tilraunir að ræða, þá hlýt- ur alt umstang að verða svo mikið meira en í venjulegum búnaði, aö afurðir geta ekki borg- að það alt. Á Studsgaard eru tilraunir á einum 80 dagsláttum. Stöðvar- stjórimí, Nielsen, þekkir marga landa. . Mest reynt, hvaða teg. rúgs og hafra, rófna og jarðepla borga sig bezt. Mikið er og gert að því að plægja niður ertublóm til ábúðar. Jarðvegur er þar sendinn. Svo er á heiðunum al- ment. Þá er einhverjar tilraunir eru leiddar til lykta, er árangurinn prentaður á blað — bara eitt einasta blað, 0g það allra nauð- synlegasta með fáum orðum og feitu letri. Blöð þessi eru síðan send um land alt. Þetta kostar ríkið. Á þennan hátt getur starf ríkisstöðvanna ekki farið fram hjá bændunum. — Víðar en á íslandi sem erfitt er að fá bænd- ur til þess að lesa þ'að semþeim ber og þeirra er. Áburðarrannsóknir. Við stöðina er efnarannsókna- stofa. Vinna þar tveir menn af kappi. Þeir efnagreina mykju. Tilraunir þær eru byrjaðar ekki alls fyrir löngu. En þær eiga að halda áfram eftir ákveðnum reglum í ein 50 ár minst, sagði annar efnafræðingurinn mér. — Hann á að stjórna tilraununum. Hann var ungur, en þegar sköll- óttur. — Bara þú lifir 50 árin, hugsaði eg. En sú nákvæmni og regla á öilu. Hann ætlaði sér að komast að því, hvenær bezt væri að bera á, og hveinig bezt væri að geyma áburðinn. — En þar var hann þegar kominn áleiðis. Mykjan átti að vera alveg óblönduð. — Hálmuiinn hreinasta eitur og mómoldin slæm líka. Omögulegt að komast hjá því, að volgni í blandaða áburðinum. En eins og gefur að skilja, hlýtur það að oreaka efnatap, ef hitnar i áburð- inum. Tiltæki manna að ætla sér að forðast hita með þvi að steypa vatni yflr hauginn, væri að bæta gráu ofaná svart, því þá skoluðust efnin enn betur burtu, er losnuðu við hitann, — og er það vel skiljanlegt. Hafa menn nú ekki lært og kent um langan aldur, að íburður í áburðinn væri til stórbóta og þá mómoldin allra bezt? Þarna stóð vísindamaðurinn, er gerði ekki annað frá morgni til kvölds en að efnagreina mykju og athuga, hvernig hún færi með sig og gróðurtilrauhareit- ana. Þetta eru framfarirnar í eigin mynd, framfarir frá því, að jafn- vel bændur virði ekki mykjuna meira en hvern annan óþverra — frá þvi, sem þekkist heima, að það þykist blettur á manni að tala um mykju — gæti jafn- vel farið svo, að það þajtti óvið- feldið að skrifa um »skít« innan um annað — og alt til þess, er vÍ8indaraenn eyða lífl sínu og fé rikisins í 50 ár til þess að efna- greina og athuga mykju. Nú er eg i Herning. Pontoppidan. Fyrir 30 árum var danskur konsúll i Hamborg, Pontoppidan að nafni. Hann var vel efnaður — og unni þjóð sinni og starfi Heiðafélagsins í verki. — Hafði hann einhver kynni af mýra- rækt. Nú má ekki blanda saman mýraræktinni og engjaáveitum Dalgasar, er hann byrjaði að vinna að um 1868. Það voru áveitur á þuru jörð. Þá lágu allar mómýrar, blautar forarmýr- ar, í órækt. Það var um Pontoppidan. — Hann miðlaði Heiðafélaginu 20,000 krónum og bað það um aðkoma á mýraræktarstöð, þar sem Danir gætu lær-t, hvernig nytja skyldi mýrarnar. Fyrir einum 25 árum síðan keypti Heiðafólagið 600 dagsl. mýra í nánd við Herning. — Á 300 dagsl. er mýraræktarstöðin, er ber nafn Pontoppidaus. — Eg var þar áðan með stöðvarstjór- anum, Jul. Rasmussen. I byrjun .var alt landið sem blaut mómýri, grafin hér og þar. Fyrst var notuð eimreið, er raun á teinum um mýrina, til þess að draga herfin. Verkið vanst vel, en kom ekki að tilætluðum not- um. Ekki var til neins að kenna bændura þann fróðleik, að ef þeir keyptu sér eimreið, gætu þeir ræktað mýrarnar. Svo gerðu þeir hestunum þrjúg- ur (Dyndsko), og þá hélt mýrin þeim. ísl. hestarnir. Síðan hefir notkun þrúgnanna fengið talsverða útbreiðslu. Eru þær gerðar í Herning —oghvað helzt notaðar á íslenzku hestana að sögn. Þeir löngura liprir á fótunum. Þeir eru líka auga- steinar smábændanna á Vestur- Jótlandi. Ef maður er spurður á förnum vegi, hvað hann kosti íslenzki hesturinn, sem hann hafi fyrir vagninum, þá er svari& venjulega á þá leið: »Þú færð hann hvorki fyrir gull né góð orð*. — »Bezti hestur, sem eg hefl átt«, bæta þeir skrafhreifnari við, »og heflr þann kost, að hann þarf svo sem ekkert að eta. Eg tel það ekki, þótt eg gefi honum nokkrum sinnum í lúku minni yfir dagínn — og viljinn er sá sami frá morgni til kvölds«. — Eg ætla ekkert að kaupslaga og sný á burt, ánægður í aðra rönd- ina yfir því, að ísland skuli fram- leiða vöru, er aðrir meta. — Eg sagði ísland, en ekki íslendingar. En hvernig fqsri, ef mennirnir x hjálpuðu móður vorri, Fjallkon- unni, eitthvað til þess að gera hestana okkar ennþá betri. Mér dettur í hug heybryrnar í Safamýri. Skyldu þrúgurnar geta komið í staðinn. Er það reynt? Kalk. En við vorum í Pontoppidans- stöðinni. Hér qr mikill hluti landsins notaður til grasræktar, sumt til beitar, annað til sláttar, og til- raunirnar fáar, en í stórum stíl, svo alt komi sem bezt heim við venjulegan búskap. Aldrei ber á því við grasrækt- ina, að gróðrinum hnigni, þótt hann fái eigi annað en tilbúinn áburð árum saman — og svo kalkið, sem allsstaðar er hér talið nauðsynlegt til allrar ræktunar, enda kostað ógrynnum til þess að koma »Mergel« um landið. Er Jótinn svipast eftir jörð.til nýyrkju, spyr hann fyrst eftir Mergel. Sé hann fáanlegur, þá þykist hann þegar hafa fengið tryggingu fyrir því, að erfiði hans beri ávöxt, hversu sem jarðvegurinn er frá- munalega lélegur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.