Ísafold


Ísafold - 13.10.1917, Qupperneq 2

Ísafold - 13.10.1917, Qupperneq 2
2 ISAFOLD íslendinga og las upp kvæði eftir sig. Stóð samsætið fram á morgun. Ennfremur var Stephan við messu og ferming á Víðimýri þ. 5. ág. Hafði hann sjálfur verið fermdur á Víðimýri fyrir fimtíu árum og hafði verið æði einkennileg ferming. Var ekki lokið fyr en eftir náttmál. — Presturinn var sætkendur og þurfti út á milli til að ná sér i brennivin, þvi messuvínið á altarinu þótti held- ur dauft. Auk þessara viðtakna norður þar hafa Skagfirðingar gefið Stephani væn- ar gjafir, útskorna blekbyttu, penna- skaft og pappirshníf, gert af Stefáni Eiríkssyni. Svar. (Niðurl.) Þrír útvaldir. Jón Rósinkranz kemst í vandræði, eins og við mátti búast, er hann fer að gera tilraun til þess, að gera það eðli legt, að »Stórstúka íslands* og stallsystkini hennar völdu yfir- dómarana eina úr öllum undir skrifendahópnum, og kröfðust sagna af þeim. Ekki hefir hann treyst sér ti að halda því fram, að þeir hafi ekki mátt beita sér gegn baun lögunum með því að skrifa und- ir áskorun andbanninga; en hins- vegar virðist það vaka óljóst fyrir honum, að þeim beri ein- hver sérstök skylda til þess, að gefa nánari skýringar á skoðun um sinum — en menn verða einskis vísari um það af grein inni, hvers vegna þeim beri slík skylda, og þá enn síður með hvaða ' rétti »Stórstúka íslands* geti heimtað þær skýringar. Nú er það reyndar svo, að i áskoruninni sjálfri felast einmitt skýringar á því hvers vegna þeir, sem þar rita undir, séu andvigir bannlögunum. — Jón Rósinkranz segir að vísu, að það séu staðhæfingar, og er það að sumu leyti rétt. En þær skoðan- ir og staðhæfingar, sem þar eru settar fram, eru þess eðlis flest- allar, eins og eg tók frara í fyrri grein minni, að þar getur ekki verið um beinlínis lagalegar sannanir að ræðá, endá væri þá allri deilu um málið lokið, ef slíku væri til að dreifa. Það er því í augum uppi, að það er í hæsta máta óréttmætt að heimta sannanir í þessu máli, enda hafa bannmenn sjálfir verið ófeimnir við það í áskorun sinni að slá fram »staðhæfingum, sem enginn fótur er fyrir*, eins og J. R. kemst að orði um áskorun vor andbanninga. Einasta tilraunin til að verja með rökum þetta frumhlaup stór8túkunnar við yfirdómarana er það er J. R. segir: »— — staða þeirra er þannig vaxin, að það er skylda þéirra að forðast stað- hæfingar í málum, sem jafnan geta komið til úrskurðar þeirra sem dómara —---------.« Þetta er afskaplega vandræða- leg afsökun, þegar af þeirri á- stæðu, að ekki eitt einasta af þeim atriðum, sem fram eru sett í áskoruninni, geta með nokkru móti komið til úrskurðar yfir- dómsins. Bannmenn eru úrillir 0g argir við yfirdómarana 0g reyna nú á allar lundir að svala reiði sinni á þeim. Eg veit það, að bann- mönnum er vorkunn; þeir sjá það, að ekki einungis yfirdómararnir, heldur svo að segja allir, sem að einhverju leyti skara fram úr, að lærdómi eða vizku, atorku eða dugnaði, leggjast á sveif á móti bannlögunum. Eg ætlast ekki ti að bannmenn láti af þessu sann færast um að þeir hafi rangt fyrir sér, en hitt vona eg að þeir játi, að sá málstaður getur tæp lega verið heillum horfinn, sem fiestallir beztu menn þjóðarinnar fylkjast um. Lögreglubrotin. I fyrri grem minni sagði eg, að lögreglubrot hafi fimmfalda8t á fyrsta árinu sem bannlögin voru í gildi, og vísaði um þetta í skýrslu frá Hagstofu íslands. Nú prentar J R. upp þann kafla úr hagtíðind- unum, sem átt var við, og sést þar, að árið 1914 voru 63 menn ákærðir fyrir lögreglubrot, en 192 árið 1915; það sést því á þessu, að brotin hafa ekki fimm- faldast, heldur rúmlega þrefaldast Hér er því skekkja, sem vitan- lega er eingöngu óaðgæzlu minni um að kenna; en J. R. þykist þar hafa veitt vel og verður skraf drjúgt um það. En eg vona að öllum komi saman um að það megi teljast fullálitlegt, þó brotin hafi ekki nema þrefaldast. Síðan gefur J. R. þær upplýs ingar, að aukningin stafi eingöngu af því, að þetta ár hafi vara slökkviliðsmenn verið kallaðir saman til skrásetningar og þeim verið stefnt, sem ekki gegndu því boði. »0g þar með er þetta dásam- lega vopn fallið úr hendi and- banninga,« segir Jón Rósinkranz En eg neita því. Vér andbann- ingar höfum haldið því fram, að bannlögin hafi þegar orðið til þess, að veikja virðingu manna fyrir lögum landsins yfirleitt, og það var meðal annars til að sanna þetta, sem eg benti á hina gífur- legu aukningu á logreglubrotum Mér datt aldrei í hug, og hélt því hvergi fram, að hér væri eingöngu um bannlagabrot að ræða, þó J. R. gefi það í skyn, enda er hætt við, að lögreglu brotin hefðu þá ekki fimmfaldast heldur fimtugfaldast, ef öll bann- lagabrotin hefði verið kærð og komið til greina. Drykkjuskapur fyr og nú. Jón Rósinkranz vill fullyrða, að það sé rangt sem segir í áskorun vor andbanninga, að drykkjuskapur hafi ekki minkað í kaupstöðum og sjávarþorpum. Þessu til sönnunar vísar hann nokkur skriflef vottorð, sem hann hafi í höndum. Meðan hvorki sést frá hverjum þau vottorð eru né hvað í þeim stendur, býzt eg við að enginn geti tekið þá sönn- un gilda. Hann vísar á lokadaginn þessu til sönnunar. Fyrst og fremst skal eg þá geta þess, að mjög litið bar á drykkjuskap bér í bæ >enna dag öll síðustu árin áður en bannlögin gengu í gildi, svo að ekki verður þeim þakkað það, 3Ótt drykkjuskapar verði ekki vart nú. í öðru lagi má geta æss, að t. d. í ár var enginn loka■ dagur hér, sem svo gæti kallast, 3ví að svo örfá seglskip gengu íéðan til fiskjar, að dagsins gætti alls ekki. Jón Rósinkranz gefur skýrslu um innflutning áfengis árin 1905 —1910, og spyr síðan hvort nokkrum manni detti í hug, að svo mikið sé drukkið nú. Af eðlilegum ástæðum get eg ekki svarað J. R. í sömu mynt, og tilgreint tölur um innflutning áfengis árin 1915 og 1916, því slíkar skýrslur munu ekki vera til. En eg vil benda honum á, að frá þesBum tölum, sem hann til- greinir, verður að draga alt það, sem útlendingar, sjómenn og ferðamenn, drukku hér á þessu tímabili, því þeim er ekki til að dreifa hér nú, eins 0g kunnugt er. Ennfremur mun vera rétt að draga frá það áfengi, sem á þessu tímabili var drukkið upp til sveita, þó það kunni að hafa verið lítið. Og síðast en ekki sízt verður hann að draga frá inn- flutningi áfengis samkv. skýrslu hans sem svarar þeirri aukningu sem orðið hefir á innflutningi suðuvökva og annara slíkra drykkja, sem nú koma í stað brennivíns og þess ígildis. Þegar búið er að gera þennan frádrátt, þá leyfi eg mér að halda því fram, að útkoman muni verða mjög lík. Suðuvökvinn. I sambandi við spádóma bannmanna um bætt heilsufar vegna bannlaganna benti eg á, að menn eru sunoir hverjir farnir að missa sjónina við að drekka suðuvökva, en augnlækn- irinn hefir skrifað grein um það í Læknablaðinu. J. R. segir að þeir séu að eins þrír, og má vel vera að það só rétt. Um þetta segir svo J. R.: »Nú er það ugg- laust rétt hjá augnlækninum, að tréspíritus sé 1 suðuvökva, og að þessir menn hafi tapað sjón af því þeir drukku þann vökva*. Tréspíritusinn mun sem sé vera það efnið, sem veldur blind unni. Síðan heldur hann áfram: »IIvað verður þá af öllum þeim sæp, sem andbanningar segja að drekki brensluspíritus ? Þrír eru sjóndaprir, en enginn, sem drekk ur tréspíritus að staðaldri, kemst hjá því að missa sjónina*. Nú veit Jón Rósinkranz það vafalaust ofboð vel sem læknir, að i suðuvökva er að réttu lagi ekki tréspiritus. Hinsvegar kom 3að fram við rannsókn á þeim suðuVökva, sem þessir menn tjáðu sig hafa drukkið, að í honum var tréspíritus; aftur á móti var rannsókn gerð á suðuvökva víðar og reyndist hann laus við tré- spíritus. Þær tegundir af suðu- vökva geta menn því drukkið árum saman án þess að verða blindir eða missa sjón. Þar sem ætla má, að Jóni Rósinkranz sé ætta kunnugt, þá virðist mér >að vera óráðvendnislega með farið, að ætla sér að telja mönn- um trú um, og sanna með þessu, að þessir einu þrír menn drekki suðuvökva að staðaldri. Falskar tilvitnanir. Jón Rósin- kranz vill bera það af sér og félögum sínum, að þeir hafi kom- ið með falskar tilvitnanir í opna bréfinu. í áskorun vor andbanninga segir, að bannlögin séu brot á rétti borgaranna til að ráða )eim athöfnum. sínum, sem ekki iomi í bága við réttmæta hags- muni annara og alment velsæmi«. Það er augljóst, að hér er ekki átt við drykkjuskap, þ. e. of- nautn áfengis, því öllum ber saman um að hann komi í bága við réttmæta hagsmuni annara og alment velsæmi; samt sem áður spyrja þeir J. R. og félagar íans í opna bréfinu: »Hvernig íyggist þér að sanna, að drykkju- t Arni Eiríksson Tals. 265 03 554. Póstb. 277. | Heildsala. [ TdlS. 265 0$ 554. PÓStll. 277. | Smésala j — Vofuaðarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. — (=3 E=3 •OJD Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð,. Siuávörur er snerta siumavinnu og hannyrðír. Þvotta- og hreinlærisvörur, beztar og ódýrastar,- Tækifærisgjafir. skapur komi ekki í bága við réttmæta hagsmuni annara og alment velsæmi.« Þetta kallar Jón Rósinkranz »ekki tilvitnun heldur laukrétta ályktun út af orðum áskorunar- innar«. Eins og fyr ersagt, getur þetta ekki verið ályktun, því þessar tvær hugmyndir útiloka hvor aðra. Eg held því fast fram, að það só tilvitnun, þótt óbeinlínis sé, og endurtek að það er fölsk tilvitnun. Jón Rósinkranz er ákaflega glaður í greinarlok. Hann gleðst yfir þvi, að greinar þeirra »bann- vinanna« sé í augum vor and- banninga komnar í hógværðar- hjúp. Eg verð að hryggja hann með því að segja bonum, að slíkt er eigi nema undantekning, og ekki þykir okkur það geðsleg sjón að sjá þegar t. d. Templar fer úr hjúpnum og stendur eftir ber- stripaður. Jón gleðst líka yfir því, að Hall- dór skrifstofustjóri andbanninga sé kominn heim, og þykir hon- um þetta bera vott um að þeim bannvinum og málefni þeirra miði lofsamlega áfram. Aftur verð eg að hryggja hann. Þó Haldór sé »kominn heim«, þá má J. R. ekki skilja það svo, að vér andbanningar séum seztir í helgan stein. Þvert á móti. Eg get lofað Jóni Rósinkranz og öllum þeim »bannvinum«, að vér skulum vinna af kappi, eftir því sem oss endist tími til, til þess að berjast á móti þeirri stefnu, sem þeír eru fulltrúar fyrir, reyna að safna saman öll- um þeim, sem oss eru sammála, 0g reyna að fá hina til að taka saman höndum msð oss um að reka af þjóðinni það sliðruorð, að hún sé svo ósjálfstæð og and- lega vpluð, að með hana þurfi að fara eins og óvita barn. Gunnar Egilson. lleykjaYftuMnoáll. Skipafregn. G u 11 f o a 0 kom hingað frá New York i fyrradag hlað- inn vörum. Farþegar voru 4, þeir Hallgrimur Benediktsson og Jóhann Ólafason heildaalar, Smith banka- ritari ogBjörn Guðmundssonfjárrækt- armaður. ofsaveður, vélin bilaði og naumast annað sýnna en hin verstu afdrif. Bu héðan úr höfuðstaðnum fór botn-- vörpungurinn Rán á vettvang, fann bátinn fyrir utan Ealmanstjörn og bjargaðí honum og farþegunum. Eon-- ur voru þar á meðal og er við brugð- ið hversu vel þær hafi borið hrakn- ingana. Mannaiát. Látinn er vestur á Mýrum B j a r n i bóndi V a 1 d a s o n 1 Skutilsey, sem mórgum Reykvik- ingum er góðkunnur frá veru han® hér um nokkurra ára bil. Hann var nokkuð við aldur, fjör- og dugnaðar- maður. þau hjón Gísli ísleifsson cand. jur. og frú hans hafa orðið fyrir þeim harmi að missa dóttur sína, Alvildu- Asu, 15 vetra gamla, efnisstúlku. Lézt" hún í Vífilsstaðahæli og verður jörð- uð í dag kl. 2. Aðkomumenn síðustu viku: Síra Einar Friðgeirsson præp. hon., Björg- vin Vigfússon sýslum., ólafur Proppé kaupm., Guðm. Hannessoa* yfirdóms- lögmaður frá ísafirði, Eristj. Blöndal kaupm. frá Sauðárkróki. Til Vesturheims fer Matth. Ólafs- son alþm. með GuIIfossi og verður hann fyrst um sinn í NeW York sem erindreki Fiskifélags íslands. 20,000 kr. útsvar hefir niðurjöfn"-' unarnefndin lagt á landssjóðsverzlun- ina núna við aukaniðurjöfnunina. Messur. Messað á morgun í frí- kirkjunni í Reykjavfk kl. 2 sr. ÓL Ól. og í fríkirkjunni í Hafnarfirði kL 6 sr. Ól. ÓI. Messað á morgun í dómkirkjunní kl. 10 sr. Jóhann þorkelssou ferm- -ng). Kl. 5 sr. Bjarni Jónssorr,. Svar til skógræktarstjóra A. T. Kofoed-Hansert um skógarfleyting úr Laugardal frá Böðv- ari Magnússyni á Laugarvatni. í 20. tbl. Isafoldar þ. á. hefir skógræktarstj. Kofoed-Hansengert skógarfleytinguna héðan úrLaug- ardal niður Hólá, Brúará og Hvítá í annað sinn að umræðuefni. Hin grein hans minnir mig að væri prentuð í ísafold í síðastl. júlí. í báðum þessum greinum hefir hann minst á samningsrof frá okkar seljenda hendi, og nú í síð- ari greininni fléttað okkur meir og minna inn í nær 4 dálka grein fyrir samningsrof og óliðlegheit o. fl. skógfleytingsmálinu viðkom- andi. Gefur jaínvel í skyn, að það sem aflaga hafi farið, sé okk- ur að kenna. Þessu get eg ekki Lagarfoss fór héðan kringum laud, áleiðis til Ameríku um miðja látið ómótmælt, því fremur semt vikuna. eg þykist ekki vera náttúraður S t e r 1 i n g kom úr strandferð á sunnudaginn var. Fer aftur í dag. Hrakningar. Vélbáturfórfrá Stokks eyri áleiðis til Eyja í vikulokin síð- ustu með allmarga farþega. Skall á fyrir að rjúfa loforð eða samn- inga, því við mig hlýtur skógrækt- arstj. að eiga, þar sem eg heíi alt af gert þessa satnninga við hann. Eg vil því ekki láta það

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.