Ísafold


Ísafold - 13.10.1917, Qupperneq 3

Ísafold - 13.10.1917, Qupperneq 3
ISAFOLD 3 ómótmælt, að mér sé brígzlað um samningsrof að ástæðulausu, hvorki af honum né öðrum. Eg taldi fyrri grein hans, eða það sem þessu máli viðkom, skrifaða í ergelsi, og fyrirgaf það, en með þessa síðari er öðru máli að gegna. Skógræktarmálið er mér kært, líklega litlu síður en honum, og þvi hefi eg orðið að hafa svo mikið saman við hann að sælda, þótt mér hafi ekki alt af þótt það eins skemtilegt og þurft hefði að vera, þegar vinna þarf eitt- hvað saman, en sleppum því. En nú vil eg reyna að segja söguna rétta. Eg hefi ekkert að athuga við það, sem hann segir um samning á skógarsvæðinu, sem skógræktin fekk hjá okkur til ræktunar; hann er réttur; en þar sem hann gefur í skyn, að réttara hefði verið af sér að binda okkur skóg- areigendur við að flytja svo og svo mikinn skóg úr girðingunni niður að Hólá án endurgjalds, þá er ekki fjarri sanni, að hann geti sér rétt til með það, að ekki hefði neitt orðið úr samningum. í>ó er velst, hvað mikið það hefði verið, ef ekkert hefði annað stað- ið í veginum. Eg trúi tæplega, að nokkrum manni sýnist að við höfum verið ósanngjarnir í þeim samuingum, þar sem við létum skógræktinni í té nærri 200 dagsl. af lang-bezta haustbeitilandi jarð- anna fyrir 2 girðingaálmur, sem munu vera nálægt 2980 m. Efn- ið í girðinguna fluttum við alt frá Þingvöllum, bæði okkar og skógræktarinnar, svo teljast verð- ur, að við höfum flutt okkar efni alla leið. Auk þessa má skóg- ræktin taka 100 hesta’ af skógi árlega, sem ekki er þó hægt að reikna minna en 50—75 krónur, og í þriðja lagi hefði skógræktar- girðíngin orðið ónýf, hefðu þessar álmur ekki verið gerðar. Ef þetta er ósanngjarnt, ja, hvar hefir þá verið sanngjarnt verð? Kannske á Vatnaskógsgirðing- unni? Nei, þarna var fyllileg sanngirni, sem og átti líka að vera, þar sem við höfðum þá trú, að þetta bætti jörðina í framtíð- inni. Skógræktarstjóri segir: »Sam- kvæmt því, er hér hefir verið haldið fram, hafði eg rétt til að búast við því, að þeir myndu vera fúsir á að stuðla að því verki eftir megni, en það virðist samt svo, sem mér hafl skjátlast, því hvorki fyista né annað árið hafa. þeir séð um, að viðurinn kæmi niður að á þeim tíma, sem nefndur var í samningnum, og þá var það lítil bót i máli, að þeir seldu hann, tóku hann upp og fluttu hann fyrir sæmi- lega borgun, þvi það gerðu þeir. Þá geta menn nú sagt við mig, &ð eg hefði átt að ganga að þvi að afgirða skógsvæðið að eins með þeim skilyrðum, að fluttir væri niður að Hólá svo og svo margir hestburðir af viði árlega svo snemma, að hægt væri að fleyta. Til þess verður að svara, að þá hefði líklega ekkert orðið úr því að girða. Ef vér getum ekki að nokkru leyti reiknað með frjálsum vilja manna við þess- konar vinnu, þá megi heldur sleppa því að reikna yflrleitt, ef vér höfum ekki meira fé til um- ráða en nú sem stendur«. Hvernig getur skógræktarstj. sagt, að við höfum verið ófúsir á að flytja skóginn, eða yfir höf- uð hjálpa honum til að gera verkið framkvæmaúlegt, svo sem mögu- legt hefir verið og nokkurt vit hefir verið í. Skógræktarstj. telur litla bót i máli, þótt við seldum skóginn, tækjum hann upp og flyttum hann að ánni fyrir særailega borgun. Nú, hvað áttum við þá að gera, ef ekki þetta? Nú skalegskyra frá, hvað dýrir við vorum á þessari vinnu, og láta svo óhlut- dræga menn dæma um, hvað ósanngjarnir við höfum verið. Mér kemur ekkert við árið 1913 —14. Arið 1915 seldum við skóg- ræktinni 155 hestburði fyrir ki'. 1,05 að mig minnir. Skógur ófeldur . . . kr. 0,50 Skógarh ögg .... — 0,20 Flutningur .... — 0,35 Alls kr. 1,05 Árið 1916 seldum við skóg- ræktinni 225 hestburði 160 pd. þunga fyrir kr. 1,40 hestb, aem skiftist þannig: Skógarhestur hver ó- upptekinn .... kr. 0,50 Skógarhögg .... — 0,25 Flutningur að ánni . — 0,65 Sarnt. kr. 1,40 Nú skal eg geta þess, hvað sanngjarnt hefði verið að þessi vinna og flutningur kostaði. Það var vani, að vanur skóg- armaður tæki upp 20 hesta á dag á meðan alt var tekið sem fyrir var, og bagginn viktaði 60 —70 pd.; en nú er miklu lengur verið að klippa eða »gresja«,svo að ágætt þykir, ef teknir eru upp 10 hestar; og ekki man eg betur heldur en skógræktarstj. hafi síðustu árin miðað daglaunin við það, að maðurinn tæki upp 7 hestb. Þá kemur um 50 aura á hestb. (kr. 3,50 pr. dag), og mun hann byggja það á þeirri reynslu, sem hann hefir aflað sér síðan hann kom hér til lauds. Það alminsta sem eg veit til að skógur hafi verið seldur óupp tekinn liefir verið 50 au. — viða kr. 0,75—1,00 hestburðurinn. Þá kemur þriðji liðurinn: flutn- ingurinn að Hólá — 65 aura á hestb. Eg ætla þá að byrja á að skýra frá því, að viðurinn er telc- inn hátt uppi í brekkum, þar sem vont er yfirferðar og hestar svitna því mikið, auk þess sem vont er að láta tolla á þeim; brúkunin er því æði vond, ekki sízt þegar flutningurinn fer fram að haust- inu, alt niður úr brekkum og þangað sem hægt- væri að taka viðinn á sleða. Ilaustið 1915 voru ekki sleðar til; fluttum við þó skóginn niður úr brekkunum um haustið, til þess að stytta leiðina; urðum því að tvíbinda hann. Við skulum nú samt ekki fast um að taká það með í reiku- inginn. Því miður get eg ekki sagt ná- kvæmlega um vegalengd, en hins vegar veit eg af reynslunni, að með hverja ferð er maðurinn ein- hversstaðar á fjórðu kl.stund og stífasta brúkun á hestum er, dag eftir dag, að fara 3 ferðir, ekki sízt á haustdaginn. Nú geri eg 2 menn að binda, 20 hesta á dag í 5 daga, kaup kr. 3,50, eins og þá var, verða kr. 7,00 á dag. . . kr. 35,00 1 maður að fara á milli í 5 daga . . — 17,50 8 hestar með reiðhesti í 4 daga, 1 kr. á dag — 32,00 6 hestar með reiðh. í 1 dag, 1 kr. á dag . — 6,00 Áhaldaslit .... — 10,00 . Samt. kr. 100,50 MiðsYeírarbær kýr, io vetra gömul — ágætis kýr ógöll- uð — fæ:t keypt á írafelli í Kjós. Nýjar og gamiar góðar bækur Litnesk orðmyndafræði eftir latlnukennendur Reykjavíkurskóla.. Bragfræði íslenzkra rímna eftir sira Helga Sigurðsson. ■ R ntivri | Larsen & Peíeísen Piaiiofabrik, Köbenhavn. Einkasala fyrir ísland fel í Vöruhúsinu, Nokkur Piano fyrirliggjandi hér á staðnum; sömaleiðis pianoatólar og nótnr. FrTTTT'iT t tmmiiir Elg vil nú spyrja alla óvið- komandi menn, hvort þeim þætti reikningurinn ósanngjarn, þótt hann vœri svona, eða kr. 1,00 á hestburðinn þetta þungan af skógi, miðað við hestverð og kaupgjald 1916. Viðurinn óupptekinn, sumt húsaviður. . kr. 0,65 Felling sama og skóg- ræktarstj. kostaði hún síðastl. vor . — 0,50 Flutningur niður að Hólá sarakv. því, sem að ofan er skrifað...........— 1,00 Alls kr. 2,15 En sem við seldum á kr. 1,05 annað árið, en hitt á kr. 1,40. Oflágt selt um rúma 70 aura á hvern hestburð, eða á þá 380 hestb., sem við höfum selt, kr. 269,25. Eg þori óhræddur að skírskota til allra, sem vit hafa á hvað vinnan og hestar kosta, að þeir telja okkur ekki eiga skilið þessa óhjálpfýsi, sem skógræktarstj. ber okkur á brýn, þegar þeir athuga reikninginn. Enda reyndi eg síðastl. vor við nærri hvern, sem hesta átti hér, að fá þá upp á áður minst kaup til að hjálpa okkur til að flytja að ánni og gat engan fengið til þess. Þá kem eg loks að aðalefninu, sem sé því að við höfum ekki staðið við samninga hvorugt árið, og þar með alt farið sem fór. Skógræktarstj. segir: »1915 var viðurinn ekki kom- inn að ánni fyr en eftir miðjan júní, en 1916 öndverðan júní«. Eg segi: árið 1915 var allur viðurinn kominn að ánni að frá- dregnum nokkrum böggum, sem við vissum altaf, að við gætum komið í tæka tíð, þegar mennirn- ir kæmu sem áttu að binda, og þeir komu hingað 13. júní. Svo var alt tilbúið til fleytingar mánu- daginn 21. júni, en þá stóð á skógræktarstjóra sjálfum,og kom hann ekki fyr en þaun 25. s. m. og þá var sett á flot. Ár 1916 var komið um 200 hestb. að ánni 17. maí eða það sem hægt var að ná upp úr klak- anum, hitt fluttum við jafnóðum og það losnaði, svo að ekki stóð á einum einasta bagga, þegar mennirnir voru komnir hingað og til búnir að vinna að bind- ingunni. Meira. Leíðrétting. í síðasta tbl. Isafoldar hefir rmsprentast i grein- inni Skoðanamunur, neðanmáls: »lagt« fyrir lá%t í 4. linu a. n , og »vantar« fyrir vandar í 10. i. Göngu-Hrólfs-saga. Göngu- Hrólf s-rimur. Hálfdánar saga Barkarsonar. Kristinfræði eftir Gustav Jense.'’. Sálmasafn eftir Pétur Guðmundsson. Rímur af Friðþjófi frækna. Galdrakver. % Girðyrkjukver eftir Schierbeck. Mestur í heimi. II. útgáfa. Ó öf í Ási eftir Guðmund Friðjónsson. Hví slær þú mig? Eftir Har. Níelsson. Helen Keller. Eftir Har. Níe’sson. Franskar smásögu’-. Þýddar af Birni Jónssyni. Fást á skrifstofu Isafoldar og í bókverzlununum. af Islenzkum Hátíðasöngvum eru til sölu hjá höfundinum á Siglu- firði. Kosta 2 krónur, send kaup- endum kostnaðarlaust. Einnig Sex sðnglög sama höf- undar, 75 aura. Sauðfjármark mitt er: Sneitt fr. og fjöður aftan hægra, blaðstýft fr. vinstra. Stefán Ólafsson, Kalmannstungu, Hvítársiðuhreppi, Mýrasýslu. Hestur tapaður, jirpur að lit, svart fax og tagl, ný- lega jafnað. Mark: Heiltifað vinstra? og ef til vill mark á hægra eyra. Við herð.ikampinn vinstra megin hvitur blettur. Hestuiinn er litið eitt styggur, töltari og vakur. Finnandi geri Jóni Laxdal í Tjarnar- götu 35 (Sólheimum) viðvart. Simi 421. £r(. símfregtiir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. Kaupmannahöfn, 5. okt. Því hefir verið lýst yfir að með útflutningsbanui Breta á ölium vörum til Norðurlanda og Hollands sé átt við það, að héreftir þurfi að fá sérstakt ntflutn ingsleyfi fyrir hver ja vöru- tegund, en eigi það, að bannaðir séu ailir útflutn- ingar. Frá Berlán er símað að Bretar hafi sótt fram einn kílómetir milli Poercap- pelle og Glieluvelt. Bretar hafa og gert grimmileg áhlaup hjá Zonnebeke og Beeslaere. Frakkar hafa gert ákaf- ar loftárásir á þýzkar borgir vestast á Þýzka- landi. Herkostnaður Banda- ríkjamanna þetta fjár- hagsár er áætlaður 14 miljarða dollara. - K.höfn 5. okt. / Bretar hafa unnið ein- hvern hinn stærsta sigur á vesturvígstöðvunum síð- au orustan stóð hjáMarne. Þeir hafa sótt mikið fram á 8 mílna svæði hja Ypres- veginum—Langemarck og hafa tekið Poelcapelle, sem þar er fyrir norðaust- an. — Þeir hafa þegar tekið 3 þús. Þjóðverja höndum. Kerensky hefir neitað að láta jainaðarmenn mynda róðuneyti og hótar því að segja af sér. Finska þfngið hefir sam- þykt að koraa á lýðveldis- stjórn í Finnlandi, sem skuli stjórnað af forseta og þinginu. Leynilögreglan í Noregi hefir látið birta aðvörun- arskjal, sem varar fólk við þýzknm njósniirum. K.höfn 6. okí. Peru hefir lagt hald á öSl þýzk skip í hötnum laudsins. Brefor fjcmdíðhu 4M6 Pjóðuerja á vestur-víg- sföðvunum i gær. í stjórnarráði Póllands eiga sæti þeir Kakovsky erkibiskup, Zubominsky yfirborgarstjóri í Warshau og Ostrovsky jarðeigandi. Khöfn 7. sepf. Stórskotaliðsorusta held- Uf áfram l Flandern. Róstur á þingi Þjóðverja þegar hermálar áðherrann svaraði tyrirspurnum jafn- aðarmanna um undirróð- ur Pan-Þjóðverja. Einnig urðu róstur í franska þinginu er Malvy varði sig fyrir árásum við- vikjandi friðarumleitun- um. Skorað hefir verið á Russa að hverfa á burtu úr Finnlandi. — Jafnaðarmannastefn- unní í Petrograd er lokið

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.