Ísafold - 26.01.1918, Side 2

Ísafold - 26.01.1918, Side 2
2 ISAFOLD standa: »háboitd (í stað - in\ ætt- menni«, og er það lítil og aoðveld breyting. Eg hafði ekki frumtextann fyrir mér, er kvæðið var prentað, en það sem mun hafa vilt mig er, að síðar í kvæðinu , stendur: The angels went (Og englarnir komu-). En viti menn, hr. A. J. gerir sig óðar sjálfan sekan í enn verra axar- skafti með þvi að rengja keiprétta þýðingu. Eða hvernig á að þýða: nor the demons down under the sea öðruvísi en: né árunum sænum í. Fleira nenni eg nú ekki að vera að eltast við, þótt eg gæti, enda eru þetta helztu aðfinningarnar og þeim svarað nægilega til þess, að menn geti gert sér grein fyrir, við hversu mikil rök þessi miður góðgjarni sparðatíningur hr. A. J. hefir að styðjast. A. H. B. + Guðmundur Olsén kaupmaOur varð bráðkvaddur seinni hluta dags á mánudaginn. Var hann staddur í búð sinni, er hann fékk aðsvif, og lézt hann 7a kl.st. síðar. Guðmund- ur var mætur maður og merkur. — Verður hans nánar mist í næsta blaði. / Lantlmenn heiðra prestinu sinn. Á aðfangadag jóla komu þeir sýslu- nefndarmaður Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi á Landi, og hreppstjóri Guðmundur Árnason í Látalæti í sömu sveit, heim á prestssetrið, Fells- múla, og færðu síra Ófeigi Vigfús- syni, sóknarpresti Landmanna, og konu hans, Olafíu Ólafsdóttur, tvær veglegar gjafir frá hendi sveitunga þeirra, Skarðssóknarmanna. Staðið hafði þetta til fyrri, en frestað vegna styrjaldarástandsins, samsæti hafði og upphaflcga verið fyrirhugað, en frá því horfið sem miður tímabæru á jafn alvarlegum og erfiðum timum. Gjafirnar, sem þeir færðu prestshjón- unum, voru: Skrautritað kvæði eftir Guðm. Guðmundsson í vandaðri út- skorinni umgerð eftir Stefán Eiriks- son hinn oddhaga, og er sú umgerð listaverk. Á spjaldið eru dregnar, auk kvæðisins, þrjár myndir. Til annarar handar mynd af kirkju, til hinnar mynd af Heklu. En í miðið mynd af hinu fagra prestssetri i Fells- múla. Veggspjald þetta er hinn mæt- asti gripur. — Hin gjöfin var kaffi- tæki, kanna, sykurker og rjómaker úr oxyderuðu silfri, eru það hinir vigtugustu gripir. Er kaffikannan áletr- uð nöfnum prestshjónanna og gef- endanna hringinn i kring á lokinu. — Gjöfunum fylgdi ritað ávarp til prestshjónanna frá hendi sveitunga og sóknarmanna. — Virðingarvott þennan og þakklætis vildu Landmenn sýna presti sínum og konu hans i þá minning, að þau eru bæði orðin fimtug að aldri. Eru þau hjón ást- sæl mjög af sveitungum og sóknar- fólki, og sóknarmenn hafa bæði vit og vilja til að meta, hvað að þeim snýr. Pólitíska hrygðarmyndin í ,Tímanum‘. Flest þau blöð, er þykjast vera stjórnmála-málgögn, reyna að tverja »málsstað« sinn, ef á hann er ráðist. Því að beri þau það ekki við, eru þau dauðadæmd. Þrátt fyrir alt, sem um blaðið »Tímann« er kunnugt og þá, er hon- um stýra, hefði þó mátt búast við þvi, að hann gerði einhverja tilraun til þess að svara fyrir sig, er flett var ofan af atferli hans eins ræki- lega og eg gerði f næstsíðasta tölu- blaði ísafoldar (12. þ. m.), þar sem um »fjármálaóreiðu« hans var að ræða. Að hann reyndi að verja stað- hæfingar sinar, eins óverjandi og þær þó voru. Að hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér, er svfvirðing- ar þær, er hann flutti, voru dregnar fram i dagsljósið. Að hann reyndi að malda i móinn, er með rökum var sannað, að hann fór með ósann- indi og lúalegar blekkingar I Að hann i stuttu máli reyndi, landsmálablað- ið, að tala eitthvað um máleýnið, sem hann hafði riðið svo geyst úr hlaðj með. Menn sögðu að vísu, hver um annan, eins og vonlegt var, er þeir höfðu lesið grein mína: Hvernig fær blaðið gert hreint fyrir sínum dyrum, eíns og nú er þjappað að þvi? Hvernig fær það nú hlaupist út úr þeirri kvi, sem það er rekið inn i með sinn eigin ósóma? En menn vöruðu sig ekki á einu. Á þvi, að þetta merkilega málgagn at. vinnumálaráðherrans & Co., sem þyk- ist nú hafa tekið einkarétt á því, að ræða »mál þjóðarinnar«, — það er jafn huglaust sem það er heimskt. Ef til vill hefir ekki öllum verið það ljóst, að blað þetta liggur á þvi lagi, að þeyta út þvættingi, sem það engan veginn getur staðið við. Það skákar að eins í því hróksvaldi, að enginn nenni eða hafi lyst til að elt- ast við það. Síðasta blað »Tímans« (19. þ. m.) sýnir nú, hvernig þeir þar í sveit >rökraða* málin! Það treystir sór eigi undir nokkr- um atvikum að svara grein minni. Það viðurkennir, að það geti það ekki. Hvaða eriudi átti það þá í lónið? Það reynir ekki einu sinni að klóra i bakkann, en situr nú með áburð sinn í díkinu, sem það var keyrt ofan í. Því er að visu nokkur vorkunn, því að rök þau, er eg færði fram, eru óhrekjandi. Þar er skýr stafur færður fyrir hverju einu. Og gögn þau, er eg bygði á og tilfærði, eru öllum aðgengileg, svo að allir geta séð, að rétt er farið með. En hvað gerir þá »Tíminn« — málgagn nýja tímans, sem þykist vera? Ritstjórinn, herra Tryggvi Þórhalls- son, veðnr fram með / dálka »leið- ara«, i tölubl. þvi, er eg áðan vitn- aði til, — segi og skrifa fimm dálka — til þess að færa rök (!) fyrir því, að hann geti ekki svarað grein minni, eins og honum þó i sannleika átti að vera skylt, ef hann hefir nokkra agnarögn af hugmynd um, hvað hon- um ber sem ritstjóra stjórnmálablaðs, blaðs, sem dirfst hafði að dreifa út þeim ærulausu ásökunum, er pg tók mér fyrir hendur að reka heim aftur. Og hver eru svo rökin, sem hann færir fyrir þessu ? Þau, að eg sé /yr- ir neðan pað, að hann, Iryggvi Þór- hallsson, geti átt orðastað við miglll Hvað segja menn ? Hvað hugsa menn um annað eins og þetta? Sézt hafa menn í vandræðum fyr, en svona illa farnir ekki oft. Og þessir 5 dálkar, sem ætlað er að flytja þessi »rök« mannsins, eru sumpart einhver óskiljanlegur harma- grátur, sumpart ein samanhangandi keðja aj botnlausum, persónulegum skömmum og illyrðum um mig! Ekk- ert annað. Þótt eg hefði ekki sérlega háar hugmyndir um blaðið »Tímann« og hans nánustu áður, þá hélt eg þó ekki, að hann væri svona bágborið málgagn, sem raun ber nú vitni um. Og þótt eg — það skal eg játa — hafi ekki talið herra Tryggva Þórhalls- son á marga fiska, síðan er hann gerð- istfjósamaður við »Tímann«, þá hugði eg hann þó eigi svona lélegan, svona mikinn aumingja sem ritstjóra stjórn- málablaðs. Fyrir ritsmið sína, þessa, er nefnd hefir verið, ætti hann að fyrirverða sig. Hún er sýnilega skrifuð af manni, sem ekki veit sitt rjúkandi ráð, þá er hann setur hana á pappírinn; hún er getin í skjálfandi bræði og ber merki móðursjúkrar manneskju. Lesi menn grein mína — og lesi menn síðan þetta andsvar hansl Hann nefnir það: »Til lesenda Timans*. Og það snertir þá óneit- anlega talsvert. Að réttu lagi ætti það að heita auglýsing — um full- komið ómætti, en líka fullkomið blygðunarleysi blaðsins og ritstjór- ans. —■ Það var núna um hátiðarnar síð- ustu, að góður og gegn bóndi ofan úr sveit, er hér var á ferð, lét svo um mælt við mig, er »Tíminn«- barst i tal, að það væri »því líkast, sem blaðið væri gefið út á Kleppi«l Já, hvað mun hann nú segja, er hann sér þetta »ávarp« frá manninum, er nefnist ritsljóri blaðsins? Lesendur ísafoldar verða að fyrir- gefa, að eg get ekki áframhaldandi gert að umræðuefni málefni það, sem fyrri grein mín fjallaði um. Eg hefi engu við það að bæta, sem þar er skráð, þvi að það stendur eins ogpaðstóð. Ritstjóranefna »Timans« hefir gefist upp við að hrófla nokk- við þvi. Málæði hans hinu mikla ætla eg mér heldur ekki að fara að svara, en vildi aðeins benda á nokkur at- riðí i grein hans, svo að gleggra sé sjónum manna, hvernig hann ýer að, þegar hann tekur til máls. Þessum skamma-austri ritstjórans má skifta í tvent, aðallega. Sem sé annars vegar lýsingu hans á því, hvernig sé farið grein minni i ísafold (þessari er svara átti), og hins vegar hvernig ástatt sé um önnur skrif mín (eða ræður, eða yfirleitt afskifti mín af opinberum málefnum). Eins og allir vita, sem lesið hafa áminsta greia mina, þá var hún sam- feld rakaröð, þar sem sýnt var svart á hvítu atferli blaðsins »Tímans«, i þvi máleíni, er um var rætt og í nokkrum öðrum atriðum. Sýnt var fram á, m. a. með tilvitnun til sjálfs þess blaðs, hvernig þátttaka þeirra væri í opinberum málum, er að »Timanum« standa. Það var gert þannig, svo skýrt, að ekki gat nokk- ur vafi á leikið. Það var ekki nema sjálfsagt og skylt, eins og sjálýsagt er og skylt um allar opinberar eða þjóð- mála aðfarir allra flokka, allra blaða og allra þeirra, er að slíku starfa. Um ekkert annað fjallaði grein min, eins og þeir geta séð er lesa. En hvað ber svo ritstjóri «Tím- ans« fram, í vandræðum sínum, þegar hann getur ekki annað? Hann slær því föstu, að þessi grein mín hafi ekki verið annað en »svœsin persónuleg árás«, einkufn á sig sjálýan\ (Og að þvi 'er hann annað veifið virðist telja, á einhverja aðra menn og »stefnur« — »per- sónuleg* árás á stefnurll). Hann segir að stefna »Tímans« komi þvert í veg fyrir mig; þess vegna byrji eg persónulega árás á sig sem rit- stjóra blaðsins. Eg skal nú geta þess, að eg veit ekki til, að aðalstefna »Timans« sé önnur en sú, sem birtist í »verk- unum«, sem sé að níða menn og mál- eýni. Svo að það væri ekki fráleitt, að hún ætti ekki við mig fiemur en aðra góða menn, og er mér ekki móti skapi, að mér sé eiguað að viljá berjast gegn henni. En það er eftirtektarvert, að þessi maður, sem á að heita ritstjóri og ekki treystir sér að kotna að málefn- inu, ekki treystir sér sér að hrekja einn staý í þvi, sem eg hefi skrifað, maðurinn, sem ritar þessa grein »Timans«, eintómar skammir um mig persónulega, — hann er að tala um og fárast út af þvi, að aðrir hefji »persónnlega árás«! Jú, sá getur um talað. Annaðhvort er, að hann ber ekki hið allra minsta skyn á, hvað er persónulegt i slikum umræðum og hvað ekki, eða hann talar hér um gegn betri vitund, sem menn skyldu þó sízt ætla honum, heiðursmann- inum. En hvort sem er, þá er það óneitanlega ekki vel gott. Litum snöggvast á, hvað það er, sem hann telur fram, til sönnunar því, að grein mín sé aðeins »svæsin per- sönuleg árás« á sig. Menn hafi i huga, hvað það er, sem eg ritaði um. — Ritstj. »Tím- ans« segir, að »persónuleg atvik« úr lífi sínu komi þar tmjögtil greina«. Um starf hans »sem sóknarprestur* sé farið viðeigandi niðrandi orðum. Að það komi og »mjög við máU, hvaða embætti hann hafi sótt um, en ekki fengið. Þetta virðist hann telja aðalefnið. En hver fótur er nú fyrir þessu? Sá einn, að eg get þess, algerlega aukalega, en þó til að réttlæta það (eða afsaka), að sumir hafi búist við einhverjum stakkaskiftum i framkomu »Tímans«, er Tryggvi Þórhallsson gerðist ritstjóri hans, að hann hafði verið prestur og kept um að verða guðfræðiskennari við háskólann. En menn urðu fyrir vonbrigðum. Er það persónuleg árás, að gera ráð fyrir því, vegna fortiðar manna i þjónustu hins góða, að framkoma þeirra verði sæmileg eftirleiðis? Síðan tek eg dæmi nokkur, úr hans eigin blaði (meira að segja alt sama tölublaðinu), um það, hvernig þessi maður skrifi um opinber mál- eýni og gæti þar sannleikans, sann- leikans, sem hann áður samkvæmt stöðu sinni (sem prestur) sérstaklega hafi verið að boða. Er þíð »svæs- in persónuleg árás« að ætlast til meira af honum i því efni heldur en ein- hverjum öðrum óvöldum leikmanni? Eg tek svo til orða, að hann (eins og aðrir prestar) hafi boðað sann- ieikann »fáráðum sálum þessa lands«. Er hér ráðist persónulega á »sókn- arbörn« séra Tryggva? Hvað virðist mönnum? Og þetta á að gera það að verkum, að hon- um beri ekki að svara ’fyrir sig og sinar gerðir, eða blaðsins, í opinberu máleýni, sem blaðið hefir hleypt af stokkunum með ótilhýðilegum hætti 1 Svo telur hann áfram, að »Tím- inn« hafi ekki dróttað »þjófnaði« að neinum, engum hafi komið til hugar að gera slikt og aldrei staðið orð í þá átt i blaðinu. Aðeins fundið að »óreglti i reikt.ingsjarslu*. Áður kallaði blaðið það »óreiðuí fjármálum*,. i »fjárreiðum landsins«,á »almennings eign«, og þaðan af verra. Það væri landsins mesta »hneykslismál«, sem alveg sérataka »rannsókn« þurfi að skipa i, og hinir og þessir (óviðriðn- ir) menn þurfi að »gera grein fyrir* þessu fé, en bafi »ekki getað* það; eigi megi linna fyr en >hver evrir sé ýundinn« o. s. frv.*). Er það svo, að ritstj. telji það »persónulega«(!): árás á »prívat«-líf »Tímans«, að vita þessar aðfarir blaðsins og hrekja ummæli þess? Enn kveður hann mig »blanda tengdaíöður sínum* — landritaran- um — inn í málið, og liggi víst einhverjar sérstakar hvatir hjá mér til þess. Eg hefi að eins, og ekki að ófyrirsynju, mint blaðið á það og ritstjórann, að á þeim tima, sem það vill láta stjórnina bera »ábyrgð« á þessari »reikningsfærslu«, hafi það verið landritarinn, sem var yfirskrifstofumaðurinn, og beindust þvi skeyti blaðsins líka að honum, óhjákvæmilega. Lika benti eg blað- inu á, að par gæti það fengið — vafalaust rétta — fræðslu um þetta mál, sem það hafði hlaupið með l gönur. Er það einnig »svæsin per- sónuleg árás« (á hvern?) að geta þessa, til sjálfsagðrar og nauðsyn- legrar skýnngar á málinu, og hvaða >prívat«-mál er þetta? Tók »Tím- inn« þetta atriði ekki með i reikn- inginn í upphafi af þeim sökumf Eða hvað? Loks segir hann mig gefa ung- mennafélögunum og samvinnufélög- unum »spark«. Hvar er það? . Eg nefni þau ekki á nafn, nema einu sinni, er eg læt í ljósi, að þau hljóti að haýa ilt aý pvý, að hafa »Tímann« að málgagni, eins og framkoma hans hefir verið og er, svo sem bæði eg og aðrir hafasýnt fram á. Eru þetta skammir um félögin? Ætli ekki heldur um eitt- hvað annað I Þarna eru þá komnar »persónulegu árásirnar«,hinar »svæsnu«, á »privat«- lif mannsins — i grein minni, sem að meginefni til var ekkert annað en skjalleg rök —■, og vegna þessa getur hann ekki svarað. Hvílik hörmungar-frammistaða. Hannkveðst að eins geta kveðið upp »dóm« yfir mér. Blessaður einfeldningurinn f Hann, Tryggvi Þórhallsson, heldur að hann geti kveðið upp dóm yfir mér, er nokkurs sé metinnl Sjálfan sig er hann nú búinn að dama, með framkomu sinni, blaðið, er hann stýrir, og fylgifiska sína. Það verð- ur seint, að þeir herrar fá upp- reisn. —j: — Annað það, et. ritstjóri þessi taldi að ástæðu, fyrir því að hann gæti ekki »átt orðastað* við mig (eg væri fyrir neðan það), var það, hvernig eg heíði áður skrifað um þau mál- efni, sem eg hefði rætt. Nú er það mörgum landsmönn- um kunnugt, að eg hefi um allmörg ár ritað greinar um ýms málefni,. stjórnmál, landsmál, og margt það, sem við hefir borið. Og ekki get- eg kvartað um það, að það hafi ekki verið lesið. Eg hefi svo að segjæ aldrei skrifað svo, að fjöldi manna hafi ekki verið mér þakklátur. Em ýmsa einstaka menn hefi eg stygt. Því að eg hefi aldrei tekið með silkiglófum á þvi, sem eg hefi séð að mtður hefir farið, eða sem telja *) Eg skal geta þess hér, að eg hefi heyrt úr mjög trúverðugri átt, að jafnvel sá hluti stjórnarinnar, er næst stendur »Timanum« (atvinnu^ málaráðh.), fordæmi þessi skrif hans, þótt á skorti, að það komi fram op- inberlega.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.