Ísafold - 05.06.1918, Síða 1
*
Kemur út 1—2
< viku. Verðárg.
B kr.,' erlendis T1/^
kr. eða 2 dollar;borg-
Ist fyrlr miðjan júlí
grlendis fyrirfram.
Laueasala 10 a. elnt
XLV. árg.
tsafoldarprentsmiðja.
Ritstjórl: Ólafur Björnsson. Talslmi nr. 455.
Reykjavik, miðvikudaginn 5. júní 19x8,
Uppsögn (skrlfl.
bundln við áramót,
er óglld nema kom-
ln sé tll útgefanda
fyrlr 1. oktbr. og
sé kaupandl skuld-
laua vlð blaðið
27. tölublað
N
Umsóknarfrestur
um
skólastjórastððuna við barn^skóla Akureyrar er
lengdur til 1. ágúst næstkomandi.
Launakjör eftir samkomulagi. Umsóknir sendist undirritaðri skóla-
nefnd.
Umsækjendur sunnanlands geta leitað upplýsinga hjá Stefáni skóla
meistara, sem dvelur í Reykjavík um hríð eftir 10. þ. mán.
Akureyri 2. jiiní 1918.
Skólanefndin.
Aðalíundur fjelagsins verður haldinn mánud. 17. júni næstk.
kl. 9" siðdegis í Iðnaðarmannahúsinu (niðri).'
Verður þar: 1) Skýrt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrskurðar
og samþyktar reikningar þess fyrir 1917. 2) Skýrt frá úrslitum stjórnar-
kosninga. 3) Kosnir 2 endurskoðunarmenn. 4) Rætt og ályktað um
önnnr mál, er upp kunna að verða borin.
Kjörfund til að telja saman atkvæði til stjórnarkosninga mun
stjórnin halda á sama stað laugard. 15. júni kl. 4 síðd. Allir fjelagsmenn
velkomnir til að hlýða á.
Björn M. Ólsen,
p. t. forseti.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu dóttur okkar,
Margrétu Sigriði, hjálpsemi og samúð í banalegu hennar og á ýmsan
hátt heiðruðu útför hennar bæði i Reykjavík og hér i sveitinni við jarðar-
förina og sýndu okkur með því ógleymanlega hluttekningu.
Fíflholtum i Hraunhreppi, 30. mai 1918.
Halldóra Stefánsdóttir. Sigurður fónsson.
Forsætisráðherrann
»
talar um fánamáliD, ófriBarmálin
og alþingi.
I.
Eins og getið var um í síðasta
blaði hélt forsætisráðherrann,Jir. }ón
Magniisson ræðu, sem vel má heita
>stórpolitisk«, er hann svaraði fyrir-
spurn síra Sigurðar í Vigur, er svo
hljóðaði: »Hvað dró stjórnina til að
kveðja alpinqi saman p. 10. apríl?«
Ræðan var stórpólitísk fyrir það,
að hún fjallaði mikið um fánamálið
og sjálfstæðismál vor yfirleitt, gerði
ítarlegri grein fyrir gangi fáuamáls-
ins en hingað til hefir verið gert af
hálfu stjórnarinnar, og snerti sömu-
leiðis allmjög samvinnu þings og
stjórnar. Ræðan var og að formi og
flutningi með öðru sniði og bragði
en menn eiga að venjast frá hinum
ráðherrunum ekki annað eins hjóm
og bögiingur, og að því leyti ný-
lunda, enda þótt Isajold í næsta
blaði verði að gera nokkrar athuga-
semdir við ræðuna, bæði um þá
staðhæfing, að nægilegur undirbún-
ingur hafi verið fyrir hendi til að kalla
aukaþingið sam.an 10. aprílogekki sízt
til að andæfa skilningi forsætisráð-
herrans á samvinnu þings og stjórn-
ar. — Vér víkjum þá að ræðu for-
sætisráðherrans í stuttu ágripi
Aðaldrættirnir í sögu fánamálsirs,
eins og forsætisráðherra sagðist frá,
eru þessir:
Hanu fær áskorun frá einu stjórn-
málafélagi höfuðstaðarins (Sjálfstæðis-
félaginu) að freista þess í utanför
sinni vorið 1917 að fá fullkominn
íslenzkan siglingafána. Zahle forsætis-
ráðherra vildi ekki taka fánamálið út
úr, en ef nokknð ætti að gera, þá
ráðlegast að taka sambandsmálið í
fheild sinni til athugunar. Þessu hefði
hann skýrt alþingi í fyrra frá, en
það eigi að siður viljað halda mál-
inu áfram, enda eindreginn þing- og
þjóðar-vilji bakvið. Þá' hefði þings-
ályktunarleiðin verið valin með al-
mennu samkomulagi. — En um það
atriði, ef synjað yrði fánakröfunni,
orðið að samkomulagi milli stjórn-
arinnar og þingsins eða nefnda
þeirra, er um þessi mál fjölluðu, að
gera þá synjun ekki að fráfararefni,
milli þinga. Þess vegna hafi hann
ekki beðið um lausn á rikisráðsfundi
22. nóv., svo sem þó hqfði verið
íétt eftir venjulegum stjórnarfars-
reglum. En einmitt vegna þessa hafi
hann talið »stjórnarfarslega fyllilega
réttmætt* að kalla þingið saman svo
snemmaáþessu ári, sem fært þótti.
Ráðherra fór almennum orðum
um sjálfstæðismál vor, sem allir
munu geta ’ undir skrifað. »Öflug
og lifandi tilfinning þess, að vér er-
om sérstök þjóð, sem byggjum eig-
>8 land, og höfum eigin tungu, með
öðrum orðum: Þjóðernistilfinningin
hefir jafnan verið vakandi hjá ossc.
. • • »Síðan fyrir miðja sfðustu öld
hefir hin islenzka þjóð barist fyrir
því, að fá það viðurkent, að vér eig-
um rétt á að ráða öllutn vorum
málum, og að vér séum ekki undir
yfirdrotnun annarar þjóðar gefnir«.
Ræðumaður kvaðst áður hafa haft
þá skoðun, »að ekki fengist viður-
kendur fullkominn islenzkur siglinga-
fáni, nema áður væri fengið viður-
kent fullveldi landsins, eða þá að
minsta kosti viðurkent um leið«.
Tíðindin út um heim siðustu árin
»hefðu breytt mörgu i skoðunum
manna, afmáð ýmsar kreddur, og
umsteypt ýœsu, er áður voru talin
svo sem trúaratriðic. Þjóðernisrétt-
inum væri nú mjög haldið á lofti
úti um heim, og hann viðurkendur
af höfðingjum hinua voldugu þjóða
i orði. Kvað það »nær því eðlis-
nauðsyn, að þessi sérstaka þjóðernis-
krafa vor, fánakrafan., kæmi fram
einmitt nú«. ' •
Um leið og krafan samt sem áð-
ur strandaði hjá Dönum, var þvi
hreyft af þeirra hálfu, sagði ræðu-
maður, að taka upp almenna samn-
inga. Sjálfur hélt hann því fram
við Dani, að almennir samningar
kæmu fánamálinn ekki við, og hann
hefði ekkert umboð til að taka und-
þá uppástungu. Kvaðst svo hafa
hreyft þessu máli, er hann kom, við
þingmenn, fengið dauflegar undir-
tektir fyrst, en oetri síðar, það góð-
ar, að hann hafi skrifað til Dan-
merkur, að útlit væri fyrir, að "al-
þingi myndi taka vel í málið. Svo
hafi og reynst, er þing kom saman.
Fyrst hefði danska stjórnin svarað,
að málið yrði að bíða framyfir kosn-
ingar, þá framyfir flokksfundi og
loks til þess, er rikisþingið kæmi
saman. Hafi sér orðið þetta von-
brigði og lítt skiljanlegt, fyr en
fréttist um, að íslandsmál væru orð-
in deiluefni milli flokkanna í Dan-
mörkn.
Þá benti ræðum. á ýmsa greiða-
semi, sem danskir ráðherrar hefðu
sýnt Islandi á ófriðartimunum, eink-
um þeir Zahle, Brandes og Scave-
nius, En lýsti jafnframt þeirrivissu
sinni, að þeir hefðu ekki með því
ætlast til að kaupa neinn afslátt á
sjálfstæðiskröfum vorum.
Það eitt, að fjalla nm þessi mál,
taldi ræðumaður nægt tilefni til
kvaðningar jþings ekki siðar en gert
var.
Þá hefðu í annan stað vandræði
þau, sem af heimsstyrjöldinni stafa,
gert það knýjandi nauðsynlegt að
kveðja þingið saman og leit ræðu-
maðnr svo á, að heppilegast væri
að þingið væri stöðugt saman á
þessum timum.
Komst ræðum. inn á nauðsyn
þess að búa sem mest að sinu og
þar sem aðalframleiðslan væri bund-
in við sumartimann, hafi ráðuneytið
talið, »að ekki væri of fljótt til tek-
ið, þótt farið væri þegar á þessu
sumri að gera kröftugar og almenn-
ar ráðstafanir i þessa átt«.
Þótti ræðum. þingið snúast illa
vi)j þvi, sem stjórcin hefði flutt
fram í þessu efni, þótt litið væri,
þar sem það hefði drepið fráfærna-
frumvarpið, »sem átti að v?ra nokk-
urskoriar prófsteinn á því, hvort
þingið vildi hallast að þeirri stefna að
reyna að framleiða sem mest af
mat til neyzlu í landinu«. Ennfrem-
ur hefði dýrtíðarfrv, stjórnarinnar
átt erfitt uppdráttar. Þá hafi þingið,
þvert ofan í ráð stjórnarinnar, helzt
viljað hætta „við kolanámið á Tjör-
nesi, og ekki "viljað leyfa stjórninni,
þar sem hún teldi nauðsynlegt, »að
veita atvinnulausu fólki atvinnu*.
Forsætisráðherra fanst það því
»eðlilegt, að stjórnin sé tregari til
að hafa frumkvæði að till. til bjarg-
ráða«, .þegar svona væri í sakir far-
ið af þingsins hálfu, en vænti þess,
að augu háttvirtra þingmanna hafi
þessa dagana lokist upp fyrir alvör-
unni, og að þeir skilji betur hvert
stefnir, ef ekki er tekið til kröftugra
ráða í tíma«.
Loks mintist forsætisráðherra á
tekjuaukafrumvörp stjórnarinnar 2,
stimpilgjaldið og »stórgróða«skattinn,
sem lögð hefðu verið fyrir þetta
þing og verði að lögum 2—3
mánuðum fyr en orðið hefði, ef
þingið hefði ekki komið saman fyr
en í júlí og að af þessari fljótari
framkvæmd laganna mundi fást borg-
aður minsta kosti allur þingkostn-
aðurinn.
Klykti ráðh. út með þvi, að það
hefði verið óverjandi að kveðja þing-
ið saman siðar en gert hafi verið.
AlþinglskTaðnmgin 10. april.
Fyrri ræöa Sig. Stefánssonar. Agrip.
í 8. gr. Stjórnarskrárinnar er svo
ákveðið að konungur geti kvatt al-
þingi saman til aukafuDda og ráði,
hve langa setu það eigi.
Þessi ákvæði eru bygð á því, að
milli reglulegra þinga geti nauðsyn
borið til þess að kalla þingið saman.
Þessi nauðsyn getur orðið þvi tíðari
sem reglulegt alþingi er ekki háð
nema annaðhvort ár. Það vgrður
oft að vera komið undir áliti lands-
stjórnarinnar, hvort og hvenær henni
þykir nauðsyn á að nota þessa heim-
ild. Hún verður að athuga það
vandlega, bæði, hvort nauðsyn sé á
aukaþinghaldi og hvenær sé hentug-
ast að kveðja það saman á árinu.
Er þetta því sjálfsagðari skylda stjórn-
arinnar, sem þinghald hér á landi er
bundið ærpum kostnaði fyrir landið,
og ekki sízt verður að hafa þetta í
huga, þegar fjárhagur landsins er
eins þröngur og nú. En eitt verð-
ur umfram alt að heimta af hverri
stjórn í þessu efni, að hún kalli ekki
þingið saman, fyr en hún hefir þau
mál vel undirbúin frá sinni hálfu,
sem mest reka efrir aukaþingshaldinu.
Þess er ekki að dyljast, að um
þessaf mundir geta þau óvænt atvik
að höndum borið, sem gera það ó-
hjákvæmilegt að kveðja þingið sam-
an næstum, hvernig sem-á stendur.
Þessu veldur heimsstyrjöldin mikla.
En einmitt vegna þessa ástands hefir
alþjngi gefið stjórninni mjög óbundn-
ar hendur til ýmsra óvanalegra rið-
stafana út af heimsófriðnum, til þess
að hún í sem fæstum fyrirsjáanleg-
um tilfellum þyrfti að nota þá
umsvifamiklu og kostnaðarsömu leið
að kveðja þingið saman, auk þess
hefir og stjórnin }>að ráðið jafnan
handbært, sem stjórnarskráin heimil
ar, að gefa út bráðabyrgðarlög, og
það ráðið blýtur hver stjórn að mega
nota írekar á þessum háskatímum
heldur en endranær.
í sambandi við þetta, verð eg að
líta svo á, að þa,ð orki mjög mikils
tvímælis, hvort þingkvaðningin io.
april þ. á. hafi verið hyggilega ráð-
in eða jafnvel forsvaranleg. Því bjugg-
ust að visu flestir við, að þingið yrði
kvatt saman á þessu ári, en þvi
bjuggtfst jafnframt allir við, að stjórn-
in kveddi það ekki sáman, og það
á versta tíma ársins, fyr en þau að-
almál, sem því var ætlað að fjalla
um, væru svo vel búin í hendur
þess, að það gæti þegar að þeim
gengið með fullum krafti og óslit-
inni starfsemi meðan það átti setu.
Aðal tilgangurinn með aukaþing-
unum er ekki sá, að kveðja þau
saman til venjulegra löggjafarstarfa,
sem vel mega bíða reglulegs alþing-
is, heldur til að afgreiða þau mál
sem samkvæmt eðli sínu ekki mega
dragast svo Iengi, nema landínu til
tjóns eða ófarnaðar.
Geti stjórnin ekki upp á sitt ein-
dæmi i flestnm tilfellum greitt fram
úr öðrura málum sem upp á koma,
þá er það vottur þess, að hana brest-
ur þann dug og úrræði, sem ætlast
verður til af umboðsvaldinu og þá
er hún ófær til að fara með stjórn-
arstörfin.
A öndverðum siðasta vetri, fór
þap að kvisast út um landið, að ein-
hverjir samningar um samband vort
við Dani væri í aðsígi. Fregnir bár-
nst og um fundahöld stjórnarinnar
með þeim þingmönnum, er búsettir
eru í Reykjavík, en ekkert fengu
þingmenn út um landið um funda-
efni þessi að vita. Agizkanir voru
að visu um það, að hér væri eitt-
hvert samninga makk á ferðinni eða
undirbúningur undir það. Þegar
þingkvaðning birtist settu menn hana
i samband við þessa samninga, og
töldu vist, að sambandsmálið yrði
fyrsta málið á dagskrá aukaþingsin .
Fæstir munu að vísu hafa geta látið
sér það til hugar koma, að nokkur
hætta fyrir landið stafaði af þvi, þótt
dregist hefði að kalla saman þingið
ve°na pessa mdls, nokkuð fram á
voiið er þingförin varð minni kostn-
aði, erfiðleikum og enda lífshættu
bundin fyrir þingmenn utan af land-
inu í hinu mikla vetrarriki sem þá
var. Hinsvegar þótti það víst, að
eitthvað afarmikið lægi við, er stjórn-
in hafði svona hraðan á um þing-
kvaðninguna, í þeirri trú tók ég
mig upp frá heimili mínu, og svo
hygg eg að hafi verið um oss flesta
þingmenn út nm landið.
En nú höfum vér setið á þessn
þingi i næstum 2 mánuði, og i
mínum augum er enn ekkert fram
komið frá stjórnarinnar hálfu, er rétt-
lætt geti þessa ráðbreytni hennar, að
kveðja þingið saman 10. apríl.
Þessvegna spyr eg.
Seinni ræQan. Agrip.
Þingmenn hafa nú hlýtt á hina
fróð'egu skýrslu hæstv. forsætisráð-
herra um afrek hans og afstöðu til
fána- og sambandsmálsins og á lof-
ræðn hans um velvild Dana í vorn
garð. En þessi langa tala hans kom
ótiúlega lítið í námunda við fyrir-
spurn mína.
Eg er hér ekki að spyrja um fána-
málið og gang þess, bæði innan-
þings og utan, und r stjórn hæstv.
forsætisráðherra, eg er ekki að spyrja
nm, hversvegna hann ekki gerði
synjun þess að fráfararefni fyrir sig,
né heldur hvaða velgerðir Danir hafi
veitt oss síðan ófriðurinn hófst.
Fyrirspurn minni er, þrátt fyrir þessa
löi' »;u ræðu hæstv. forsætisráðherra,
lítt svarað eða öllu heldur ósvarað.
#
k.