Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 4
4 i s a F O L D hans alluy við lestur og fróðleib, er ebki var embættisönnum að sinDa, Hafði hann og úr nægu að blaða, því eins stórt bókasafn hefir að lík- indum enginn átt hér nyrðra, nema ef vera skyldi síra þorvaldur á Mei. Bústjórnin kom því mest á frú Guð- rúnu og gengdi hún henni með frá- bærri atorku, og var jafnan sistarf- andi og athugul úti og inni. Frú Guðrún var ekki smáfríð, en höfðingleg og tilkomumikil í sjón og kjarkleg, gáfuleg og skemtin í við- ræðum, trygglynd og vinföst. Elsk- nðu hana og virtu allir þeir, er nokk ur kynni höfðu af henni. Hún er ein af þeim fáu konum, sem eg und- antekningarlaust hefi alla heyrt lofa. en engan lasta. Minning hennar mun lengi í heiðri höfð hér í Skaga- firði. Jón Björnsson (nágranni til forna). + Guðbjörg Jónsdóttir, hfisfreyja í Hvammi á landi. Kveðja frá fjarverandi dóttur hennar. Nii sækir htin að mér sorgin mín, það syrtir í huga mér inni, því hætt er nú mamma, höndin þín að hliia’ henni dóttur þinni. Eg man þó hve sælt var að sækja til þin sólskin og fjölda’ af vonum. — Og ennþá brosir mér bernska mín i blessuðum minningonum. Þegar mér tárin titruðu’ á kinn var til þín svo gott að flýja með harminn dýpsta og söknuðinn sinn, i sólskinið undur-hlýja. Þvi var svo sælt að sitja hjá sænginni þinni heima, og hlusta viðkvæmu orðin þín á — og ástir og vonir að dreyma. Og hjá þér, mamma’, óx mér þrek og þor og þrótturinn til að stríða. Og sorgin breyttist i sól og vor og sumarið varð að bíðal — czaffrizss Þú áttir í hjarta þér heita“glóð,j þinn hugur var lans við kvíða, þín trii var svo sterk og göfug og góð, og geislar þeir lýstu víða. Þú leizt ei til dauðans með hálfum h«g, um hann var hér Ijúft að tala, þú beiðst hans sem hetja heilan tug og horfðir til ljóssins sala. Og r.ú ertu þangað horfin heim, sem hugur þinn stefndi löngum . .. Og mér finst eins og eg heyri hreim af himneskum dýrðarsöngum. Svo kveð eg þig elsku mamma mín — og minnist þín hjartans fegin. . . . Seinna kem eg og svíf til þín i sólskinið hinum megin. Þröstur. Birting sáttmálans um samband Danmerkur og íslands fer ekki fram fyr en dönsku nefnd- armennirnir eru heim komnir, og þá samtímis í báðum löndum. Verð- ur það væntanlega um eða eftir miðja næstu viku. Skóflur, Hakar, Hakasköft, Sleggjur og Járnkallar nýkomið til forst. Tómassonar. Erl. simfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Kböfn, 12. júií. >Berlingske Tiderde* sesja, að spanska veikin (Göpp') fé mönnum áhyggjuefni á íslindi. Fréttaritara sðar hefir eigi þótt það þess vert, að getn verkinnar í símskeytum, sökum þess, að læknar telja hana uppvakning fávísra blaða- manna. Læknar telja hana eingöngu venjulega »catarrh-inflúerzu«, sem menn séu eigi veikir af lergur en 3—4 daga og hafi engin eftirköst. »Hospitalstidende« segja frá því í gær í fréttum frá Kristiania, að þar hafi orðið vart við inflúenzu. í dag fréttist það, nð prófessor Scbuermann við háskólann i Halle haldi þvi fram, að hann hafi fundið venjulegar inflúenzu-sóttkveikjur i mönnum, sem höfðu hina svðköll- uðu spönsku veiki. »Serum«-stofnunin er nú að leita að sóttkveikjunni. Engir hafa dáið hér úr veikinni og hún er ekki sér- lega útbreidd. Khöfn, 12. júlí. Ríkiskanzlarinn þýzki lýsti yfir því i ríkisþinginu, að persónulegar ástæður hefði valdið þvi, að Kílhl- mann fór frá, en eigi ágreiningur um stjórnmál. Hintze hefir lofað þvi að feta i fótspor fyrirrennara sinna. Það virðist svo, sem meiri hluti þingsins vilji styðja stjórnina. ítalir hafa handtekið 1690 menn í Albaníu. Khöfn 12. júli. »Politiken« og »Berlingske Tid- inde« flytja bæði ritstjórnargreinar um hina ranglátu afstöðu, sem sum blöð i Noregi hafa tekið í sambands- máli íslands og Danmerkur, og segja að það sé eigi í fyrsta skifti, sem »Tidens Tegn« sletti sér fram í dönsk innanríkismál á óvingjarn- legan hátt. Segjast þau efast um að íslendingar mundu meta mikils loforð »TidensTegn« um stuðning, ef þeir vissu undan hvaða rótum þau væru runnin. Allir, sem óska þess í einlægni að bæði Danmörku og íslandi farnist vel, og þar með að Norðurlönd blómgist, láti samn- ingaumleitanirnar afskiftalausar og blði árangurs, án þess að sletta sér fram í málið með óþörfu og óvið- urkvæmilegu hjali. »Berlingske Tidende* segja: Af fréttum þeim, sem oss hafa borist frá íslandi þessa síðustu daga, höf- um vér því miður veitt þvi eftirtekt að utanaðkomandi áhrif virðast hafa náð tökum á almenningsálitinu á íslandi og tvöfaldað fylgi hinna svæsnustu sjálfstæðismanna. Helstu blöð í Danmörku, Noregi og Svi- þjóð hafa sýnt þann skilning að ræða ekki um málið né það sem á milli ber, en i Noregi eru til blöð sem ekki eru jafn orðvör sem skyldi, enda þótt þau hafi ef til vili engan ákveðinn tilgang með því. En vegna þess að islenzku skiln- aðarmennirnir vilja fá það skýrt fram, hvert sé takmarkið, getur þetta orð- ið til þess að vekja sundurlyndi. Þess vegna getum vér þegar og hiklaust svarað því fyrir Dana hönd, að þeir vilja eigi llta á afstöðu ís- lands og framtið eingöngu frá dönsku sjónarmiði. En þar sem beztu menn beggja þjóða reyna nú i alvöru og einlægni að jafna deilumálin, þá krefjumst vér þess, að eigi sé gert erfiðara fyrir af þeim, sem ekki ern málsaðiljar. Og vér k'efjumst þessa eiei ein- göngu vet’fia Danmeikur o-t íslands heldur i augljósa þdpu sineiain- legrar menningar allra Norðmhnda. Þegar litið er á fjögra ófaðar-ára sariivinnu Norðurlanda geturn vér tæplega trúað því um nokkurn þann er ábyrgðartilfinningu hefir, að hann vilji hætta á það, að slita góðri sam vinnu og samkomulagi, sem hvað eftir annað hefir komið í ljós og því trausti er hvorir hafa borið til annara. Kböfn. 13. júli. Sjöliðsmaður drýgði um daginn sjálfsmorð vegna óánægju með for- ingja í sjóliðinu. Hann var jarðaður í dag og í því tilefni safnaðist sam- an á strætum Kaupmannahafnar múaur og margmenn', til þess að mótmæla herskyldu. Khöfn 13. júli. Frá Berlin er simað, að Maximal- istar og Fmnar haldi í sameiningu með her norður á bóginn gegn bandamannahersveitunum. - Gutscí. kov, fyrv. forseti rússueska þingsins, er foringi gagDbyltingarmanna. Þýzka þingið hefir samþykt nýja lántöku að uppbæð 15 miljarða marka til hernaðarþarfa. Óháðir jafnaðarmenn greiddu einir atkvæði á móti. Frakkar hafa gert útrásir fyrir sunnan Ancre. ífalir hafa náð Berat, höfuðborg- inni i Albaniu, á sitt vald og tekið þar mikið af hergögnun. og marga fanga og sótt fram þaðan um 30 kilometra. Hertling kanslari hefir lýst því yfir, að hann vilji endurreisa Belgíu sem sjálfstætt riki. Hernaðarlántak- an var að lokum samþykt af öllum flokkum og ríkisþinginu slitið að því búnu. K.höfn 14. júif. Barist er á götunum í Petrograd af mestu grimd. Michnel stórfursti er kominn til Kiew. Thcbernov heldur með her gegn Moskva. Þjóðh níðardagur Frakka, 14. júlí, var hátiðlegur haldinn um alt Eng- land og Ameriku. Danir hafa fullgert verzlunarsamn- ing við Miðveldin. Fjórir menn hafa sýkst af »Asiu- Koleru* í Stokkhólmi. Barst veikin þangað frá Petrograd. Einn maður hefir diið úr sóttinni. Khöfn, 15. júlí. Henderson, verkmannaforinginn enski, álitur að nú sé fært að balda alþjóðafund jafnaðarmanna. Jifnað- armenn Miðveldanna svara friðar- ávarpi jafnaðarmanna bandaþjóðanna vingjarnlega. Frá Prag er símað að Czeckar krefjist fullkomins fullveldis. Fri Berlíu er simað, að banda- mannaherinn sæki fram suður á bóginn frá Murmanströndinni og hafi náð Kola i sitt vald. »Algermanir« lýsa óinægju sinni yfir ræðu Hertlings (um endurreisn Belgiu) og vilja hafa »samvinnu« við Belgíu i stjórnmálum og fjár- málum. Frá Moskva er símað að upp- reistin i Petrograd hafi verið bæld niður. Czeckoslavonar hafa náð Kasan á sitt vald. Fulltrúaþingið rússneska [hefir ákveðið að koma á herskyldu.5 Khöfn, 15. júll, Frá París er simað kl. 9 i kvöld Laus staða. Kennarastarfið við barnaskólann á Flatey á Bíeiðafirði er laustr tiL umsóknar næstkomandi skólaár. Laun samkvæmt f æðslulögunum. Umsóknir sendist skólanefnd fyrir i. september. Flatey 22. júní 1918. Fyrir hönd nefndarinnar Jön Jónsson (frá Lundi). ,,JTl e r k ú r ". JTldlqaqn uerzíunarmanna. Kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 3 krónur árgangurinn. »Merkúr« óskar að fá útsölumenn og fasta kaupendur um landi alt. Verzlunarmenn! Styðjið blað yðar með ráðum og dáð. Utanáskrift blaðsins er: „Merkúr“. Box 157. Reykja» ík. að Þjóðveijar hafi eftir ákafa stór- skotahríð hafið áhlanp í morgun milli Chateauthierry og Maindemas- signes. — Bandamenn veita sókn- inn viðnám á 80 kílómetra svæði. Orustunni er enn haldið áfram. Frá Berlin er símað að Frakknr hafi gert útrás fyrir suðvestan Ypres. Khöfn ié. júli Frá Berlin var simað í gærkvöldi, að Þjóðverjar hafi rofið herlinu Frakka fyrir suðvestan og austan Rheims. Sundurþykkjan milli Rússa (Maxi- malista) og bandamanna fer vaxandi. Influenza breiðist út hér í Kaup- mannahöfn, einkum meðal hermann- anna. Gamla ríkisbingsbyggingin hefir verið tekm til notkunar sem sjúkrahús. »Landdagur« finska þingsins hefir samþykt við aðra umræðu, að kon- ungsstjórn skuli komið á þar í landi. Bandaríkjamenn hafa rekið Þjóð- verja af höndum sér hjá Marne og handtekið 1500 menn. Reuter-fréttastofa segir að Þjóð- verjar sæki fram, misjafnlega hratr, á 23 mílna svæði. Bandamenn hafa mist borgirnar Pruma, Cheqy sur Marne, Bouqningney og Fricour. v. Boehn hershöfðingi stýrir liði Þjóðverja gegn vinstraherarmiFrakka, von Below hjá Rheims og v. Einem þar fyrir austan. Frá París er símað í kvöld, að fyrir sunnan Marne á herlínunni milli Stagen, Lacapelle, Montsdon og Bouquingny-skógar hafi Frakkar tekið 1000 manns höndum og aust- an við Rheims veiti bandamenn Þjóðverjum viðnám hjá Pruma, Suippe, Souain og Pestheslesurlus. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi handtekið 13.000 manna. Þegnskylduvinna hefir lögleidd í Finnlandi. Reuter-fréttastofa segir Þjóðverja hafa sótt fram um 3 mílur fyrir vestan Rheims í ga:r. Manntjón Þjóðverja er talið 100.000. Þjóðverjar tilkynna, að smáorust- ur hafi verið háðar hjá Savieres, vestan við Chateau Thierry og sunn- an við Courtemont eru Þjóðverjar komnir að Surmelingt. Norðan við Marne sóttu þeir enn lengra fram heldur en daginn áður og hafa nú handtekið rúmlega 18000 menn. Frá París er tilkynt í gærkvöldi, að Frakkar hafi mist Bourdomerie, en haldi herstöðvum sínum þar fyrir austan. K.höfn 18. júlí. Frá Berlín er símað í gærkvöldi, að afstaðan á vígstöðvunum væri óbreytt. Influenzan er enn að breiðast út. — Enn hafa nokkrir menn sýkst af kóleru í Stokkhólmi. Konan mín ástkæra og göfuga, Guðný Ólafsdóttir, (ættuð frá Auðkúlu í Arnarfirði) andiðist að heimili okkar hjóna, Álfströðum, 11. júlí. Jarðatför hennar fer fram að forfallalausu að Kvennabrekku 25. júlí. Þetta tilkynnist vinum og ættfólki hinnar látnu. Pétur Gunnlaugsson. Gætið að! Allskonar hljóðfæri,svo sem Flygel, Fortepiano og Harmonium tek eg til viðgerða, Sendið beint til mín biluð hljóðfæri. Khöfn, 17. júlí. Þjóðverjar tilkynna í gærkvöldi, að bandamenn hafi gert áköf gagn- áhlaup hjá Marne. Þjóðverjar unnu á. í nokkrum stöðum fyrir suðvestan Rheims í gær. Frá Vinarborg er simað að Höltzendorfl sé farinn frá. ítalir hafa gert stórfengleg áhlaup hjá Asiago. Japanskur vigdreki (dreadnought) hefir sprungið i loft upp. Sendiherra Maximalista í Stokk- hólmi er farinn frá. Frá París er simað, að Þjóðverj- ar hafi gert ákafar árásir, en eigi unnið á nema í nokkrum stöðum og bandamenn hafi gert sigursæl gagnáhlanp. IBíðið ekki eftir þvi, að þau skemmist sem mest áður. Isólfur Pálsson Frakkastíg 25. 7/7 söfu: Cabinet Flygel (Niendorf), Fortepiano (Horn. & Möller), Harmoní (Mason & HamlinJJ OU í ágætu standi. Reykjavik 20. júli 1918. chóífur c&alsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.