Ísafold - 24.08.1918, Síða 2

Ísafold - 24.08.1918, Síða 2
2 I S A F O L D Egill Jacobsen Reykjavík. Útibú i Hafnarfirði. Simi: 9. Símí: 119. Útibu i Vestmannaeyjum. Sími: 2. Landsins fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, Isienzk flögg. Regnkápur, Smávörur. Drengjaföt, Telpuijólir, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn tfdrkiöfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. VandaDar vörur. Ódýrar vörur □□□□□□□□□□□□□ □ Arni Eiriksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavöiur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með hraðhjóli no ára veiksmiðjuábyrgð Smávörur er sr.erta saumavinru og hannyrðir. þvotta- og hreinJætisvörur, beztar og ódýrastar. fffiT" Tækifærisgjafir. EBE® □)□ □ □ □ □ □ □!□ □!□|□|□i□l□ □!□!□!□!□!□ Háskólann hér í ný-íslenzku. — Þetta hefir félagið þegar gefið út, og má það mikið kallast á jafn- stuttum tíma. Bækur þessar eru þó aðallega gerðar fyrir Dani. En það er ætlun félagsins að fræða Islendinga einnig um Dan- mörku. Hefir félagið því í hyggju að gefa út, eins fljótt og auðið er, bækur á íslenzku um Dan- mörku, og ef til vill líka um Norðurlönd, um menningarástand þeirra og framfarir á síðari tím- um. Ætti bækur þessar að verða kærkomnir gestir á íslandi, því ekki er þekkingin yfirleitt svo mikil á þeim efnum, og á hinn bóginn geta íslendingar lært margt af slíkum upplýsingum. Haustið 1917- kom félagið á stofn skrifstofu, sem enn sem komið er er í Nörregade hér í bænum. Skrifstofan er afgreiðslu- stofa félagsins, og jafnframt gefur hún ókunnugum Islendingum, er snúa sér til hennar, upplýsingar. Þessari hjálparstarfsemi var mikið lagt upp úr í byrjun, en hún hefir þó ekki orðið eins mikil og skyldi, aðallega vegna þesa að samgöngur hafa verið svo slæm- ar milli landanna, og eins af því að mönnum heima hefir ekki verið kunnugt um skrifstofu þessa. Þó hafa ekki svo fáir íslending- ar leitað til hennar í nauðura sínum um að fá atvinnu eða upp- lýsingar og hafa altaf fengið ein- hverja úrlausn En þessi hjálpar- starfsemi mun eiga mikla fram- tíð fyrir sér. Er sjálfsagt fyrir íslendinga, sem fara hingaðókunn- ugir, að snúa sér til skrifstof- unnar. Þar eru þeir ugglausir með að fá góða hjálp endurgjalds- laust, og félagið á svo mörg góð ítök meðal góðra Dana hér, að það er ekki gagnslaust fyrir ís- lendinga að fá hjálp hjá félaginu. Ætti foreldrar, sem senda unga syni sína hingað, að biðja félagið að greiða fyrir þeim. Félagið starfar og á annan hátt. Á veturna hefir það fundi hér um bil annan hvern mánuð. Eru þar haldnir fyrirlestrar fræðandi — efnið aðallega eitthvað um Is- land. Hafa þar ýmsir ágætismenn haldið fyrirlestra, eins og t. d. þeir Aage M. Benediktsen rithöf- undur, próf. Finnur Jónsson, Þó- rarinn Tulinius stórkaupraaður og kafteinarnir í Generalstaben Jen- sen og Daníel Bruun. Fyrirlestr- ar þessir hafa verið mjög vel sóttir og verið gerður mjög góð- ur rómur að þeim. Einnig út um land er gert mikið til að fræða menn um ísland. Þeir ís- landsvinirnir Arne Möller og Aage M. Benediktsen eru alveg óþreyt- andi í því efni. Þeir ferðast um og halda fyrirlestra um ísland á ýmsum stöðum. Einusinni var eg viðstaddur við slíka fyrirlestra í Odense á Fjóni. Voru þar saman komin mörg hundruð bæjarmanna og sveitamanna úr nágrenninu (sumir voru komnir alla leið frá Jótlandi) til að hlusta á. Töluðu þar þrír um ísland, þeir Aage M. Benediktsen, Arne Möller og próf. Finnur Jónsson. Á eftir voru svo sungin íslenzk lög í þýðingu eftir Olaf rithöfund Han- sen. Fór sá fundur afarvel fram. í annað skifti út á Jótlandi söng stór samkoraa »0, guð vors lands«, í danskri þýðingu, en með íslenzka laginu. — Slíkir fundir hafa gert mikið til að auka þekkingu al- mennings hér á íslandi. Auðvitað er það ætlun félagsins, þegar tímar líða fram og tækifæri gefst, að senda danska menn til íslands til að halda fyrirlestra um Dan- mörku, og eins að fá íslendinga hingað niður til að halda fyrir- lestra um ísland. Nú kem eg loks að nýjustu starfsemi félagsins, en sem eg tel afarmikilvæga. Eg hef áður i grein minni reynt að sýna fram á, hve ábótavant hefir verið sam- búð íslendinga hér og Dana, og hvað íslendingar, sem dvalið hafa hér alllangan tíma, hafa gert sér lítið far um að kynnast Dönum. Úr þessu hefir nú fé- lagið reynt að bæta. Gekst það fyrir því, að íslendingar, aðallega íslenzkir stúdentar, gátu fengið að dvelja upp i sveit hjá góðu fólki endurgjaldslaust í sumar- leyfinu. Kom þetta sér einkar vel, ekki sízt fyrir stúdenta, á þessum tímum, þar sem svo dýrt og erfitt er að komast til íslands. Enda urðu líka margir — ura 35 —40manns — við boðinu. Flest- ir stúdentanna voru úti á Jót- landi og 9 voru í sama héraði nálægt Himmelbjerget, i Silke- borgarhéraðinu, sem er talið eitt af fegurstu hóruðum í Danmörku. Eg hafði tækifari til að sjá, hvernig félögum mínum leið, því eg bjó þar líka í héraðinu, var einn þeirra 9; var eg á sama stað og í fyrra, hjá Arne Möller presti, ásamt öðrum íslenzkum student. Það var auðséð, að sam- búðin milli danska bændafólks- ins og íslenzku stúdentanna var mjög góð. Islendingarnir voru mjög ánægðir með að vera þar og "Danirnir ekki siður ánægðir með að hafa þá. Jóskir bændur eru nefnilega harla líkir íslenzku bændafólki að eðlisfari. Þeir eru stórlundaðir, gestristnir með af- brigðum, stiltir og hægir í dag- legri umgengni, blátt áfram og ábyggilegir. Eg var svo hepp- inn að kynnast jóskum bónda, sem hafði alla þessa eiginleika til'að bera. Það var hreppstjór- inn, sem eg hefi áður minst á. Þegar Arni Möller fyrst kynti mig honum, sagði hann: »Hann heitir Kristinn Ármannsson, en við heima erum nú vön að kalla hann bara Kristinn, eins og tíðk- ast á íslandi*. Eg fór þá að segja breppstjóra, ,að á íslandi notuðu menn að jafnaði fornafnið við hvern sem talað væri og upp til sveita þúuðust menn oftast. Þetta líkaði hreppstjóraDum vel og sagði með breiðu brosi: »A he’r Tomas og du he’r Kristinn«. Eftir það kölluðum við hvorn annan Tómas og Kristinn og þúuðustum. Maður þessi var yfirleitt vel að sér og all víðles- inn. Þótti honum gaman að heyra um íslenzka lifnaðarhætti, einkum upp til „sveita, og varð aldrei þreyttur á að spyrja um þau efni. I stjórnmálum var hann mjög frjálslyndur. Hann áleit sjálfsagt, að Islendingar fengi öllum sínum kröfum fram- gengt, bæði fána og öðru; en áleit þó, að báðum þjóðum væri það fyrir beztu að lialda saman. Þetta var og skoðun flestra manna sem eg talaði við á Jótlandi. Einusinni var allsögulegur fund- ur þarna í héraðinu, heima hjá Arne Möller. Buðu þau prests- hjónin eitt kvöld heim til sín öll- um íslenzkum stúdentum úr ná- grenninu með gestgjöfum sínum. Var þar saman komið yfir 30 manns. Þar voru ræðuhöld frá beggja hálfu, Dana og íslendinga, og á eftir skemti okkar ágæta söngmannsefni, Ragnar Kvaran, með íslenzkum söngum. Fór fund- urinn hið bezta frara. Mun það fyrsta skifti i sögunni að íslenzkir stúdentar og danskir bændur komi svo fjölmennir saman. Auk þess sem íslenzkir stú- dentar hafa fengið sumardvöl úti á landi, hafa um 20 íslendingar fengið að dvelja hálfan mánuð á lýðháskóla einum, Liselund, hér á Sjálandi. Eru þar saman kom- in um 4—500 manns, Danir, ís- lendingar, Svíar og Norðmenn. Fræðandi fyrirlestrar eru þar haldnir á hverjum degi. En alt þetta er aðeins byrjun. Starfsemi félagsins verður sí og æ meiri, og það er skylda ís- lendinga að styrkja félagið af fremsta megni, meðal annars með því að ganga í það. Það mun ekki langt í land þar til ekki aðeins islenzkir stúdentar heldur og einnig aðrir íslending- ar, ungir bændasynir o. fl. verða tíðir gestir á dönskum heimilum. Því það er engura efa bundið að Islendingar geta lært margt nýti- legt af Dönum, bæði á andlegu og líkamlegu sviði, og við meg- um vissulega ekki við því að vanrækja það. Áður en íslend- ingar skilja alveg við Danmörku, ættu þeir að læra að þekkja Dani. Þeir ættu, áður en þeir segja al- veg skilið við þá, að gera sér Ijóst, hvað þeir eru að gera og hvert stefnir. Það er bráðnauð- synlegt fyrir íslendinga, eins og alla aðra, að breyta eftir spak- mælinu latneska: »Quicquid agis, prudenter agas et respice finem«, »alt með gætni gjör ávalt, grant um endann hugsa skalt«. Khöfn í ágústmánuði. Kristinn Armannsson. Húsnæðiseklan. Eg sé i síðtstu »Dagsbrún« rð bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveð- ið að láta safna skýrslum um það, hve margir séu húsviltir i bænum, Þvi er svo bætt við, að ekki megi þó treysta því, að hægt verði að útvega húsnæði öllum þeim, er hús- næðislausir kunna að vera. Hver er þá tilgangurinn með þessum skýrslum ? Eigi ekki að útvega fólki þvi húsnæði, sem hds- næði vantar, þá mætti alveg spara sér þær. Auðvitrð verður ekki bygt yfir alla þá sem i hnust eða r.ú þegar vantar húsnæði, en það rnætti þó reyna önnur ráð, einhver lík þeim, sem eg mintist á síðast í grein minni um þetta mál, og að tekin hefðn verið í nágrannalöndunum. Það er víst, að margir hafa svo rúœt um sig, hvað húsnæði snertir, að vel gætu þeir leigt öðrum með sér, þó að visu óindisúrræði sé að gripa til þess. Og þó að þessir fjölskyldumenn gættu ekki allir leigt fjölskyldumönnutr, þá gætr þeir þó skotið skjólshúsi yfir einhleypa menn, og fyrir þá er einnig vönt- un á húsnæði. Mætti hér eflaust nota verðlauna- le ðina — einkum til útvegunar fjöl- skyldumönnum — líkt og í Kaup- mannahöfn, til bráðabirgðar lausnar í þe?su máli. Etgi ekki að fara einhverjar leiðir líkar þes?um í málinu, þá verða fyrnefndar skýrslur þýðingarlitlar, þvi þær gefa heldur ekki upplýsing- ar um neitt annað en húsnæðis- leis ð. Hinu má bæjarstjórn:n ganga að sem visu, að eigi að útvega hús- viltum húsnæði, þá muni það haía fjáiframlög í för með sér, og dugir ekki í það að horfa, eigi þá ekki að taka fyrir innflutning til bæjar- ins eða jafnvel reka burtu. Því verður ekki neitað, að bæjar- stjórnin hefir mikið sinnuleysi sýnt í þessn máli, fyr og síðar, og verð- ur seiut nógsamlega vítt fyrir það. Þór. Dansgýningar fjölsóttrar efndi frú; Stefanía til miðvikudagBkvöldið. Fyrafe dönsuðu þau mæðgiuin, frúin og son- Iir hennar Óskar, nokkra dansa og væri vel, að bvo fallegur dans sæist alment í danssölum vorum. Unga fólkið á að læra þessa danaa og þá yrði dansinn, auk þess að vera lað- andi skemtun — fögur íþrótt. Frú Stefanía og jungfrú Dagný Arnadóttir sýndu japanskan dans i japönskum búningum og með japönsk andlit. Fólki þótti mjög gaman að- og var hlegið dátt. Loks sýndu 7 fagrar yngismeyjar slæðudans úr danssjónleiknum »Sylvia« og var það hvorttveggja, að dans- meyjarnar voru forkuDnar frfðar og vel búnar, og bitt, að sjálfum daus- inum var ágætlega fyrir komið, enda óspart klappað lof í lófa og alt dans- fólkið kvatt fram að lokum. Frú Stefanfa á til mikillar þakkar- skuldar að telja hjá höfuðstaðnum, fyrst og fremst fyrir leiklistar-starf eitfe, eu 1 í k a fyrir það, að hún hefir lagt sig í líma um að fegra og end- urbæta dansfþrótt. Danssýning frú Stefaníu verðor eudurtekin í kvöld. Sklpafregn: B o t n í a kom á fimtudag frá Kaupmannahöfn. Meðal farþega voru: Sveinn Björnsson og frú og börn, Chr. Cimsen konsúll og frú og börn, Klemenz Jónsson landritari og frú, fossanefndarmennirDÍr 5, Hans M. Eidesgaard frá Færeyjum, frú Bertha Lindal frá Akureyri, Elín Egilsdóttir matselja, uugfrú Helga JacobseD, frú Ingibjörg þorláksson, Th. Blomquist, próf. Sig. Nor- dal, T. Frederiksen kaupm., Gunnar þórðarson kaupm., Sig. Kvaran læknir, Bagnar Kvaran cand. theol., Ágústa Gíslason, frú Loisa Sveinbjörnsson, JensenBjerg kaupm. og frú, Bjarni JÓDSSon bíóstjóri og frú, Pétur Brynj- ólfsBon hirðljósmyndari, Halldór Sig- urðsson kaupm. og fjöldi útlendinga — mest kaupsýslumanna, Theodór Arnason fiðluleikari, þorv. Pálsson læknir, Guðm. E. Guðmundsson bryggjusmiður o. fl. Fjórir farþegar voru kyrsettir í Kaupmannahöfn. Einn þeirra var Guðm. Oddgeirsson, sem dvalið hefir nú um 3 ár í þýzkalandi. En gert hafði hanu sér vonir um að komast heim með næstu ferð. Botnía fer til Khafnar aftur ú morgun. Mesti sægur farþega tekur sér fari. Hjúskapnr: Einar þorkelsson. 8krifstofu8tjóri Aíþingis og jungfrú Ölafía Guðmundadóttir voru nýlega gefin saman af síra Kjartani prófasti í Hruna. Hamar heitir hlutafélag, sem uý- stofnað er hér í bænum með 90 þús» kr. höfuðstól, 8em allur er greiddur. Fólagið ætlar að fást við viðgerðir járnskipa og önnur slík störf og hef- ir keypt vélaverkstæði DichmannB hér í bænum og smiðju Gfsla Finns- sonar járnsmiðs fyrir 100 þús. kr. að sögn. í stjórn félagsins eru Ag. Flygenring, Kirk verkfræðÍDgur og; Hjalti Jónsson skipetjóri. Mjölnir, skip það er Thorefélagið átti fyr, hefir legið í Gibraltar marga mán- uði, var kyrsett þar og ströng gæzla á þvl höfð, Nú hefir skipið verið tekið alveg í þjónustu bandamanna. Skipstjóri á Mjölni var Kronica tengdasonur Kristjáns háyfirdómara og var kona hans œeð honum í ferðalaginu. Nú eru þau hjón á leið til Danmerkur eða þangað komini landveg frá Spáni.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.