Ísafold - 28.09.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7l/2 kr. e5a 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. eint tsafoldarprentsmiðja. Ritstjdr!: Úlafur Björnssnn. Talsími nr 455 XLV. irg. Reykiavík, laugardaginn 28. september 19 8 Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. 49. tölublað. Þorsteinn Erlingsson. 27. sept. — 19Í8. Það er sextugsafmæli Þorsteins Erlingssonar i dag. Eg veit, að Reyk- vifeingar mundu hafa haldið það há- tiðlegt, ef hann hefði lifað, og f>á sæmir ekki að láta það lí^a hjá, án þess að minnast þess, þó að hann sé dáinn. Þessar linur eru að eirs ritaðar til þess að minna menn á daginn. Hér er ekki rúm til þess að lýsa manninum og skáldinu, enda skortir mig gögn og þekkingu til þess. Mörg af kvæðutn Þorsteins eru enn óprentuð, en munu verða gefin út innan fárra mánaða, og er i táði að síðar komi úrval úr bréf- nm hans og öðrum ritum i sundur- lausu máli. Eins væri óskandi, að þeir menn, sem þektu Þorstein bezt, létu þær endurminningar ekki fara með sér i gröfina. Það veitir ekki af að safna saman sem mestu um Þorstein handa komandi kynslóðum, því hann mun lengi verða íslend- ingum að umhugsunarefni, og hann var margþættur og ríkar andstæður i eðli hans. Þorsteinn Erlingsson varð kunn- astur fyrir ádeilukvæði sin, en vin- sælastur fyrir ferhendur sínar. Hann var í einu skyldastur hagyrðingum alþýðunnar af skáldum vorum, og sá, sem mest barðist fyrir nýjum hugsunum handan um haf, í einu þjóðlegastur og alþjóðlegastur, mýkst- ur og hvassastur. Rósir hans spruttu i skjóli þyrna, eins og hann sjálfur kvað að orði. En hvar á að byrja til þess að skilja hann? Var hann að eðlisfari vigreifur og sóknfús, og mjúku ljóðin hvíld eftir vigin? Eða voru þyrnarnir ekki annað en neyðar- TÍrræði, sjálfsvörn, eins og hjá rós- inni ? Eða var hið bliða og striða frá upphafi jafnríkt i eðli hans, svo að ýmist varð ofan á ? Það verða svona spurningar, sem framtiðin mun bera upp um Þorstein, og ætti að búa í hendur henni að fá svarað. Eg held að Þorsteinn hafi ekki verið bardagamaður að eðlisfari, held- ur allra manna mýkstur og við- kvæmastur. Og það var lifið, er á allan hátt misbauð viðkvæmni hans, sam knúði fram andstæðu hennar. Viðkvæmir menn gerast oft harðir og óþjálir með áldrinum, af þvi að þeir verða að brynja sig með skel, til þess að haldast við í heiminum. En viðkvæmni þessara manna er bundin við sjálfa þá; hún er eigin- gjörn, og þeir una svo lífinu í friði, eftir að hætt er að bíta á þá sjálfa. Viðkvæmni Þorsteins náði víðar til. Þó að lifið hefði veitt honum meiri þægindi en það gerði, »varma dyngju og vöttu dúns fulla«, þá hefði það ekki verið honum nóg. Og eins gat hann ekki verið ánægður með neina brynju, sem hlifði honum einum. Hann átti svo marga snöggva bletti, af þvi hann unni svo mörgu ög fann til með svo mörgum. Hann varð að verja það líka, eða hefna þess, ef ekki vildi betur til, og þá varð hann að seoda skeytin viða. Þyrnar hans voru ekki altaf heima til varnar, eins og á rósinni, heldur flugu þeir um eins og örvar, gegn hverjum þeim, sem þjakaði lítilmagn- anum, mönnum eða dýrum. Auð- vitað réðu erlend og aðkomandi áhrif nokkru um bardagaaðferðina og að hverju var vegið. En Þor- steinn var ekkert bergmál; hann kvað öll kvæði sin, þau sem bliðust eru og striðust, af innri þörf. Við- kvæmnin kemur lika fram í bardaga- aðferðinni, hann er þar svo mjúkur og sárbeittur um leið, leggur með örmjóum brandi, en beint á hol, í stað þess að vaða fram i blindni, eins og berserkjum er títt, af þvi þeir halda að ekkert bíti nema kylf- ur og öxarhamrar. Það er til saga af svönum tveim, sem ár eftir ár höfðu orpið í sama hólmanum, og altaf verið rændir eggjum sínum. Á endanum varð sorgin þeim ekki nóg, og þeir lögð- ust á fé bónda, i blindri viðleitni að verjast og hefna sín. Samt voru þeir fæddir söngfuglar og ekki rán- fuglar. Þegar eg las þessa sögu, datt mér Þorsteinn i hug. Hann var fæddur svanur. En vonska og rangindi heimsins nyeddu hann stundum til þess að bregðast í hami hauks og arnar. 27. sept. 1918. Siqurður Nordal. Laust embætti. Mjóafjarðar-prestakall, með um- sóknarfresti til 2 5 okt. og veitist frá næstu fardögum. Þar er nú settur prestur síra Þor- steinn Ástráðsson. V erkf ræðisprófl við fjöllistaskólann i Khöfn hefir nýlega lokið Steingrimur fónsson (heit Steingrímssonar i Gaulverjabæ) með áqœtiscinkun og er hann hinn eini íslendingur, er henni hefir náð. Steingrímur kom heim með Botníu. Rafmagnsmálið. Aukafund hélt bæjarstjórnin í fyrra- kvöld og samþykti þá tillögur raf- magnsnefndar. Er borgarstjóra falið að taka 21/, miljón króna lán til fyrirtækisins, og annast alt þar að lútandi. — Verður stöðin reist við Grafarvog, betri og aflmeiri heldur en ef hún hefði verið við Elliðaárnar Steingrímur Matthíasson flytur fyrirlestur i Iðnó á morg- un um lækningar forfeðranna, gald- ur, kukl o. fl. til ágóÖa fyrir fátæka sjúklinga. Þögnin um fnllveldislögin. Undrrlegt væri það, ef ekki færi gleðititringur gegnum þjóðarhjartað islenzfea 19. okt. næstk., þegar sam- þykkja á — engum mun koma til hugar, að sú atkvæðagreiðsla fari á annan veg — fullveldi íslands, þeg- ar þjóðin á sjálf að leggja siðnstu hönd á það, sem hún hefir verið að berjast fyrir í tugi ára, og fær með því leyfi til þess 'að rétta sig upp í fullri hæð sinni og hrópa: Loks er það viðurkent, að eg eigi mig sjá.j, qeti átt mig sjálj. Ef svo væri ekki, að þjóð vor yrði með gleðibragði, þá væri undar- lega fölsk sjálfstjórnarkrafa okkar undanfarin ár; þá hefðum við hróp- að hærra á frelsið — sjálfræðið, en við höfum brjóst til. Og þá mætt- um við beygja kné okkar í kvíð- vænlegum ugg um framtiðina, því með því væri sýnt, að við hefðum krafist vopns, sem við kynnum ekki að beita. Við skulum vona, að gleðin verði augljós, hrein og göfug sigurgleði yfir fengnum sigri eftir langa bar- áttu. En — undarlega er hljótt um sam- bandslögin. Undarlega er fá-rætt og ritað um jafn stórvægilegan merkis- atburð í sögu vorri og þann, að við risum alt í einu upp úr öskustó undirlægjuskapar, og göngum inn í tölu frjálsra landa, sjálfstjórnandi þjóða. Eitthvað er það undarlegt, að við, sem eigum að vera hávaðamenn og gjarnir til útbrota og umræðna, ef um smámæli og nýmæli er að ræða, skulum nú vera svo hljóðir, að varla heyrist nokkur rödd um þessa fyrirhuguðu og fyrirsjáanlegu göngu okkar inn um frelsishliðið, sem við höfum staðið fyrir utan i margar aldir, og horft löngunaraug- um ino, um og blásið hróp til inn- göngu um, þó aldrei hafi orðið árangur af, fyr en nú. Hvað veldur? Er þetta svo sjálfsagður hlutur, að að engum finnist ástæða til þess að stansa litið eitt við og fagna, finna til vaxtar? Eða er þetta svo lítils- virði í sjálfu sér, að óþarfi sé að fyllast lotningu og þakklæti við ham- ingj'ina, þó hún rétti okkur nú hnoss, sem við höfum talið okkur eitt megin-lífskilyrði að fá? Eða er sú ástæðan, að við séum búnir, ís- lendingar, að slíta okkur npp í sjálf- stjórnarbaráttu okkar, svo að nú sé enginn neisti eftir að gjósa upp, enginn fagnaðareldur til að loga, þá loksins sigurinn er unninn? Nei. Þessar eru ekki ástæðurnar. Hitt mun sanni nær, að allur þorri þjóðarinnar sé ekki enn búinn að átta sig á þvi, hvað hér er að gerast, sé ekki enn búinn að gera sér það ljóst, að við stöndum hér við markið, við uppfylta hugsjón, að við stöndum nú loksins andspænis öllum heimi í þeim sporum, sem talin hafa verið eftirsóknarverðust og hamingjudrýgst frá öndverðu: stöndum frjálsir, óháðir. Skiljanlegt er þetta að vísu. Þetta kemur svo snögt og fyrirhafnarlítið nú, að almenningur á bágt með að trúa þvi, átta sig á þvi, að við skul- um alt í einu vera orðnir jafn rétt- háir þeirri þjóð, sem oft hefir veiið þung-heyrð við kröfum okkar, og oft hefií verið við ramman reip að draga. Hann á bátt með að láta sér skiljast það, að mitt á alvöru- þrungnustu tfmunum og örðugustu á flesta hlið, skuli opnast sá vegur, sem alt til þessa hefir verið lokaður fyrir okkur, og við eigum nú að njóta meira frelsis, fyllra sjálfræðis í öllum okkar málum, en á meðan allar leiðir sýndust greiðar og heims- særinn lygn og öldulaus á yfirborð- inu. En væri nú svo, að miklum hluta þjóðarinnar væri hulið hverjir hlutir eru að gerast, þá væri ekki ófyrir- synju að einhver eldhuginn — ef við eigum hann nokkurn — svifti blæjunni frá og leiði okkur"í allan sannleika, þrýsti okkur til þess að sjá hvers konar heimur það er, sem er að opna sig fyrir okkur. Munu ekki gömlu frelsishetjurnar okkar og þjóðræknustu mennirnir snúa sér í gröf sinni í sorg yfir þeirri þögn, sem er um þetta mál, sem þeim hefði sjálfsagt fundist miklu skifta að ræða og rita um? Hvað hefði eldhuginn Tómas Sæ- mundsson gert? Og Jón Sigurðs- son? Og Björn Jónsson? Og fleiri kappsmenn og ættjarðarvinir. Þeir hefðu aldrei þreyst á að benda mönn- um á það, að nú fyrst væri ástæða og einhvers virði fyrir íslendinga að vaka. Nú fyrst ættu þeir að sýna, að þeir gætu verið frjáls þjóð, hefðu bolmagn til að lyfta sjálfum sér upp i ljós samtíðarinnar. Nú fyrst gætu og ættu allar lindir okkar beztu krafta að sameinast i eina mikla móðu sem spyrni stýfluuum úr vaxt- ar- og þroska-farvegunum. Þetta er það, sem okkar beztu menn eiga nú að gera. Og gera strax. Óþarfi er að geyma það þar til atkvæðagreiðsla er farin fraro. Því gott væri, að menn væru þá búnir að sjá og finna hvers virði það er, sem verið er að greiða þjóðarat- kvæði um. — Frelsið hefir verið kallað fjöreeg þjóðanna. Nú höfum við fengið i hendur fjöregg okkar, Islendinga’! Enginn skyldi ætla, að þess hlutrr mætti gæta sofandi eða hugsunarlaust, Enginn skyldi ætla, að nú væri ekfe- ert að óttast lengur, ekkert að starfa, engu að berjast fyrir, úr þvi við höf- um sjálfir varðveitslu á fjöreggi okk- ar. Nú fyrst reynir á samheldni og lifsafl hvers einstaklines. Því yfir fjöreggi þjóðarinnar verða allir að vaka, og vaka vcl. J. Björnsson. Þjóðar-atkvœðið. Farþegarnir á Botniu voru fyrstu íslendingamir, sem greiddu um sam sambandsmálið. | Frú Helga iohnson, Síðastliðið sunnudagskvöld lézt hér í bæ frú Helqa Johnson, kona Ólafs Johnson konsúls. Hafði hún siðustu árin þjáðst af sýkursýki á mjög háu stigi, leitað sér heilsubótar erlendis hvað eftir annað og var nú í þann veginn að fara vestur um haf með manni og börnum til þess að freista þess hvort dvöl þar í álfu vetrarlangt mætti einhverju til vegar snúa um heilsuna. — En áður en til þessa kæmi, heimtaði dauðinn sitt, óvænt og sviplega. Aðfaranótt sunnu- dags varð hún skyndilega fárveik, með mjög miklum þjáningum, misti meðvitund um morguninn og lézt um kvöldið kl. 10. Það er að visu ný og gömul saga að göfug kona og góð móðir verð- ur að herfangi dauðans í blóma lífs — löngu um örlög fram. Eiga í því efni margir sameiginlega um sárt að binda. En það hygg eg, að öll- um, sem verulega þektu Helgu sál. komi saman um, að eigi sé svo frjó- samt um eiginleika sem hennar vor á meðal, að eigi kenni sérstaklega sárs harms — að vita hana nú — dána, horfnai Kyrlátar konur —I I þeirra hóp vildi hún vera .— og þann hóp P'ýddi hún. Reyndi alsstaðar og æfinlega að láta leiða af sér gott eitt. Fulltrúi umburðarlyndis og Hka gæzfeu, er ekkert mátti aumt sjá, án þess að leggja sitt til að bæta úr. Á hinn bóginn hreinlynd og hispurslaus og hélt fast á skoðunum sinum, er voru mótaðar af frjálslyndu npplagi, góð- um náttúrugáfum og ekki sízt sifeld- um lestri hinna ágætustu erlendra skáldrita, sem hún átti liklega meira safn af en flestar hérlendar konur. »Vinina fáa hún valdi sér, en vakti yfir hverjum einum«. Þessi visuorð Þ. E. eiga vel við um Helgu sál., því hún var ómann- blendin og dul, en þar sem hún tók þvi var trygðin traust. — Heimilið, maðurinn og börnin, voru henni fyrir öllu og vildi hún helzt vera heima öllum stundum, naut lika jafnan einlægs ástrikis manns sins, og börnin máttu ekki af henni sjá. Átti hún og nú er hún lézt, eitt- hvert fegursta heimlii hér á landi og fegurðarnæmi hennar naut þess, að hagirnir leyfðu að prýða það sem bezt og gera það sem vistlegast. »Bene. vixit, qui bene latuit* seg- ir latneski málshátturinn og mætti I I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.