Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 1
1 Kemur iít 1—2 í vlfcu. Veröárg. 5 kr., erlentlis 7l/2 kf. eða 2 doi.Iarjborg- !st fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. eint Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. o^tbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoidarprentsmiðja. Hlistjárí: Dlafur BJðrassoa. Talsími nr, 455, XLV. árg. Reykjavík, langardaginn 7. desember 1918. 59 tölublnð. í ogöngum — meö óhæfa síjósrn. Fjárhagsskellur í vændum. 1. Svo er að vísu að vér eygjum nú ýriðinn / nánd. En bótt brim og boðar sjálfs ófriðarins sé nú eigi lengur beint í veginum fyrir oss, má enginn láta sér detta í hug, að vér Islendingar, fremur en aðr- ar þjóðir, séum lausir orðnir undan fargi því, sem sf styrjöldinni hefir leitt. Því fer fjarri. Vér eigum, ef tii vill, eftir erfið- ustu torfærurnar af hennar vöidnm. í þessom dálkum hefir oft og margsinnis verið á það bent, hve miklu hallara fæti vér höfum staðið gagnvart öllum erfiðleikum, sem oss hafa mætt í ófriðarmálunum, sökum þess að á stjórnpalli þjóðar- fleytunnar hefir i seinní tið staðið við stýrið stjórn, sem skort hefir flest alt, nema góðan vilja, tii þess að stýra henni nokkurnveginn klak- laust undari þeim brimróts-boðum og fyrir þau sker, setn krökt hefir verið af a sigiitsgunni nndanfarin ár. Oft hefir verið tekið nll djúpt í árinni, en áreiðanlega ekki um of. Því roiuskapur, ónytjnngsháttur og getu- Jeysi eru sannarlega engin hjáip- ræðisgoð, og s!zt hæf til öndvegis- setu á jafn-alvörumiklum tímum og nú hafa gengið yfir oss og enn eru eigi liðnir hjá. Það tjáir eigi að draga fjöður yfir það, að okkar ú’-slitamein undan farið í stjórnmálaefnum hefir verið að eiga yfir oss stjórn, sem hefir alls ekki verið starfi sínu vaxin, stjórn sem hefir á sér haft þau ein- kenrsi að gera oftast nær axarsköft, ef hún hefir eitthvað reynt að hreyfa sig til framkvæmda, en þó ekki sið ur unnið landi og þjóð tjón með því að sjá ekki, skilja ekki hvað til heilla horfði í það og þ ð skifti. Tala þeirra, se-- orðið er Ijóst, að hér er eigi farið með öfgar, vex með degi hverjum, sem betur fer, Sýnir það, að þroskaleysi og gömul flokksblindai muni ekki eiga fyrir sér að lifa hátt í okkar unga full- veldis-riki, að óhæf stjórn muni ekki geta staðist á þeim stoðum til lengdar. Þó er þrtð svo, að fyrir afglöp siðustu þinga, sem stafa af hinni eitur-skaðlegu klíkuhagsmuna-stefnu, sem drotnað hefir bak við tjöldin á alþingj, ve'-ðum vér enn — þjóð- inni ti! óþurftar -r- að þola þessa stjórn minsta kosti fram til næsta þings og hver veit, nema það verði fram að næstu kosningum. Þvi litlar vonir er hægt að gera sér um — eftir reynsluna undanfarið, að þingið, svo sem nú er það' skipað, láti'- sér skiljast óhæfu þá, sem það gerir sig sér að þvi, aliir sem iáta sér ant um veiferð og framsókn þjóðar vorrar, að sporna við því, að svo miklu leyti sem unt er, að stjórnin með sínu áskapaða glappaskota-eðli sökkvi oss að þarflausu niður í enn dýpra fen skaðlegra ráðstafana. Og guðsþakkarvert væri það, ef fyrir kæmi, að hún einstaka sinnum hlnst- aði á ráð sér vitrari og reyndari manna. Svo eru menn nú orðnir ofhasaðir á skakkaföllum hennar og ráðleysi hennar, að heerri kröfur þykir voalaust að gera. II. Vér sögðum í upphafi, að erfið- ustu torfærurnar af völdum ófriðar- ins væru sennilega enn eftir, og áttum þar m. a. við pann fjárha^s- lega skell, sem þjóðin óhjákvæmilega verður að taka á sig, sökum þess, að nú liggur t. d. landsverzlunin með miklar birgðir af vörum, sem keyptar eru með ófriðarverðinu, meðan skipaleiga, farmgjöld og stríðs- vátryggingar voru i dýrasta lagi. Þessar vörur hljóta að fara lækkandi i verði úr þessu, löngu áður en verulega er gengið á birgðirnar, sem til eru fyrir í landinu. Vér skulum að þessu sinni gera þá vöruna að umtalsefni, sem mest munar um. Það eru kolin. Nú mun landsverzlunin eiga 15— 16 þús. smálestir af kolum fyrir liggjandi. Þær eru það dýrar, hing- að komnar, að ókleift mun að selja þær, skaðlaust, fyrir minna verð en nú er á þeitn, þ. e. kr. 325.00 fyrir smálest hverjt. En á hinn bóginn eru nú farm- gjöld o. s. frv. komin það niður er- lendis, að vér höfum t. d. fyrir satt, að í Svíþjóð sé koiaverðið komið niður í 140 kr. pr. smáiest, Hvernig á þá að snúast í þessu mikilvæga máli af vorri hálfu? Áður en út í þá sálma er farið, skal það tekið fram, að eftir þvi sem Isafold er kunnugt um af skýrsiu bæði skilriks og nákunnugs manns, mun með öllu ástæðulaust að liggja forstjórn landsverzlunarinnar á :iálsi fyrir það, að vér ernm svo óhepnir að eiga svona miklar kolabirgðir með hinu háa ófriðarverði nú þeg- ar þau fara að lækka. Hún gat með engu móti vitað, þegar hún festi kaup á kolunum að friður væri þetta mikið i nánd. En skylda hennar að hafa öll útispjót til þess að ná hingað til lands, svo fljótt seni auðið var, öllum þeim kolum sem brezku samningarnir heimiluðu oss. Það væri því óréttraætt að fást um það sem orðið er, heldur verð- ur að festa hugann við hverjar leið- ir eru ráðlegastar til að taka skell- itmm, hvernig honum verður rétt- látlegast jafnað niður á landsmenn Og verða menn þá jafnframt að gera sér ljóst, að um halla getur sekt í, með hverjum degi, sem það| verið-að tefla, sem nemur miljón' heldur stjórninni óbreyttri við völd. Verður því að gera fyrir því sem er, að bæði duglaus og þekkingar- laus stjórn sitji enn um hrið á aauðsynjamálum vorum, og snúa um miðað við kolaverðið, sem hönd fer. Svo að þetta er ekki neitt litilvægt þjóðarhagsmunamál. Sú leiðin, sem mörgum kann að þykja liggja beinast við, væri að ögskipa landsverzlúnareinokun á rolum um nokkur ár — og setja jafnframt kolaverðið niður að mun og jafna hallanum, sem af því yrði nú, niður á kolin, sem innflutt verða næstu árin, unz haliinn er jafnaður. ín til þess er það að segja, að naum- ast mundi tiltækilegt að banna t. d. botnvörpungum þeim sem selja ís- varinn fisk á Bretlandi að taka þar rol til eigin notkunar, og eigi held- ur að banna flutningaskipum að taka ccl til eigin þarfa (Bunkers). Sjáv- arútvegurinn og þá fyrst og fremst botnvörpungaútgerðin hlýtur að verða sú atvinnugreinin, sem næstu árin mest gefur peninga í »kassann« leim til landsins og mun eigí af iví veita, og því óráðlegt að íþyngja jeim atvinnuvegi mikið. Undanþágur þyrfti því að gera á einokunni« í þessu atriði og mundi íún aftur leiðn af sér, að aðaláherzl- an af hálfu botnvörpunga-eigenda yrði lögð á is-fiskveiðar, en saltfisk- urinn látinn mæta afgangi. En það væri ekki gott til frambúðar frá þjóðhagsmuna-sjónarmiði, því flestir, sem á þvi hafa vit, iíta svo á, að saitfiskmarkaður vor mundi geta auk- ist og blómgast stórvel upp úr styrj- öldinni, því nú hafa fleiri lært að eta saltfisk en Spánverjar og ítalir Einokunar-undanþága fyrir botn- vörpunga mundi og draga heljar- mikið úr sölu þeirra kola sem nú eru til hér heima fyrir og gera ein- okunina nauðsynlega lengur miklu en ella. Með svofeldri einokuu mundi og allur skellurinn lenda þvinær ein- göngu á kanpstöðunum og sjávar- mönnum. En það getur naumast tnlist sanngjarnt eða réttlátt. Því skellurinn hlýtur að teljast þjóðartjón, sem allar stéttir eiga að taka þátt í eftir getu sinni. Og ekki trúum vér þvi, sem sumir hafa á oddinum, að landbúnaðurinn muni telja sér það mái óskyit og vilja að engu bera þessa byrði. Því siður trúum vér því, sem búandmenn haf'a þó feúgið mun meira verð fyrir sínar aðalaf- urðir en við var búist, þótt ef til viil hefði mátt betur á halda, af þeim sem msð það mál fóru. Ættu þeir því ekki að skorast alveg undan að taka þátt í ófriðar-skellunum, sem hér hefir verið minst á og telja má til ófriðar-skatts á þjóðina. Hlata af þeim skatti mundu þeir bera, ef kolahallanum og sðmuleíðis salthallanum -- því saitbirgðir eru og talsverðnr til, keyptai' hán styrj aldarverði — væri jafnað á fleiri vörutegundir, sem landsverziuniu hefir flutt til landsins og haft því nær einkasölu á, vörur, sem alment eru notaðar, svo sem kornvörur og fleira. Fleiri leiðir væru sjálfsagt hugsan legar, þótt eigi verði að svo stöddu gerðar að umtalsefni hér í blaðinu Fyrir Isafold vakir það mest, að benda á í tima, að hér er um stór- kostlegt fjárhags-vandamál að tefla, sem með engu móti má hrapa að, mál, sem eigi tjáir að hleypa stjórn vorri á að leysa af eigin ramleik eingöngu. Því þá veit maður ekkert hvaða vitleysa yrði knésett. Knýjandi þjóðar nauðsyn heimtar að stjórnin geri sér far um i þessu máli að forðast öll axarsköft, með því að hlita viturra manna yfirsýu. Það sem hér í blaðinu er bent á, er að eins til íhugunar, en vér æti- um oss ekki þá dul að telja oss færa um að benda á beztu lausnina. En vér berum það traust til for- stjórnar landsverzlunarinnar, að hún sjái um, að þetta mikilvæga mál verði borið undir þá, sem það kemur mest við og jafnframt hafa bezta þekkinguna og reynsluna í þessum efnum, áður en út um það verður gert. Eigum vér þar við t. d. Verzl- unarráðið, Útgerðarmannafélagið, Landbúnaðarfélagsstjórnina og svo frv. Skal svo útrætt um þetta að þessu sinni, en feginsamlega mun ísafold veita rúm hollum tillögum til lausnar þessu mikla vandamáli. Fullvefdðs-skeyti. Frá íslendingum í Khöfn hefir forseta sam. alþingis Jóh. Tóhannes- syni borist svofelt skeyti: »íslendingar, sem komið hafa sam- an hér r. desember, óska að láta í ljósi við yður og samnefndarmenn yðar í sambandslagnefndinni viður- renningu sína á ágætu starfi yðar, sem leiddi til þess, að skilyrði feng- ust fyrir auknum og áframhaldandi framförum á íslandi sem óháðu iandi, og anknum skilningi hvorrar þjóðar á hinni, og frjálsmannlegum viðskiftum Dana og íslendinga.* Skeytið var undirskrifað af Finni Jónssyni prófessor. Hage verzlunarráðherra Dana, for- maður dönsku samninganefndarinnar sendi foripanni ísleznku nefndarinn- ar Jóh. Jóh. þetta skeyti: »Dönsku sendinefndarmennirnir þakka kveðju islenzku samverkamahn- anna og láta þá von i ljós, að verk það, sem Ieitt hefir verið til lykta bróðerni, megi verða undirstaða far sællegra framfara á komandi tíð«. Skeyti frá Ragnari Lundborg. Heiðurskveðja til islenzku þjóðar innar á þjóðardeginum. Ragnar Lundborg. Ennfremur hafa Sjórnarráðinu bor- ist (sbr. síðasta tbl.) þessi skeyti ut an af landi: Simskeyti frá Akureyri til forsætisráðherra íslands. íbúar Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyrarkaupstaðar fagna þvi, að óskir og vonir íslendinga hafa ræst i dag að landið er viðurkent fullvalda ríki Þeir vænta að fullveldið verði lyfti- stöng til andlegra og efnalegra fram fara þjóðarinnar, og vilja leggja sinn skerf til þess að svo megi verða. Þeir minnast með þakklæti allra þeirra, jafnt Islendinga sem Dana, er fyr og siðar haía unnið að þvi, að fá fullveldi landsins viðurkent, en fyrst og síðast minnast þeir Hans Hátignar konungsins, er staðfest hefir sambandslögin, treystandi því, að hinn nýi sambandssáttmáli verði undirstaða undir sívaxindi vináttu og bróðurþeli milli sambands og bræðraþjóðanna íslendinga og Dma, báðum þjóðum til gagns og sóma. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar Páll Einarsson. Símskeyti frá Vík í Mýrdal til Stjórnarráðsins. Til hamingju með daginn. Mætti íann á ókomnum árum verða björt minningarstund þjóð vorri og afdrif íans heillarík fyrir hið islenzka ríki. Gísli Sveinsson. Simskeyti frá Eskifirði til forsætisráðherra. Eskfirðingar fagna fullveldi íslaods og óska landsstjórn, þingi' og þegn- um alls velfarnaðar. Fyrir hönd borg- aranna Sigurjón Markússon. Símskeyti frá Hólum Hjaltadal til Stjórnarráðs íslands. Þökk og heiður sé öllum sem greitt hafa þjóðinni braut til fengins :relsis. Guð gefi að þjóðin noti crafta sína og stjórnmáíasjálfstæði til að gera sig alfrjálsa. Kennarar Hólaskóla. Símskeyti frá ísafirði til forsætisráðherra íslands. Vér vottum stjórn hins nýji full- valda ríkis vors innilegin samfögn- uð á þessum mikla merkisdegi þjóð- arinnar. í umboði ísfirskra borgara. Árni Gísiason. Jóh. P. Jónsson. Jóh. Þorsteinsson. Viggó Bjömsson. Sigmður Sigurðsson frá Vigur. Simskeyti frá Húsavik til forsætisráðherra íslands. Þingeyjarsýslur óska að láta i Ijósi ánægju yfir því, að ísland r nú, með staðfestingu sambandslsganua, viðurkent fullvalda riki, og að rikis- fáni þess blaktir á stöng í da \ Vér treystum því, að atbnrður þessi verði fyrirboði og undirstaða nýrra fnm- fara, til blessunar landi og lýð. M;ð þakklæti minnumst vér allra þeirra manna, Dana og íslendinga, sem unnið hsfa að framgangi þessa máls, en fyrst og fremst Hans Hlt gnar konungsins, sem staðfest hefir s\m- bandslögin. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Steingrímur Jónsso . Simskeyti frá Borðeyri til rikisstjórnar íslands. Eg árna þeirri stjórn alirar ham- ingju, er bar giftu til að fara eð völd, er fósturjörðiu öðlas: aftur fornt fullveldi sitt. Sýslumaður Straadasýslu Halldór K. Júllusson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.