Ísafold - 29.12.1918, Page 1

Ísafold - 29.12.1918, Page 1
Kemur út 1—2 í vlku. Verðárg. ( 5 kr., erlendls 7^/j, kr. e!5a 2 dollarjborg 1 Bt fyrlr mlSjan júlí <rlendls fytlrfram . .aufiasala 10 a. elnt ----- ------- ~~ mm. KLV irg ícafnldarprentsmiðia. Rltstjófl: Úlafur Bjðrnssoa. Talsím- n' Reykjavík laugardaginn 29. desember r:it8. | Uppsögn (skrlfl. bundin viS áramót, , er ógild nema kom in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld laus viS blaSiS. 62 tölublað. Fullveldinu fagnað eriendis. A fundi norska stórþmgsins þ. 9. þessa mán. flutti forsetinn, Mowinckel, svofelda ræðu: »Háttviitu fulltriiar 1 I haust hnfa orðið gleðitíðindi á Norðurlöndum, þar sem b'æðraþjóð vor, íslendingar, hafa unnið aftur sjálfstæði sitt, við samninga við D mi, í mesta btóðerni. Eg held að það hafi glatt alla, að Íslendingum lánaðist að komast að góðum samningum við Dani. Við erum nú fjórar sjálfstæðu þjóðirnar á Norðurlöndum, af sama bergi brotnar, og einkum heid eg að þessi þjöð, sem hefir fóstrað hina ísleDfcku J.jóð, muni finna sig knúða til þess fyrir milligöngu fulltrúaþings sios, að sendt binni íslenzku þjóð heilla- óska keyti.« Þvínæst var í einu hljóði samþy.kt að ;eodi san f gnaðarskeyti það, sem áður hefir birzt hér f blaðinu. Islendingar i Kristjanin komu sam- an 1. des. á heimili jungfrúÓlafiu Jó hannsdAttur til að fagna fullveldínu Hafði Ólafia skreytt stofur sínar is- lenzkum fánum og- voru þar haldnar margar ræður og íslenzkir ættjarðar- söngvar sungnir. Við þetta tækifæri var sjóður stofn- aður til styrktar sjúkum íslendingum i Noregi. Ennfremur færði Adolf Wendel stórkaupmaður, sem er fædd- nr og uppalinn hér á íslandi, stú- dent héðan 0. s. frv. — jungfrú Ólafíu 1000 kr. gjöf í minningu ■dagsins, og skyldi henm varið til einhverrar líknarstarfsemi. I dönskum blöðum er allmikið um fullveldið rætt og flest með góðan hug til vor íslendinga. Blaðið Hovedstaden skrifar daginn sem frá fullveldislögunum var gengið il landsþinginu: »Vér heilsum Islandi i dag með :þeim óskum, að alt hið nýja, sem lítam undan er, verði íslendingum i’til blessunar, þjóðinni jafnt og ein staklingum. Þvi fremur gerum vér það af einlægu hjarta, að vér vitum, að þeir eru til jafnt á íslandi og í Danmörku, sem leggja aðaláherzluna á andann i sáttmálannm — hvernig svo sem hægt vari að skýra orðin — legeja áherzluna á það, að nú hlotnast íilendingmn eins og mörg um öðrum smáþjóðum á þessum tímum frelsi til þess að ná þeim framförum i menningu, sem þær eru faerar um af eigin rammleik og ern þær miklar, þar sem ísland er. Með bróðurlegum íögnuði munum vér fylgjast með i öllu þvi nýja, er nú mun spretta upp og þróast á sögn- eynni . . . Og nú ber að segja það, að af vorri hálfu heilsum vér hinum is-i lenzku btæðrum vorum með heit- nstu óskum þess, að hið fengna frelsi leysi öll góð, en bundin öfl úr læðingi — en lika i þeirri von og trú, að satnbandið milli landanna þróist með þeim hætti að þ3u — bæði orðin frjáls — tengist með árunum bræðra- böndum og haidi saman, ekki vegna þess, að lagagreinar bindi þau held- □r vegna hins, að þessi viðurkenn- ing i fullu frelsi búi til braut milli hjartnannai' Isltimlsræða. Flutt á fullveldishátíð Hafnar-íslendinga I. des. 1918. Góðir íslendingar I Dömur og herrarI Öldum sacnan höfum vér íslend- ingar verið erlendu valdi háðir, en í dag berum vér aftur höfuðið hátt í tölu frjálsra þjóða. Öldnm saman hefir heimurinn nefnt oss danska hjálendu, en í dag nefnir hann kon- ungsríkið ísland með samúð og virð- ingu. Með samúð og virðingu af því, að vor litla, einmana þjóð, hefir rétt sig úr kútnum, rifið sig upp úr eymd sinni og heimt aftur sj ilfstæði ritt óskert. í dag er hát’ð heima á íslandi. í dag blaktir fáni vor um alt Jand, blæmikill, litdjsrfur, — framsóknar- fínt og fullveldistákn ungrar snná- þjóðar. I dag er hann dreginn við hún á hverju frónsku fleyi, hvar sam er um heim. í dag skiftir tímúm í sögu ís- lands. Stundin er til þess fallin að svip ast um, að bregða augum yfir farna leið, að átta oss á, hvar vér erum staddir og hvessa sjónir fram á við. Vér fáum aldrei fulldist að feðr um vorum, frumbyggjum íslands, að hinu tignarlega skapriki þeirra, sem gnæfir eins og alhvítur tindur yfir a’.t annað í sögu íslands. Hversu ögrandi, hversu óbugandi hefir' það ekki verið 1 Hugsum oss hvað það er að yfirgefa heildarleg höfðingja- óðnl i landi, sem kynslóð eftir kyn- slóð hefir lifað og starfað i, og leggja til baráttu við agalega nátt- úru á ókunnti, afskektri eyðiey. — Það er líkast miklu fyrirheiti, að ís- lenzka þjóðin er til orðin fyrir norr- ænt stórlyndi, kjark og þrek. Siðan eru þúsund ár, og hvað er um afrek og örlög þjóðar vorrar ? Vér höfum varpað þungum pyngj- um í sjóð eilifðarinnar. Vér áttum Egil og Hallgrim, Snorra og stór- skáldið óþekta, sem reit Njálu. — Nefnum nokkur beztu nöfnin i dag þvi að ekkert á tungan fegurra en nöfnbestu mannanna. Nefnum Jónas, sem fágaði ryðið af strengjum hörp unnar, og Matthías, sem náði hæst um tónum úr þeim og lék á þá alla með sömu spild. — En um- fram alt, vér höfum borið gæfu til þess að vernda frá glötnn eina feg- urstu tungu heimsins. Hún er ódauð- leg í dag, af því að vér íslendingar höfum forðað henni frá dauða. En saga vor er þó fyrst og fremst ranna- og bágindasaga. íslendingar hafa hrunið niðnr hrönnum saman af hungri, þegar haliæri hefir fylgt hafísum og harðinduni. Eldar og öskuföll hafa eytt fögrum sveitum og eitrað grasið á jörðinni, jökul- hlaup og bjargskriður hafa brejnt blómlegum bygðum í sandauðnir. Drep sóttir hafa geysað og fólkið fallið unnvörpum, svo að a'dir hefir þurft til þess að þjóðin rétti við að nýju. Spilt og harðvitug katólsk kirkja hefir beitt þjóðina ofbeldi og rangsleitni, til þess að seðja óseðj- andi ágirnd sína. Sljóft og rænu- lítið konungsvald hefir verið verndar- vængur einokunar og misþyrmingar á þjóðinni. Saga íslands, fram að siðustu öld, er ógæfusaga atgjörfisþjóðar, sem bognar og kúgast fyrir ofurefli msrgra og voldugra óvina. Sóma hennar er misboðið, réttur hennar er traðkaður, orka herinar má sin einskis gagnvart öflum náttúrunnar. Velmegun hennar hrakar, andlegu lífi hnignar. Henni dvin kjarkur og dáð til framkvæmdi, lífsviljinn sljófg- ast, hún verður værukær og bölsýn. En einmitt það, að hægt er að mlnnast þessa alls á islenzku fagn- aðarmóti í kvöld, er vottur þess hve timar hafa breyzt. Það er ekki vottur þess að fullnaðarsigur sé unn- inn. Kjarninn í viðreisnaibaráttu vorri er sá, að græða og beilbrigða íslenzku þjóðarsálina af roeinum lið- iuna tíma, en enn ber hún mörg merki þeirra hörmunga, sem yfir hana hafa dunið. Nei, en það er vottur þess, að mikið hefir áunnist, og vér berum engan kvíðboga fyrir úrslitunum. Vér minnumst þeirra, sem bygðu ísland. með þakklæti og iotningu í dag, en nú skulum vér með sömu tiifinningu minnast hinna, sem vöktu þjóðina til baráttu gegn ógæfu sinni. »íslendingar viljum vér ennþá vera<, sögðn þeir, sumir i verki einu, aðrir bæði í orði og verki. Nú á ttmum veitist sumum fullerfitt að viija vera íslendingar. En hvað var það að vera íslendingur þá? Það var að vera sonur níddrar þjóðar í niður lægingu. Hvilikur funi kjarks og trúar hefir ekki lifað og logað i brjóstum þess- ara mannal Fásinnið og framtaks- leysið grúfði yfir þjóðinni, eins og grá og drungaleg ishafsþoka. Þessi vanhirti, svefnugi lýður átti að hrista af sér slenið og leggja í brattann, en til þess varð fyrst að skapa nýj- an anda i þjóðina.^' Aldrei fáum vir fullþakkað þeim mönnum, sem mörkuðu þessa stefnu á þeim tím- um, er ísland lá flakandi í sárum. Þeir hófu það stríð, sem vér þreytum enn i dag. Nú fögnum vér fulinaðarsigri á einum vigstöðv- um. Vér höfum einmitt nýlega séð fullnaðarsigur á einum vígstöðvpm verða undanfara og fyrirboða gjör- sigra á öllum öðrum vígstöðvum. Gjörumst svo djarfir að vona að svo fari og í vorri sögu! Er ekki sýnt að nú muni bera frá sigri til sig- nrs ? Sjálfstæðisbaráttunni út [á við er Lokið. Það losnar um krafta, innri framfaramálum vorum mun bætast athygli og starf. Vanræktum efnum verður sint, hugmyndir, sem legið hafa i loftinu, verða gripnar og þeim comið i framkvæmd. Nýir atvinnu- vegir risa og hinir gömlu faera út ivíarnar, velmegun og starfsemi verma þjóðarhjirtað og hleypa vexti andlegt iif og menningu. Sjálfstæðisbiráttunni út á við er okið með sigri. Ekkert örvar fiam- girnina, ekkert styrkir sj álfstraustið sem það, að hafa unnið sigur. Hin nýja staða vor mun leiða til nýrrar ífstilfinningar í þjóðinni. Ahof oft sjáum vér eima eftir af gamalli kot- nngstilfinningu með henni. Frá þvi í dag á hún að vera sér þess full- vitandi, að hún er glaðvakandi mann- dóms- og metnaðarþjóð á vaxtar- skeiði. Einmitt nú skal sigur vor i sjálf- stæðismálinu reyaast drjúg hvato- ing. Nú er lúðurþytur í lofti og gæfuher fslands sækir fram á öllum vígstöðvum. Fátæktio og aumiagja- íátturinn Hggja á æðisgengnum flótta undm stórhug og starfsdug fjáraflamanna vorra. Aldrei hefir ajóðlif vort haft œeiri liðsdrátt en nú gegn deyfðinni og lognmollunni, sem iöngum ætla að drepa alla sál hins opinbera lífs vorrar fámennu ajóðar. Og íslenzkur andi er nú að aefja sigurför sina um heiminn, íefja baráttn sina fyrir eilífum orðstír í sögu veraldar, — það er stórmerki þeirrar giftu, sem nú fylgir þjóð vorri. Megi hún skilja tímann og kröf- ur hans! Nú er dagur við ský, heyr hinn dyojandi gný, nú þarf dáðrakka menn ekki, blundandi þý. Nú J)árf vakandi önd, nú þarf vionandi bönd til að velta i rústir og byggja á ný. (E, Ben) Framtíð vor hvllir á herðum þeiria sem lifa og starfa i dag, og enn frekar á herðum hinna, seoi lifa og staifa á morgun, eg á við æskuna Eg bið um eitt langt húrra fyrir ís landi, og inn í það leggjum vér, yngri sem eldri, ekki einasta fögn- uð vorn, heldur og lofotð vor. Island lifil Kristján Albertsson. t Valgard Claessen fyrv. landsféhirðir lézt i gær að heimili tengdasonnr síns Ólafs Briem forstjóra, eftir langvinna van- heilsu. Var hann korninn hátt á sjötugsaldur. Nanara minst siðar. Sigurjón heit. á Laxamýrl. Ræða, sem Guðmundur Friðjóns- son flutti á heimili hans, er hann var grafinn, kemur i næsta blaði. Skipstrand. Danskt seglsk p, »Filip* að nafni, hlaðið salti, strandaði á Garðskaga nm síðustu helgi. Leikhúsið Fyrir 5 árnm var »Lénharður fógeti«, leikrit Einars H. Kviran sýnt fyrsta sinni á leiksviðinu hér. Var því ágætavel tekið. Þá birtist tarlegur dómur um leikritið og meðferð þess hér í blaðinu. Nú hefir Leikfélagið hafið göngu sina á þessum vetrj með þvi að t ka eikinn upp aftur. Var hann leikinn 2. jóladig — svo seint byrjuðu leík- sýningar að þessu siuni, vegna drep- sóttarinnar. Aðsóknin hefir verið mikil undanfarin kvöld, og á leikurinu íana visa áfram. Svo vel fellur hann lólki i geð. Ekki get eg neitað þvf, að dauf- egri fanst mér meðferð leikendi nú en fyrir 5 árum, leikurinn yfi laitt ekki njóta sín eins vel. Þi virtist rrér — og mörgum öðrum — að ^énharðs-kvöldið vera með ánætja- legustu leikhúss-skemtunum, sem , L,eikfélagið hefði boðið upp á. Nú virðist »glansinn« mmni. En vera má, að »nýjabragðið« hafi um vald- ið 1913 og eins hitt, að þí var áreiðanlega nm stórmikla framför að tefla í meðferð Leikfélagsins frá þeim eiksýningum sem á undan vor gengnar Tveir aðal-leikendanna frá þeim tima eru nú dánir, þeir Arni Eiríks- son (Lénharðut) og Andrés Bjöms- son (Torfi i Klofa). Nú leikur Jens 3. Waage Lénharð. Hann er nú orustu maðurinn á leiksviði voru og viðurkendur helzti leikandi vor í carlmannahóp. Þess vegna eru mest- ar kröfur til hans gerðar. Munu m margir hafa búist við, að hann i’engi meira út úr þessu hlutverki en raun varð á. Það var eigi nóga mikill skriður og orka i leik hans og hann kveikti eigi þá sarrúl, þeg- ar hið mjúka vald, yngismærin fær yfirhöndina i sál hans, sem leikritið virðist ætlast til. Torfa i Klofa leikur nú Ávúst H. Kvaran. Kom hann vel fyrir sjónir og fór lipurlega og myndarlega með hlutverk sitt. Eysteinn í Mörk niut sin vel hjá Ragnaii E. Kvaran, var leikinn með funa og hvatleik. »K 't- strandar-kvikindið®, sú kostulega smásálar-fignra, var og i góðum höndum, þar sem var F iðfinnur G ðjónsson. Glæsileg var Helga húsfreyja Torfa i Klofa (Soffia Guð- laugsdóttir). Ingólfur bóndi (Eyjólfur Jónsson) var eigi nógu sk nulegur, en margt vel sagt hjá þeim leik- anda, ekki sizt ‘formælingin á Lén- harði. Aðiir leikendur voru hinir sömu og fyrra sinnið, þar á meðal fiú Stefania og þarf eigi orðum að evða um leik hennar. Margir eru hér nú, sem eígi h.ifa áður átt kost á að sjá Lénhirð fógeta á leiksviðinu. Þeir ættu nú að nota tækifærið og mun ekki íðra þess. ___ En »hvað á landið lengiað stynj'c undir þehri ánauð, sem það er að eiga svo undur-úrelt leikhúí og Dn- aðarmannahúsið er, svo frámuuMega langt á eftir tímanum?

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.