Ísafold - 05.04.1919, Side 3
CARLHOEPFNE
SIMN.: Höepfner.
HEILDSÖLUVERSLUN
REYKJAVIK.
*3yrirlicjgjané / •
Kex: I.ucch, Metropolitan,
Skipakex »Ixion« tunnum og kössum
Bakarafeiti,
Cbccolade. Hintz & Co, Sirius, Cloetta,
Handsápur, Þvottasápur,
Eldspýtur: »Rowing«
Cigarettur
Gaddavír
H.F.
Asfalt,
Oínar og eldvélar (Svendborg)
Rör, hnérör Rörmifíar,
Saumur danskur i”—7”
Þakpappi,
Panelpappi,
Cheop; kalk,
Rúðugler,
Bi tifarvi o. fl.
SIMI 21,
Verzlunarsamband
við duglegan mann eða firma óskast til sölu á okkar viðurkendu steinolia- og hráolíu mótorum fynr skip og
báta og notkun í landi. Emnig allskonar spil, t. d. til upp'iölunar á ýmsum áhöldam, akkerishölunar, upp-
skipunar og námuvinnu, bæði fyrir hand- og mótorkraft og rafmagn. Ninari upplýsingar bji
Isidop Nlesens mekaniske Verksted, Trondhjem, Norge.
Telegramadresse: Motordan. (NAB)
verið hægt að koma ðllum vörunum
inn í Reykjavík.
Til útbúanna eru vörurnar aðal-
lega fluttar beint frá útlöndum —
ekki lagðar upp í Rik — og sparar
það mjög mikið og léttir fyrir strand-
ðutningum síðar, þar sem útbúin
liggja hér um bil i miðjum hverjum
landsfjórðungi. Kacpstaðirnir eru
lika einu staðirnir þar sem hægt er
fá geymslu 1 góðum húsum, einu
staðirnir, sem hafa sæmilega lend-
ingarstaði (bryggjur) og bestar hafnir;
aðrir staðir gátu því ekki komið til
mála.
En úr þvi að ekki verðar um það
það deilt, a ð kaupstaðirnir voru al-
veg sjálfsagðir upplagsstaðir og ó'njá-
kvæmilegir vegna vöutunar á Strand-
ferðaskipum, a ð til þeirra hafa vör-
urnar mestmegnis verið fluttar beint
frá útlöndnm án sérstaks flutnings-
gjalds, a ð i kaupstöðunum sjálíum
og námunda býr h. u. b. */4 lands-
búa, — er þá ósanngjarnt að þeim
werði vörurnar einum eyri ódýrari
pr. þund en öðrum landsbúumi Vér
segjum nei.
Skoðun höfundarins: að allir lands-
búar eigi að kaupi vöruna sama verði
et óframkvæmanleg fjarstæða, því þó
að vörunum væri komið á iandsins
kostnað til allra veislnnarstaða, án
útgjalda fyrir kanpmenn, þá vantar
mikið á að þær væru komnar kostn-
aðarlaust til neytenda. Hr. Johansen
selur búsettum möunum í Reyðar-
firði vörurnar með sama verði og
þeim sem eiga heima á Héraði, ef
þeir sækja vöruna ril hans. Houum
kemur fráleitt til hugar að selja
Reyðfirðingum með hærra verði í
notum þess að lækka verðið við
»héraðsbúann«, sem flutningskostu-
aði haus nemur. En þessari reglu
ætlast hann samt til að Lmdsverslun
fylgi gagnvart Seýðfirðingum og
Reyðfirðingum,
Það er svo með samgðngur yfir
höluð, að þær koma ekki öllum að
jöfnum eða sömu notam. Þvi éfall-
komnari sem þær eru til lands og
sjávar þvi meira ber á mismuninnm.
Eins og allir þekkja hefir alt þetta
ófriðartimabil verið afarörðugt með
strandferðir. Aðallega eitt skip til
þeirra ferða og siglingar til útlanda
strjálar, heftar og tálmaðar af ýms-
um fyrirskipunum stórþjóðanna. Hef-
ir svo ofan á það bæst sóttvarnai-
ráðstafanir, sem hafa sama sem álveg
tept allar strandferðir í 4 mánuði.
— Þó ætlast hr. Johansen til að
allar vörar frá útbúiuu á Seyðisfirði
séu fluttar með þessu eina skipi,
einnig til næstu hafna við Seyðis-
fjörð, sem ekki er nema nokkra
klukkutima sigling á mótorbát. Hann
álítnr útbúið á Seyðisfirði vera t:l
stórtjóns, af þvi að hann verður að
kosta flutning á sínum vörum sjálfar
þaðan, en tjónið liggur í þvl, að
hann græðir einum eyri miuna á
hverju pundi er hann selur á Reyð-
arfirði en kanpmenn á Seyðisfirði,
— ef biðir halda þi sama verði.
Þetta treystum vér oss ekki til að
leiðrétta nema gera ilt verra. Vér
álítnm síst að kaup^töðunum, hvorki
í þessu né öðru, er til útgjalda kem-
ur, sé sýnd afarmikil ivilnun. Er
hægt að færa gild rök fyrir þvi.
Eins og áður er á vikið, koma
ófullnægjandi samgöngur misjafnt
að notum fyrir hin einstðku héruð
og kauptún. Hefðum vér nægar
strandferðir, peninga til að kosta
þær og nægilegt húsrúm í Reykja-
vík, þá mnnda vðrurnar allar er til
landsins hafa komið á stríðstinia-
bilinu, jafoóðum hafa verið flattar
út um land er þær komn til Reykja-
vikur, og ekki hafðar fyrirliggjandi
birgðir nema á Akureyri. En nú
verður að bjargast við það sem er
og kleyft er að koma í framkvæmd;
leggja niður ósanngjarnar kröfur,
sem ekki verður fullnægt og hætta
að láta sig dreyma illa drauma um
Imyndað misrétti, sem ekki verður
bætt úr.
Að lokum eitt lícið dæmi um mis-
réttiskenningar hr. R. Johansens:
Þegar Fagradalsbrautin var bygð,
var mikið um það rætt hvort húa
skyldi lögð til Seyðisfjarðar eða
Reyðarfjarðar. Eins og kunnugt er
urðu úrslitin þau, að hún var lögð
til Reyðarfjirðar. Um leið og hún
varð til stórra hagsmuna fyrir kaup-
tinið þar, svifti hún að miklu lej ti
Seyðisfjarðarkaupmenn verz’unicni
við Héraðsbúa. Eftir skoðunum hiv
Johansens hefði hann ogaðrirkaup-
menn á Reyðarfirði átt að greiði
Seyðisfjarðarkaupmönnum skatt ?i!
þess að jafna þetta misrétti. — Þetti
er nákvæmlega sama kenning og sú,
er hann heldur fram í grein sinni.
Sýnir hún ljóslega hve staiblindir
menn geta oiðið á þjóöfélagsmál,
er snerta almenningsheill, þegar
þeirra eigin ímyndaðu fjárhagsvonir
eru skertar. — En siíkar kennÍDgar
og skoðanir mega ekki festa rætur
{ voru fátæka þjóðfélagi. Þær geta
orðið »til stórtjóns og jafnvel bölv-
nnar«, eins og hr. Johansen kemst
sjálfur að orði.
Aug. Flygenring. M. J. Knstjánsson.
10
11
12
upp. Kostaði það 10.000 krónur. Göturnar voru
hreinsaðar þá í fyrsta sinn. í bæjarstjórninní fyrir
1872 voru menn, sem höfðu hugsjónir um byggingu
og gatnalagningu bæjarins. Aðalmaðurinn í þeim
áformum var Sigurður Guðmundsson listmálari. Það
var ein af hans hugsjónum, að leggja skemtiganga-
veg í kringum tjörnina, sera ekki er fullger enn,
og enn fremur að lengja þann veg norður hjá Jör-
undsens víginu, og inn með sjónum, ef til vill inn
til Laugarness. Vegurinn kringum tjörnina er nú
nokkuð meira en hálfgerður.
Eftir 1872 kom tómthúsmannastjórnin yfir bæ-
inn, og henni fylgdi sú einasta stjórnarstefna, sem
fáfróður almúgi skilur enn í dag, það er sparnaðar-
stefnan, sem hægt er að sýna fram á, að varð bæn-
um til mesta tjóns. Eftir 1904 fóru bæjarmenn að
átta sig á því máli og sáu að eitthvað var bogið við
atefnuna. Þá var settur upp sérstakur borgarstjóri,
og síðan hefir hvert þrekvirkið rekið annað: Vatns-
veita, gasstöð, höfn, Mac Adams aðferðin til að
leggja götur. Þá komu holræsi fyrir skólp, ogfleira
og fleira. Nú hlýtur bæjargrunnurinn að vera orð-
inn 15 miljóna Virði, og nú er raflýsingin, sem bæj-
armenn hafa altaf þráð, á leiðinni. Stjórn undan-
farinna ára heflr haft einkunnarorð þessara greina
oít og einatt rikt í huga: »Menn verða að rækta
garðinn sinn«.
IV. Fólkstala Reykjavikur.
Hjá ókunnugum mönnura, einkum þeim, sem
búa í öðru landi, er gildi bæjar, sem þeir heyra
nefndan, metið eftir tölu bæjarbúa, Reykjavík var
þorp fyrir 1787, og kaupstaður eftir það. íbúatal-
an var:
■ 1703 (204?) . . 111 manns
1801 ............... 307 —
1835 ............... 669 —
1850 ............... 1149 —
Frá aldamótum 1801 og til 1850 hafði orðið
mikii breyting i Reykjavík. Um aldamótin voru
hér ellefu verslanir, og borgarar að auki, hitt voru
fiskimenn, hjáleigubændur og tómthúsmenn. Laust
eftir þau fluttust stiftamtmaður og landfógeti hingað
Síðar komu yfirréttardómararnir til bæjarins. Land-
læknir og lyfsali fluttust hingað 1835. 1845 var
fyrsta ráðgjafarþingið háð i latínuskólanum, sem þá
var kominn svo langt. Ástæður stjórnarinnar voru
auðsýnilega þær, að I Reykjavík var húsnæði fyrir
þingið og væntanlega herbergi fyrir þá 24 þing-
menn, sem þar mættu, en á Þingvöllum var ekkert
þesa háttar til. 1846 fluttist biskupinn aftur til bæj-
arins frá Laugarnesi. En 1846 um haustið var latínu-
skólinn með kennurum sínum fluttur hingað frá Bessa-
stöðum. Litlu síðar var stofnaður prestaskólinn, sem
ásamt læknaskólanum varð fyrsti vísir til Háskólaus
í Reykjavík.
Fyrir 1845 og 1846 var Reykjavik hálfdanskur
bær. Auðvitað talaði alþýða íslenaku, en »fólkið i
húsunum« talaði oftast dönsku, og þjónustufólk þeas
varð að skilja dönsku, því að annars gat farið illa,
jafnvel þegar sizt skyldi. Húsmóðirin, sem hafði
kaffiveislu inni, lagði fyrir þjónustustúlkuna aina »at
bringe ind alle Kopperne«, fékk alt annars#konar
ilát inn á borðið, en kaffibollana, af því að þjónastu-
stúlkan skildi lítið í dönsku. íslenskt »fólk ihúsun-
um« talaði oft dönsku á heimilinu, þótt það sýndist
ekki vera nauðsynlegt. Jón Thoroddsen hefir í
Pilti og stúlku komið með sýnishorn af þvi Reykja-
víkurmáli, sem hann þekti, þótt lýsing hans sé að
líkindum heldur lakari, en þurfti að vera. Læri-
sveinar Sveinbjarnar Egilssonar hafa eflaust kunnað
íslensku, og þeir tóku sér fyrir hendur að hreinsa
málið, og vanst stórmikið á. Eftir að latínuskólinn
var kominn hingað, varð Reykjavík miklu íslenskari
bær en áður, og íslenskt fólk byrjaði i alvöru á þvs
að tala isiensku heima hjá sér. Frá damjjca tima-
bilinu mun töluvert af óvild annara landsmanna tií
Reyjavíkur vera sprottin. Lærisveinar Sveinbjarnat
Egilssonar höfðu »ræktað garðinn sinn«.
Um leið og embættismenn og stofnanir fluttust
til bæjarins, fjölgaði bæjarmönnum að öðru leyti.
Það var hér eins og annarsstaðar, að aðdráttaraíi
mannfjöldans dró að sér fleiri og fleiri. Fólkstalaifc
i Reykjavik varð: