Ísafold - 19.04.1919, Page 2

Ísafold - 19.04.1919, Page 2
2 IS AFOLD Gnðsþjónnstmn á íslensku hefir síra Haukur Gíslason haldið uppi hér í Khöfn upp á síðkastið í Abel Ka- tríner kirkju einu sinni á mónuði. Mörgum Islendingum, ekki síst þeim, »em dvalið hafa langvistum hér í landi, þykir vænt um að heyra predikað á íslensku og farið með ísiensku sálmana. Onnur ríki kosta miklu fé til að halda uppi guðsþjónustum fyrir sína landa sem erlendis dvelja. Væntan- lega lætur hið íslenska ríki sig ekki muna um þann litla styrk, sem þarf til að halda þessu íslenska guðsþjón- ustufyrirtæki hér í Khöfn uppi. Erindi um ísland hafa þeir verið að fiytja upp á síðkastið : I. C. Clirlsten- «en, síra Árni Möller og Helge Well- ejers ritstjóri, sá er heima var í haust. Hann hefir og ritað heilmikið í dönsk blöð um bannið á íslandi. — Þá hefir og Aage Meyer Benedictsen verið ó- trauður að miðla fróðleik um ísland með alþyðu-erindum hér í iandi. Um íslensk skáld og listamenn i Khöfn flutti stórbfaðið »Göteborg Handels-og S j öf art s t idn i ng « n/lega einkar hlýja og sannfróða grein. Fylgdu myndir af skáldunum Jóhanni og Gunnari af málurunum Kristínu Jónsdóttur og Jóhannesi Kjarval og af myndhöggvaranum Nínu Sæmundsson. Itagnar Lundborg, hinn góðkunni vinur vor íslendinga, er nú orðlnn for- stjóri fyrir mikilsháttar blaðaprent- smiðjufyrirtæki í Stokkhólmi. Áður margreynt vinarþel sitt til íslands sýncn hann enn nýlegá, er þau Gnnn- ’augur læknir Claessen og frú hans dvöldust i Stokkhólmi. Gerði hann veizlu mikla og fjölkvæma á helzta gildaskála Stokkhólms (Grand Hotei), til minningar um- hið fengna fullveldi íslauds. Var þar fulltrúi frá dönsku sendiherrasveitinni í Stokkhólmi, margt sænskt stórmenni, auk íslenzku heið- ursgestanna. Flutti Lundborg snjalla ræðu þar fyrir minni hins fullvalda íslands. Ragnar Lundborg mun hafa í hyggju að koma til íslands í sumar. — Slíkir eru oss aufúsugestir. Sænskur sendiræðismaður verður væntanlega skipaður á íslandl áður en langt um líður. Er það oss bæði sæmd og ætti að geta orðið til hags- bóta báðum löndum, ef vel er á haldið. Að það mál er komið á svo góðan rekspöl er vafalaust mest að þakka hinum ötulu íslandsvini H e 1 g a Wedln skrifstofustjóra, sem hefir verið vakinn og sofinn í því að gera veg Islands sem mestan með Syíum. Hvern hug Wedin ber til íslands kom vel 1 ljós í hinni fögru og hlýju kveðju, sem birtist frá honum i Isa- fold snemma á árinu, út af fullveldis- viðuikenningunni. Georg Brandes hefir ritað um hið nýja leikiit Guðm. Kamban »Marmor« í danska tímaritið »TiIskueren« og lýkur á það miklu og eindregnu lofs- orði. Gaðm. Thorsíeicsson listmálari hefir fengið 3 myndir eftir sig teknar á Charlottenborg-lista6yningu. Steinsteypnbátnrtilíslands. Dönsk blöð flytja þá fregn, að hjá steypu- bátasmíðastöðinni í Aaderup hafi verið pantaðir 10 steinsteypu- (beton) bátar til Islands og eigi að nota þá við fiskveiðar. Ernst apótckari, sem um eitt skeið var á Seyðisfirði og mörgum kunnur á íslandi, er nýlega látinn úr hjartaslagi 63 ára að aldri. Um Gnðm. Guðmnndsson Bkáld hefir Gunnar Gunnarsson ritað fallega og hlýlega í Berling. Og í »Aalborg Sciftstidende« ritar H. Schlesch, sem eitt sinn var á ísafirði, einkar-snotra grein um hið látna góða skáld. Færsyskur fáui. Khöfo 7. april 1919. Færeyingar eru meira og meira að vakna í sjilfstæðismáluín sínum, enda þótt þeir eigi við ramman reip að draga, þar sem mikiil flokkur þar i landi, hið svonefnda »sambands- parti« með Andreas Samuelsen fólks- þingmann í broddi fylkingar, dregnr þar úr með harðfylgi og reynir að vera »þrándur í göto« íyrir öllum tilraunum í sjálfstæðisáttina. Eða svo segja minsta kosti forostumenn sjálfstæðisflokksins á Færeyjum, sem eg hefi átt tal við. Og um foringja þeirra »sambandsmanna« á Færey- jum er þetta eigi ótrúlegt, samkvæmt afskiftum hans af sjálfstæðismálum vor íslendinga. Þessi herra tók sia við annan mana út úr flokki sínum i fólksþinginn (vinstri) og »sat« fyrir sambandslögunum dansk-islensku er um þau voru greidd atkvæði á þingi Dana i haust. Félagi hans var Vang- gaard þingmaður, sem aldrei hefir lagt nema stóidönsku til íslands- trála. Þó kastaði fyrst tólfunum um hr. Samuelsen, er hann skarst einn úr kik í lögþinginu færeyska um að árna hinu fullvalda íslenska ríki heilla.. En færeysku sjálfstæðismennirnir eru ekki á því að gefast upp, þótt stundum blási óbyrlega. Eitt af stefnuskrár atriðum þeirra er að eign- ast sjáifir flutningaskip og er það mál nú væntanlega að komast í kring. Þá viljt þeir og fá Færeyinga i em- bætti hjá sér og er þeim það ekki láandi. Nú eru allir helstu embættis- meonirnir danskir. Og loks er nú að komast hreyfing á Jánamálið hjá þeim. A Færeyinga-samkomu, sem cý- lega var haldin hér í Khöfn var fy sta sinni botinu fram fáni, sem færeyskir stúdentar hér munu hafa fundið upp gerðina á og ætlast er til að verði löggiltur staðatfáni á Færeyjnm. Er fáni þessi i góðu samræmi við hina aðra norrænu fána: Hvítur dúkur, með bláttm Terossi os> rauðum krossi innan í pcim bláa. Islenska bJaðamenskan nú. Það er almanna rómur, að am langt skeið hafi blaðamenska vor íslendinga ekki verið jafn sviplaus, litlaus og fáskrúðug eins og nú. Menn hittast, og eru ósáttir um alt milli himins og jarðar. En þegar talið berst að blöðunum, þá hverfur allur meiningamunur eins og dögg fyrir sólu. Því að allir verða áeitt] sáttir um það, að blöðin séu nú, nær undantekningarlaust, nndarlega sneidd öllu þvi, sem á að halda eldinum lifandi á arni þjóðarinnar. Þetta er staðreynd, sem ekki verð- ur á móti mælt. Það er allur ann- ar svipur yfir blöðunum nú, en þegar Valdimar Ásmundsson, Jón Oiafssoa og Björn Jónssoi stráðu i þeim eldsaeistum út á meðal þjóðarinnar, og hituðu hugi allra þeirra, sem talist gátu að lifa og hugsa. Og það þarf ekki svo langt aftar. Síðasti maðurinn, sem ritaði í blöðin svo nautn var að lesa, var E. H. Kvaran rithöfundur. Þó sjaldan væri eidur cppi í því, sem hann skrifaði í blcðin, þá var i því sá þungi undirstraumur, sem hteif menn með sér og marga stífluna sprengdi. Ec. síðan má heita að akur blaðamensfeunnar sé svo utinn, að vrala sjáist þar grænt strá. Það þykir tíðindum sæta, ef nú sést grein, sem ber þess menjar rð vera rituð af lifandi þörf, af innri eldi, sem hefir þann mátt, sð geta lyft mönn- um npp af gömlum, troðnum slóð- um. Það er undmtekning, ef nú sést blað, sem rislir í þjóðarlíkam- ann, svo hann titri við, blað sem bjirmi af einhverri þeirri birtu, sem skein stundum af blöðum gömlu mannanna. Þetta er, ef til vill, að sumu leyti eðlilegt. A þeim tíxa, sem blaða- menskan var hér í mestum blóma, voru örlögastundir fyrir þjóð vora á ýmsan hátt. í þjóðinni var bar- dagasi jálfti og bardagagleði. Stjórn- málabarátta hennar skapaði ný;an eld, nýtt olnbogatými, ný vopn og dýpri tilfinningsr. Ættjarðarástin blossaði upp úr gömlum glæðum, og fylti loftið glömpum og gný. Starfsmenn fengu verkefni. Eld- hugar nýja heima, nýtt ríki fyrir tilfianingar síaar. Ættj trðarvinirnir nýjan grunn undir ást sína til lands og þjóðar. Og þegar þeir, sem fengust við blaðamenskuna, voru þetta þrent: starfsmenn, eldmóðs- menn og ættjarðarvinir, þá var ekki furða, þó neistar flygju af pennunum, og greinar þeirra hefðu þyngri og hraðari æðaslátt, en nú er líðast. Auk þess var margt ann- að, sem fylti blaðamenn nýju lífi, og svo að segja lagði þeim e!d á tungu. Otal mál risu upp, sem skiftu mönnum í flokka, og mörk- uðu skarpar linur. Vorleysing þjóð- lífsins stóð yfir, og hratt úr skorð- um, gróf undan mörgu bjarginu, sem legið hafði á þtoskaleiðinni, svo léttara var að velta því. Hvarvetna var ókyrð og óró. Sumstaðar skap- andi lífsöfl á ferðinui. Sumstaðar eyðing og hrun. En alstrðar ólga, hreyfing, umbrot. Það var eius og brim nýrra hafa væri að skella á landinu. Alt þetta skapaði svip og lit, lif og gildi blaðanna. Ólgau og eldurinn í skapi þeirrc; sem voru i fylkingarbijósti þjóð- arinnar á þessum tímum — og það voru einmitt sumir blaðamannanna — urðu lifskraftar blaðanna, frjó- magn þeirra og fylling, og gaf þeim ótrúlegt vald yfir huga landsmanna,. °g fylti lcftið út á hvert andnes og inn í hvern dalsbotn sömu umbrot- um og eldi, sömu tilfinningum og markmiðum. Alstaðar var hljóm- grunnur fyrir herópin. A'staðar var hægt að »Ijósta i steinino, þá streymdi fram lindin*. Ef þetta hefir verið fyista ástæðan til þes;, að blaðmenskan var hér blómleg og lifandi, þá er auðsætt, að með þeim stöðupolii, sem þjóð- líf vort er, nú sem stendur, er ekki að vænta mikils fjðrs eða lífs í blaða- merskuna. Því, því ber ekki að neita, að hér er hljótt, ískyggilega, hljótt og friðsrmlegt. Ekki svo að skilja, að eitthvað mikið ynnisr, þó alt logaði bér i illdeilum og ófriði, þó ný óöld og óáran kæmi hér upp. Heldur hitt, að það er hkyggi- lega snautt um nýja strauma, nýjar skoðanir, sem koma til alþjóða kastas sem fylla hvern einasta mann nýju lifi og hugsun og aukinni ú'sjón. Hér er hljótt eir.s og í líkhúsi. Ekki nokkuit hróp, sem sker upp úrc Ekki nokkur gustur, sem gárar þenn- an lognmollu sæ þjóðlifsins. En á meðan það verður ekki, þurfum við ekki að bússt við heilbrigðri, víð- sýnni blaðamensku. Á meðan eng- inn strengur þjóðarinnar skelfur undir nýjum, þungum bogadráttum örlagankra áhrifa, þá er fstæðulaust að vonast eitir ríkara og fyllra Iífi í blaðamenskuna. Þjó'ðin þarf'að fá einhver mál, sem hún finnur að skifta hana meiru máll en hversdags bras og kaffislaður, Mái, sem hún finnur, að einhver hluti af sæmd hennar og framtíðarþroska stendur og feílur með. Það þarf einhvern storm hér á þjó^arhafið, til þess að vekja upp af drunganum, til þess að sópa mollunni burt. Á meðan við sitjum í þessu lofti, á meðan enginn nýr straumur fiæðir um, þá verður sama mollan, andleysið, svip- leysið og gróðrarfátæktin í blaða- menskunni. Menn eru hræddir við stormana. E'ska friðinn, kyrðina; drungann. En það skapar aldrei frjálst og heilbrigt þjóðlíf. Gerlarn- 19 UQni út í æsar, í stórum bæ verður það nauðsyn. Skifting vinnunnar er stórhagnaður, því að þess oftar sem maðurinn vinnur sama verkið, þess fijótari verð- ur hann að gjöra það, 0g þess betur gerir hann það. Þeir, sem leggja margar iðngreinar á gjörfa hönd, og hugsa að þeir »kunni alt«, verða sjaldan dugleg- ir til neins, og sjaldnast fullnujna í neinu. Skifting vinnunnar heíir líka í för með sér, að í stórum bæ lifa menn hver á öðrum. Nábýlið gerir það kleift, að hver maður geti það. Á sveitabæ er það lítt hugsandi, að fá nábúa sinn til að baka fyrir sig, þar er fjarlægðin, sem gjörir það erfitt að sækja brauð- in. I Btórum bæ verður það nauðsyn, og er líklega ódýrast. í bæ, sem er orðinn eins stór og Reykjavík, er hægt að benda á það k á hverju menn lifa. Allir handverks og iðnaðarmenn lifa á hinum bæjarbúun- um, allir daglaunamenn 0g innanhússhjú lifa á þeim, sem þeir vinna fyrir. Búendur, sem hafa grasnyt eða landbúnað, lifa á því, að selja hinum það, sem þeir framleiða. Þeir sem reka verzlun eða samgöng- ur, lifa aðallega á hinum bæjarbúunum, en þeir seil- ast þó oft að eínhverju leyti út fyrir bæinn eftir ágóða sínum. Séu embættismenn ekki starfsmenn bæjarins, þá er auðvitað að þeir vinna fyrir lands- heildina og fá tekjur af almannafé. Holdsveikir, geðveikir, og heyrnar og málleysingjar lifa af al- mannafé. Eftirlaunafólk verður yfir höfuð að hafa einhverja atvinnu til þess, að hafa ofan af fvrir sér, jþvi að eftirlaunin, einkum ekkna eftirlaunin, úr lands- 8* 20 sjóði, eru ekki meiri en lítið brot úr því, sem það fólk þarf til að draga fram lífið. Það fólk verður að lifa af vinnu fyrir aðra bæjarbúa. Eftir fólkstalinu 1, des. 1910 lifðu hér í bænum 1. á landbúnaði, bæði framfærendur og framfærðir, alls..................511 manna 2. Embættismenn alls konar, kennarar, lögregluþjónar, blaðamenn, rithöfundar, námsmenn og hjú þeirra voru framfærendur . . . 417 m. áhangendur þeirra voru . 468 — 885 — 3. Handverksmenn, iðnaðar- menn, verzlunarmenn, menn sem annast samgöngur, dag- launamenn og innanhússhjú voru: framfærendur . . • 3891 — áhangendur þeirra voru . 3344 — 7235 — 4. Menn með ótilgreinda atvinnu voru alls...........................149 — 5. Menn sem lifðu af efnumsínum, og eftirlaunafólk, voru alls með áhang- endum sínum................... 260 — 6. Menn sem lifðu á almannafé: Holds- veikir, geðveikir, heyrnar og mál- leysingjar, og fólk á sveit voru með áhangendum . . . 262 — 7. Á fi8kveiðum og fiskverkun lifðu alls 2298 — Þá kemur út íbúatala Reyjavíkur 11600 manns eins og hún var 1. desember 1910. 21 Þessi skifting á Reykjavíkurbúum er tekin eftir manntalinu á íslandi 1. des. 1910, bls. 94—109. Betri og skilorðari greining er ekki unt að fá. Reykja- vík hefir vaxið að fólksfjölda síðan. Fjölgunin til 1917 var 3400 manns. Við það hefir að eins fjölg- að í atvinnuflokkunum 3., 4. og 7. að sama skapi. 7. flokkurinn hér að framan lifir tiltölulega lang- minst á Reykjavíkurbúum. Reykjvíkurbúar lifa frem- ur á honum. Mennirnir, og það stórfé, semísjávar- útveginum stendur bæði á sjó og landi, vinna miklu fremur fyrir útlendan markað, en fyrir bæjarmenn. Þeir selja miklu meira af afurðum sínum til útlanda, en þeir geta með nokkru móti komið út hér. Fyrir afurðir þessa atvinnuflokks voru Reykvíkingar 5— 6000 manns fleiri, en þeir hefðu annars getað verið 1910, og fyrir þeirra aðgjörðir er bærinn mörgum miljónum ríkari nú i húseignum, peningum og skipum. VII. Lifir Reykjavík á landinu? Surnurn mönnum er gjarnt að hugsa sér Reykja- vík sem einhverja töfrabyrði, sem hvíli á herðum annara landsmanna, einkum sveitamanna, að eg hygg. Reykjavík megi þess vegna ekki stækka. Hún sé þegar orðin of stór. Meira geti landið eJcki borið. Alt, hvað hún stækki, sé af hinu illa, en ekki af því góða. Þessi hugsunarháttur er aprottinn af þvír að hér eru embættismenn margir, sem landið borgar laun, og margar stofnaðir, sem kostaðar eru algjör-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.