Ísafold - 07.07.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1919, Blaðsíða 1
ísafoldarprentsmiðja. XLVI írg. . Með þessu tölublaði tek eg að :mér ritstjórn ísafoldar — til bráða- birgða. Sú breyting verður á, að blaðið ltemur framvegis út síðdegis á mánudögum. Vilh. Finsen. Fossartefndin. Hér skal ekki tekin at'staða til þeÍT'i'a atriða í vatnamálinu, sem sagt er að valdið hafi klofningi í fossanefndinni. Nefndarálit meiri \hlutans er eigi komið enn þá, en von á því bráðlega að sögn. Þegar báðir nefnarhlntar hafa birt til- lögnr sínar og álit, þá fyrst er rétt að taka afstöðu til skoðanamunar nefndarmanna. En það er annað atriði, fem hér skal stuttlega minst á, atriði, sem er alveg einstakt í sinni röð. Þeg- ar mnliþinganefndir hafa verið skipaðar í máli, þá hefir það altaf veri talin sjálfsögð regla, að einn hlutinn — ef klofningur er í nefnd — birti ekki sínar tillögur fvr en hinn eða hinir hefði lokið störfum sínum. Sá hlutinn, er fljótastur kajui að verða skilar af sér annað- hvort til formanns nefndarinnar eða landsstjórnarinnar, og síðan er alt birt jafnsnemma. í fossanefndinni hefir það undur gerst, að eitt brot hennar, lir. Sveinn Ólafsson, hefir að forn- spurðum sámverkamönnum sínum í nefndinni birt svonefnt frumvarp sitt til vatnalaga og sérleyíislaga ásamt „athngasemdum* ‘. Gert er ráð fyrir því, að stjórnin hafi eigi birt ])að, lieldur Sveinn sjálfur, enda er það birt í klikkublaði Sveins sjálfs, „Tímanum“. Hefir „Tíminn“ síðan reynt að gera sér pólitískan mat úr fóstrum Sveins áðurnefndum, áðuí en menn máttu heyra eða sjá rök andstæðinga Sveins í nefndinni. Aðferð Sveins og „Tímans“ er mjög vítaverð og her vott um sér- stakt uppeldisleysi, sérstaklega lijá Sveini. Hann virðist í þessu et'ni eigi þekkja stafróf sæmilegrar framkomu. Og „Tíminn“, sem lítt hirðir með hvaða vopnum hann vegur, verður auðvitað feginn að fá ritsmíðir Sveins. „S a m v i ai u u‘ ‘ -hlaðið sem þykist vera talsmaður jafnað- ar og' samvinnu meðal hænda í land- inu um öll atvinnumál, hefir nú fengið það hlutskifti að vernda „eignarrétt' ‘ mil jónaf élaga út- lendra, eins og' ,,Titans“, yfir vatn- orku, er bændur hafa „látið af hendi“ fyrir nálega ekki neitt. „Tímanum" hefir verið undar- lega órótt út af „Fossamálinu“. Það er varla einleikið, að þeir Sveinn og hann skyldu eigi geta beðið nokkrar vikur, þar til séð væri, hverjar yrði tillögur meiri bluta fossauefndarinnar. En livað veldur ? Hvers vegna er „Tíman- um“ svo nauðsynleg't að taka af- Stöðu til fossamálsins áður en öll uefndarskjölin eru fram komin? Ekki getur það vei'ið vegna ís- lenzkrar alþýðu, því að heðið gat hún og eng'in réttindi hennar voru skert, enda er ,,Tíminn“ eigi að verja þau. „Tíminn“ gat að minsta kosti ekker um þ'að vitað, hvort liagsmunum íslendinga væri hætt. En hann ípun hafa grunað, að viss- ara væri að vera á verði fyrir hönd stórauðugu félaganna, þar á meðal ,,Titans“, því að óttast þyrfti ef til vili tillögnr einhvers hluta nefndariunar, er varða kynnu þetta félag óg önnur siík félög'. „Tíminn“ liefir fundið sérstaká köllun hjá sér til þess að vernda fossafélögin, svo að þau gæti óáreitt braskað með vatnorku landsins. Hann er sýni- lega á nálum út af því, að eitthvað kunni að verða gert, sem þesskonar gróðafélögum kynni að koma illa eða einhverjum, sém þeim er ná- kominn. --------------------——------ Alþingi sett. Fundi frestað um óákveðinn tíma. Alþingi var sett 1. þ. m. og' hófst athöfnin kl. 12 á hádegi, með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, eins og vant er. Þar prédikaði síra Krist- inn Daníelsson. Að því loknu gengxi þingmenn til alþingishússins og tóku sæti sín í fundarsal )ieðri deildar. Forsætisráðherra las upp boð- skap konungs um þingkvaðningu og síðan ávarp frá konimgi til Al- þingis. Stóðu allir þingmenn á með- an, og á eftir hrópaði allur þing- heimur húrra fyrir konungi. Því næst gat forsætisráðherra þess, að það hefði orðið að sam- komulagi með öllum þingflokkum, að fresta þingsetningarfundi Og kosningu embættismanna, vegna þess að fjórir þingmenn væri enn ókomnir. Embættismannakosningar. Fundur hófst í sameinuðu þingi í morgun kl. 9. Forseti var kosinn J óhannes Jóhannesson með 27 at- kvæðum; vai-aforseti Magnús Torfason með 15 atkv.; Skrifarar Sigurður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. 1 kjörbréfanefnd voru kosnir: Bjarni Jónsson, Ólafur Briem, Magnús Torfason, Pétur Jónsson og Sigurðnr Stefánsson. Eftir það skipuðust þingmenu í deildir. í neðri deild var Ólafur Briein kjörinn forseti með 16 atkv.; fyrri varaforseti Magnús Guðmundsson með 17 atkv. og síðari varaforseti Bjarni Jóásson )neð 14 atkv. Skrifarar voru kosnir Gísli Sveins- son og Þorsteinn M. Jónsson. í efri deild var kjörinn forseti Guðmundur Björnsson með 13 at- kvæðum. Fyrri varaforseti Guð- mundur Ólafsson með 7. atkv. og síðari varaforseti Karl Einarsson með 10 atkv. . Skrifarar Eggert Pálsson og Hjörtur Snorrason. Útflutningur íslenzkra afurða er nú að ölluJeyti frjáls, nema hvað stjórnin hefir tekið í sínar hendur einkasölu á hrossuin. Konungleg kveðja Kveðja sú, frá konungi, er liann bað forsætisráðherra í viðtali á undan ríkisráðsfundi 30. maí að flytja Alþingi, og getið er á öðr- um stað í blaðinu, liljóðar svo: Við setning Alþingis óskum Vér alþingismönnum flutta konunglega kveðju Vora: Þegar Vér í fyrsta sinni, eftir ríkisstjórnartökú Vora, sendum Al- þingi lcveðju Vora, létum Vér í ljós þá öriiggu von, að trúnaðarsam- bandið milli konungs og þjóðar mætti veita Oss krafta og' þrek í Vorri ábyrgðarþungu konungs- stöðu. Er Vér nú sendum Alþingi, kjörnum fulltrúum fullvalda ríkis, kveðju Vora, viljum Vér láta í ljós þakklæti Vort fyrir það, að trúnað- arsamband það, sem Vér höfum óskað að stai’f Vort bygðist á, lief- ir borið svo góðan ávöxt, og Vér lítnm fram á ókomna tímann í ör- uggu trausti þess, að ríkisskipun sú, sem íslenzka þjóðin með frjálsri atkvæðagreiðslu hefir samþykt að bygg'ja framtíð sína á, megi verða íslandi til hamingju og tryggja trúnaðartraustið milli konungs og þjóðar. Stjórnarskrárfrumvarp stjórnarinnar. Samkvæmt lögiun um samband íslands og' Danmerkur er Islaiid viðurkent frjálst og fullvalda ríki. Þessi breyting gerir það að verk- um, að breyta þarf stjórnskipulög- um landsins. Stjórnarskrá 5. jan. 1874 er að eins um „h i n sép staklegu m á 1 e f n i“ íslands, þ. e. þau málefni, sem landið átti forræði á samkvæmt stöðulögun- um svo nefndu frá 2. jan. 1871. Stöðulögin eru tvímælalaust fallin úr gildi með sambandslögiuium, þótt þau hefði verið í gildi hér á landi. „S é r m á 1“ til aðgreining- ar „sameiginlegum málum“ eru eigi lengur til. Öll mál ís- 1 a n d s e r u þ e s s s é r m á 1, o g f s 1 a n d r æ ð u r þ e i m ö 11 u m, að eins bundið að lögum við sarnn- inga og almennar þjóðarréttar- reglur, eins og önnur ríki. Stjórnarskrá íslands verður því eigi bér eftir að eins um „h i n s é r s t a k 1 e g u málefn i“ þess, heldur .um ö 11 mál þess. Fyrir- sögn frumvarpsins er því þessi: „Frumvarp til stjórnarskrár kon- ungsríkisins íslands“. Eru ákvæði sambandslaganna, þau er máli geta skift í þessn sambandi, framkvæmd með stjórnarskrárfrumvarpi. Land- ið er kallað þar konungsríki, og er það rökrétt ályktun af fyrir- mælum sambandslaganna. í I. kafla frv. eru almenn ákvæði. Segir í 1. gr„ að stjórnskipulagið sé þungbundin konungsstjórn, eins og í grundvallarlögum Dana er ákveð- ið um Danmörk. f 3.—5., 7. og 8. gr. eru ákvæði um skipuu konungs- erfða, um trúarbrögð konungs og lögræði, um meðferð kommgsvalds, þegar konungur er ólögráður, sjúk- ur #ða staddur utan beggja .ríkj- auna (íslands og Danmerknr), að konungur geti ekki verið þjóðhöfð- ingi í öðrum löndum án samþykkis Alþingis, að ríkisarfi sé lögráður 18 ára og að greiðslur af ríkisfé til konungs og konungsættar skuli á- kveða með lögum. Eru ákvæði þessi tekin úr 2.—4. gr. sambandslag- anna. Stjórnarskrárfrumvarpið bygg- ist á því, að ráðherrar sé fleiri en einn, en álíveður eigi tölu þeirra. Hún er nú ákveðin í lögum nr. 1, 2. jan. 1917. Eru þar ákveðnir 3 ráðherrar, eins og kunnugt er. Eft- ir stjórnarskrárfrumvarpinu eru 1 ö g eigi nauðsynleg til að ákveða tölu ráðherra. Löggjafarvaklið gæti því afnumið lög 2. jan. 1917 og t. d. falið konungi að ákveða tölu ráð- herra, eins og víða annars staðar tíðkast. Af því að stjskrfrv. byggir á því, að ráðherrar sé fleiri en einn, léiðir ýms ný ákvæði, þar á meðal um r á ð h e r r a f u n d i (13. gr.). Um mikilvæg stjórnarmálefni og ö 11 1 a g a n ý m æ 1 i, er stjórnin ætlar að bera fyrir konung, skal lialda ráðherrafundi. Ríkisráðsflækjan gamla var levst með sambandslögunum. í stað þess kemur íslenzkt r í k i s- ráð (12. gr. frv.). Fyr'sta íslenzka ríkisráðið var reyndar haldið 30. maí síðastliðinn, og byggist sú ráð- stöfun auðvitað ekki á gildandi st jórnskipunarlögum, heldur er það samkvæmt því réttarástandi, sem sambandslögin sköpuðu 1. des. f. á., þegar þau gengu í gildi. Öll lög og' mikilvægar stjórnarráðstafanir skulu lagðar fyrir konung í r í k- i s r á ð i. Ráðherrar íslands skipa allir ríkisráðið, að 1 ö g u m, en kon- ungur getur þó lialdið ríkisráðs- fund með e i n u m ráðherra utan íslands. Samkvæmt 14. gr. er ætl- ast til, að sá ráðherra, sem ber mál- in upp fyrir konungi, þegar liann er eigi staddur á Islandi, sé forsæt- isráðherránn. Ef fleiri ráðherrar geta sótt ríkisráðsfund, hera þeir þó auðvitað þau mál upp fyrir kon- ungi, sem undir þá heyra. Og ef konungur heldur ríkisráðsfund hér í Revkjavík, er öllum ráðherrunum auðvitað bæði rétt og skylt að sækja ríkisráðsfund og bera þar s í n mál upp fyrir konungi. Um Alþingi eru þessar hreyting- ar lielztar frá því, sem nii er: 1. Reglulegt þing á að heyja á li v e r j u á r i, og má því eigi slíta fyr en fjárlög hafa verið samþykt. Þetta gerir það að verkum, að hver sú stjórn, sem eigi fengi þingið til að samþykkja fjárlög, yrði að fara frá völdum, því að hún hryti stjórnarskráná með því að slíta því eða rjúfa það fyr en fjárlög væri samþvkt. 2. Kosningarrétt við óhlutbundn- ar kosningar eiga allir, karlar sem konur, í hverri stöðu sem eru, að fá, sem 25 ára eru að aldri, og 35 ára við hlutbundnar kosningar, ef skilyrðum stjskr. er að öðru full- nægt. 3. Fjárhagstímabilið verður 1 ýr í stað tveggja og stendur það í sam- handi við ákvæðið um reglulegt þing á hverju ári. 4. Kjörtímabilið er stytt, þannig að þingmenn kosnir óhlutbundn- um kosningum, vei'ða kosnir til 4 ára, en þingmenn kosnir hlut- bundnum kosningum, til 8 ára. Muii þetta standa í sambandi við tillög- una um reglulegt þing á hverju ári. Samkvæmt sambandslögunum hefir íslenzka ríkið að sjálfsögðu sína ríkisborgara. Og bygg- ir stjskrfrv. auðvitað á því. Þar er þó eigi fremur en í öðrum grund- vallarlögum, ákvæði um það, hvernig menn öðlast hann og missa. Um ú 11 e n d in g a segir að eins, að enginn slíkur maður geti öðl- ast ríkisborgararétt, nema með lögum. Um það, hvernig menn öðl- ast og missa þenna rétt, verður bor- ið upp sérstakt frumvarp á þessu þingi. Ríkisborgararéttur er gerður að skilyrði fyrir ré.ttindanautu í ýfusum atriðum í stjskrfrv. Hann er skilyrði til þess: 1. Að geta orðið embættismaður, og 2. Að hafa kosningarrétt og kjör- gengi til Alþingis. í sérstakri grein (75. gr.) getur þess, að danskir ríkisborgarar hafí þessi réttindi liér, að öðru jöfnu, og 'er það samkvæmt ákvæðum 6. gr., 1. málsgr., samhandslaganna. Eftirtektarvert og nýtt er á- kvæðið í 64. gr. frv. um það, að um rétt útlendinga til að eiga fasteignir hér á landi skal farið eftir þ v í, s e m 1 ö g á k v e ð a. Er lík- legt, að til þess kunni að koma, að fyrirmæli verði að setja, til þess að afstýra því, að útlendingar náí undir sig ýmsum beztu fasteignuxu þessa lands. Og er þess að vænta, að löggjöf og stjórn verði á verðí í því efni. Þá eru ákvæði um stundarsakir. Er þar lagt til, að útlendingar, sem hér eru nú og hafa haft kosningar- rétt og kjörgengi til Alþingis eftir gildandi stjórnskipunarlögum,skuli halda þeim réttindum að öðru jöfnu, að umboð núverandi lands- kjörinna þingmanna, sem eigi hafa verið dregnir út 1917, skuli falla niður 1926, og að almennar kosn- ingar til Alþingis skuli fara fram 1923, að loknu reglulegu Alþingi það ár. Ýmsir munn hafa hugsað sér fleiri breytingar á stjórnskipunar- lögunum. Reykvíkingar liafa t. d. eflaust vænst þess, að stjórnin mundi stinga upp á því, að þing- mönnum yrði fjölgað, svo að Reykjavík gæti fengið í viðbót þá þingmenn, sem henni ber, miðað við kjósendatölu. Fjölguu þingmanna er víst eina tiltækilega ráðið til að bæta úr misrétti því, seni Reykja- vík jerður fyrir, því að seint mun sækjast að steypa saman nokkrum hinna fámennustu kjördæma. Hefði nú verið færi til að gera tilraun í þá átt að bæta úr þessu misrétti. Reykjavík ætti að liafa 6 þingmenn eftir kjósendatölu, en hefir einung- is 2. í stjórnarskrárfrv. mun og vanta nokkur ákvæði, sem réttara er að hafa þar, t. d. um samningagerð við önnur ríki, hver sé hær til þess að gera slíka samninga o. fl. En líklega verðnr engin fyrirstaða á því, að koma þeim ákvæðum inn í frv. með viðaukatillögum. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.