Ísafold - 11.08.1919, Page 3
I S A F O L D
lín og Frakklandi. I þessum löud-
nm tveimur hefir dýrtíðin orðið
cnn þá tilfinnanlegri en í öllum
öðmm hernaðarlöndum. Vörumiðl-
uniii reyndist miklu erfiðari þar en
annarsstaðar, tilskipunum illa lilýtt
og óleyfileg verzlun meiri en í öðr-
um löndum. Hins vegar var fram-
leiðsla matvæla lieima fyrir miklu
meiri en t. d. í Bretlandi, þar sem
þjóðin lifir mikið til á aðfluttnm
vörum. í Frakklandi þurfti eigi að
flytja inn hauðsynjavörur í stóruni
Btíl f*r en tvö síðustu árin.
Kostnaður við lífsframfæri hefir
samkv. skýrslunni aukist sem hér
síðan í ófriðarbyrjun: í Italíu
481%, í Frakklandi 368%, í Sviss
257%, Bretlandi 240% og í Banda-
ríkjunum 2209
Áður en ófriðurinn hófst var tal-
ið að það væri nál. 30% ódýrara að
lifa í Bretlandi og 35% ódýrara að
íifa í ítalíu, en í Frakklandi. Þess-
vegna er hvergi eins dýrt að lifa
nú eins og í Frakklandi. Fólk þar
í landi sem liafði litlar tekjur, lifði
við harðrétti síðustu 30 mánnðina
sem stríðið stóð yfir.
Kapt. Trolle
látinn.
Símskeyti frá Kaupmannahöfn
herniír þá fregn, að C. Trolle höf-
uðsmaður sé látinn. Banamein hans
var Iijartaslag.
Kapt. Trolle hafði dvalið lengi
hér á landi. Fyrir nokkrum árum
lét hann af stöðu sinni í flotanum,
og settist að hér sem umboðsinað-
nr erlendra vátryggingafélaga.Kak
hann mikíl viðskifti hér og ávann
sér almenna hylli. Síðari árin var
hann búsettur í Kaupmannahöfn,
en kom Iiingað oft í verzlunarer-
índum.
Kapt. Trolle var óvenju vinsæll
maður. Skemtiun með afbrigðum
og hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann var. Hjálpsamur var hanu og
vinfastur. Hans mun verða saknað
af mörgum vinum hér á landi.
Stjórnin
segir af sér.
1 gærdag símaði forsætisráðherra
Jón Magnússon konungi íslands
lausnarbeiðni úr ráuðherraembætti
fyrir alt ráðaneytið íslenzka.
Um ástæður til þess hefir for-
sætisráðherra íátið uppi, að þegar
í byrjun þingsins hafi SigTirður
Jónsson atvinnuniálaráSherra til-
kynt þinginu að hann gjarna vildi
losna úr embætti. Þinginu hafi enn
ekki tekist að útnefna mann í hans
stað, enda sé aðstaðan í þinginu
nokknð breytt frá þvi sem var. Þá
og það, að ófriðurinn sé nú á enda
og því eigi lengur ástæða til þess
a® hafa samsteypuráðuneyti.
Hverjir taka nú við? munu
jnargir spyrja. Það er víst, að
flokkaskifting er mikið að breyt-
ast í þinginu og eigi unt sem stend-
air að segja um ráðherraefni. Það
virðist svo, sem þar sé alt á huldu.
—------o--------
Sorglegt slys.
Síðastliðinn fimtudag vildi til það
slys hér, að eimlest hafnarinnar
rann á lítið barn og varð því að
bana.
Um atvikin að þessum sorglega
atburði er það að segja, að eim-
lestiu kom ofan úr hlíð með marga
hlaðna vagua. Rétt fyrir innan bæ-
inn, þar sem járnbrautin liggur
niður á Hverfisgötuna, voru tvö
smábörn á sjálfri brautinni. Eim-
reiðin þeytti pípuna hvað eftir
annað, en hörnin voru slíkir óvit-
ar, að þau höfðu enga liugmynd
um það að þau þyrftu að forða sér.
Var þá reynt að stöðva lestina, eu
það var hægra sagt en gert, því
bæði var halli þarna nokkur og svo
ýttu aftari vagnarnir á með þunga
sínum og rann öll lestin áfram.
Þegar niaður sá, er vögnunum stýr-
ir, sá <að hverjn fór, hljóp hann
út úr lestinni og gat þrifið annað
barnið og bjargað því undan lest-
inni, en hitt varð undir. Fór vagn-
lijólið yfir hálsinn á því og sneið
af höfuðið.
Barnið átti lieima á Barónsstíg
12. Var það telpa, 3—4 ára göm-
ul, Guðrún Aðalheiður að nafni,
dóttir Elíasar Jóakimssonar tré-
smiðs.
Béttarhöld fóru fram þegar í
stað. Vitnaði.st þar að báðir heml-
amir — annar er á hreyfivagnin-
um en hinn á vagni í miðri lest-
iuni — höfðu verið settir á hjólin
þegar það sást að börnin gegndu
ekki hljóðbendingunni. En vegna
hallans á brautinni staðnæmdist
lestin eigi nógu fljótt, þrátt fyrir
hemlurnar. Þegar maðurinn á
hreyfivagninum sá hvað verða
vildi, liljóp hann út úr vagninum,
fram fyrir lestina, og gat með
herkjum náð öðrn barninu. Munaði
■ minstu að hann yrði undir lestinni
sjálfur.
Utflufningsgjald.
Fjárliagsuefnd efri deildar liefir
klofnað um iitflutningsgjaldsfmm-
varpið.
Álit meiri hlutans,
Halldórs Steinssonar og Guðmund-
ar Olafssonar liljóðar svo:
„Fjárhagsnefnd hefir haft þetta
mál til meðferðar, en hefir ekki orð-
ið á eitt sátt.
Meiri hluti nefndarinnar leggur
til, að frv. verði samþylct með
nokkrum breytingum, sem hér skal
gerð grein fvrir.
1 frv. er gert ráð fyrir, að síldar-
tolhtrinn hækki um 50 aura á hverri
timnu til 1. jan. 1920. En auk þess
liggnr fyrir þingmu annað frum-
varp, sem fer fram á að hækka
þennan toll upp í 4 kr. á tunnuna
frá 1. jan 1920.
Meirihluti nefndarinnar lítur svo
a, að eðlilegra og sanngjarnara sé
að hækka síldartollinn fvrir þetta
yurstandandi ár meira en frv. gerir
ráð fyrir, og það af þeirri ástæðu,
tcljíi nokkurn veginn víst
að síldveiði verði með mesta móti
þetta ár og gott verð á síldinni.
Hins vegar er of langt farið að
leggja 4 kr. toll á síldina á næstu
árum, þar sem ófyrirsjáanlegt er,
hvernig síldveiði ])á hepnast, og ef
svo fer, að hún bregzt að meiru eða
minnu leyti, getur svo hár tollur
orðið til mikils hnekkis fyrir þenn-
an útveg. Þess vegna er lagt til, að
síldartollurinn verði ekki hærri en
3 krónur af liverri tunnu frá 1. jan
1920.
Þá leggur nefndin til, að 15 Ijður
frv. falli burt. Nefndin telur ekki
rétt að leggja tiltölulega mikið
hærri toll á ísvarinn fisk en annan
t'isk, er flyzt frá landinu. Hins veg-
ar þykir nefndinni eðlilegast, að
sá fiskui' falli undir 2. lið frv. og
tollur af honum verði ákveðinn 20
aurar af hverjum 50 kg.“
Breytingartillögur gerir nefndin
í samræmi við það, sem í álitinu
segir.
Halldór Steinsson er framsögu-
maður meiri hlutans.
Álit minni hlutans,
Magnúsar Torfasonar, er á þessa
leið:
„Eg liefi eigi orðið sammála með-
nefndarmönnum mínum um síldar-
gjaldið, og skal hér gerð nokkur
grein fyrir því:
Utflutningsgjald á framleiðslu
nauðsynja er viðrini, sem fer í bág
við grundvallarreglur sæmilegrar
skattalöggjafar. Þetta liefir hingað
til verið viðurlcent á þingi, og út-
flutningsgjald því samkvæmt ekki
verið hærra en svo, að í framkvæmd
hefir það orðið almennur verzlun-
arskattur, án þess að íþyngja fram-
leiðendum sérstaklega, nema sér-
stakar ástæðúr hafi verið fyrir
hendi.
Með hinu gífurlega síldargjaldi,
l’yrst og fremst samkvæmt ^íldar-
to'ls-frv. svo heitna rg einnig nieð
brtt. nieiri hluta er þessari stefnu
í j/rsta sinn algerÞ-g» afneitað hér
á þingi. En sérstaklega brýtur
þetta að fullu bág við þá stefnu
hv. Ed., er svo bert kom fram á
aukaþinginu 1916—1917, að leggja
fyrir engan mun slíkt gjald á síld-
arframleiðslu hérlendra manna, og
skýrskota eg í þessti efni til um-
ræðanna hér í deild um frv. til laga
um útflutningsgjald af síld og rök-
studdrar dagskrár, er afleiddi það
frv.
Gjald þetta er líka svo hátt að-
það nær enguin sanni.
Sé gengið út frá þurðarveiði, má
gera ráð fyrir að tunna síldar frá
skipi kosti sem næst 16 lu\, og verð-
ur þá skatturinn 25% samkv. frv.
neðri deildar, en 12%% og 18%%
samkv. tillögum meiri hl.
Slíkt skattarán nær engi átt,
uema vís stórgróði væri í hendi,
en öðru nær er að svo sé.
Útflutningshæf síldartunna stend
ur framleiðanda nú í 60—70 kr.,
en alls óvíst um söluverð hennar,
og jafnvel ekkert líklegra en að
á sumu af henni verði stórtjón fyr-
ir útgerðirnar, fyrst og fremst þær
íslenzku, sem flestir standa mun
ver að vígi en þær iitlendu.
Síldveiðar eru frámunalega stop-
ull atvinnuvegur, og því ótækur
gjaldstofn verulegs fastaskatts.
Þarf því til sanns eklti lengra að
rekja en til ársins 1917, er hér varð
svo óskaplegur veiðibrestur, að
allir biðu stórtjón af veiðinni, enda
síðan enginn skynbær maður, þang-
að til nú, ymprað á slíkurn skatti.
Hins vegar rekur enginn nauður
til að lögleiða slíkan ósóma.
Að því sleptu, að með örlitíum
undirbúningi af liendi stjórnarinn-
ar var í lófa lagið að ná nægileg-
um tekjuauka í landssjóð, án þess
tillölulega að íþyngja neinum gjald
anda frá því, sem orðið var, er ó-
hætt að fullyrða, að skattaukar
þessa þings, ef fer að sköpuðu,
verða næsta fjárhagstímabil yfrið
nógir til að standast öll útgjöld,
þótt eigi sé síldarútvegi íþyngt sér-
staklega.
Loks leggur það sig sjálft, að
útflutniugsgjald sé látið ganga
flafnt yfir landbúnaðarafurðir og
sjávarafurðir, enda hefi eg fyrir
satt,að góðir og gegnir bæhdur vilji
fyrir engan mun viðurkenna, að
landbúnað beri að skoúa skyldu-
framfæring sjávarútvegsins.1 ‘
Breytingartillögur þær, sem M.
T. gerir, eru þær a ð hafa útflutn-
ingsgjaldið af síld nú og framvegis
ekki hærra en 1 kr á tunnu, og a ð
bæta við þessiun nýjum útflutning-
gjaldliðum:
1. Af hverri tunnu kjöts (112
kg.) 60 aura.
2. Af hverjum 50 kg. af hvítri,
þveginni vorull 100 aura.
3. Af hverjum 50 kg. af annari
ull 50 aura.
4. Af hverjum 50 kg. af söltuðum
sauðargærum 50 aura.
5. Af hverri lifandi sauðkind 20
aura.
6. Af hverju hrossi, sem er fullir
132 cm. á hæð, 5 kr.
7. Af öllum minni hrossum 2 kr.
af liverju.
8. Af hverjum 50 kg. af æð-
ardún 10 kr.
9. Af liverju selskinnþsöltuðu eða
hertu, 10 aura.
10. Af hverju tófuskinni 50 aura.
Aíþingi
Loftskeytasamband og símar í
ísafjarðarsýslu.
Sigurður Stefánsson ber fram
frv. um þá breytingu á símalögun-
um, að í stað ákvæða þeirra um
síma til Snæfjalla og þaðan að
Höfða í Grunnavík til Staðar í
Aðalvík, um Hestyri, frá Hesteyri
að Höfn á Hornströndum komi:
Loftskeytasamband milli Isa-
fjarðar og Hesteyrar, þaðan land-
símalína að Látrum í Aðalvík, enn
fremur land- og sæsími frá Isafirði
um Ögur til Snæfjallastrandar, og
])aðan að Ármúla og Grunnavík.
Greinargerðin hljóðar svo:
„Breyting sú, er frumvarp þetta
fer fram á, er bygð á rannsókn
landsímastjórans á hinni fyrirhug-
uðu símleið um norðurlireppa Norð-
ur-ísafjarðarsýslu sumarið 1918.
I hréfi til stjórnarráðsins 15. maí
þ. á. telur landsímastjórinn, að
lagning þessarar línu, samkvæmt
símalögunum, og viðháldi mundi
verða erfiðari og dýrari en nokk-
urs annars síma á landinu; er íagn-
ingarkostnaðurinn einn samkvæmt
áætlun hanS, kr. 26575,00.
1 stað þesarar línu leggur hann
til, að komið verði á símasambandi
á ])essu svæði samkvæmt ofanrít-
uðu frumvarpi; kostar það sam-
kvæmt áætlun hans kr. 127800,00,
og er þannig kr. 137950,00 ódýr
ara en hin línan, og auk þess með
því fengið tryggara samband við
ísafjörð en með hinni línunni.
Samkvæmt þeksari tillögu er held-
ur ekki nauðsynlegt að taka alt
fyrir í einu, heldur bæta smátt og
smátt úr liinni miklu þörf þessara
afskektu hreppa og telur landsíma-
stjórinn lia>gt að ltoma þessu í
framkvæmd á fáum árum og mjög
bráðlega þar sem þörfin er brýn-
ust, en það er loftskeytasamband
milli ísafjarðar og Hesteyrar, með
landsímalínu í Aðalvík.
Um hina línuna segir hann, að
hlutaðeigandi héruð eigi það á
hættu að bíða mörg ár eftir síma-
sambandi, sem elcki myndi verða
þeim eins liagkvæmt, en óhæfilega
kostnaðarsamt.
Frekari greinargerð bíður flutn-
'ings málsins á þinginu.“
Loftskeytastöð í Grímsey.
Þingmenn Eyfirðinga bera fram
till. til þingsályktunar um að skora
á landstjórnina að láta reisa loft-
skeytastöð, nieð móttöku- og sendi-
tækjum, í Grímsey, svo fljótt sem
ástæður leyfa.
Eftirlits- og fóðurbirgðafélög.
Guðjón Guðlaugsson ber fram
frumvarp um, að sýslunefndum sé
heimilt að gera samþyktir fyrir eitt
eða fleiri sveitarfélög í samein-
ingu um eftiiiits- og fóðurhirgða-
félög fyrir einn lirepp eða fleiri
hreppa sýslunnar, á sama hátt og
gerðar eru aðrar sýslusam])vktir.
„í samþyktum þessum skulu
vera tekin í'ram öll þau aðalatriði,
sem stjórn Búnaðarfélags íslands
setur sem grundvallaratriði sam-
þyktanna, svo sem um stjórn
fóðurbirgðafélaganna, fóðurmatið,
fóðrunina, útvegun aukafóðurs,
,fjársamlög til félagsþarfa, verð-
launaveitingar, bókhald, skýrslu-
gerð og fleira, enda skal stjórn
Búnaðarfélagsins semja frumvarp
til samþyktar handa sveitarfélög-
lim, er stjórnarráðið hefir einnig
til hliðsjónar, þegar það staðfestir
eða synjar samþykt staðfestingar.
Árlega skal stjórn eftirlits- og
fóðurbirgðafélagsins senda Búnað-
arfélagi Islgnds skýrslu mn hag
og framkvæmdir félagsius, ásamt
ársreikningi ])ess.‘ ‘
„Þegar er sveitarfélag hefir
komið á hjá sér samþykt um eftir-
lits- og fóðurbirgðafélag sam-
kvæmt lögum þessum og farið er
að fullnægja lögmn þess, þá er það
sveitarfélag midanþegið ákvæðum
forðagæzlulagamia frá 10. nóv.
1913.“
Frumvarpið er fram komið
vegna áskorunar um þetta efni frá
síðasta búnaðarþingi.
Eignar- og afnotaréttur fasteigna.
Um frumvarp Bjarna frá Yogi,
um takmarkanir á rétti til fast-
eignaráða á íslandi, sem birt hefir
verið hér í blaðinu fyri r nokkrti, er
komið svo látandi álit frá allsherj-
arnefnd neðri deildar:
„Nefndin Jiefir fallist á, að rétt
sé að setja ákvæði í lög um heim-
ild útlendra manna til að öðlast hér
réttindi yfir fasteignum, hæði eigu-
arrétt og takmörkuð réttindi.
Eigi verður séð, að ákvæði frum-
varpsins muni á nokkurn liátt
brjóta í bága við samninga milli
íslands og annara ríkja. LTn samn-
ingana milli Islands og Danmerk-
ur skal það sérstaklega tekið fram,
að ákvæði frv. geta ekki koinið í
við ákvæði þeirra, með því að Dön-
um og Islendingum er gert jafn-
hátt undir höfði, þar sem hvorir-
tveggja þurfa að vera liér biisettir.
Danir hafa jafnrétti við íslend-
inga, samkv. 6. gr. sambandslag-
anna, en eigi meiri rétt.
I athugasemdum við frumvarp
stjórnarinnar 1901 er nokkuð út í
það farið, livort slík ákvæði, sem
hér greinir, muni á nokkurn hátt
brjóta í bága við þjóðarrétt eða
þjóðarsamninga, er Danir höfðu þá
gert, og hefir stjórnin réttilega
komist að þeirri niðurstöðu, að á-
kvæði frumvarpsins, sem að efni til
eru hin sömu sem þessa frv., komi
hvergi í hága við þjóðarrétt né
þjóðarsamninga Dana, er þeir
liöfðu þá gert, og líka áttu að ná
til íslands (Alþt. 1901 C. bls. 131).
Eins og tekið hefir verið fram,
er jafnrétti það, sem álcveðið er í
6. gr. sambandslaganna, víðtæk-
ara en jafnréttisákvæði í nokkrum
þjóðarsamningi, er Island varðar.
Nú ær áður sýnt, að ákvæði þessa
frumvarps fara ekki í bága viS
sambandslögin, og því fara þau
ekki heldur í bága við almenn fyr-
irmæli þjóðaréttarins né heldur
milliríkjasamninga, sem ísland
varða.
Breytingartillögur nefndarinnar
á þingskjali 281 eru flestar gerðar
í því skyni að kvfeða skýrar á um
ýms atriði, svo sem breytingartil-
lagan við 1. gr., þar sem rétt þykir
að kveða nánar á um heimild fé-