Ísafold - 25.08.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.08.1919, Blaðsíða 1
XLVI árg. ibs:."7-— æzzzzz'.sss= rskráin Alvarlegasta og mcsta vanda- verkið, sem þetta þing hefir til með- ferðar, er án efa stjórnarskráin. Stjórnin lagi fyrir öndvert Al- þingi „Frumvarp til stjórnarskrár konungsríkisins Islands“. Síðan hefir lítið frést af þessu máli, og virðist það ætla að verða þinginu þungmelt. Væri þó mikils vert, að afgreiðsla stjórnarskrárinnar færi þessu þingi svo vel úr hendi, að lnin gæti hlotið samþykki næsta þings óbreytt, en um það má nú næstum «fast, því bæði er það, að við hana eru þegar komnar fram nokkrar 'br.tillögur, sem ætla má að valdi miklum ágreiningi, en í annan stað hafa menn þá hörmulegu reynslu af nndanförnum þingum, að þar geng- ur alt í deyfð og drætti fyrri hluta þingtímans, suma dagana engir f)ingfundir, aðra örstuttir, uns komið er undir þinglok, en þá koma fundir fram á nætur, þar sem öllu ter af flaustrað og afbrigði frá þing- sköpum óspart við höfð. Margt toendir til þess að þetta flausturæði muni grípa þetta þing, því ef svo fer, að núverandi stjórn situr til næsta þings, mun hún vilja flýta kosningum sem mest, en til þess að framboðsfrestur vinnist og kosning- ar geti orðið á réttum tíma í haust má þingið ekki standa von úr viti. Það mun því tímabært fyrir þá, sem •eitthvað hafa við stjórnarskrár- frumvarpið að athuga að láta til :SÍn heyra sem fyrst. Með stjórnarskrárfrv. því, sem nú liggur fyrir þinginu, fellur úr gildi stjórnarskráin frá 1874 og stójrnarskipunarlögin frá 1903 og 1915. Þó er í þessu stjórnarskrár- frumvarpi tiltölulega fátt nýtt, annað en það sem leiðir af sam- bandslög'unum. Helztu breytingar aðrar eru: Arlegt reglulegt þing, stytting kjörtímabils þingmanna í 4 ár og’ rýmkun kosningarréttar og kjörgengis, þannig að kvenfólk og vinnuhjú öðlast þennan rétt 25 Jira. Sennilega verða þessar breyting- ar ekki að ágreiningi, en eigi að ■síður er margt alvarlega að athuga við þetta stjórnarskrárfrumvarp. „Breyta niá þessu með lögum“. Þetta er stefið í stjórnarskrár- frumvarpinu. Gátum vér ekki varist þeirri hligsun, þegar þetta iafði endurtekið sig sjö sinnum, að einfaldara hefði verið að bæta einni grein við stjórnarskrána svo 'hljóðandi: Breya má með lögum öll- um greinum þessarar stjórnar- skrár. En skiftar munu verða skoð- anir um það, hversu heppilegt það er eða viðeigandi að hringla megi þannig með fjölda af ákvæðum stjómarskrárinnar. Líklega hefir það vakað fvrir stjorninni, að fyrirbyggja það, að stjórnarskrárbreytingu þyrfti til hverrar smábreytingar á ákvæðum hennar: en það á engar breytingar að þurfa að sinni. Stjórnarskráin á að vera samin af þeirri framsýni, að ekki sé ástæða til að breyta henni um langaii tíma. En gildt á- Reykjavík, mánudaginn 25. ágúst 1919 stjórnarskrárbreytingar, þótt ein- hverjir flautaþirlar vildu t. d. breyta kosningarrétti, kjörgengi, þingtíma eða því um líku. Nei, stjórnarskrá eins ríkis á að vera sem óhagganlegust og þessi breyt- ingaleyfi eiga því að falla burt, ekki eitt heldur öll. Það er ekkcrt undarlegt, þó stjórninni flygi í hug að fjölga þyrfti þingm. og hreyta deilda- skiftingu þingsins. Frá því land- kjörnu þingmennirnir urðu til hafa margir fundið til þess, að þeir voru of fáir. Og það sem varð þéss valdandi að þeir urðu ekki fleiri, var það að ekki þótti fært að steypa saman kjördæmum, en of kostnað- arsamt aS fjölga þingmönnum. Nú sjá það væntaelnga flestir, að ekki má horfa í það að fjölga þing- mönnum. Festa sú sem landkjörnu þingmönnunum var ætlað að skapa í þinginu, er sára lítil, ef þeir éru að eins 6, veitti ekki af áð tvöfalda þá tölu. Og enn mun það sýnast ó- gjörlegt vegna staðhátta og fl. á- stæða, að sneiða af kjördæmaþing- mönnum, en þó er því ekki að leyna að breyta þyrfti kjördæmaskifting- unni, en það yrði án efa til þess að fjölga kjördæmaþingmönnum einn- ig. Það getur víst engum manni dulist, að engri átt getur náð, að eitt kjrdæmi hafi þingmann fyrir hverja 800 íbiia, en annað fyrir 8000, en slík eru hér um bil hlut- föllin milli Seyðisfjarðar og Rvík- ur. Þingmenn munu líka vita það bezt, hvort ekki er þörf á meiri starfskröftum á þingi. Störf þess fara alt af vaxandi og þegar þess er gætt, hvað alt af er tiltölulega lítiÖ af verulega sarfhæfum mönn- um í þeim lióp, sem kosinn er í kjördæmum, þá er það sýnilegt, að megiiið af þingstörfum hlýtur að hlaðas tá fáa menn. Fjölgun þing- mamia er því bráðnauðsynleg og þá einkum þeirra landkjörnu. Kosningarétturinn er alt af að rýnika. Er með þessu stjórnarskrár- frv. enn þá rýmkvaður að mun. Yið þessa stórkostlegu fjölgun kjós- enda minkar auðvitað tryggingin fyrir vali verulega hæfra þing- manna. Ut frá þessu séð, og eftir reynslu fyrri ára, virðist ekki vanþörf á að setja einhve’rjar skorður við því að fram séu borin vanhugsuð og' illa undirbúin frum- vörp. Það er í sjálfu sér óheppilegt og illþolandi að fram séu borin frumvörp. sem enginn hefir Iiaft hugmynd um og enginn kostur hef- ir verið að ræða eða gagnrýna op- inberlega. En af því það myndi hvorki lieppilegt né fært að banna þingmanaafrumvörp, væri sú leið tih að setja vissan fjölda flutnings- manna skilj-rði fyrir því að frum- varp mætti berast fram Væri það þó nokkur trygging fyrir því að vandað yrgi' til Hngmannafrum- varpa. Réttur þingmanna til að gera breytingartillögur við fjárlögiu ætti heldur ekki að vera ótakmark- aður. Þá er að ininnast þeirra breyt- ingartillaga, sem fram eru komnar við stjórnarskrána. Sú fyrsta er frá Bjarna frá Vogi við 29. gr. þess efnis að gera bií- fyrir kosningu að skilyrði fyrir kosningarrétti. Þegar sambandslögin voru á ferðinni, var þetta talið sjálfsagt stjórnarskráratriði — nema kvað sambandslagaandstæðingar kváðu það ekki leyfilegt vegna Dana, en sem kunnugt er, voru þær raddir fáar og dóu fljótt út — því er það merkilegt að þetta skuli nú ætla að verða stórkostlegt deilnatriði, og enn þá merkilegra fyrir þær sakir, að allir kváðu nú vera á einu máli um það, að þetta sé fyllilega heimilt asmkvæmt sambandslögun- um, og jafnvel líka nauðsynlegt. En sé nú þetta atriði bæði heimilt og naðsynlegt að sé í stjórnar- skráimi, þá er vissulega erfitt að skilja, hvers vegna það þá ekki á þar að vera. Önnur breytingartilaga er frá sama mánni um það, að þeir menn, sem eru í sveitarskuld og ekki eru fjár síns ráðandi, skuli hafa kosn- ingarrétt. Líklega fær þessi tillaga ekki nema eitt .atkvæði. En óneitanlega er það fallega gert að minnast mun- aðarleysingjanna í velgengni sinni þótt gáleysi megi það heita að gleyma þeim með flekkótta mann- orðið. — Þá er breytingartillága frá Matth Olafssyni við 60. gr. Fer hún fram á það, að fella niður það ákvæði stjómarskrárinnar að utanþjóð- kirkjumennn greiði kirkjugjöld til Háskóla íslands. Þetta virðist sanngjörn tillaga, því öll kúgun vegna trúarskoðuna er í eðli sínu röng. Næst er breytingartillaga frá Jörundi Brynjólfssyni við 29. gr. Hún gerir það að skilyrði fyrir kosningarétti, að menn tali og riti íslenzku stórlýtalaust. Þessi tillaga, sem að sjálfsögðu er stíluð gegn innfluttum mönnum er óþörf, ef tillagan um búsetuskil- yrðið verður samþykt. Þá er komin fram breytiugatil- laga við 31. gr. frá 12 þm. í nd. Hún fer fram á það að alþing sé háð að vetrinum, byrji 15. febr. Þessi tillaga er ekki ný. Vetrar- þing' hafa verið liáð, bæði regluleg jiing og auka þing, en reynslan hef- ir sýnt, að þetta er nær því ógern- ingur, eins og samgöngum og' tíðar- fari er háttað, hér á landi. Þarf ekki að telja þá erfiðleika og ó- þægindi, sem vetrarþing hafa í för með sér, auk kostnaðarins fyrir landsjóð, sem kannske er smálegt að minnast á. Flutningsmenn þessrar tillögu eru flestir bændur. Ber tillagan þess sorglegan vot.t, því ástæðan fyrir henni er sennilega sú, að þeir horfa í það að vera að heiman um sláttinn. Það nær í raun og veru engri átt, að borga ekki þingmönnum svo sæmilegt kaup, að þeim sé að minsta kosti ekki beint tjón að þingsetunni. Núverandi kaup þing- manna er í sannleika ekki meira en helmingur þess, sem sanngjarnt vteri. Og þó sparsemi sé góð, þá er vonandi að þingið liækki heldur daglaun þingm. en að færa þing'- timann í frístundir einhverra nigg- ara- Sjötta og síðasta hreytingartil- arskrárfrumvarpið er við 76. gr. Hún er um það, að skilnaðir ríkis og kirkju skuli eigi verða, nema-að um það hafi farið fram þjóðarat- kvæði. Hér sér maður þann draug skjóta upp höfðinu, sem leiðastur hefir verið og verst ættaður í ísl. lög- gjöf, en það er þjóðaratkvæðið. Ef athugaðui' er uppruni þessa þjóðaratkvæðis hér á landi, þá er jiað fram komið annarsvegar af hræsni og sleikjuskap við fólkið, hins vegar af bleyðimensku þeirra manna, sem nota vildu þjóðarat- kvæðið að skálkaskjóli, til þess að breyta móti betri vitund og réttum rökurn. Hvað viðvíkur tryggingu þeirri, sem jijóðaratkvæðið á að vera fyr- ir lieppilegum ákvörðunum, þá er það að segja, að engum mun til hug- arkoma, að alþýða manna heri betra skyn á lögfræðileg atriði, heldur en þeir menn, sem eiga að vera úrval þjóðarinnar. Þriðja og stærsta atriðið í þessu máli er það, að með því er verið að skerða vald Alþingis. Það er ekki í einu heldur öllu, sem þingm. nú á dögum reyna að óvirða Alþingi. Hvað ytra útlit snertir ber það nú lítið.af hreppaskilum, en vald þess mátti þó ætla að ekki yrði skert. E11 þingmenn eru líkir trémaðkin- um; jieir finna ótal leiðir til að naga og ónýta sinn eigin verustað, og ef þeir ekki sökkva því til fulls, þá bendir þó margt til þess, að þeir muni skilja við það sem vald- lausan tillögufund. Einanpii eða ekki? Fyr eða síðar hlaut að koma að því, að þjóðin eða fulltrúar hennar skiftust í flokka um það, hverjar leiðir skuli farnar til að hagnýta auðæfi þau sem landið geymir í skauti sínu eða hvort þau skuli hag- nýtt yfir höfuð. Mál þetta er til- tölulega nýtt, — afllindir íslands fengu ekki verðmæti fyr en fyrir nokkrum árum. En þó er það svo gamalt, að leiðtogar þjóðarinnar hefðu gjarnan mátt hafa tekið af- stöðu til þess fyrir löngu. Það eru mörg ár síðan að Norð- menn og Svíar sáu að á íslandi var auðs að leita. Og um langan ald- ur hafa brezk, þýzk og frönzk fiskiskip stundað veiðar hér yið land, utan landhelginnar í orði kveðnu, en innan hennar í reynd- inni. Það eru líka mörg ár síðan að innlendir menn fóru að kaupa vatnsréttindi til þess að selja þau útlendingum. Alt þetta hefir verið látið afskiftalaust. Fossabraskið hefir blómgast svo, að nú er meiri hluti vatnsaflsins í höndum út- lendra manna, beinlmis eða óbein- línis. Síldarútvegurinn hefir rænt fólki frá landbúnaðinum og gefið útlendingum góðan arð. En sam- fara þessu hefir sjávarútvegur landsmanmt tekið miklum framför- um, útflutningur. á afurðunum aukist afskaplega og þessi atvinnu- tölabat sjóðs. Landbúnaðurinn hefir aftur á móti ekki af neinum framföruni að segja, svo teljandi sé. Innflutningur fóllts liingað til lands hefir verið næsta lítill. Norð- manna gætti mikið á AustfjörðiuH um eitt skeið, meðan hvalveiðar voru reknar þar, og nú síðar hefir dálítið komið af þeim og Svíum til Siglufjarðar vegna síldarinnar, þó fæstir hafi haft þar vetursetu. Hingað til Reykjavíkur hafa út- lendingar komið og dvelja hér margir. Þegar gasið var lagt í bæ- inn fluttust hingað nm þrjátra Þjóðverjar og nú hefir fjöldi út- lendinga sest hér að og vinna aS rafmagnsinnlagningu. Innflutning- ingurinn hefir mikið til verið í þeim atvinnugreinum sem íslendingar kunnu ekki sjálfir. Landbúnaðar- atvinnu stunda sára fáir útlending- ar hér á landi og á- fiskveiðaflotan- um er lítið um þá. Það er öðru nær en að aðstreymi hafi verið mikið hingað. Og þó hefir vinnukraft vantað tilfinnanlega í landinu á síðustu árum. Fólksleysið er orðið svo tilfinn- anlegt að eigi verður annað séð en að landbúnaðurinn leggist í anðn af þeim orsökum. Því meðan eftir- spurnin er jafn sterk og nú þá verð- ur landbúnaðinum . ókleyft að keppa við sjávarútveginn. Sveita- búskapnum hefir farið hrakandi 'hin síðari árin og má eigi kenna óhagstæðu árferði einu saman um það, heldur og miklu fremur fólks- leysinu. Hrörnun elsta og að flestu leyti nauðsynlegasta atvinnuvegar- ins í landinu hefir eklii verið sá gaumur gefinn sem skyldi; það hef- ir verið vanrækt eins og svo margt annað og nú er milli þess að velja, að láta sveitir landsins leggjast í auðn eða sýna þeim meiri rækt en áður. Landið er fátækt og skuldabyrði ríkisins vex með hverju árinu. Á hverju þingi er nýjiun sköttum og álögum demt á þjóðina, en samt hrökkva tekjur aldrei fyrir út- gjöldum. Tollaleiðin er sú eina sem ráðandi f jármálamenn landsina hafa eygt, og þar hafa verið farn- ar og eru enn farnar þær villigötur að furðulegt má heita að réttlætis- meðvitund þjóðarinnar skuli ekki hafa verið ofboðið. Landbúnaður- inn hefir sloppið tiltölulega vel, vegna þess að bænda þingmenn hafa oftast verið í meiri hluta á þingi og svo af því, að budda bænd- anna er tóm og gjaldþolið ekkert. En á sjávarútveginn er hlaðið aukn- um sköttum og skyldum á hverjn ári. Og þó atvinnuvegur þessi hafi undanfarin ár borið sig svo vel að hann hafi þolað þetta, þá munu víst flestir kannast við, að öllu má of- gera og að misbrestur getur orðið á fiskafla eigi síður en öðru, því svo hefir það verið frá upphafi. í öllum iðnaði standa íslending- ar menningarþjóðunum að baki. Kunnáttuleysi landsmanna á því sviði er blöskranlegt. Fátæktimii er um kent, en framtaksleysi ræð- ur meiru um og þröngsýni. Það voru Danir sem hófu ein- angrunarstefnuna hér á landi, með einokuninni. Og þeirri stefnu má um kenna að síðan, og alt til þessa dngs, höfum vér drattast á cftir öll-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.