Ísafold - 02.02.1920, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.02.1920, Blaðsíða 3
ús fór á fundinn í Árnesi bauð hann Yig-fúsi far með sér fram og aftur endurgjaldslaust á mótorbát. En ekkert dugði. Vigfús var jafn ófá- anlegur sem fyr til að 'látía sjá sig á fundi. Eg kygg nii að það sé lít- ill vafi á ,því, að Magnús læknir hafi komið miklu drengilegar og kurteislegar fram gegn Vigfúsi en hann gegn Magnúsi. Magnús sýnir Vigfúsi kurteisi og velvild í orði og verki, en Vigfús laumar út um sýsluna blaði með æruleysis áburði á keppinaut sinn. Dæmi nú allir heiðvirðir menn um aðferð þeirra hvors um sig, og segi hvor þeirra hafi komið heiðarlegar fram gagn- vart öðrum. Og tvímælig orkar fram boð Vigfúsar og norðurferð , um þann heiður sem Vigfús eigi skilið fyrir það, nema í augum Tímarit- stjórans. Af þeim heiðri er Vigfús ekki öfundsverður. Að láta hafa sig til annars eins óþverraverks og að bera níð út um keppinaut sinn, er fyrst og fremst í mesta máta ósam- boðið þeim rnanni, sem gerir kröfu til að verða kosinn til afþingis þjóðarinn^^í öðru lagi ber það vott um heldur lítinn siðgæðis- þroska mannsins, og loks sýnir það ósjálfstæði hans að láta hafa sig til annars eins. Vigfúsi hefði áreiðan- lega verið sæmra, og keiður hans hefði engan Ivriekki beðið, ef hann hefði setið kyr heima, og líklega hefði hann þá fengið eitthvað fleiri atkvæði við kosninguna, því fram- koma hans fældi ýmsa frá að kjósa hann, sem annars hefðu máske gert það. Og eftir alla framkomu hans gagnvart Magnúsi Péturssyni var það ekki undarlegt þó hann kynok- aði sér við að mæta á opinberum fundi frammi fyrir keppinaut sín- um, sem hann hafði reynt óbein- línis til að svívirða, og fjölda kjós- enda, og sýnir það að maðurinn er ekki — sem betur fer —gersneidd- ur allri sómatllfinningu. Þessi síðasta árás Tímans á Magn ús læknir spillir í engu áliti hans hjá sýslubúum, til þess er hann þeim of kunnur að mannkostum og hæfileikum. En hún er einn nýr lið- ur í þeirri árásar og rógskeðju, sem Tíminn reynir að vefja utan um Magnús Pétursson og fleiri mæta og góða menn, og eflaust einn af hymingarsteinum jreim, sem Tím- aritstjórinn byggir siðfræðiskerfi sitt á. Það er annars leiðinlegt að sam- vinnustefnan, sem eflaust getur orðið til mikilla þjóðþrifa og á mikil ítök í hugum fjölda margra mætra og góðra manna þessa lands, skuli hafa verið svo óheppin ag lenda í höndum Tímamannanna, því eins og þeir nú stefna verða þeir til stórskaða fyrir þessa góðu stefnu, því þeir gera fjölda manna henni fráhverfa með öfgum sínum og árásum á einstaka menn og með því að vilja gera hana að pólitiskri stefnu, sem hún á ekkert skilt við og getur aldrei átt. Strandamaður. ErL símfregiiir frá (réttaritara ísafoldar. Khöfn 21. jan. Framsal keisarans. í kröfu sinni um framsal keisar- ans vitna handaníenn til hinnar sið- ferðislegu ábyrgðar, sem keisarinn heri á hrotum Degn alþjóðarétti, en hann er ekki ákærður fyrir það að vera valdur að upptökum ófriðar- ins. Fara þeir kurteislega en ákveð- ið fram á það við hollenzku stjórn- ina, að Yilhjálmur verði framseld- ur til að þola dóm. Suður-Jótland. Um miðnætti á laugardag eiga Þjóðverjar að hafa yfirgefið fyrsta atkvæðagreiðslu-umdæmi Suður- Jótlands. Málaferli þeirra Helfferrieh og Erzbergers eru byrjuð. Helfferieh sakaði Erzberger um sviksemi í varnar- ræðu sinni. Mál þetta er hið stærsta mál, þess háttar, sem upp hefir komið í Þýzkalandi. Dagmarleikhúsið ætlar að sýna nýtt leikrit eftir Kamban. Verkamannaþing Norðurlanda hefst í dag. Khöfn 22. jan. Bandamenn að linast. Frá London er símað að banda- menn sé að hugsa um að taka upp aftur fullkomin verzlunarviðskifti við Rússland og krefjast þess eins í staðinn, að Bolzhevikkar hafi sig hæga. Frá París er símað að hersveitir hafi verið sendar gegn fnamsókn Bolzhevikka í Kákasus.' Clemenceau hefir látið af formensku friðari- ráðstefnunnar. Óspektir í írlandi. Frá Dublin er símað, að Red- mond lögreglustjóri hafi verið skot inn. Það er húist við því, að French lávarður, undirkonungur írlands, muni fara frá. Khöfn 24. jan. Hollendingar rseita að framseíja keisarðRst, Bandamenn skora á Þjóðverja að styðja framsalskröfuna. Frá Haag er símað, að Hollend- ingar neiti að verða við kröfu handamanna nm að framsélja Vil- hjálm fyrverandi Þýzkalandskeis- ana. Vísa þeir til margra alda laga, réttar og siðvenju lands síns og þjóðarheiðurs. Hollenzka þjóðin bregðist, ekki trausti þeirra nianna, sem leita verndar hins frjálsa stjórnskipulags þar í laiidi. Frá Berlín er símað, að öll blöðin, en þó sérstáklega hin háþýzku blöð, dáist að því,hvað Hollendingar hafi svarað manndómlega. „Agence Havas“ segir, að bandamenn hafi sent Hollendingum nýja áskroun og jafnframt skorað á þýzku stjórnina, að stvðja kröf- una um framsal keisarans. Bretum hefir verið falið að fa framsals- kröfunni framgengt. Verkamannaþing Norðurlanda. Verkamannaþingi Norðurlanda er nú lokið. Eitt af verkum þess var það, að útiloka hina norsku B olzhewikka ialgerlega. Stefnuskrá Millerands. Millerand, stjórnarformaðurinn franski, hefir birt stefnuskrá sína ISAFOLD í þinginu. íkafar árásir voru gerðar á Steeg, utauríkisráðherra. Þó var samþykt traustsyfirlýsing til hans með 273 atkv. gegn 23, en 300 greiddu ekki atkvæði. Gengi erlendrar myntar. 100 kr. sænskar ..... kr. 120,00 100 kr. norskar ....... — 109,50 100 mörk þýzk.......... — 8,65 Sterlingpund .......... — 21,44 Dollar ................ — 5,95 Norðurlönd og þjóðbandalagið. Frá Kristiania er símað, að ráð- herrar Norðurlanda muni bráðlega, sennilega í febrúarbyrjun, koma saman á fund til þess að ræða nm inngöngu Norðurlanda íþjóðbanda- lagið. Bolzhewikka sigrar. Frá Berlín er símað, að Pól- verjar hafi skorið upp herör um ált land til þess að verjast fram- sókn Bolzhewikka. Það er búist við því, að Foch marskálkur komi til Warshau bráð- lega. Frá Helsingfors er símað, að Bolzhewikkar tilkynni, að þeir hafi unnið úrslitasigra í Ukraine og stefni nú til Odessa. Rússneska stjómarhlaðið Pravda segir Bolzhewikka nú einráða í öll- um norðurhluta Síberíu. Khöfn 26. jan. Bolzhewikkastjórnin flytur. Frá Dorpat er símað, að stjóm Bolzhewikka hafi af opinberum á- stæðum flutt sig frá Moskva til Twer( ?). Drepsóttir í Berlín. Þjóðverjar brenha flugvélar, sem bandamenn áttu að fá. Drepsóttir geisa nú í Berlín. Vígin á Helgolandi eru nú full- komlega rifin niður og ekki nema rústir einar. 70 flugvélar, sem áttu að afhend- ast bandamönnum, hafa verið brendar í Warnemúnde. , Sendiherraráðið. Frá París er símað, að sendiherra ráðið, sem kemur í staðinn fyrir æðstaráð bandamanna, liafi nú tek- ið til starfa. Talsímaverkfallið í Kaupmannahöfn heldur enn á- fram. Inflúenzan blossar upp. Spanska veikin er nú að blossa upp aftnr hér í Kaupmannahöfn og fjöldi sjúklinga hefir verið fluttur í sjiikrahús. Khöfn 27. jan. Erzberger sýnt banatilræði. Frá Berlín er símað, að eftir yfir- heyrsluna í gær í máli þeirra Helf- ferichs og Erzbergers, hafi stúdent nokknr sýnt Erzberger banatilræði, skant á hann með marghleypu og kom skotið í öxlina. , Framsal keisarans. Hollenzku blöðin halda því fram, að hollenzka stjórnin hafi gert handamönnum greiða með því að neita að framselja keisarann. Enskar kaupstefnnr verða háðar í London, Glasgow og Birmingham í febrúarmánuði. Kliöfn 30. jan. Þýzkaland gjaldþrota? Frá Berlín er símað, að fregnirn- o.r, sem borist hafa síðustu dagana um gjaldþrot Þýzkalands, sé nú bornar til baka. Er það ætlan manna, að þær hafi verið breiddar út til þess að reyna að fá banda- menn til að slaka á kröfum sínum. Þýzki flotaforinginn, sem sökti skipunum í Scapa Flow, hefir nú verið leystur úr haldi í Englandi cg sendur heim. Bndamenn neita verkamönnum um vegabréf. Frá London er símað, að stjómir bandamanna hafi neitað fulltrúum verkamanna um vegabréf til þess að sækja jafnaðarmannafund í Rússlandi. Færeysk ávarpið. 1 þjóðþinginn danska hefir komið tram ítarlegt nefndarálit um ávarp Færevinga 1918. Ihaldsmenn álíta, að upplýsingarnar, sem fram koma í málinu, sé fellandi fyrir Zahle og Patursson. (Eins og menn vita, samþykti lagþing Færeyja í fyrra og sendi ríkisþingi Dana ávarp um það, að í hin nýju grundvallarlög Dana yrði það upptekið, að veita mætti Færeyingum sjálfstjóm án þess að grundvallarlagahreytingu þyrfti til þess). Erzberger hefir þyngt og hafast ver við sárin er hann hlaut þá er honnm var sýnt banatilræðið. Prestaekla. í danska ríkisþinginu er komið fram frumvarp til laga um það, að óprestvígðir menn og útlendir guð- fræðingar geti orðið prestar í Dan- mörku. Er frumvarpið fram komið \egna hinnar anknu prestaeklu,sem verður í landinu, þá er Suður-Jót- iand sameinast því. Mark og dollar. Khöfn 30. jan. Hundrað mörk jafngilda nú ein- um dollar, eða kr. 6.20 í dönskum peningum. Kböfn 30. jan. Sameinaða færir út kvíamar. Sameinaða gufuskipfélgið hefir keypt öll hlutabréf gufuskipafé- laganna „Dansk-Russisk“ og „Gorm‘ ‘. Koltschak reynir að bjarga leyfum Czecho- Slava hersins, sem er í Síberín. Judenitsch handtekinn. Fregnir ganga um það, að Juden- itsch liafi verið tekinn fastur af sínum eigin mönnum. Serbar og ítalir. Serbar neita að fallast á það, að ítalir ráði Adríhafsmálinu til lykta. Keisarinn kyrsettur í Hollandi. Það er búist við því, að banda- menn muni nú krefjast þess, að Vilhjálmur keisari verði kyrsettur í Hollandi! 1 Gengi erlendrar myntar. Sænskar kr. (100) ....... 121,50 Norskar kr. (100) ....... 109,85 Mörk (100) ................ 7,75 Sterlingspund............. 22,00 Frankar (100) ............ 47,50 Dollar..................... 6,28 Konungur kemur I júlí Khöfn 30. jan. Fréttaritari yðar hefir fengið að vita, að konungur og drotning á- samt föruneyti sínu muni fara til íslands í sumar í júlílok, á herskip- jnu „ValkyriSn' ‘. ------O------- Influenzan magnast Khöfn 30. jan. Inflúenzan er að magnast hér í Kaupmannahöfn. Svartidauði og kélsra Stjórnarráðið tilkynnir, að eftir- nefnda staði beri að -skoða sem sýkta af pest og austurlenskri kól- eru. Af pest: Hafnirnar í Egyptalandi, Hafn- imar í hrezka Austurindlandi á- samt Birma, Hafnimar í nýlendum Hollendinga í Austurindíum, New Orleans, Aþenuborg með Piræus, Smyrna, HafnirUar í Kína, Hafnim ar í Indokína, Hafnirnar í Filipps- eyjum, Bangkok, Hafnirnar í Sene- gal, Rio Janeiro, Bahia, Hafnirnar í Pera, Hafnirnar í Chili og Hafn- irnar í Ecuador. Af kóleru: Hafnimar í brezka Austurind- landi ásamt Birma, Hafnirnar í ný- lfndum Hollendinga í Austurindí- um, Allar rússneskar hafnir við Austursjóinn, Hafnimar í Indo- kína, Hafnirnar í Filippseyjum, Hafnirnar í Kína, Hafnirnar í Jap- an og Bangkok. Arfur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið danska til- kynnir, að ef dan-skir þegnar erfi menn, sem deyja í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þá skuli þeir fela danska konsúlnum þar á staðnum að koma fram fyrir sína hönd í dánarbúinu, og með því sparist arf- taka og mikill og margskonar kostnaður. Þetta sama gildir ef íslenzkum þegnum tæmist arfur í Bandaríkj- unum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.