Ísafold


Ísafold - 23.02.1920, Qupperneq 2

Ísafold - 23.02.1920, Qupperneq 2
2 í * A F.O L U í ir því á síðasta þiugi að á árinu mundi verða halli, og réði það af því að eg vissi að útgjöldin mundi fyerða meiri en á árinu 1918, en þá voru þau fram yfir áætlun um 3% million. Þetta hefir og reynst svo, en tekjumar, sem eg bjóst við að mundu verða drjúgar, sbr. ræðu mína er eg lagði fyrir fjárlaga- frumvarpið 1918, hafa farið langt fram yfir það, sem eg bjóst við. Vér erum því enn á þeirri réttu braut, ársbúskapurinn hefir borgað sig vel. En þá búskaparaðferð verð- um vér að innleiða að fullu og hvergi vjkja frá henni. Skuldir vorar fyrir stríðið voru hér um bil 2,100,000 kr. Skuldir vorar 31. desember síðastl. voru eins og hér segir: Lán úr ríkissjóðiDan- merkur 1908 .. .. Lán h j á dönskum b önk- um, samkv. lögum nr. 14, 9. >júlí 1909 Lán hjá lífsáb. stofn- uninni í Khöfn 1912 Lánhjádönskumbönk- um 1912........... Lán til ritsíma 1913 . Lán til ritsíma hjá Landsbanka 1916 og 1918.............. Lán til ritsíma 1917 . Lán til skipakaupahjá Handelsb. 1917 .. 1,600,000.00 Lán li j á dönskum bönk- um 1919 ............ 4,500,000.00 Lán hjá Landsb. 1918 500,000.00 Lán hjá íslandsb. 1918 1,000,000.00 Lán hjá íslandsb. 1918 900,000.00 Lán hjá ísl.botnvörpu- eigendum............ 1,319,333,35 Lán hjá Háskólasjóði íslands............. 1,000,000.00 LánhjáríkissjóðiDan-* merkur.............. 1,165,956,91 Kr.: 14,680,954.16 Mismunur kr. 12,580,954.16 Af þessum miMa mun hafa verið dregnar ýmsar mjög einkennilega ákveðnar ályktanir á þá leið að vér værum að sökkva niður í skulda fen, en því hefir verið gleymt að þessi lán standa að mestu í ýmsum lands- fvrirtækjum, sem komið hefir verið á stað vegna stríðsins og óðfluga verða dregin aftur inn í landssjóð. Má þar nefna inneignir landssjóðs í Landsverzl. 6,000,000 Dýrtíðarlán............. 170,038 Skipin að ákvæðisverði 3,083,000 Sjóðir við áramót um .. 1,800,000 Samtals 11,053,038 Sjóðurinn er stærri, en bráða- byrgðalán, sem tekið var hjá inn- ílutningsnefnd 1,300,000 hefir ekki verið talið í lánunum, en hins vegar dregið frá sjóðseigninni. Mismunurinn erþáuml,527,916.16. Upp í þá upphæð koma tekjur af síld og fleiri, væntanlega um500,000 Eftir stæði þá um 1,000,000 en illa fer ef Landsverzlunin gefur ekM þann ágóða að lokum — og yrðu þá skuldirnar eftir stríðið raunveru- lega ekki meiri en fyrir stríðið. Auð- vitað má geta þess að 1914 áttum við um 900 þús. krónur í sjóði, en hinsvegar er að líta á það að vér lú fum bæði lagt fé í Landsbankann og aukið eignir vorar á annan hátt. Rétt er og að geta þess að kola óg saltskuld Landsverzlunarinnar er hér ekM tekin til greina, en sam- kvæmt ráðstöfunum síðasta þings þá hafa verið gerðar sérstakan ráð- stafanir til þess að vinna hana upp. — Þetta, sem hér er sagt ætti að vera fullnægjandi til að gjörhrekja þær staðhæfingar, sem komið hafa fram þó ótrúlegt megi þykja, um það að landið væri á leiðinni til að verða gjaldþrota. Af því að eg lít svo á aS það sé skylda mín að vernda lán- rásum, þá vil eg, þó mér sé það ekki rásum, þá vil eg, þó mér sé það ekki ljúft, víkja fáeinum orðum að síð- ustu fjármálagrein herra candídats Boga Melsted, í „Lögréttu“, af því að sú greiia er þó nndirbygð með töl- um. En þau ummæli munu alls ekki í: neinn hátt snerta þær hnútur, sem mér eru sendar handan um hafið; eg mun skoða þær, sem einka eign mína og á engann hátt blanda þeim inn í stærstu viðfangsefni hverrar þjóðar ekki síst á þessum tímum —’fjárhaginn. Hr. B. M. gagnrýnir fjárhagsyðrlit það, er stjórnarráð- ið hefir samið fyrir 1917, og segir að í því séu taldar eignir, sem ekki séu arðberandi, eins og geðveikra- hælið Kleppur, holdsveikraspítalinn o. s. frv. Þó eignir þessar séu ekki arðberandi í eiginlegum skilningi þá væri hrein fjarstæða að undan- skilja þær frá eignayfirliti ríkisins. í eigna- og skuldayfirliti því er íylgir t. d. ríkisreikningi Dana, þá eru taldar samskonar eignir og þarf ekki annað en líta á það yfir- lit. Þar eru tali'n t. d. geðveikra- hæli, hegpingarhús, tollbyggingar, innanstokksmunir sjúkrahúsa, hall- ir, skemtigarðar, landbúnaðarsafn- ið, embættisbústaði púðurgerðar- húsið o. s. frv., og sama mun eiga sér stað í eignayfirlitum annara ríkja. Sérstaklega minnist B. M. á að Hvanneyri og Hólar í Hjaltadal og prestsetrin sju talin með í yfir- litinu. Sem dæmi upp á hve varlega er áætlað er Hvanneyri og Hólar með öllu tilheyrandi, búi og öllu, virt á 120 þúsund krónur. Ætli að það yrðu ekki margir kaupendur að þessum jörðum fyrir það verð og þá er það að Mkindum ekki hærra, verðið á prestsetrunum. Eg þykist því geta slegið því föstu, að með upptalning þessara eigna í eigna- og skuldayfirliti ríkisins sé farin sama leiðin og hjá öðrum þjóðum, og ef vér hugsum okkur nokkurn samanburð á hag þeirra og vorum, þá verður að telja sams- konar hluti þar upp. Eg skal svo ekM víkja nánar að þessu atriði. En nú mun eg snúa mér að því höfuðatriði í grein B. M. þar sem hann segir að skuldir landsjóðs sé hér um bil 2 millionum meiri en arðberandi eignir hans. Að þessari niðurstöðu kemst höfundurinn með því að telja tekjumegin eignir ríkis- ins 1.917, en gjaldamegin skuldir ríkisins 1918. En það er ljósara en frá þurfi að segja að ef gera á upp hag ríkisins, eða félags eða ein- staks manns, þá verður sú ieið aldrei farin. í þessu sérstaka til- felli kemur þetta mjög illa niður, þar sem eignir ríkisins 1918 jukust við það að mikið af lánum þeim, sem var bætt við á því ári, varð að inneign landsjóðs í landsverzlun- jnni. Eignir ríkisins 1917 veru sam- kvæmt yfirliti stjórnarráðsins 28,411,714,28, en eignir ríkisins 1918 voru samkvæmt yfirliti stjórnar- ráðsins, sem fylgir landsreikning- unum kr. 33,452,944,20. Þessi mis- munur stafar aðallega af því að inneign landsjóðs í landsverzlun- inni var 1917 5,660,659,05 en 1918 9,111,517,80 —, en að inneignin sé arðberandi efast enginn um enda fær landsjóður árlega vexti af henni en auk þess var landsverzl. búin að greiða um síðastliðin ára- njót 3 millionir af skuldinni. Hver sem vill gera upp hag landsjóðs verður því að taka eignimar og skuldimar hvorttveggja frá sama árinu. Ef litið er nú á skýrslu þá um eignir og skuldir 1918, sem fylgir landsreikningunum 1918 og teknar eru þar aðeins ótvírætt arðberandi eignir en húsum og lóðum slept, þá verða þær þannig: í sjóði 31. des 1918 kr. 1,747,183,32 Sjóðir...............— 6,898,779,04 Verðbréf.............— 1,830,100,00 .Jarðeignir........— 2,170,773,00 Símakerfin............— 2,545,000,00 Skip..................— 3,021,967,89 Inneign í landsverzl.— 9,111,517,80 Varasj. landsverzl. — 1,220,923,15 Samtals kr. 28,546,244,20 Um lið 6. (skip) er það að segja að engum getur dottið annað í hug en telja skipin arðberandi á þessam tímum, sbr og reikninga þessa. Að vísu er gróði skipanna á papp- írnum minni fyrir það að tapið á strandferðunum hefir verið nálega alt fært þeim til útgjalda. Skipin eru nú í góðu lagi og viðgerð á Borg kostaði um 350 þiisund kr. Um lið 8 (varasj. landsverzl.) má segja að enn sé ekki víst að hann verði að eign, þó eg búist við því, þegar búið er að vinna upp kol og salt á þann hátt, sem alþingi hefir ákveðið, en þó sá liður væri dreg- inn frá, þá væru þó arðberandi eignir um 27,375,321,05. Hér er hús- um og lóðum slept og mundi þó ís- lenzka ríkið finna það, hvort þær eignir eru ekki arðberandi ef það ætti að leigja hús fyrir stjóm, al- þing og opinberar stofnanir. En þó arðberandi eignir væru aðeins tald- ar................... 27,325,321,05 og skuldir 1918 væru dregnar frá........ 19,629,493,34 þá stæðu þó eftir .. 7,695,827,71 fram yfir skuldir, en það verður all mikið önnur niðurstaða pn hr. B. M. kemst að í Lögréttúgrein sinni. Að öðru leyti vísa eg ti’l skýrslunnar um eignir og skuldir 1918, sem fylgir landsreikningun- um, er sýnir 13,822,450,86, meiri eignir en skuldir, en skýrslan yfir 1919 er ekki tilbúin og getur ekki orðið tilbúin fyr en lands- reikningurinn er tilbúinn, en þar sem árið 1919 hefir verið óvénju gott, liggur ' hlutarins eðli að niður staðan í eignaskýrslunni verður betri fyrir þetta ár en fyrir 1918. Eg veit að í raun og veru þarf eg ekki að taka þetta fram vegna hins háa alþingis, því eru strax Ijósar skekkjur þær, sem standa í nefndri grein, en þjóðin, sem ekki hefir eins gott tækifæri til þess að fylgja með fjárhagnum eins og háttv. al- þingism., ,á kröfu til þess að stjórn- in á hverju ári greiði sem bezt og skýrast úr þeim málum fyrir hana, cg ekki er það nú sízt nauðsynlegt þar sem landstjórnin nú býður út fyrsta innlenda lánið, sem eg mun víkja síðar að. , Eg veit að hér í þessum sal er öllum ljóst að gjaldþrotakenningin er sú hin mesta f jarstæða, sem lengi hefir komið fram um fjárhag vorn. Hjá íslenzka ríMnu eru nú engir fjárhagsörðugleikar fyrir ríkissjóð- inn. Lán vor í útlandinu eru til langs tíma með góðum kjörum, og sum með ágætum kjörum. Síðasta lánið, 4x/2 milj. kr., var stórheppi- legt fyrir oss. Síðan það var tekið, befir dregið sorta yfir peninga- markað heimsins, lánskjörin orðið margfalt örðugri og ef til vill ná- lega ómögulegt að fá lán nú í öðr- um löndum, nema þá ef til- vill í Ameríku, en þó slík lán fengjust, mundu þau verða afar dýr. Það er því víst, að ísland verður nú að treysta á sig sjálft í fjármálunum. Stjórnin liefir nú boðið út 3 miljón kr. lán innanlands með 5V2% vöxt- um og 96 kr. gengi. Kjör þessi eru góð fyrir landið þegar tekið er iillit til þeirra tíma, er vér nú stöndum á, og kjör þessi eru einnig mjög aðgengileg fyrir landsins börn, sem vilja geyma fé sitt í tryggum verð- bréfum. Lán þetta er'ekki tekið vegna þess, að^ríkissjóður sé í fjárþröng, ekki til þess að greiða skuldir hans, en lán þetta er tekið til þess, að koma ýmsum stórfyrirtækjimi inn- anlands í framkvæmd. Greðveikra- hæli verður að byggja, svo og hús á Eiðum og Hvanneyri, brýr þarf og að byggja t.d. á Jökulsá ogEyja- fjarðará, einnig á þetta lán að fara til þess, að hrinda áfram stærsta landbúnaðarfyrirtæki, sem enn hef- ir verið hugsað um á íslandi, Flóa- áveitunni. Bankarnir báðir hafa lofað að ábyrgjast að tryggja alt að 2 milj. af láninu, ef á þyrfti að ha-lda, og gera þeir að skilyrði, að 1 miljón af láninu fari til Flóaáveit- unnar. Það eru fleiri en þeir, sem austanfjails búa, sem fylgja þessu fyrirtæki með athygli. Ef það hepn- ast vel, sem vér vonum allir, þá vinnum vér þar einhvern hinn stærsta sigur fyrir landbúnaðinn, sem unninn verður, og hann mundi verða til þess, að gefa þessum öðr- um aðalatvinnuvegi vorum byr undir báða vængi. Á því ríður um- fram alt, að hin nýja stjórn, sem fer með þetta mál, tryggi að það verði framkvæmt á sem allra öruggastan og hagkvæmastan hátt og ennfrem- ur að fela forustu þess fjölhæfum manni, sem næga sérþekkingu hef- ir. Stjórnin treystir því, að þes.su lánboði verði tekið vel í þessu landi, þessu láni, sem eingöngu ér tekið til innanlands framkvæmda. Stjórn- in er þakklát bönkunum hér fyrir hve vel þeir hafa tekið í lánið, og finn eg skyldu mína að taka það hér fram. Eg minni á það hér að stundum lief eg þótt mála fjárhaginn all svartan hér á þinginu, en eg bið um leið að það sé athugað að eg þegar á síðasta þingi tók það frain að eg liti svo á að ríkissjóður væri sloppinn eftir öllum vonum vel út úr stríðsrótinu, en það sem allar mínar áhyggjur snérust um var það að eg kveið því að halli mundi verða á árunum, sem fram undan eru, og því ári, sem nú er lokið, en það er óneitanlega ískyggilegra, en jafnvel sjálfur stríðshallinn, þó einhver yrði. Nú hefir það farið svo að nið- urstaðan af síðasta ári hefir verið góð, og nú verður það að fara svo að niðurstaðan af árunum 1920 og 1921 verði á þá leið að vér stönd- um hallalausir eftir þau. Samkvæmt fjárlögunum er tekjuafgangur af þessuúi árum, sem nemur kr. 764,755.98 aura, en þá eru ekki tal- in með þær h. u. b. 2 milljónir, sem launalögin hafa hækkað laun em- bættismanna frá því, sem þau voru. ■Ranuverulegi hallinn er því kr. 1,- 235,244.02 aurar. Nú hefir stjórnin samkv. tillögum landssímastjóra hækkað símatekjurnar og mun sú hækkun nema um 250,000 kr. á ári eða 500,000 á fjárhagstímabilinu. Ilallinn er því h. u 700,000, en ef frumvarp stjórnarinnar, sem hér hér liggur fyrir nær að ganga fram þá ættu fjárlögin að verða halla- laus. Þetta er það mark, sem vér verðum að setja okkiu’ og stjórnin treystir því, að þingið sé henni sammála um að hér eigi beinlínis að innleiða þá meginreglu. að láta búskapinn bera sig árlega. Að því er þetta skattafrumvarp snertir, þá geri eg ráð fyrir að allir geti orðið ‘sammála um, að rétt sé að leggja skatt á óhófsvöru, en um hitt verð- ur fremur deilt, hvort rétt sé að h’gg.ja stimpilskattinn á allar að- fiuttar vörur. Rétt þykir ynér að geta þess, að í raun og veru gætir þessa skatts lítið á nauðsynjavör- unum, hann er svo smár, en hans gætir mikið í landssjóðnum, auk þess sem hann á að eins að ná til áramóta 1921, en fyrir þann tímá á að* vera búið að endurskoða alla skattalöggjöfina og or nii þegar byrjað á þessari endurskoðun og hefir stjórnin kosið til þess starfs mað sér tvo hagfræðinga, og liefir svo hugsað um að bæta við tveim mönnum með praktiskri þekkingu krónur 166,666.64 975.000,00 195,833,30 266,666.67 444,622.77 166,200.00 480,674.52 til þess að endurskoða þessi mjög svo þýðingarmiklu mál, en mér virtist rétt að láta bíðá að tilnefna þá menn, svo næsta stjórn eigi kost á að velja þá eftir sínu höfði, en það virðist réttmætt, því sú stjórn é að bera fram hina endurskoðuðu skattalöggjöf. — Eg sé ekki ástæðu til að svo stöddu að fara nánar inn á þetta skattafrumvarp; vil leyfa mér að leggja til að því verði að afloknum umræðum vísað til fjár- hagSnefndar. Að lokum vil eg svo segja þetta. Astæðan til þess að stjórnin getur skilað fjárhagnum svo vel úr hönd- um til næstu stjórnar, er meðal annars hin góða samvinna milli þingsins og stjórnarinnar um skattamálin. Þingið hefir skilið hina brýnu þörf á því að afla land- inu tekna, og hefir látið hina eðli- legu óánægju, sem fylgir hverju nýju skattafrumvarpi, eins og vind um eyrun þjóta. Sannleikurinn mun nú einnig vera sá, að stjórnmálá mennirnir verða að lokum i ekki dæmdir eftir því, hvað margar hnútur hafi fallið í garð þeirra, eftr því hvað miklar tilraunir hafa vcrið gerðar til að sverta þá og gcra lítið úr þeim, heldur eftir þeirri niðurstöðu, sem er ávöxtur af starfsemi þeirra. Mitt síðasta orð verður nti, það sem eg vona að verði fyrsta orð hins næsta fjármálaráð- herra: Vakið yfir því að landsbú- skapurinn beri sig árlega, og gleym- ið ekki að íslenzka þjóðin, í fjár- málunum eins og í öllu öðru, verður aðallega að læra að treysta á sig og sig eina, því sjálfs er liöndin hollust. Yfirlysing Undirritaðir alþingismenn höfum gert með oss samband um kosning- ar innan þings og erum utan hinna gömlu flokka, enda eru þoir flokk- ar alð vorri skoðun orðnir úrelt nöfn og viljum vér ekki teljast til neins þeirra. Alþingi. í febrúar 1920 Gísli Sveinsson, Ó. Proppé Einar Þorgilsson, Sveinn Bjömsson. Björn Kristjánsson, M. Guðmundss Jakob Möller, Magnús Péturpson, Sig. Stefánsson, Jcn A Jónsson. Erl. símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn 17- febr. Frá London kemur staðfesting á því, að breytt hafi verið framsals- kröfunni vegna þess, að ræðis- mannasveit Breta í Berlín gekk ríkt eftir því við Lloyd Geórge að það væri gert. Kastast í kekki. Wilson hefir sent bandamanna- þjóðunum tilkynningu um það, að hann vilji ekki framar koma nærri friðarráðstefnunni, ef Frakkar og Bretar haldi fast við ákvörðun Lloyd George um Adriahafsmálið. Millerand hefir þegar sent Banda ríkjunum harðort svar, þar sem hann mótmælir þessári íhlutun. « \

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.