Ísafold - 23.02.1920, Qupperneq 4
/
4
r.m jafnlangan tíma og áður greink'.
2. Sýni læknisvottorö um aö liann
hafi enga líkainsgalla, sem haft geti
áhrif á þessa framtíöarstarfsemi hans.
3. AÖ hann sé fullra 18 ára aö aldri.
Svohljóöandi greinargerö fylgir frv.:
paö hefir leikiö orö á því, aö kunn-
áttu í meöferö og hiröingu mótorvéla
hafi verið mjög ábótavant frá því fyrst
var farið að nota þær hér á landi, og
svo mun enn vera, þótt nokkur breyt-
ing hafi orðið á þeasu hin síðustu árin.
En þrátt fyrir það þótt námsskeið fiski-
lélagsins, til fræðslu í þessari grein, hafi
haft góðan árangur, þá er langt frá því,
íiÖ þau hafi verið ful’lnægjandi, sem
eðlilegt er vegna margvíslegra erfið-
leika svo sem vöntunar húsnæðis og
ýmsra nauðsynlegra áhalda, enda hafa
þau nú lagst niður, vegna þess að eng-
inn hæfur maður er fáanlegur til að
halda kenslunni áfram með því fyrir-
komulagi, sem verið hefir.
par sem það er vitanlegt, að árang-
urinn af útgerð mótorskipa er að miklu
leyti undir því kominn, að vélamar séu
í góðu lagi, og að lífi fjölda manna er
hætta búin, ef svo er eigi, þá ætti öll-
um að vera augljósl, að nauðsyn ber til
að þegar séu gerðar ráðstafanir til að
ymenn eigi kost á að afla sér nauðsyn-
legrar fræðslu í þessari grein.
pess vegna er fmmvarp þetta fram
komið.
Harðmdi á Norð^rSandi.
Svo segja þeir NorSlendingar, er
diér eru nú staddir í bænum, að
mjög hart sé um alt Norðurland.
Hafa verið þar algerð jarðbönn
síðan um miðja jólaföstu, svcf hver
'skepna hefir verið á gjöf síðan.
Eru snjóþyngsli ekki afskapleg, en
áfreðar svo miklir, að gaddstorka
er á hverjum hnjót. Segir bændum
því þungt hugur um heyforða sinn,
ef þessu fer fram. Þó kváðu hey-
birgðir manna hafa verið sæmileg-
ar í haust. En flogið hefir fyrir, að
iarið væri að skera af heyjum í
Iiúnavatns- og Skagafjarðarsýslu.
Síldsemþjóðarfæða
Eins og margir munu vita, fram-
leiða Bandaríkin í Ameríku ósköp-
in öll af mais. Og þar í landi er sú
komvörutegund mikið notuð til
manneldis, þótt hún sé með öðmm
þjóðum venjulegast talin skepnu-
fóður.
Bandaríkjamönnum Möskraði
það, að Evrópuþjóðirnar, sem
þurftu á svo geypimiklu aðfluttu
hveiti að halda, skyldi ekki nota
maisinn til manneldis, þar sem hann
var bæði miklu ódýrari en hveiti,
íiæringarmeiri og hollari. Og til
þess að reyna að kenna Evrópu-
þjóðunum átið á mais og um leið
skapa markað fyrir framleiðslu
sína, gerðu Bandaríkin út stóran
leiðangur til Evrópu fyrir nokkr-
um ámm. 1 leiðangri þessum vora
hinir færustu matreiðslumenn, sém
kunnu upp á s-ína tíu fingur að
matreiða mais í allskonar myndum
og gera úr honum hinar lo-stætustu
kræsingar og fínustu brauð.
Hvort leiðangur þessi hefir bor-
ið tilætlaðan árangur, vitum vér
eigi, en hugmyndin var góð, og os’s
virðist, að með því að taka hana
upp dálítið breytta, mundi hægt að
kenna íslendingum að eta síld, en
þess þurfa þeir nauðsynlega. Það
mundi margborga sig fyrir landið,!
að senda stóran hóp kvenna og
karia til Svíþjóðar, til þess að læra
matrefðslu og meðferð síldar, og
láta svo sendimenn þá, er þeir eru
heim komnir, kenna síldarmat-
rciðslu í hverju bygðarlagi á land-
inu. Þó þetta kostaði marga tugi
þúsunda, eins og það eflaust mnndi
gera, borgaði það sig samt á miklu
skemri tíma heldur en nokkur mað-
ur mun geta gert sér í hugarlund.
Með því að kenna íslendingum
að eta síldina, er óteljandi margt
unnið. Yér skulum aðeins henda á
þetta: Þá skapaðist síldarmarkað-
ur hér í laniinu. Fiskinn, sem er
mikíu tryggari verzlunarvara, gæt-
um við þá sparað við okkur og eins
kjöt. En báðar þessar vörnr, fiskur
og kjöt, hafa altaf verið í miklu
hærra verði en síldin, samanborið
við næringargildi. Þjóðinni mundi
þá sparast mikil matvörakanp frá
útlöndum og er við það margfald-
ur hagur. Hún mundi þá geta flutt
út meira en nú er gert, af kjöti og
fiski, og á þann hátt hætt verzlun-
arviðskifti sín við útlönd. Fæðis-
kostnaður mundi minka að miklum
m.un og er það augsýnn gróðaveg-
ur fyrir alt landið.Og síðast en ekki
sízt mundi þetta verða hin bezta
lyftistöng fyrir íslenzka síldarút-
veginn, enda þótt ísTenzka þjóðin
tæki ekki nema svo sem % af síld-
inni til eigin notkunar eða ekþi svo
mikið.
Margur mun nú ef til vill segja,
að óþarft sé að sen^Ia menn utan til
þess að læra matúeið-slu síldar og
/meðferð. Það sé ofur auðvelt að
læra það af raatreiðslubókum. En
sannleikurinn er sá, að matreiðsln-
bækur eru lélegir kennarar og sézt
það meðal annars á því, að meðan
á stríðinn stóð, var gefin út síldar-
r -atreiðslubók, en hún hefir, að því
er vér bezt vitum, a-lls eigi aukið
eftirspurn síldar hér innanlands.
Ennfremur her þess að gæta, að
fyrirsagnir í bóknm nm meðferð
matvæla geta aldrei orðið eins góð-
ar og verkleg matreiðslukensla.
Svíar eru taldir vera fremstir í
því, að kunna að matreiða síld, enda
eta þeir meira yi‘ síld en nokkrum
öðrum mat. í fínustu veizlum þar í
landi eru frarn hornir ótal réttir
síidar og nægir það til þess að sýna
hvert álit Svíar hafa á þeirri fæðu.
En á hitt ber einnig að líta, að það
er nokknr vandi og állmikil fyrir-
höfn s-em fylgir því að framreiða
síldina. Og við því er tæplega að
búast, að húsmæðnr í kaupstöðum,
sem hjálparlaust þurfa að annast
stóran barnahóp og hald'a öllu hrein
legu innan húss og utan, hafi tíma
til þess að hreinsa síldina eftir öll-
um listarinnar reglum. En þær eiga
heldur eigi að þnrfa þess. Þær eiga
að geta fengið síldina framreidda
á hvern hátt íem þær óska, í mat-
vöraverzlunnnnm, eins og siður er
erlendis. Og með því, að inatvöru-
verzlanimar hafi síldina þannig á
boðstólum, t. d. hér í Reykjavík,
skapast undir eins markaðnr fyrir
hana. En til þess þurfa matvöru-
verzlanimar að hafa mann eða
menn, sem knnna að fara með síld-
ina og búa hana'undir matreiðslu.
Þetta mál er svo þýðingarmikið
fyrir þjóðina, að voru áliti, að vel
er þess vert, að eytt sé tugum þús-
unda til þ-ess að kenna þjóðinni að.
nota þessa hollu, góðu og ódýru
fæðn. Það fé, sem til þess gengi,
kæmi fljótt inn aftur margfaldað.
ÁIOi D
Mannslát
Sú fregn hefir borist hingað frá
Kaupmannahöfn, að þar hafi látist
iír inflúenzu frú Theodora Peter-
sen, dóttir Gísla Lárussonar kaupm,
í Yestmannaeyjum, ung kona, að
eins 33 ára aðaldri. Hún var gift
Osvald' Petersen, dönskum manni,
sem er eigandi að stórri sögunar-
mylnu í Idaho í Ameríku. Höfðu
þau hjónin dvalið vestra í 11 ár, en
voru nú komin til Kaupmamu*hafn ■
ar á leið hingað, er frúin veiktist af
inílúenzu.
Frú Theodora var, að sögn kunn
ugra, göfug kona, framúrskarandi
fríð og gáfuð vel. Pjöldi vina í Yest-
mannaeyjum og víðar harma lát
hennar.
Þau hjónin áttu tvær dætnr efni-
legar.
•--------o--------
Kcilavaiidrœðin.
Ekkert hefir enn raknað úr kola-
vandræðunnm.nema hvað Villemo-
es flutti 207 smálestir hingað. Munn
þan kol aðallega vera ætluð skip-
unum og ef til þill sjúkrahúsunum,
ef þess gerist þörf. Bæjarmórinn
hefir orðið mörgnm til hjálpar nú
í kuldakastinu, en hann mun vera
búinn eða þá alveg á förum.
Baðhúsið hefir verið lokað nnd-
anfarið og lítil líkindi til þess að
það verði opnað aftur fyrst í stað.
Því miður er ekki hægt að nota
koks þar. Baðhúsið þarf tæpa smá-
lest á viku, þegar þa ðer opið alla
daga vikunnar.
Eftir svo sem þrjá daga verður
að stöðva mulningsvél bæjarins.
Fyrir náð tókst að útvega nokkur
skippund kola, en koks verða eigi
notuð til hennar.
Vitanlega bætir það ástandið mik
ið þegar koksið bemur á markaðinn
Því til flestra ofna er það nothæft,
og sumstaðar betra en kol, að
minsta 'kosti betra en kolamylsna
landsverzlunarinnar, sem seld hefir
verið í vetur.
Loks höfum vé rsannfrétt það,
að ekki muni með öllu von'laust að
Bretar íáti af hendi nokur kol til
íslendinga. Er nnnið að því máli
nú og væri óskandi að það bæri
árangur. Því annars er ^Eyrirsjáan-
legt að botnvörpungamir geta ekki
stundað fiskveiðar í salt um vertíð-
ina.
,Kemiir mgm »i8‘.
í Alþýðubl. 20. þ. m. ritar Héðinn
V aldimarsson, skrifstofustjóri Lands
verzlunarinnar grein undir fyrir-
sögninni: „Það kemur engum við‘ ‘.
Minnist hann þar á aðfinslur „Vís-
is“ og „Morgunblaðsins“ út af
rekstri Landsverzlunarinnar og við
m’kennir, að það sé réttmætt hlut-
verk blaðanna að gagnrýna hann,
sem og aðrar opinberar gerðir.
,,En“, spyr greinarhöf., „hversvegna
sæta þeir einstaklingar sem gera
sbissur, ekki ákúrum“. Og minnist
hann í því sambandi sérstaklega á
síldarsölumálið og kjötsölumálið,
sem bakað hefir landinu margra
miljóna króna tjón að þessu
sinni. VIII hann láta eitt ganga
yfir alla, hvort heldur ern einstakl-
ingar, bæjai’félög eða stjórnin. Og
lofar þessu að síðustu, fyrir hönd
Alþýðnflokksins: „Alþýðuflokkur-
inn mun jafnan telja skyldu sína, að
hafa eftirlit með atvinnurekstri
„einstaklinga“ sem landsins.Þaðmál
korrmr öllum við“.
Það er nú svo. Stefnan sem kemur
fram í þessari grein Iléðins er í raun
og veru hrein sameignarstefna.
Eftir hans kenningu gildir einu,
livort maður tapar eigin eigni sinni
eða annara, sem hann er settur yfir.
En illa getur þessi kenning sam-
rýmst þeirri skoðun á persónulegu
frelsi, sem ráðandi er í heiminum.
Og jafnvel leyfilegt að efast um, að
þeir hinir sömu, sem halda henni
fram mundu álíta það réttmætt, að
farið yrði að beita þeirri kenningu
Vð þá. Mundi Héðni t. d. ekki finn-
ast það óþörf tiltektarsemi, ef farið
væri að finna að því í blöðunum, að
hann hefði beðið eignatjón á kola
verzlun eða síldarútgerð 1 Eða hann
væri víttur opinberlega fyrir það,
að hafa varið eignum sínum til hluta
bréfakaupa í félagi, sem tapaði af
viðráðanlegum orsökum eða óvið-
ráðanlegum. Manni verður á, að
halda þetta, þegar þess er minst, að
sumum aðstandendum Landsverzl
unarinnar virðist stundum finnast,
að rekstur hennar sé hafin yfir gagn
rýni almennings.
Meðan eignarréttur einstaklinga
er viðurkendur, hlýtur að verða
gerður greinarmunur á því, hvort
það er cinstakra manna fé, eða al-
mennings, sem farið er með. Maður,
sem rekur atvinnufyrirtæki er hann
á sjálfur, tapar eigin eign sinni en
ckki annara ef illa gengur. í hlutafé-
lögum ber stjórnin ábyrgð gagnvart
hluthöfum og þegar um þjóðarfyr-
irtæki er að ræða, verða stjórnend-
urnir að svara til sakar gagnvart
öllum almenningi. Einmitt þetta at-
riði, að stjórnendur opinberra fyrir-
tækja fara með annara eignir, er að-
almismunur kaupmannáverzlunar-
innar og verzlunar sem rekin er á
landsins ábyrgð eða kaupfélaga. Og
livað hefir t. d. stjórn Landsverzl-
unarinna sér til afsökunar fyrir öll-
um sínnm skakkaföllum annað en
það að hún sé að fara með annara
fc og þori þessvegna ekki, að eiga
mikið á hættu. Hún hefir jafnvel
borið þetta fram til réttlætingar sér,
þar sem það hefir alls ekki átt við,
t. d. í kolamálinu nýja.
Óskiljanlegt er það, og kemur úr
hörðustu átt, að Héðinn finnur Mbl.
það til foráttu, að það hafi verið
hljótt um kjötsölu Sláturfélagsins.
E þetta er eltki rétt, og mun „vara-
formaður“ félagsins geta sannfært
hann um það.
Greinarhöf. kemst að þeirri niSur-
stöðu, að kaupmenn og útgerðar-
menn hafi eyðilagt síldarútveginn
með bralli. En hann minnist ekki á
hvað landsstjórnin hefir gert til
þess, að ráða niðurlögum þess at-
vinnuvegar. Eftir að útgerðarmenn
voru farnir að ráða til sín fólk og
liöfðu afráðið í hve stórum stíl þeir
stunduðu veiðina, og eftir að ver-
tíðin var byrjuð, sendi Alþingi þeim
átvinnuveg illar sendingar, sem ollu
því, að ekki veitti af háu verði. Og
eigi var í haust fyrirsjáanlegt, það
Það er líkast kösningabeitu, er
verðhrun sem síðar kom á daginn.
greinarhöf. vill kenna útgerðarmonn
um um húsnæðisleysið í Reykjavík.
Þá mætti eins vel Um kenna Lands
verzluninni t. d. og öllum þeim at-
3
Fr. M. White: Den forsvundne Traktat
2,00. Do: De fire Pingre 2,00. Tom
Gallon: Död Mands Kærlighed 2,00.
Eastwick: Den kinesiske Kniv 2,00.
Daniel Lesuer: Gengældejsen 2,00. H.
M. Savage: Det giftige Pulver 2,00.
Sacher-Masoch: De Mætte og de Sultne
2,00, för 4,00. Harald Iíaage: Pru
Berete, interessant Roman, kun 1,50.
Do: Arabella, en Bog om det smukke
Kön, 2,00., Westergaard: Professor
Erotikus 2,00. Do: Den rette Forstaa-
else. Erotik. Kun 2,0ð. Borchgrevink:
Nærmest Sydpolen, med mange Illu-
strationer, Farvetryk og 6 Karter, nu
kun 5,50 för 14,50. E. Kornerup: Ara- ,
ber, interessante Oplevelser, kun 2,50.
Khadia: Om Livet i Indien, kun 1,50.
A. Schopenhauer: Om Elskov, Kærlig-
hedens Metafýsik 0,75. Elskovslæren,
id. kun 1,00. Schultze-Naumburg: Kvin-
delegemets Kultur, med 131 Illustra-
tioner, elegant udstyret 4,00. Moderne
Danse,, med 200 fint udförte Illustra-
tioner, kun 2,50. Dr. med. A. Nyström:
Könslivet og dets Love 4,50. Do: Kær-
ligheden og Sundheden 4,50. Dr.
Sehmidt: Eorholdet mellem Mand og.
Kvinde 2,50. Kirchhof: Haandbog i
Autogen Sveisning, rigt ill. og indb.
4,00. Brantome: Das Leben der galanten
Damen', eomplet Ausgabe, kun 3,50.
Das Heptameron, grosse Vignetausgabe
kun 4,50. Cassanova: Erinnerungen
aus galanter Zeit, unverkurtz, 111. Aus-
gabe, kun 5,00. Jón Jónsson: Sögu-
ágrip um prentsmiðjur og prentara á
Islandi 2,00. Bögerne sendes mod Eftet'-
krav fra
Palsbek Boghandel
Pilestræde 45. Köbenhavn K.
vinnurekstri öðrum, sem lánsfé verð-
ur að notfú
Það sem greinarhöf. segir um at-
vinnuvegina í heild sinni, er tægt
að fallast á. Þeir eru „samfeld heilcl,
sem við verðum að sjá um að séu í
sem beztu lagi, ef almenningi á að
líða vel“.
En hitt atriðið,'að útgerðarraenn
hafi eyðilagt síldarútveginn með
heimskulegu gróðrabralli mótmu.lir
sér sjálft. Og eftir þeirri reynsln,
sem fengist hefir á hinu opinbora,
sem atvinnurekanda væri tæplega
hægt að búast við betri árangri, þ'
landsstjórnin færi að láta stunda
síldveiðar, jafnvel þótt það fyrir-
tæki væri látið njóta skarttfrelsis og
hlíft við þeim álögum sem nú bvíla
á útveginum.
BráðabirgðaspHali
í Baniaskólaniiin.
Inflúenzunefnd bæjarstjórnar-
innar hefir pantað 100 rúm hjá
trésmiðum hér í bæ til þess að vera
við því búin að hjúkra fól-ki, ef in-
flúenzan skyldi koma. Því miður
er helzt útlit til þess að eigi fáist
smíðuð 'svo morg rúm, vegna þess
að timburskortur er í hænum. En
helmingurinn ætti að fást.
í gær voru tvær kenslustofur
barnaskólans teknar til umráða
fyrir farsóttanefndina og var rúm-
um uppbúnum að öllu leyti komið
þar fyrir. Komi inflúenzan er því
þegar í stað hægt að taka við sjúk-
hngum.
Þá hefir nefndin og trygt sér
læknir, ráðsmann og matreiðslu-
konu til bráðabirgðaspítaíans í
Barnaskólanum.