Ísafold


Ísafold - 04.10.1920, Qupperneq 4

Ísafold - 04.10.1920, Qupperneq 4
4 ÍSAFOLD Khöfn 29. sept. Wilson fyrir landsdóm. Frá London er símað, aS Ed- monds, þingmaður frá Filadelfíu, krefjist þess, að. Wilson forseta verði stefnt fyrir landsdóm, sakir þess, að hann hafi neitað að sam- þykkja sjólagafyrirmæli, er þing- ið hafði samþykt, verzlunarflota Eandaríkjanna til eflingar, um af- gjaid af vörum, sem sendar eru með útlendum skipum. Meiri Muti kaupsýslumanna Bandaríkjanna fylgir Wilson að málum. Óeirðirnar í írlandi. Frá BeOfast og Duhlin er sím- að, að óeirðum iinni hvergi í ír- iandi- Bolshvíkingar í Þýzkalandi. Frá Berlín er isímað, að hinir róttækustu byltingamenn meðai óháðra jafnaðarmanna hafi náð undir sig blaðinu „Freiheit“ og rekið ritstjórnina frá. Lántökur Norðmanna og Dana. Frá Kristjaníu er símað, að Norð- menn hafi fengið 20 -milj. dollara gjaldeyrislán í Ameríku fyrir milli- göngu „National City Bank“ af New York. Vextirnir eru 9%. Nationaltidende segj-a frá því, a8 Danir -hafi -einnig fengið 20 milj dollara ríkislán í Ameríku- ' i1$'* 'í’ri úl' Hfttjtal t Kameneff faJlinn í ónáð. Rvikur-aDDáll. Maður druknaði í Englandi af botn- vörpungnum Agli Skallagrímssyni í síð u-stu ferð hans. Eór skipið frá Fleet- vood án þess að vita með vissu um ör- lög mannsins. En á laugardaginn var kom -skeyti er flutti þá fregn, að lík hans hefði fundist í sjónum. Maður- inn hét Eyþór Stefánsson, ungur mað- ur héðan úr bænum. Konungsafmælisveizlan á Hótel ís- land 26. fyrri mán. fór ágætlega fram. Mælti Jón Magnússon ráðherra fyrir minni konungs, Knud Zimsen borgar- istjóri fyrir minni Danmerkur, Jón Helgason biskup fyrir minni íslands, er. Falkenistjeme sendiherra og yfir- foringi Islands Falk þökkuðu ræðurn- ar. Samsætið var hið ánægjulegasta og stóð til miðnættis. Guðm. Ólafsson hæstaréttarmálaflutn ingsmaður hefir verið settur forstjóri Brunabótafélags íslands í stað Sveins Björnssonar sendiherra. Botnia fór héðan til útlanda kl. 5 á fimtud. Farþegar voru héðan m. a.: Sveinn Björnsson sendiherra, Emil Tkoroddsen listmálari, Magnús Guð- mundsson fjármálaráðherra, Tofte bankastjóri, HjaJti Jónsson skipstjóri, Frederiksen, forstjóri Kol & Salt, frú Anna Friðriksson. Helgi Vellejus blaðamaður snögga ferð til Færeyja. Nýjasta húslestrabókín: Árin og eilífðin Prédikanir eftir Harald Nielsson próíessor í guðfræði.. Kostnaðarmaðnr Pétnr Oddsson kaupm. Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala hjá Isaíoldarprentsmiðju h.f. c7oréin cTClöóunes i fnsÍQysusfr. fíre,ppi fæst til kaups og ábiiðar í næstkomandi fardögum 1921. — Jörðinni fylgja öil hús, peningshús og pakkhús við sjó, og ern þau öll járnvarin, Jörðin liggur jafnt tiJ sjós og sveitar. Upplýsingar gefur Teiíur Poríeifsson, á Hlöðunosi. Kaupmannaráð íslands í Danmörku hefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum íslenzknm kaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlnn lýtur. Indbringende I varig w JLi C ¥ C ¥ Til at agitere blandt privrfte med vort prisbillige stærke Skole- og Arbejds-Fodtöj söges distriktsvis en dygtig -og flittig Agent. Store Salgsmuligheder i bvert eneste Hjem. God Provision. Dansk Patent Fodtöjsfabrik A.S. Kvistgaard St. ey-stir Jóns Auðunnis bankastjóra, Pe- og Bandaríkjanna, út af mnflutn- ingi Japana til Bandaríkjanna. Konungsstjórn í Bayern/ Khöfn 26. sept. Frá Berlín er símað, að verk-a- menn í Bayem séu í það búnir að hefja allsherjar verkfall, ef fyrir- ætianimar um -að koma þar a konungsstjóm komist í fram- kvæmd. Landamæri Þýzkalands og Danmerkur. Frá Aabenraa er símað, að landamæranefnd Dana og Þjóð- verja hafi með öllum atkvæðum samþykt eina o-g sömu tiliögu nm landamæri Danmerkur -að sunnan. 1 Danska þingið á að koma Sia-man 5. október. Fimtugs afmæli konungs. 80 þúsnndir manns tókn þátt í skrúðgöngu til Amalínhorgar á fimtngsafmæli Kristjáns konungs í fyrradag. Khöfn 28. sept. y Stjómarskifti í Svíþjóð? Frá Stokkhólmi er símað, að Branting forsætisráðherra sé reiðu- ihúinn að leggja niður völdin, en hsnin hafi þó ekki beðið konung lausnar enn. Konungur hefir beðið ráðun-eytið að gegna stjórnarstörf- nm til bráðabirgða. (Þingkosningar eru ný afstaðn- ar í Svlþjóð, og hafa þær eftir þessu gengið Brantings stjóminni á Tjentsin. Reuter skýrir frá því, að Kín- verjar hafi tekið við völdnm Rússa í Tjentsin. Samsæri í Budapest. Frá Budapest er símað, að lög- reglan þ-ar hafi komi-st fyrir yfir- gripsmikið s-amsæri kommunista, sem hafði það markmið, að drepa ýmsa mikilsháttar stjómmálamenn á eitri. Kristjáu konungur hefir tekið sér ferð á hendur til Suður-Jótlands og er væntanlegur heim á föstudag. 1 Khöfn 28. sept. Bandamenn gramir við Norðurlönd. Símað er frá París, að vart hafi orðið gremjn til Norðurlanda á fjármálaráðstefnunni í Brússel. I Viðsjár með Bretnm og Bandaríkja- mönnum. Símað er frá London, að í Bandaríkjunum hafi verið stofnað nýtt fjármálabandalag gegn Bret- um, sumpart með þýzk-amerískum skipaverksmiðjum, sumpart með þýzk-fransk-amerískum fjármála- mönnum. Pólverjar hefja sókn á ný. Pólverjar hafa hafið nýja sókn -gegn Rússum við borgima Grodno- I ! Wrangel hershöfðingi býður öllnm rússneskum embættis- mönnum að hverfa heim á næstu mánuðum (til Suður-Rússlandsf). I Bayem ekki konungsríki. Frá Berlín er símað, að ekkert hafi orðið úr því, að Bayem yrði lýst konungsríki þegar landvamar- herinn hélt skotæfingar sínar. Raaes fréttastofa skýrir frá því, að Kameneff sé fallinn í ónáð hjá Lenin-stjóminni, hafi verið sviftur öllum trúnaðarstörfum og sendur thl vígstöðvanna. Hemaður Pólverja. Frá Varsjá er símað, að Pólverj- ar hafi tekið Grodno herskildi. Litháar hafa skorað á Þjóðbanda lagið að rannsafca ástæður þær, sem Pólverjar hafi haft til að hefja her- för á hendur þeim. „Vér morðingjar“ í Stokkhólmi. Frá Stokkhólmi er símað, að Kungliga dramatiska Teatern ætli að leika „Vér morðingjar" eftir Kamban. Khöfn 30. sept. Fjárhagur Þjóðverja. Frá Berlín er símað, að Helffe- rich, fyrrum f jármálaráðherra, spái því, að fjármálastefna sú, sem nú sé npptekin (í Þýzkalandi), leiði til þess, að rekstursfé og auður ein- stakra manna verðj gert upptækt. Ríkisskuldir Þjóðverja eru nú 283 miljarðar marka. Bolshvíkingar í Mexíkó. Til Parísar hefir sú fregn borist, að bolshvíkingaóspektir magnaðar séu í Mexíkó, og -að ráðist hafi verið á stjórnarbústaðinn. / Hemaður Pólverja. Frá Varsjá er símað, -að pólski herinn haldi áfram sókninni norð- austur af Grodno og hafi tekið 4000 famga. — Samningar eru teknir upp aftur milli P-ólverja og Litháa. Sænsku kosningarnar. Frá Stokkhólmi er símað, að úr- slit nýafstaðinna kosninga til neðrj málstofunnar ha-fi orðið sem hér segir: íhaldsmenn náðu 72 þing- sætum (áður 57), bændur 28 (áður 14), frjálslyndi flokkurinn 47 (áður 62), gætnari jafnaðar- menn 76 (áðnr 86), róttækir jafn- aðarmenn 7 (áður 11). Samsæti það, sem Sveini Björmsyni scndiherra var haldið í Nýja Bíó áður en hann fór -alfarinn héðan úr bæn- um, var fámenniara en vera bar. En tíminn var naumur og búi-st hafði ver- ið við, að honum yrði haldið alment eam-sæti fj'rir tilstilli bæjarstjórnar. Um 30 vinir sendiherrans og flokks- menri -sátu isamsætið. Talaði þár síra Ólafur Óialjsson fyx'ir minni heiCurs- gestsins. Hjúskapur. f síðastliðnum júlímán- uði voru gefin -saman í hjónaband í Winnipeg ungfrú Elín Eggertson og Jón' H. Gíslason kaupmaður, sonur Gísla heitins Helgasonar kaupmanns. 25. f; m. voru gefin saman í hjóna- band af sr. Ólafi Ólafssyni fríkirkju- presti ungfrú Agústa Guðmundsdóttir og Þórðnr Símoriarson sjóm-aður. Einar Jónsson myndhöggvari mun nú vera nýfluttur í liina nýju ^búð sín-a í húsi því, er geyma á verk hans. Er húsið nú að mestu leyti fullgert. Og er Einar farinn að taka upp -sumar myndir sínar úr umbúðunum frá Kaup mannahöfn, og mun fara að koma þeim fyrir í sal þeim, sem þær eiga að standa í. Húsið er hið veglegasta og mun mönn um tíðförult þangað, þegar verk Ein- ars eru orðin þar til sýnis. Botnía kom frá ísafirði s. 1. Iþriðjud. V-estur tii ísafjarðar og hin-gað aftur voru þessir farþegar: Ólafur Ólafs- son prófastur frá Hjarðarholti, Olgeir Friðgeirsson stórkaupm., Seheving Thorsteinsson lyfsali, Magnús Thor- -stein-sson baúkaritari, Anna Thorstein-s son un-gfrú,, Þórhild Thorsteinsson ung frú, Es-ter Barteis frú, Magnús Matt- hías-son kaupmaöur, ungírú Larsen eiam. pharm. frá Hafnarfirði. — Frá ísafirði komu: Jón Auðunn Jónsson bankastjóri, Karl Olgeirsson kaupm., Rannveig Sturludóttir ungfr., Guðrún Helgadóttir ungfr., Gyllholm sænskur síldarkaupm.,, María Ólafsdóttir ungfr. Heller sænskur síldarkaupm., Tómas- ína Skúiadóttir ungfr., María Thor- steinsson ungfr. — A leið til útlanda frá fsafirði: Karítas Jónsdóttir angfr., teræn skipstjóri, með f jölskyldu, mesti sæmdarnfaður sem hefir dvalið hér á landi um 20 ár. Au:.t-þýSing Bjarna Jónssonar frá Vogi. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir nú lokið við fyrri hluta þýðingar sinn- ar á hinu heimsfræga skáldriti Goethes „Faust“. Er Faust talinn stærsti gim- steinn heimsbókmentanna að fornu og nýju, og er gleðilegt til þess að vita, að Iþýðing þessi, isem er talin ágæt af þeim, er lesið hafa, skuli bráðum vænt- anleg á íslenzkan bókamarkað. Fyrri hlutinn er samstæð heild út -af fyrir sig og mun fylgja útgáfu þessari, sem er áætluð 20—25 arkir (320—400 bls.) æfisaga Goetbes og ítarlegar efnisskýr- ingar. Nokkrar myndir munu og prýða útgáfuna. Er hún boðin áskrifendum fyrir að eins 20 krónur í bandi, en verður eflaust dýrari fyrir þá, er ekki gefa sig fram núna; bókin er væntan- leg um jólaleytið. Askrifendalisti ligg- ur frammi nokkurn tíma í bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar. Menn flýta fyrir útgáfunni með því að gerast á- skrifendur strax og tryggja sér um leið ágætisverk fyrir gjafverð eftir nú- verandi bókaverði. • EldsvoSi. í síðustu viku kom upp eld ur í verzluninni Skógafoss. Varð annar eigandi verzlunarinnar, Sveinn Gísla- -son kaupm., fyrst eldsins var. Hafði kviknað í brensluspritti. Brunaliðið var kvatt á vettvang, En þá hafði Sveini tekist að slökkva að mestu leyti. En við það hafði hann brenst mjög mikið á höndum, handleggjum og lærum, og liggur nú mjög þungt haldinn. Skaði var lítill af brunanum. Bessastaðakirkja. í síðastl. viku átti að byrja -að gera við kirkjuna á Bessa- stöðuni, og liefir Þorláki Ófeigssyni verið falið iað annast það. Er það eink- um þakið sem þarf bráðrar aðgerðar, því það lekur, og befir komið fúi 1 gólf ið -af lekanum. Eins og fyr befir verið minst á í blöðunum, hefir Máttbíaa fornmenjavörður gengist fyrir því, að kirkjan fær þessa aðgerð, ogsafnað til þess um 4000 kr. með frjálsum sam- -skotum. Mun sú fjárbæð að vísu skamt hröklcva á þessum tímum, en bætir þó úr bráðustu þörf. Itíkarður Jónsson mvndhöggvari mun fara með íslandi næst í hina fyrir- huguðu Rómaför sína. „Valdero“ heitir seglskip, sem legið hefir við Örfiriseyjargarðinn undan- farið. Fyrri mánudagsnótt sökk skipið án þess menn viti til þess nokkra orsök. Þorst. Jónsson frá Seyðisfirði á -skipið og bíður hann hann við það allmikið tjón. Ólíkt tíðarfar. Mjög skiftir í tvö horn um tíðarfar á Norðurlandi og Suðurlandi. Þegar þrumur og eldingar gei-suðu bér -síðast og ollu -skemdum, og ofsaistormur var á, var hið mesta blíð- viðri á Norðurlandi, sól-skin og logn — •segir maður í -símtali hingað, sem var -á ferð yfir Siglufjarðarskarð sama morguninn og eldingarnar voru bér. „Árin og eilífðin“ heitir nýútkomin bók eftir Harald Níelsson prófessor. Er það safn af ræðum hans, og er ætl- að til húslestra. Mikil bók og merki- leg. Verður hennar nánar getið síðar hér í blaðinu. 4'

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.