Ísafold - 13.10.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.10.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD Bréf frá Italiu. Eftir Siqfús Blöndal. X. Eg er einn á gangi eftir gili í hálsinum fyrir ofan Santa Margherita. Leiðinni er heitið upp að Nosfarego, íallegri kirkju og prestsetri þar í hliðinni. Þar er talsverður bratti; lækur niðar gegnum klettótt gil og blómskrýdda hvamma; mest ber á i gráu laufi oliutrjánna með fínum mjóum blcðum. Upp við húsmvir- ana eru víða rósarunnar. Viða sjást víngarðar. Þar sem hlíðin er ræktuð, — og það er mikill hluti hennar — «r hún í breiðum stöllum, eins og rið af riði; á þann hátt er hagan- legast að rækta alt; öll vinna fer því fram á jafnsléttu, h^að bratt eða hátt sem fjallið er; það er mikið mannvirki að fara svo með fjalls hlíð, en þetta er algengt hér og «ins i Suður-Frakklandi og Sviss. Yið það ávinst margt, meðal ann- ars það, að fína moidin ekki sóp- ast burt frá efri stöðum niður i dal- ina þegar rigningar ganga. Ea eg er nú ekki beinlínis að hugsa ,um búnaðinn hér. Þvi niðri i hvamminum, við lækino, situr ung stúlka og tr að þylja eitthvað. Hún hefir upp sömu orðin aftur og aftur, svo mér er ómögulegt annað en hugsa þau. Og eg sé hvað hún er að gera. Hún er að reyta blöðin af baldursbrá og spyrja um hvort mað- sur, sem hún elskar, elski sig. Og alt er nú undir þvi komið i hvaða stefi seinasta blaðið lendir. Og svo þylur hún: Mi vuol’ bene, mi vuol’ male, mi ama, mi canzona — (Honum þykir vænt um mig — honum er illa við mig, — hann ■elskar mig, — hann dregur dár að mér). — fiinn bErsyndugi. Skáldsaga .eftir Jón Bjömsson. Það skaut strax mótþróa upp i hug Skarp- héðins. Það var spurt svo hranalega. En hann fann, að hún hafði fullkominn rétt til að spyrja. Arnfríður var auðvitað ekki barn lengur. Hún var fullþroskuð og sjálfráð gerða sinna, bar ábyrgð á sjálfri sér. En hvenær varðar ekki móðir um, að barnið hennar grætur? Hvenær liður réttur móð- uurhjartans undir lok? Aldrei. Það fann Skarphéðinn. En samt gat hann ekki að því gert, að hann svaraði þurlega: »Ekkert, sem þér kemur við<. Hildiríður dökknaði í framan. Hún þagði um stund. Skarphéðni datt í hug, að oft væri blíðalogn á undan fellibyl. »Eg læt mig nú málið skifta samt sem áður«, sagði hún loks. »Þetta er dóttir mín. Mér etendur ekki á sama, þó hún gráti. Eg hefi minsta kosti rétt til að spyrja, hvað valdi þvi, og þann rétt læt eg ekki taka af mér. Og nú spyr eg aftur, hvað hefur borið hér við? Hvers vegna grætur þú, Arnfríður?* Hún sneri sér að Arnfríði um leið. En þar var steinhljóð. Þetta sárnaði henni því meir. Hún dökkn- aði enn í andliti. »Eg hélt, satt að segja, að það hefði verið kærara en svo með ykkur Skarphéðni nú upp á síðkastið,) að hann stæði hér eins og ísjaki yfir þér grátandi*. »Er ekki réttast að bíða með allar skýring- ar þangað til skapið er orðið rótt«, sagði Skarphéðinn. »Og sjálfsagt er réttast, að Arnfríður gefi allar upplýsingar«. Honum fanst í svipinn, að það vera rag- mannlegt af sér að kasta öllum vandanum á hana. En hann sá jafn framt, að hann mundi engu tauti koma við Hildiriði. Til þess voru þau of ólík. »Þið eigið máske eftir að tala meira sam- an. Þú átt kanske eftir að græta hana enn?« spurði Hildiriður. »Við erum búin að tala út. Og þó eitt- hvað væri eftir, mundum við ekki gera það i þinni viðurvist*. Skarphéðinn var rór. Hér var til einskis að láta sér renna í skap. Hildiríði varð þýngra og þýrigra i hug. Hún var óvön því að láta mótmæla sér, óvön við að mæta þeim, sem lét hvergi þokast. Hún tók að ganga um gólf og sté þungt' svo fjalirnar svignuðu. Hún vissi það vel, að i raun og veru þurfti liún einskis að spyrja. Hún vissi alt um samband þeirra Arnfríðar og kennarans. Og henni var ekki síður kunnugt um, að dóttir hennar var heitmey Armanns. En henni fanst óþarft að gera sér samviskubit út af því, þó dóttir hennar væri þarna að stefna út á hálan ís. Henni var það ljóst, að Arnfriði var meiri vegur að því að gift- ast kennaranum en Armanni, þó sæmilegur væri. Hún hafði hugsað sér að brjóta allar mótspyrnur á bak aftur, sem fyrir kynnu að konaa, með ofbeldi, þegar þar að kæmi, Hún hafði því leitt hjá sér að skifta sér nokkuð af þessu, þótti gott, að fundum kennarans og Arnfríðar fór fjölgandi. Hún hafði meira að segja nokkurum sinnum haldið lofræðu um kennarann svo Arnfríður ein heyrði, lýst öllura hans kostum: glæsimensku, göfuglyndi, hjálpfýsi, starfsþreki. Hún vissi hvað hún gerði með þeirri aðferð. En nú þóttist hún sjá, að hér var kominn stífla í farveginn. Og það besta í henni, móðureðlið, og það versta, eigingirnin, hé- gómagirnin, tók höndum saman í vörninni um grátandi barnið hennar. Gott og ilt getur stundum átt samleið. Hún snaraðist að Skarphéðni eftir stundar- korn og sagði: »Ef það er alvara þín, kennari, að svíkja dóttur raína, þá skal þér ekki verða of sæl veran í þessari sveit.« Skarphéðni datt í hug, að hefði karlmaður sagt þetta, mundi hann líklega hafa kastað honum á dyr. En þetta var aldurhnfgin kona. En samt stóð honum stuggur af henni »Er þér kunnugt um, að eg hafi eitthvað að svíkja?*, spurði hann eftir nokkura þögn. Hann hélt enn um stólbakið og hnúarnir hvitnuðu. Röddin var furðanlega róleg, en þó var eins og þungt öldurót í henni. »Það er mér kunnugt um«, svaraði Hilid- ríður. »Arnfriður hefði ekki hagað sér við þig eins og hún hefur gert, ef hún hefði ekki 1 vænst fullkominnar alvöru og einlægni frá þinni hlið «. Nú fanst Skarphéðni óhugsandi annað en að Arnfríður hlyti að svara. Þessu gat hún ekki tekið þegjandi, ef hún var ærleg. Hún vissi sjálf, hver átti hér mesta sökina. Hann beið eftir svari hennar. En hún þagði og grúfði sig ofan yfir borðið. Nú, þá varð hann að verjast einn. »Finst þér það ekki skifta neinu í þessu máli, Hildiríður, að Arnfríður er heitmey annars manns, var búin að vera það löngu áður en hún sér mig? Og finst þér það ekki koma þessu máli neitt við, að allan þann tíma, sem Arnfríður hefur látið mig hugsa, að hún tilheyrði mér einum, hefur hún kom- ið fram við unnusta sinn eins og heitmey hans? Nægja þér þessar skýringar?« »Mér nægja engar skýringar«, hrópaði Hildiríður. »Úr því sem komið var, bar þér að halda áfram. Ármann gat siglt sinn sjó. Það hefur fyr slitnað upp úr milli karls og konu. Honum er ekki vandara um en öðr- um. Hann þolir áfallið betur en Arnfríður*. Og nú lagði hún allan sinn skapofsa og raddþunga á hvert orð: »Og þú ert ódreng- ur, regíulegur níðingur, ef þú gengur frá Arnfríði grátandi og bregst trausti hennar*. Skarphéðinn slepti stólbakinu og gekk fast að Hildiríði. Þau horfðust í augu, hann hár og tígulegur með leiftrandi glampa i augum, rór og fastur fyrir, hún skjálfandi af ofsa, sem hún fann, að nú var árangurslaust að láta brjótast út. Hún leit undan. Svo sagði hann í lágum róm: »Eg hefi gefið þér skýringu á þessu, Hildi- ríður, við það hefi eg engu að bæta. Finn- ist þér hún ónóg, er hennar að leita hjá Arnfríði*. Hann snéri við fram að húsdyr- unum, staðnæmdist þar, leit til Arnfríðar og horfði á hana um stund. öll beiskja var horfin úr svipnum, það var eins og hann væri að minnast við hana í síðasta sinn með augnaráðinu einu. Svo gekk hann þegjandi til dyra án þess að líta á Hildiríði. Hann heyrði hana koma á eftir sér, hevrði hana taka andköf af ofsa. Og þegar hann skrapp út úr dyrunum, skelti hún eftir honum hurð- inni svo að hrikti í húsinu. Hann heyrði þessa síðustu kveðju Hildiríð- ar fyrir eyrum sér í mörg ár. En eg læðist hljótt í burtu, án þess að blða eftir hver úrslitin verða fyrir stúlkunni. Og mér dettur i hug, að í rauninni sé það sem inst er i mönnum svona nokkurn veginn eins hji þeim öllum, hvaða þjóð ®g í hvaða landi sem vera skal. Og hjátrúin hér á ítaliu — er hún þi, þegar öllu er á botninn hvolft, meiri eða skaðlegri en hjá- trúin okkar á Norðurlöndum. Hér er spáð af blómum, heima í spilog i kaffikorg, hér er trúað á »ill augu* og formælingar, menn ganga með verndargripi gegn irum og illum öndum — nú, en heima? Er ekki lika til þar fólk sem hefir beyg af tölunni 13 og ekki þorir að hefja ferð á mánudegi? Og um þetta er eg að hugsa, þegar eg kem upp að kirkjunni — — incdæl, litil kirkja, prýdd blóm- um og dýrindis málverkum. Útsjón- in frá kirkjuhlaðinu er dýrðleg, yfir Santa Margherita og ljósblátt hafið, og svo er fjallið fyrir ofan og til beggja hliða, fjöldi þrihyrnrda segla á sjónum, og ilmandi vorgolan um alt saman. Eo inni í kirkjunni er gamall maður á bæn fyrir Mariumynd. Því hér er María mey mest dýrkuð, og margir aðrir heilagir menn. Menn beina orðum sinum frekar til þeirra en til Guðs sjálfs — biðja um fyrir- bænir þeirra. Þetta er gamall — og i sjilfu sér ósköp eðlilegur lands- siður. Eins og alþýðan altaf varð að snúa sér til þjóna, skrifara og ráð- gjafa konunganna og þjóðhöfðingj- anna, og leita liðsinnis þeirra, eins hugsa að menn Guð muni athuga betur sfn mál, ef hinn heilagi Pétur, hinn heilagi Sebastían, Antonius o. fl. vilji mæla með þeim. Og hver myndi öflugri formælandi en ein- mitt móðir Jesú? Það er til saga um enskan prest, sem spurði bónda, sem hann sá gera bæn sína til St. Kristófers, hvers vegna hann ekki gerði bæn sina heldur til guðs sjálfs. »Til guðs sjálfs«, svaraði bóndinn, »nei, svo dónalegur er eg ekkil* En það er annars merkilegt, að einmitt margir mjög ókaþólskir og af mörgum kallaðir illa kristnir spek- ingar hafa komist að nokkað líkri niðurstöðu og kaþólska kirkjan með kenningunni um dýrðlingadýrkunina. Eg á hér við suma andatrúarmenn. Því sumir þeirra og það t. d. aðrir erns menn og Wallace, hinn mikli vinur og samherji Darwins — halda þvi fram að það hljóti að vera til óendanleg röð af öndum á æðri stigum, gæddir mistnunandi gáfum og mætti, — frá þeim æðsta krafti sem við þekkjum í mannsál, og svo hátt upp eftir aó enginn jarðneskur maður getur gripið slíkt. Og þó hlýtur að vera milli slíkra ofurvera og guðs sjálfs ómælanlegt bil — j rauninni er svo að skilja að allir þessir andar á óskiljanlegan hátt séu partar af guðsheildinni. Og sé svo, þá er það i sjálfu sér ekki nema eðlilegt, að veslings manueskja hér á jörðinni snúi sér til einhvers góðs og göfugs framliðins og biðji um liðsinni hans eða hennar, sem í sínu jarðneska Hfi hefir þekt manc lega eymd og ástríður. Og að draga dár að dýrlingadýrkui kaþólskra manna, það ætti engim hugsandi maður að gera. Hitt e það, að hún oft hefir verið mis brúkuð, t. d. á þann hátt, að mem sýna sumstaðar helga dóma, sem ái vafa hafa aldrei átt neitt skylt vii þá framliðnu menn og konur, seu þeir eru sagðir tilheyra — en heið arlegir kaþólskir prestar hafa oft o; einatt gert tilraunir til að útrým; sliku, þó það hafi sjaldan tekist af nokkru ráði. Alþýðan vill hafa eitt hvað, sem hún getur séð og þreifað á Frh. --------0--------- M\ SlllF- „Evrópa getur ekki án Rúss- lands verið“. Svo sem kunnugt er kaus a þjóðasambandsráðið Friðþjóf Nai sen til þess að rannsaka ástand: í sveltihéruðum Rússlands og gei tillögur um, á hvern hátt hjál yrði við komið. Fór Nansen all h ið til Moskva og ráðgaðist u: málið við stjórnina. Skýrslu u: för sína gaf hann á fulltrúaþinj alþjóðasambandsins í Genf, 9. m. Ræða sú, er hann flutti á þin; inu við þetta tækifæri, hefir vak: mikla athygli enda hafði hún ve ið afburða vel flutt og sannfæ: andi. Nansen fórust svo orð, að hin yfirvofandi hungursneyð í Rúss- landi, væri hörmulegasta áfallið, sem saga" Evrópu hefði frá að segja. „'Evrópa getur ekki án Rúss lands verið, og það væri því sjálfs- morðsæði, að hjálpa ekki Rúss- landi. Alþjóð manna getur hjálp- að. Nóg er til af matvælum. Til dæmis eiga Norðmenn miljónir smálesta af fiski, sem enginn vill kaupa. Ameríkumenn miljónir smá lesta af korni, sem ekki er hægt að senda frá sjer, því að hvergi er markaður. Það er einnig hægt að flytja matvælin. Nóg er til af skipum, sem ekkert hafa að gera. Og sömuleiðis er' hægt að flytja vörurnar inn í landið“. „Reynsla sú er jeg fekk“, segir Nansen, „við heimsendingu her- fanganna úr Rússlandi, sýnir, að rússneska stjórnin er vel fær um að annast flutninga á því, sem við sendum til landsins“. Nansen sýndi með tölum, að sex stærstu hafnirnar í Rússlandi geta skipað upp 280.000 smálestum af vörum á mánuði, og staðhæfði, að rússneska stjórnin hefði aldrei rof- ið gefin loforð við sig. Útbýting matvæla til fanga þeirra erlendra, sem kyrsettir hefðu verið í land- inu, hefði ávalt farið samvisku- samlega fram, og væri eigi ástæða til að ætla, að óráðvandlegar væri að farið í matvælaúthlutun nú, er það væri Rússar sjálfir er væru í svelti. í ræðu sinni gat Nansen þess ennfremur, að stjórnir Svía, Norð- manna, Dana, Letta, Eistlendinga og Lithaua hefðu nú þegar veitt Rússum gjaldfrest, í líku hlutfalli eins og Miðríkin hafa áður feng- ið hjá þessum þjóðum. Og máli sínu lauk hann með því, að hvetja menn til að forðast hleypidcma, til þess að afstýra voðanum. Ræðunni var vel tekið af öllum, nema fulltrúum Breta og Frakka. Þó hafa sumir Englendingar fall- ist á mál Nansens í öllum aðal- atriðum. „Times“ fann tillögum Nansens margt til foráttu, svo sem það, að hann hefði ekki fengið nægar tryggingar hjá rússnesku stjórninni fyrir því, að hjálpin lenti á réttum stað. Þar hefði Bandaríkjamenn búið miklu bet- ur um hnútana. Fé það, sem Nansen taldi nauð- synlegt til að hjálparstarfsemin gæti byrjað, er ekki fengið enn, svo menn viti, og því var fleygt, að Nansen mundi segja af sér störfum vegna undirtekta banda- manna. En í síðustu blöðum er það borið til baka. Hins vegar er hjálp Bandaríkjamanna komin veláveg. Ameríkumenn hafa veitt Rússum stórt lán, gegn sérréttindum í Rússlandi og er Standard Oil fé- lagið aðallánveitandinn. Hjálpar- tilboði bandamanna hafnaði rúss- neska stjómin umsvifalaust 0 g taldi það óvirðing við þjóð sem væri að farast úr sulti. En frá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.