Ísafold


Ísafold - 09.06.1925, Qupperneq 4

Ísafold - 09.06.1925, Qupperneq 4
Eftirmæli. 'Hinn 3. dag marsmánaðar þ. á. an'ðaðist á Vatneyri við Patreks- jfjörð, frú Steinunn Jónsdóttir frá Djúpadal, systir Björns ráðherra, Sveins trjesmiðs í Stykkishólmi, Bjarna snikkara, er fór til Vest- Tirheims, frú Ingibjargar, móður Jóns Bergsveinssonar fiskimats- manns í Reykjavík, og frú Júlí- önu í Djúpadal í Gufudalssveit; eru þær systurnar, Ingibjörg og Júlíana, nú einar á lífi hinna góð- frægu Djúpadalssystkina. Por- eldrar þeirra systkina, Jón hrepp-j stjóri Jónsson og kona hans, Sig- j ríður Jónsdóttir, bjuggu allanj búskap sinn í Djúpadal, og juk-j ,ust þar með hverju ári að hag- j «" T t I 'sældum og vmsældum. En sorgin vitjaði þar einnig húsa, svo að- j eúgsmikil, sár og beisk, að fá munu dæmi til. pótti 'hjeraðsbú- um svipur að um mannaauða í Djúpadal fyrst, er þau hjón mistu, í barnaveiki 6 börn sín, og fóst- j urbarn hið sjöunda, öll hvert -á fætur öðru á örstuttum fresti, og . þá eigi síður fáum árum seinna, j er húsbændurnir í Djúpadal voru j burt kvaddir, allir á einu og sama ári; fyrst faðir þónda og síðan hjónin, bóndi og húsfreyja, bæði 4 besta, aldursskeiði. Eftir lát for- eWranna tvístruðust börnin til vandamanna og vina. Steinunn var þá á 4. ári. Hún var fædd 20. júní 1859. Var hún flutt í Skál-j eyjar, til fósturs hjá móðursystur^ sinni, Sesselju, síðari konu Svein-j bjarnar bónda Magnússonar, föð-( ur sjera Jóhanns Lúthers, pró- fasts á Hólmum, Hjá þeim hjón- nm ólst Steinunn upp; en um tvít- j ugs aWur fluttist hún norður að(j Melgraseyri í ísafjarðarsýslu tilj sjera Eyjólfs Jónssonar, og dvaWij þar nokkur ár, en þaðan'fór hún: á ísafjörð, og nam ljósmóður-j fræði h'já porvaldi lækni Jónssyni. j Að loknu námi var hún skipuð. Ijósmóðir í Múlahreppi í Barða-j strandarsýslu, og gegndi hún þar, I jósmóðurstörfum í 9 áf; var hún , þau ár til 'heimilis hjá frændfólkij sínu á Vattarnesi. En árið 1894 fluttist hún frá Vattarnesi vestur á Vatnseyri við Patreksfijörð, og giftist þar 16. nóv. s. á. Einari Magnússyni bókbindara og kaup- manni. Voru samfarir þeirra hjóna hinar bestu, enda voru þau í mörgu samvalin, ráðdeildarsöm og starfsöm, og urðu þyí um eitt skeið allvel efnum búin. Um Sig- ríði móður frú Steinunnar var sagt af kunnugum: „Hún var stjórnsöm húsmóðir, og óviðjafn- anlega afkastamikil til verka“. ' Sama vitnisburðinn hlaut einnig dóttirin. Eiginmrfnni sínum var ‘hún eftir því umhyggjusamari og nákvæmari, sem hann þurftifrek- ar við, er hann hafði fatlast stór- kostlega af byltu, og þar á ofan mist sjónina. Eigi varð þeim barna auðið; en börn tóku þau 1 til fósturs skemri eða lengri tíma. Eitt af þeim er Ari skó- smiður Jónsson frá Vattarnesi, er á barnsaldri fluttist vestur með frú Steinunni. Reyndist hún hon- um ungum og fullorðnum sem ástrík móðir, enda hefir hann aldrei vikið burt úr húsum þeirra hjóna, og er nú kvæntur Helgu ■JÓnsdóttur frá Djúpadal, sydtur- Hóttur frú Steinunnar. Eftir að frú Steinunn fluttiist vestur til Patreksfjarðar, var hún í mörg ár ljósmóðir í Patreks- fjarðarumdæmi, Fórst henni það starf fyrr og síðar mæta vel, og átti hún fyrir það meðal annars almennuiú vinsældum að fagna, og mörg voru börnin, sem þótti hjartanlega vænt um „hana Ijósu sína“, með því að hún var ótrú- lega minnug á fæðingardaga þeirra, og vas til að skjóta þá að þeim einhverjum glaðning, ef því varð við komið. þau, sem höfðu náð fullorðins aldri, vissu að þau áttu enn víst athvarf hjá Ijósu, sinni, að þau áttu í henni trygga og ráðholla vinkonu. Svo var að orði kveðið um Björn bróður hennar, . og liaft eftir alþýðu- manni, að hann væri „betri en enginn“ þeim, sem bágt ætti, og hann næði til, „betri en enginn á þrautatímum og í hörmungaspor- um“. Sama orðstýrinn átti systir hans í sannleika skilið. Hjálpfýs- in og líknarlundin var hin sama. Munu lengi minnast þess margir fátæklingar, sem kynni höfðu af henni; en eigi vildi hún að vel- gjörðum hennar væri á lofti hald- ið. — Frú Steinunn var fríðleikskona á yngri árum og hin gerfilegasta ásýndum. pótti kunnugum mönn- um henni einnig svipa mjög til Björns bróður síns, um andlegt atgervi. Hún valf höfðingi í lund, trygglynd og vinföst. Við ókunn- uga var hún fremur fálát og dró sig lí hlje í fjölmenni; bar því minna á gáfum hennar en ella. En í hóp kunnugra var hún að jafnaði glaðleg og gamansöm, orðvís og hnittin. Síðara hluta æf- innar ásótti hana með köflum þunglyndi, eftir missi eins fóstur- barnsins, systurdóttur hennar, er hún tregaði mjög; þótti öllum, er til þektu, að því mein mikið, er þessi ágætis kona fjekk eigi not- ið sín til fulls. Mannkostirnir duldust aldrei neinum. Og harm- dauða er hún öllum hinum mörgu alúðarvinum, skyldmennum, sem voru í námunda við hana, og hún reyndist bjargvættur bæði í orði og verki, og eiginmanninum, blindum og örvasa, sem hún lifði fyrir síðustu árin til að hjúkra honum og líkna. — Allir vjer, sem kunnugir erum, getum hik- laust kveðið upp þann vitnisburð, að með frú Steinunni er til mold- ar hnígin ein af hinum ágætustu húsfreyjum S Barðastrandarsýslu. Gamall sveitungi. ISAFOLD ERLENDAR FREGNIR. Veiðar Norðmanna hjer við land. Eftir því sem stendur í einu Björgvinarblaði, frá 13. f. m., er búist við því, að færri norsk skip stundi veiðar hjer víð ísland í sum- ar, en vant er. Kemur þetta m. á. til af því, að allmörg skip fara í ár frá Noregi, til þess að stunda veiðar við Vestur-Grænland, á mið- um þeim, sem Norðmenn fundu þar í fvrra. I sama blaði er þess getið, að nokuð sje þegar selt fyrirfram af síld þeirri sem menn ætla að veiða hjer í sumar. Verðið sje nál. 50 aura á kg. Sænsku síldarkaupmenn- irnir sjeu þó tregir til samninga í ár, vegna þess hve stirðlega gekk veiðin í fyrra, og ýmsir þeir, sem samið höfðu um sölu áttu erfitt með að uppfjjlla samningana. Ofsóknir gegn útlendingum 1 Kína Símað er frá Londqn, að út- lendingahatur mikið hafi brotist út víða lí Kína undanfarna daga, og er útlendingum gert alt hugs- anlegt til bölvurfer. Margir menn hafa beðið bana í óeirðum, sem orðið hafa, og sendiherrar er- lendra ríkja hafa beðið stjórnir sínar að senda herskip og mann- afla sjer til verndar. Kínverjar hafa aldrei haft neina ofurást á útlendingum; en svo alvarlegar eru óeirðir þessar, sem' hjer um getur, að margir óttast að eigi muni verða úr minna bál, en í boxarauppreistinni svo kölluðu, sem háð var fyrir 25 árum. Bresk herskip komin til Shanghai. Símað er frá London, að þrjú herskip sjeu komin til Shanghai, og sjeu reiðubúin til þess að sker- ast í leikinn, ef þörf reynist á. I Álitið er í London, að ráðstjórn- ! aráhangendur og Japanar rói að því öllum árum, að auka óvin- áttuna gegn útlendingum. Stjórnin í Peking mótmælir hjálparbeiðninni. Símað er frá Peking, að stjórn- in mótmæli harðlega tiltæki sendi- herra að kalla á hjálp. Muni þetta hafa, þveröfug áhrif en til var ætlast og auki tortrygni og fjand- skap gegn útlendingum. Stinnes-fjelagið leysist upp. Símað er frá Berlín, að fje- lagsskapur sá, sem kendur er við Hugo Stinnes, muni leysast upp vegna fjárkreppu. Eftir andlát Stinnes, tóku synir hans við stjórn og hafa þeir stjórnað illa. Skuldir fjelagsins við útlönd nema nú hundruðum miljóna. — Stór-bankarnir bjóðast til þess að sporna við algerðu hruni, vegna# álitsins á fjárhagslífi Þýskalands út á við, en þeir setja þau skil- yrði, að Stinnes-fjelagið verði leyst upp og síðan endurreist, og verði þá starfsemi þess mjög tak- mörkuð móts við það sem nú er, sennilega aðeins kolaverslun og útgerð eins og upprunalega. Bresk-frakkneska orðsendingin. Æsing í Berlín. Slímað er frá Berlín, að bresk- franska orðsendingin hafi nú ver- ið birt. Er hún 43 bls. í henni eru lögð áhersla á þessi atriði: Fækkun öryggislögreglunnar, ó- nýtingu margskonar vjela Krupp- verksmiðjunnar og víðar, leysa upp að fullu gamla herforingja- ráðið, breyta ýmsum verksmiðj- um og rífa aðrar niður o. s. frv. pegar þessum skilyrðum hafi ver- ið uppfylt, bjóðast Bandamenn til þess að fara úr Kölnhjeruðunum. Skilmálarnir valda æsingum og reiði í Berlín. Pólflugið. Leitin að Amundsen. Sín»að er frá Oslo, að sennileg- ast verði það þrír flokkar, sem fara að leita að Amundsen. Einn flokkurinn er franskur, og mun dr. Gharcot veita honum forstöðu, annar er amerískur,undir forystu Mc. Millan’s, og hinn þriðji er norskur; en óráðið er enn hver veitir honum forstöðu. Kappreiðar Dagana 3., 4. og 5. júlí næstkomandi efnir Hestamaunafjelagið Fákur til kappreiða á Skeiðvellinum við Elliðaár. Verðlaun verða veitt, sem hjer segir: 3. og 4. júlí 100—50 og 25 krónur fyrir hvorttveggja stökk og skeið. ^ Suntíudaginn 5. júlí verða svo aðalkappreiðarnar og verðlaun þá 30 — 100 og 50 krónur fyrir hvorttveggja stökk og skeið, auk 200 króna handa þeim hestinum, sem setjir nýtt met. pann dag verða og 15 krónitr veittar fljótasta hestinuin í hverjum flokki á stökki. Gera skal aðvart um hesta þá, er reyna skal, Daníel Daníels- syni, dyraverði í stjórnarráðinu (slími 306) eigi síðar en miðviku- daginn 1. júlí kl. 12 á hádegi. peir hestar sem keppa eiga, skulu vera á skeiðvellinum firntu- daginn 2. júlí kl. 6 síðdegis. Verða þeir þá æfðir undir hlaupin og skípað í flokka. Alt nánara fyrirkomulag kappreiðanna verður auglýst síðar. Stjórnin. ' ViS:*-- ............................ ' Vjer erum kaupéndur að fiski fullverkuðum, hálíyerkuðum o» *pp úr salti á öMum útskipunarhöfnum í kringum lancfð. GJÖRIÐ OSS THjBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægsts verði hvert sem er á landinu. Bræðumir Proppé Reykjavfk. Eskifjarðarfundurinn. Jóni porlákssyni fjármálaráð- herra var fagnað af fjölda áheyrenda. Seyðisfirði 5. júní ’25. FB pingmálafundurinn á Eskifirði var fjölmennur. Hófst hann laust fyrir miðnætti og stóð til klukk- an þrjú. Fjármálaráðherra flutti fyrst ítarlegt erindi um fjárhag ríkisins og þingstörfin. Gerðu menn alment góðan róm að máli hans með lófaklappi. Andsvör veitti Ingvar Pálmason all-lengi, fagnaðarlaust af fundarmönnum. Fjármálaráðherra svaraði og var ræða hans þökkuð með lófataki. Sveinn í Firði mætti ekki, var uppi í Hjeraði. Fundur verður haldinn þar á morgun, en hjer á Seyðisfirði á sunnudaginn. Frá Akureyri. Akureyri, 5. júní. FB. Drengur slasast, Drengur slasaðist fyrir nokkru p bænum Hvammi innan við Ak- ureyri. Var hann að aka áburði á völlinn, er hesturinn fældist, og varð drengurinn undir kerruhjól- unum og síðu- og lærbrotnaði. Bárust þær fregnir um, að hann hefði látist af meiðslunum, en þær reyndust ósannar. Er drengn um nú að batna svo, að kalla má að hann sje úr allri hættu. Aflafrjettir. Vjelbátavertíðin er nú .byrjuð frá útfirðinum og á Siglufirði. Fá bátar upp undir 6000 pund í róðri, ef ný beita er notuð, en á henni er hörgull. Gróðrarveður hefir verið undanfarið og spréttu- horfur hinar bestu. Gagnfræðaskólanum sagt upp. f Úr Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri útskrifuðust 37 nemendur, 23 með fyrstu einkunn, 13 með annari, einn með þriðju, og einn stóðst ekki prófið. — Kennara- fundur hefst hjer á morgun, — Sækja hann alþ.ýðukeilharar víða af Norðurlandi. ÆSKAN Barnablað með myndum. Elsta^ stærsta, útbreiddasta og ódýrasta* barnablaðið á landinu. Afgreiðsla Þórsgötu 4 Talsími 504. P. O. Box 12 Listasýningin danska. Hiín var opnuð af Knúti prins 6. þ. m. 1 barnaskólanum hjer í bænum. —' Eru á sýningunni hátt á annað hundrað danskra listaverka, mest málverk, eftir ýmsa helstu lista- menn Dana. Málarinn Erick ;Struckmann gekk frá sýningunni. Er það Listvinafjelag íslands, senn kom sýningunni á. Atvinnudeilunum í Danmörktt er nú lokið. Hafði sátt komist á áíðastl. laugardag, og vinna alls- staðar hafist aftur í gær. Deilan hafði þá staðið yfir í 12 vikur. Axel V. Tulinius forseti í. S. í- varð 60 ára þ. 6. þ. m. Færðu í- jlróttamenn honum margskonaí, gjafir á afmælisdeginum. Frá í* S. í. fjekk hann lindarpenna úr gulli; frá stjórn í. S. í. fjekk hann afsteypu af „Sundmannin- um‘1; frá skátum silfurskrín. —‘ Ennfremur fjölda heillaóska- skeyta. Símritaraskifti. Tveir danskir símritarar komu hingað með Gullfossi nú síðast, og vinna þdf hjer í sumar, annar á loftskeyta" stöðinni en hinn á ritsímastöðinni- í stað þeirra fara til Danmerkar tveir símritarar hjeðan, Sigurðuf Dahlmann og Guðmundur Siíý mundsson. Vinnur Guðmundur ® loftskeytastöð danskri. Aðalfundur S. í. S. var settuT hjer á laugardaginn var. SitJ® hann 38 fulltrúar frá 30 fjelögutíþ Búist er við að fundurinn stand* fram á miðvilcudag.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.