Ísafold - 05.10.1925, Side 4
f 4
Verðlækkun
á tlibúnum fatnaði.
Frá 1. október er verð á öllum vörum lækk-
að í samræmi við hækkun krónunnar. — Sam-
tímis hefi jeg fengið mjög mikið af nýjum vör-
um með nýju verði. — Athugið verðið! %
Matrosföt á drengi frá kr. 10,00.
Mislit jakkaföt karlm. frá kr. 49,00.
Blá Cheviotsföt karlm. frá kr. 100,00.
Vetrarfrakkar karlm. frá kr. 52,00.
Regnfrakkar karlm. frá kr. 29,00.
Drengjafrakkar frá kr. 10,00.
L. H. MÖLLER
1 S A F 0 L D
—' -nwr-: ihhhit
Flóra Bslands
2. útgáfa, er komin út.
Kostar í kápu kr. 12.50, shirt-
ingsbandi kr. 15.00, í skinnbandi
kr. 17.50—19.00. Bókin sendist
hvert á land sem er gegn póst-
kröfu. Fæst á afgr. Morgunbl.,
Austurstræti 5. Aðalútsölumaður
er Steinarr St. Stefánsson, Aðal-
stræti 12, Tteykjavík. Pósthólf
922.
Austurstræti 17.
Reykjawik.
Norðurför
Grettis Algarssonar.
Skrúfan brotnar á skipi hans
„íslandi”.
Óvísst nm afdrif þeirra fjelaga.
Norðurljósin.
Hvað eru þau hátt nppi í loftinu?
Hljótt hefir verið um Gretti
Algarsson nú um hríð. í vor og
framan af sumri rak hver blaða-
fregnin aðra um för þessa unga
Vestur-lslendings. Eftir nánustu
frjettum sem hingað komu af hon-
nm og farartækjum hans, var ekk-
ert líklegra, en hann og fjelagar
hans legðu út í förina, meira af
kappi en forsjá. Skipið væri ekki
sem traustast, og annar útbúmng-
ur ljelegur, en þekking þeirra f je-
laga á norðurhafsferðum af skorn-
um skamti.
Nú er komin fregn frá Noregi
af norðurfarinu ,Quest‘, sem hing-
að kom í fyrra með skipbrots-
mennina dönsku af „Teddy” frá
Angmagsalik. „Quest“ fór enn
norður í höf í sumar. Ferðamanna-
fjelag Bennetts gerði skipið út í
skemtiför til seladráps og ís-
bjama. Nokkrir Italir fóru sjer
til dægrastyttingar í för þessa.
Við Vietoríu-land hitti „Quest“
skip Grettis. Var það á 80° 19’ nl.
br. Þetta var 30. júlí. Var væng-
ur þá brotinn af skrúfunni á „ís-
landi“. Skipstjórinn á „Quest“
bauð Gretti aðstoð sína. En þeir
á „íslandi" sögðust ætla til Flor-
ida-höfða, og báðu þá að sigla
„Quest“ þangað og hjálpa. sjer
þar við aðgerð á skrúfunni.
„Quest“ kom til Florida-höfða
þ. 6. ágúst, og beið þar í fimm
daga. En aldrei kom „ísland“. —
Þann 15. ágúst mætti „Quest“ sel-
veiðaskipi. Sögðu selfangarar
að þeir hefðu hitt „lsland“ enn á
sömu slóðum við Victoríu-land.
Yfirmennirnir á „Quest“ litu
•svo á, að kunnugleiki Grettis og
þeirra fjelaga í siglingum í norð-
urhöfum væri sáralítill, og útbún-
aður allur í ljelegasta lagi. Væri
því full ástæða til að efast un
að þeir myndu komast heilir á
húfi til mannabygða.
Á fundi ttærðfræðinga í Höfn,
sem haldinn var um síðustu mán-
aðamót, hjelt norski vísindamað-
urinn C. Strömer fyrirlestur um
Norðurljósin. Hefir Strömer feng-
ist við norðurljósa-rannsóknir í
mörg ár.
Þegar „norðurljósamennirnir' ‘,
sem (kallaðir voru, voru við rann-
sóknir hjer á landi um síðustu
aldamót, var þeim mjög umhugað
um að geta fengið einhverja hug-
mynd um hvað ljósin væru langt
frá yfirborði jarðar. Þeir hjeldu
mjög spurnum fyrir því hvort
norðurljós hefðu nokkurntíma
sjest neðan við ský. En það mun
aldrei koma fyrir. Síðan hafa
menn komist að aðferð til þess
að mæla fjarlægð norðurljósa frá
jörðinni, og hefir Strömer pró-
fessor fengist við þær mælingar
í Noregi.
Hann hefir komist að raun um,
að fjarlægð Ijósanna frá jörðu
er mjög mismunandi. í sunnan-
verðum Noregi eru norðurljósin
þetta 700—800 kílómetra úti í
geimnum, en í norðanverðum Nor-
egi 100—150 kílómetra frá jörðu.
--------------------------
Verslunarskólinn var settur 1.
okt. kl. 4 síðdegis. 85 nemendur
verða í skólanum í vetur. Við
setningu skólans gat skólastjóri
þess, að skólinn hefði nú starf-
að í 20 ár, og í því sambandi
mintist hann helstu starfsmanna
hans, einkum formanna skóla-
nefndarinnar, þeirra Jóns heitins
ÓlafsQnar og Sighvatar justits-
ráðs Bjarnasonar, núverandi for-
manns nefndarinnar. Þakkaði
hann og öðrum fyrir ágætt starf
í þágu skólans. Garðar Gíslason,
fcrmaður Verslunarráðs íslands,
talaði einnig nokkur orð, og þakk-
aði skólastjóra og kennurum starf
þeirra og árnaði skólanum allra
heilla.
Maður verður bráðkvaddur. Þ.
1. þ. m. varð bráðkvaddur á Lauga
vegi 44r maður að nafni Björn
Jakobsson, ættaður að norðan. —
Var hann að flytja sig úr húsinu,
en varð reikað niður í kjallara
hússins og fanst þar deyjandi.
Fimm sönglög eru nýlega kom-
iu út, eftir Sigvalda Kaldalóns.
Semur hann lög að þessú sinni
við: kvæði Steins Sigurðssonar,
Stormar, Vorvísur, eftir Höllu Ey-
jólfsdóttur, kvæðið Una, eftir Da-
víð Stefánsson, kvæðið Skógarilm-
ur, eftir E. Benediktsson og
Leiðsla eftir Þorstein Gíslason.
Kaldalóns er míkilvirkasta tón-
skáldið, sem við nú eigum, að því
er sjeð verður af því, sem út
kemur.
Jðunn, júlí-októberhefti IX. árg.
er nýkomin út. Þar er ræða eftir
Guðmund prófessor Finnbogason,
er hann nefnir „Þjóðarfrægð.“ —
Fylgir ræðunni mynd af höfund-
inum; þar er og grein, sem „Ferða-
lok“ heitir, og „er að miklu leyti
slcrifuð eftir frásögn frú Krist-
jönu Havstein“, og segir þar frá
því, hvernig kvæði Jónasar Hall-
grímssonar, „Ferðalok“, varð til.
Skrifar Matthías Þórðarson forn-
minjavörður greinina. Þorsteinn
Jónsson skrifar um „Sjóorustuna
við Jótland“, fylgja 3 myndir. Þá
er þýðing á kvæði Thomasar
Hood, „The song of the shirt“,
gerð af Sigurjóni Jónssyni. Ágúst
H. Bjarnason prófessor birtir tæki
færisræðu, haldna að Ölvesárbrú
í fyrra mánuði, er hann nefnir
„Landið kallar“. Fylgir mynd af
prófessomum. Þá eru 5 myndir af
Friðfinni Guðjónssyni leikara, og
grein með. Loks eru kvæði eftir
Ljóðhom og Snæbjörn Einarsson,
smásaga, Grímur fjósamaður, eft-
ir Soffíu Ingvarsdóttur og ritsjá.
Tvö innbrot voru i framin hjer
aðfaranótt fyrra sunnud. Annað
hjá Þorsteini Jónssyni járnsmið á
Vesturgötu 33, en hitt í verslun
og hárgreiðslustofu H. Bertelsen
í Austurstræti. Á Vesturgötunni
var brotist inn í forstofu hússins
og stolið þaðan fjórum kvenkáp-
um. En tvær þeirra fundust á göt-
unni morguninn eftir. Hefir ná-
unginn annaðhvort ekki haft
þeirra not, eða týnt þeim á hlaup-
unum. í verslun H. Bertelsen
hafði allstórum steini verið sent
inn um glerrúðu, sn hann lenti
niðri í varningskassa með gler-
loki á. Var þá orðinn greiður að-
gangur fyrir þjófinn að seilast
iim um gluggan og ofan í kass-
ann, og mun hann hafa notað sjer
það, því ýmislegt hafði horfið úr
'kassanum, armbönd og aðrir grip-
ir. Talið er sennilegt, að þarna
hafi sami maður verið að verki,
og líklega mjög við vín.
venja er til.
Georg Ólafsson bankastjóri, er
skipaður sáttasemjari í vinnudeil-
um samkvæmt tilnefningu nefnd-
arinnar er sat á rökstólum á dög-
unum. í nefnd þeirri sátu ellefu
manns, samkvæmt lagafyrirmæl-
um frá síðasta þingi, í lögum um
sáttatilraunir í vinnudeilum.
Bókmentafjelagsbækurnar eru
nýkomnar út. Skírnir efnismikill
og girnilegur til lestrar, eins og
venja er til.
Ræktunarsjöður Islands
tók til starfa 1. október.
Skrifstofa sjóðsins er í Landsbankahúsinn 3. feæð,
og verður framkvæmdarstjóri þar til viðtals hvern virk-
an dag kl. 11—12 árd. og kl. 2—3 síðd. Afgreiðsla sjóðs-
ins verður fyrst um sinn í afgreiðslustofu Landsbank-
ans.
Yaxtabrjef sjóðsins verða snemma í október-mánuði
til sölu í Landsbanka íslands og verða jafnframt send
bankaútibúum og sparisjóðum úti um land til sölu.
Reykjavík, 28. sept. 1925.
Pjetur Magnússon. Pórður Sveinsson.
Gunnar Viðar.
H.f. „Hamar“
Fyrsta flokks vjelaverkstæði,
Járnsteypa og ketilsmiðja
Tryggvagötu Reykjavík.
Talsímar: 50, 189, 1189, 1289. Símnefni: „Hamar“
Aðgjördir: Á gufuskipum og mótorskipum bæði á sjó og landL
Einnig allskonar vjelum. Sömuleiðis smíðum vjer
og gerum við allskonar landbúnaðarvjelar.
Steypiri Allskonar hluti í vjelar bæði úr járni og kopar.
Steypum ennfremur kolaofninn „Hekla“ ketilristar,
ofnristar, glóðarhöfuð, millumstykki á mótora, glugga-
grindur, brunnkarma o. fl.
Smidar: Gufukatla af ýmsum stærðum fyrir lifrabræðslur, þurk.
hús og bakarí. Reykháfa fyrir stærri og smærri skip
snyrpinótaspil, reknetaspil, upphölunarspil. Lifrapress-
ur af ýmsum stærðum. Leiðisgrindur, stigahandriðií.
Birgðln Fyrirliggjandi af járni, stáli, kopar, hvítmálmi, járn-
plötum galv. og svörtum, bandajárni, gufupipum, kop-
arpípum, blýpipum, boltum, róm, skrúfum og fittings.
Rafmagnssuða og logsuða framkvæmd af fagmönnum.
Vönduð og ábyggileg vinna — — Sanngjarnt verð.
Stærsta vjelaverkstæði á íslandi.---Styðjið innlendan iðnað.
Umboðsmann fyrir hrðoliumótorinn „Katla“.
Útgerðarmenn utan Reykjavikur
munið eftir að leita tilboða hjá oss ef um viðgerðir er að ræða
á skipum yðar.
Fiskikaup.
Vjer eram kaupendur að fiaki fuT.verkuðum, hálfverkuðum og
app úr salti k öllum útskipunarhöfnum í kringum landið.
GJÖRIÐ OSS TILBOÐ.
Gtvegum með stuttum fjrrirvara heiía kolafarma með læg*t*
verði hvert sem er & landinu.
Ðræðurnir Proppé
Reykjavík.
Keyrsluhraði bifreiða í Ameríku.
Nýlega var maður ejnn er ók
í sjálfseignarbíl sínum þar vestra
sektaður fyrir að aka of hægt.
Umferð var mikil um veginn, sem
hann fór um, en hann ók svo
hægt, að ailar bifreiðar urðu að
aka fram úr honum. Þetta olli
truflun og töfum, sem Ameríku-
rnönnum þótti vítaverð. Sinn er
siður í landi hverju.
Fjárbyssur, langhleyptar, ágæt-
is tegund. Fjárskot, tvær stærðir.
Leirvörur. Eldhúsáhöld og verk-
færi allskonar. Kornvörur, sykur
og kaffi stórlækkað.
Hannes Jónsson
Laugaveg 28, Reykjavík.