Ísafold - 19.07.1927, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.07.1927, Blaðsíða 2
s ISAF 0 L B En í þessu sambandi vil je;' taka það fram við íslendinga, að við Þjóðverjar óskum einkis frek- ar en full og einlæg vinátta hald- ist okkar í milli. Vil jeg telja til þess tvær ástæður m. a. Hin fyrri ■er sú, að slíkt er til gagnkvæmra hagsmuna á sviði viðskifta. En 3iin síðarí og e. t. v. veigameiri á sjer dýpri rætur. Við Þjóðverjar viljum fyrir hvem mun, að smáþjóðum Evrópu famist sem best. Þær þjóðir, sem ■eiga sjer sjálfstæða menningu, eiga að fá að njóta sín, eiga að fá tæki- jfæri til þess að þroska menninga sína. Við kærum okkur ekki um a,ð Evrópa öll verði steypt í einu sameiginlegu ameríksku móti. Það «r sjermenning Evrópu, sjermenn- ing liinna sjerstöku þjóða innan álfunnar, sem skapar álfunni önd- vegi hennar og tilverurjett. Heim- .urinn, hefir þess engin not, að Ev- rópa verði önnur útgáfa af Am- eríku. En einkum og sjerílagi er Þjóð- verjum hjartfólgið mál, að hin íslenska menning, menning smá- þjóðarinnar úti í Atlandshafi fái sem best lífsskilyrði. .Því íslensk menning er grein germanskrar menningar. Minst var lauslega á bankafyr- irætlanirnar frá í fyrrahaust. — Jeg veit ekki betur, en þeim fyrirætlunum sje siglt í strand, segir sendiherra. Alt fyrir það væri það æskilegt, að mál það yrðj tekið upp að nýju. Ur skýrslu Landsbankans 1926. FUþingishátíðm pg Uestur-Islenúingar Meðan hinn góðkunni Vestur- Islendingur Ásm. P. Jóhanns- son dvaldi hjer á dögunum, 'Jhafði ísaf. ta.1 af honum til þess að spyrja hann um fyrirætlanir Vesturíslendinga í sambandi við a 1 þingishátíðina 1930 og álit hans á því máli yfirleitt. Mjer kemur það þannig fyr- 'r sjónir, segir Ásmundur, að enn sje það ekki runnið upp fyrir mönnum hjer heima, hve mikla heimsathygli alþingishá- tíðin vekur, hve einstakt tæki- íæri hún verður, til þess að era heimsþjóðunum grein fyr- ar tilveru og menningu hinnar íslensku þjóðar. pað er vitanlega lítið, sem við Vestur-íslendingar getum íyrir ykkur gert. Við komum hingað sem gestir, og við fjöl- mennum, það er víst. Eins og þjer vitið, er undir- húningsnefnd þegar kosin þar vestra. Og sú nefnd er tekin til starfa. öllum Islendingabygðum er skift í 24 umdæmi, og er fimm manna nefnd í hverju umdæmi, er á að rannsaka m. a. hve margir hugsi til heimferðar í umdæminu. Eru þessar fimm manna nefndir starfandi í sam- bandi við aðalnefndina. Aðalnefndin er farin að at- huga, hvemig ferðinni yrði best fyrir komið, farin að leita fyrir sjer með skipakost, hve far- þegagjöld yrðu há o. s. frv. (Ásmundur er einn nefndar- rnanna). — Hve margir haldið þjer ítð komi að vestan? — Eigi er hægt að giska á i'að með neinni nákvæmni svo löngu á undan. En ef dæmt er •eftir núverandi líkindum, geri jeg ráð fyrir að hingað komi þrjú fólksflutningaskip að vest- an á því sumri. Eitt þeirra kemur nokkru á nndan hátíðahöldunum, með tolk það, sem hjer vill verða um kyrt 6 vikna tíma eða svo. pað verður Vestur-íslendinga-skipið. Með því ættu að koma um 1200 manns. Alt þetta fólk verður að geta fengið verustaði hjer, er hing- að kemur, því skipið fer strax fil baka. Hin tvö skipin hygg jeg að hafi hjer stutta viðdvöl, og þurfi meginið af farþegum þeirra ekki að fá hjer húsa- skjól — þeir geti notið aðbún- ! aðar í skipunum. Annað þessara skipa mun j vera eitt þeirra, sem siglir milli |Vesturheims og Miðevrópu. — |Sjeð mun verða um að haga iferðum þess þannig, að það geti ! skotist hingað og staðnæmst hjer 3—4 daga. Hitt skipið, jsem hingað kemur með farþega, ! er fara hingað svipför, mun vera eitt þeirra skipa, sem flyt- ur skemtiferðafólk frá Vestur- ! heimi til Norðurálfu,'og hafa hjer viðkomu árlega, svo sem ,,Carinthia“. Áreiðanlega verð- ur eitt þeirra látið koma hingað á hentugum tíma fyrir þá, sem vilja vera hjer um hátíðina. Með þessum tveim skipum koma sennilega fáir íslending- ar, þeír láta sjer ekki nægja að vera hjer örfáa daga. Með þess- um skipum koma Vesturheims- menn af öðrum þjóðernum, sem forvitnast vilja um hagi þeirrar ’þjóðar, er fyrst allra stofnaði lýðveldi, lýðveldi, sem átti lög- gjöf, er síðar varð að ýmsu leyti stórþjóðunum til fyrir- myndar. Menn fjölmenna hingað. pið getið verið vissir um það. Við Vestur-lslendingar liggjum ekki á liði okkar að vekja eftirtekt á þjóðinni og hátíðinni. Hvarvetna sem þetta ber á góma, vekur það eftirtekt. Mik- ilsmetnir ritstjórar í Vestur- heimi hafa lofað því að gera alt, sem í þeirra valdi stæði, okkur til aðstoðar í þeim efnum. Mig furðar á því, segir Ás- mundur ennfremur, hve lítið er íarið að starfa að undirbúningi hjer heima. Fyrst eru gistihúsvandræðin. Jeg sje ekki, hvernig á að koma gestafjöldanum fyrir hjer í bænum. Jeg heyri, að innlendir rrtenn sjeu farnir að panta sjer húspláss hjer í bænum fyrir sumarið 1930. Hvað verður þá um fólk, sem kemur lengra að. Nú er erfitt að fá hjer inni. Hvað verður þá? Hjer verður að reisa nýtísku- 1 gistihús fyrir þann tíma. Jeg skil vel, að mönnum sje ekkert 1 eppikefli að leggja fje sitt í slíkt fyrirtæki. Vestra er sá siður, að láta þá menn fá íviln- anir í skatti, um nokkurt árabil t. d. 10 ár, er leggja fje sitt i fyrirtæki, sem nauðsynleg eru Þrátt fyrip það, að síðastliðið ár var allsæmilegt aflaár bæði til lands og sjávar, þá hefir afkoman verið afarerfið vegna hins mikla verðfalis á íitflutningsafurðum. Landbúnaðurinn. — Frá nýári mátti veturinn heita mildur um land alt, en frá miðjum maí og fram til síðari hluta júní var tíðin fremur köld, svo að gróðri fór iítið fram. Þá hlýnaði í veðri og gerði vætur, svo að grasspretta varð vel í meðallagi og sumstaðar þar fram yfir. Heyskapartíðin var óhagstæð og hröktust hey meira og minna um land alt; reyndust heyin ljett til gjafar. Veturimi gekk snemma í garð með óvenju- miklum frosturn. Víða náðust ekki matjurtir úr görðum og gerðist gjafafrekt um hríð. Ymsii* kvillar komu fram í skepnum, einkum sauðfje, og er alment kent um hröktum heyum. Til frálags reynd- ist fje nálægt meðallagi. Saltkjöt- ið fjell mjög í verði frá því, sem var árið áður; meðalverð á salt- kjötstunnu (dilkakjöt) var urn 120 kr. Fyrst var cif verðið 150 n. kr., en komst niður fyrir 60 n. kr., er á veturinn leið. Verðið á ull og gærum var sæmilega gott; fyrir hvíta sunnlenska vorull nr. 1 feng- ust um kr. 2.60 og fyrir hvíta norðlenska vorull nr. 1 um kr. 2.80. Gærur s=ldust einnig allvel og var meðalverð á söltuðum gærum kr. 1.80 fyrir kg. Sjávarútvegurinn. Talið er, að aílast hafi í heild sinni nm 226,000 skpd. og er það nær þriðjungi minni afli, en 1925 (315,000 skpd.) Einkum aflaðist miklu minna af smáfiski, ýsu og ufsa, en árið áð- ur; aftur á móti var miklu minni munur á þorskafla. Botnvörpuskip- in voru í árslok 39, höfðu 4 bæst við á árinu, en 1 skip farist. — bæjarfjelaginu, eða þjóðfjelag- inu. Tíminn er orðinn stuttur til undirbúnings. Útlendingar, sem hingað koma verða að fá sem Ijósasta og besta hugmynd um íslenska menningu að fornu og nýju. Við þurfum að geta gefið góðar hugmyndir um þá þjóð, er stofnsetti lýðveldi fyrir 1000 árum. Við áttum oft tal um það Thomas heitinn Johnson og jeg, að hætta væri mikil á því, að undirbúningur Islendinga undir Alþingishátíðina færi í handa- skolum. Hann bar kvíðboga fyr- ir því. Harin ætlaði sjer að koma hingað snöggva 'ferð, helst á þessu ári. Honum entist ekki líf til þess, sem kunnugt er. Hann leit svo á, að ykkur hjer heima væri nauðsynlegt að senda menn til einhverra þeirra staða þar m stórfeld og merkileg há- tíðahöld færu fram, til þess að menn gætu lært þar til undir- búningsins. Hann var á 100 ára hátíð Norðmanna vestra. Hann sá þar misbrest á undirbúningn- um, og voru þó meiri fjárráð þar og alt auðveldara en hjer er og verður. Veiðitími þeirra var með skemra móti — saltfisksveiðar hófust fyrst í marsmánuði — og aflabrögðin voru í lakara lagi. Kolaverkfallið breska dró úr isfisksveiðunum síð- ari hluta ársinsi 1 Vestmannaeyj- um varð meðalvertíð og allgóð í Sandgerði og innan Faxaflóa, en vegna gæftaleysis varð mjög rýr vertíð í verstöðvunum austanfjalls. Á Vesturlandi var eitt hið (mesta aflaár og á Norðurlandi var góður afli, en fiskveiðar stundaðar með minna móti. Á Austurlandi var mjög gott aflaár; um nokkur ár hafði þar vérið hið mesta fiski- leysi, en þrjú síðastliðin ár hafa öll verið fremur fiskisæl. Fiskþurk- un gekk yfirleitt, mjög stirðlega, nema á Austurlandi; lakast var ástandið í þessu efni á Suðurlandi og þá einkum í Vestmannaeyjum. — Verð á fullverkuðum stórfiski nr. 1 var í maí og fyrri hluta júní 120 kr. skp., en lækkaði svo niður í 115 kr. og var yfir sumarmánuö- ina í 112—115 kr. ; í september var verðið 110 kr. skp., og í okt. lækkaði það enn, og var þá fiskur seldurj fyrir 100—110 krónur skp. Var þá orðin lítil eða engin eftir- spurn eftir fiski og var jafnvel búist við frekara verðfalli. Mýnd- uðu þá allmargir útgerðarmenn, aðallega botnvörpuskipaeigendur I Reykjavík, fjelag til þess að ann- ast sameiginlega sölu á þeim fiski, er enn var óseldur. Sölufjelag þetta tók til starfa um mánaða- mótin október—nóvember. 1 nóv- ember hækkaði fiskverðið ört, og var í nóvemberlok komið upp í 120—125 kr. skp., en lækkaði svo aftur undir árslokin. Það má telja vafalaust, að verðhækkunin var að miklu leyti sölusamtökunum að þakka, en mestan hagnað af sarii- tökum þessum höfðu þeir fiskeig- endur, sem stóðu utan fjelags- skaparins. 1 mars var verðið (sölu- fjelagið) 114 kr. skp., en í apríl var það komið niður í 104 kr. — í Verð á labradorfiski var mestan hluta ársins nálægt 70 kr. skp.; varð það lægst 64 kr., en komst í desember hæst í 74 kr. — Lýsis- verðið var frekar lágt og lækkaði er á árið leið; gufubrætt meðala- lýsi var hæst 86 aura kg., en fjell niður í 70 aura kg. Talið er, að í 'árslokin hafi fiskbirgðirnar numið (um 79.000 skp. af fullverkuðum fiski. —■ Síldarútgerðin var svipuð og árið áður, en aflinn varð mjög rýr; alls voru saltaðar rúmlega 150 þúsund t.unnur (þar með talin kryddsöltun) og 75 þúsund tunnur fóru í bræðslu. í september komst síldarverðið upp í 60 kr. tri., en fór svo sílækkandi og var um ára- mótin komin niður í 30 kr. tn. Þrátt fyrir það, að kostur var á að.selja síldina sæmilegu verði, drógu margir útgerðarmenn sölu fram á vetur og urðu við það fyrir stórtapi. i Útfluttar vörur námu als á síð- astliðnu ári 48 milj. kr. og aðflutt- ar vöruf námu um 51 milj. kr. — Aðfluttar vörur hafa því numið um 3 milj. kr. umfram útfluttar. Af útfluttum vörum á árinu námu sjávarafurðir 41,1 milj. kr. (1925: 63 milj. kr.) og landafurðir 6,5 sailj. (1925: 7,5 milj. lcr.) Síðan 1913 hafa að- og íitfluttar vörur numið því, er hjer segir: Ár Aðflutt Útflutt milj. kr. milj. kr. 1913 16,7 19,1 1914 18,1 20,8 1915 26,3 39,6 1916 39,2 40,1 1917 43,5 29,7 1918 41,0 36,9 1919 62,6 75,0 1920 82,3 60,5 1921 46,1 47,5 1922 52,0 50,6 1923 50,7 58,0 1924 63,8 86,3 1925 60,0 71,0 1926 51,0 48,0 Tekjur og gjöld ríkissjóðs hafa staðist á á síðastliðnu ári og nam hvort um sig 12y$ milj. kr. Ríkið tók á árinu 3 milj. kr. lán erlend- is til veðdeildarbrjefakaupa, en af- borgað var af skuldum á árinu 1 milj. kr. Ríkisskuldirnar voru þvi í árslok um 14 milj. kr. Verðlagið innanlands hefir far- ið allmjög lækltandi á árinu, eink- um á innlendum vörum. Smásölu- verð í Reykjavík var ( meðalverð í júlí 1914 talið 100) í okt. 1920: 454, í okt. 1922: 286, í okt. 1924 312, í okt. 1925: 279, í okt. 1926 245 og í árslok 241. Nokkur verð lækkun liefir átt sjer stað það sem af er þessu ári og er verðvísilai- an fyrir apríl 1927: 232. 33 af vörutegundum þeim, sem verðlags- skýrsla hagstofunnar nær til, era útlendar og var verðvísitala þeirra. í jan. 1926: 238, en í jan. 1927: 225; 5 vörutegundir eru blandað- ar (innlendar og útlendar) og var verðvísitala þeirra í jan. 1926: 287, en í jan. 1927: 248; loks eru 19 vörutegundir innlendar og hefir verðvísitala þeirra lækkað mest, úr 323 í jan. 1926 niður í 267 í jan. 1927, og eru þó innlendu vör- urnar langt fyrir ofan verðlagið í heild sinni. — Ennfremur liggja fyrir skýrslur um framfærslukostn að í Reykjavík og er þar miðað við 5 manná fjölskyldu með 1800 kr. ársútgjöldum fyrir stríð. Sje framleiðslukostnaðurinn í júlí 1914 talinn 100 hefir hann verið haustið 1920: 446, 1922: 291, 1924: 321, 1925 283, 1926: 238 og í mars 1927: Gengi ísl. krónu liefir haldist ó- breytt alt árið; síðan 28. október 1925 og fram til þessa hefir sölu- gengi sterlingspunds í Reykjavílc verið kr. 22.15. Gjaldeyrisversluu- in hefir verið mjög óhagstæð og hafa bankarnir orðið að leggja mjög að sjer til þess að fullnægja eftirspurninni eftir erlendum gjald eýri. Landsbankinn keypti alls á árinu erlendan gjaldeyri fyrir 23.803.785 kr. og seldi alls fyrir 32.414.473 kr. Gengi sterlingspunds liefir verið óbreytt alt árið og hafa því orðið aðeins örlitlar gengisbreytingar á öðrum erlendum gjaldevri, er náð hefir gullgildi. Gjaldeyrisgengið virðist nú komið í fastar skorður í nær öllum löndum Norðurálf- unnar. Danska krónan, sem var í byrjun síðastl. árs í -93% af gull- gildi, hefir smáhækkað á árinu og er í árslokin komin í fult gullgildi. Norska krónan hefir á árinu hækk- að úr 76% af gullgildi upp í 95% og vex*ður þess varla langt að bíða, að hún komist einnig í fullt gull- gildi. Pesetinn var í ársbyrjun í 76% af gullgildi, en í árslokin í 80%; það sem af er þessu ári hef-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.