Ísafold - 31.12.1927, Side 1

Ísafold - 31.12.1927, Side 1
r Ritstjórar: Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson Sími 500. 1 ISAFOLD DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500. Grjalddagi 1. júlí Árgangurinn kostar 5 krónur. 52. árg. 62. tbl. Laugardaghni 31. des. 1917. ísafoldarprentsmiðja h.f. Isafolöarprentsmiðja 50 óra. 5öguágrip eftir Klemens ’Jónsson. Björn Jónsson, ritstjóri. Þjóðhátíðarsumarið 1874 kom Björn Jónsson cand. phil. frá Djúpadal (f. 8. oktbr. 1846 f 24. nóvbr. 1912) inn frá háskól- anum. Foreldrar Björns voru Jón bóndi Jónsson í Djúpadal og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Jón var í beinan karllegg kom- mn af Nikulási príor Þormóðs- syni á Möðruvöllum í Hörgár- dal, að því er ættartölubækur segja. Sonarsonarsonur Nikulás- ar var síra Einar Sigurðsson sálmaskáld í Eydölum (f 1626), faðir Odds biskups í Skálholti. Hálfbróðir Odds var síra Gísli í Vatnsfirði (f 1660) og var Björn 8. maður frá honum. Móð- ir hans Sigríður var að lang- feðgum komin af hinum gömlu Vesturlandshöfðingjum, en nán- ustu forfeður hennar bjuggu í Breiðaf j arðarey j um, Svef ney j um og Skáleyjum. Var Björn því velættaður maður, og ósvikinn Vestfirðingur í báðar ættir, sem miklu betur msetti rekja en hjer er gert. Foreldrar hans dóu bæði sama árið, 1862. Þá um 1874 komu hjer út í Reykjuvík þrjú dagblöð, sem svo voru kölluð, þó að þau væru viku- og jafnvel hálfsmánaðar- blöð. Þeirra var elst „Þjóðólf- ur“, og hafði þá um 20 ára skeið verið aðalblað Islendinga undir ritstjórn Jóns Guðmundssonar (f 1875), en var þá nýselt skáldinu, síra Matthíasi Joch- umssyni. Þar næst var „Tím- inn“, er sálaðist nokkru síðar, og svo blaðið „Víkverji“. Stofn- andi þess og aðalritstjóri, þó annar væri það að nafninu til, var Jón landshöfðingjaritari Jónsson (1841—1883), sonur Jóns Johnsen frá Ármóti, áður landsyfirrjettardómara í Reykja vík, en síðar bæjarfógeta í Ála- borg. Jón landshöfðingjaritari, alment kallaður Jón ritari, var þá ungur maður framgjarn, en heldur fljótfærinn, og bar blað- ið „Víkverji" þess fullar menj- ar. Jón Guðmundsson var alinn upp í hinum gamla skóla, ritaði venjulega langt mál, en heldur þunglamalegt. Hann hjelt sig sem mest við málefnið, og var blað hans, þótt mikill fróðleik- ur væri oft í því, ekki skemti- legt til aflestrar að öllum jafn- aði. Það hafði engar nú tíðkan- lf'gar auglýsingar um kaup og sölur, húsnæði, vinnu eða þess- háttar, enda var bærinn þá mjög smávaxinn, varla yfir 2000 íbúar. Elaðið „Víkverji" var aptur á móti með nýtízkublæ, ljett og ligurt ritað, og með alt öðru sniði, en gamli „Þjóðólfur". Hannflutti og fyrst alment auglýsingar frá kaupmönnum. Um haustið 1874 samdist svo til milli Björns Jónssonar og Jóns ritara, og annara eigenda „Víkverja“, að það blað legðist niður, en Björn stofnaði nýtt fclað, er væri nokkurskonar fram- hald „Víkverja“. Nefndi hann blaðið „ísafold“, og kom fyrsta bíaðið út 19. septbr. 1874, og var auðvitað prentað í Lands- prentsmiðjunni. Blaðið náði þegar mikilli hylli, og varð skjótt mjög i útbreitt. Um 1880 misti „Þjóðólf- ur“ í bráð sínar fyrri vinsældir og álit, en „lsafold“ öðlaðist hvorttveggja, og var hún vafa- laust um fulla þrjá áratugi lang- áhrifamesta blað landsins og víð- lesnasta. Það átti fjölda vina og aðdáenda út um alt land, og ekki rninst í Reykjavík, en það átti líka öflug mótstöðublöð, og marga andstæðinga, og lá „lsafold“ í stöðugum bardaga við andstöðu- fclöðin. Hjer skal ekki lengra far- i út í þetta, en nægja þykir að geta þess, að það voru oft þung orð og ummæli, er f jellu frá báð- um hliðum, svo að erfitt mun að gera upp á milli þeirra. Björn Jónsson kom sem áður er sagt, inn frá háskólanum í Kaupmannahöfn sumarið 1874, eftir að hafa stundað þar laga- nám nokkur ár, en án þess að taka próf. Foreldrar hans voru löngu dánir, og styrk að heiman mun hann lítinn hafa fengið, og hefir hann því vafalaust komið skuldugur heim frá Hafnarveru sinni. Það gat því ekki komið til mála, að hann gæti keypt prent- smiðju, er hann fór að gefa út „ísafold“. En 10. desember 1874 kvæntist Björn Elísabetu Sveins- dóttur prófasts á Staðarstað, Níelssonar. Síra Sveinn var nafn kunnur lærdómsmaður, og hafði þá alveg nýlega látið af prest- skap, og flutst til Reykjavíkur. Bjó hann í svonefndu „Doktors- húsi“, er hann hafði keypt, og enn er við lýði. 1 þessu húsi sett- ust ungu hjónin að. Síra Sveinn Níelsson var talinn velefnaður maður. Um áramótin 1876—77 (29. des. 1876) keypti Einar Þórðar- son,er fjölda mörg ájr hafði stjórn- Ólafur Björnsson, ritstjóri að Landsprentsmiðjunni, þessa prentsmiðju ásamt húsum (í Að- alstræti nr. 9), lóð, útistandandi skuldum og bókaleifum fyrir 21,000 krónur. Þessi kaup hafa vafalaust ýtt undir Björn Jóns- son, að eignaast sjálfur prent- smiðju og mun það ekki þykja ólíkleg tilgáta, að tengdafaðir hans hafi styrkt hann til þeirra kaupa. Björn pantaði prent- smiðju, og átti hún að koma upp vorið 1877. Síðasta þlað „Isa- foldar“, sem prentað var í Lands- prentsmiðjunni, er dagsett 26. maí 1877. Þá var búist við prent- smiðjunni bráðlega, og drógst því útkoma blaðsins, sem annars var vikublað, um 3 vikur, að því er stendur í blaðinu sjálfu. Póst- skipið kom hingað 7. júní og með því prentsmiðjan, og Sigmundur Guðmundsson, er ráðinn var yf- irprentari. Hefir hann alveg vafa laust annast kaupin, þótt þess sje ekki getið. Prentsmiðjan var nú fljótlega sett upp í fyrnefndu Doktorshúsi, í stórri stofu í norð- austurendanum, og kom fyrsta blað „lsafoldar“, prentað í þess- ari nýju prentsmiðju, út 16. júní 1877, og má því telja þann dag afmælisdag Isafoldarprentsmiðj u, og hefir hún því nú starfað í 50 ár. Hin nýja prentsmiðja Isafold- ar var handpressa, þó hraðpress- ur væru þá orðnar algengar í út- löndum, en þær voru mjög dýrar. Prentlistin var þá ekki komin á hátt stig hjer á landi, samanbor- ið við útlönd. Alt prentverkið lúmaðist í einni stofu. Þar voru fyrst og fremst setjararnir; á setningu byrjuðu allir lærlingar, cg unnu aðallega að henni allan námstímann. Þegar setningu var lokið, var byrjað á prentun; unnu að henni tveir menn; var annar nefndur „bullari“, hann bar svertuna á letrið, var það erfitt verk kraftalitlum unglingum, því „bullan“, sívalningur úr gúmmí, var þung fyrir, einkum er henni var strokið um svertuborðið, til að drekka í sig svertuna. Hinn var sjálfur „þrykkjarinn“; hann lagði örkina í pressuna, og þrýsti síðan efri plötunni niður á letrið, og tók hana úr pressunni aftur. Talið var, að alvanur og dugleg- ur prentari gæti prentað 250 ein-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.