Ísafold

Dato
  • forrige måneddecember 1927næste måned
    mationtofr
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Ísafold - 31.12.1927, Side 2

Ísafold - 31.12.1927, Side 2
2 1 S A F 0 L D tök á klukkutíma. Það þurfti mikið átak til að framkvæma sjálfa prentunina í handpress- unum. Sigmundur Guðmundsson, er ráðinnvar yfirprentari, var fædd- ur í Ólafsdal í Dalasýslu 18. okt- hraðpressu, og er fyrsta blaðið í henni dagsett 9. júlí 1879. Ekk- ert er getið um þennan merka atburð í blaðinu sjálfu. En í al- manaki Þjóðvinafjelagsins fyrir árið 1881, bls. 31, er þess getið í yfirliti ársins 1879, að hrað- Sigmundur' Guífmuncísson. hr.1853, og voru foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson og Sig ríður Guðmundsdóttir, hjón þar. Tæplega tvítugur kom Sigmund- ur suður til Reykjavíkur, og tók að nema prentlist í Landsprent- amiðjunni. Hann var óvenjulega gáfaður maður; einkum var hann mjög hneigður fyrir mál. Hann liafði aðeins verið fáa mánuði í Reykjavík, er hann fór að tala frönsku við strandmenn, sem þá voru hjer árlega. Ensku talaði hann ágætlega á sínum efri ár- um, því hann hafði oft dvalið í Englandi og Vesturheimi. Hann var allra manna fyndnastur og gamansamastur, en ekki var fyndni hans altaf græskulaus. Hann var talinn hinn listhæfasti pressan hafi komið upp með póstskipinu „Phönix“ 28. apríl það ár, og sje fyrsta hraðpressa á Islandi; keypt í London af yfir- prentara Sigmundi Guðmunds- svni. Þessi pressa var enn knúin með mannafli, með hjóli er snú- ið var, var það auðvitað mikill ljettir frá því sem áður var. Nú gátu tveir efldir menn snúið eða stigið undir 600 eintökum eða órkum á klukkutíma; í þessu var hraðinn fólginn. Fleiri urðu til þess að útvega sjer slíkar hrað- pressur hjer, en þessi var fyrst þeirra allra, og notuð til ársbyrj- unar 1897, því þá keypti Björn Jonsson nýja, stærri ogfullkomn- ari vjel, eins og áður segir, en gamla vjelin var seld Stefáni ísafoldarprentsmiðja. og smekkvísasti prentari á sín- um tíma. Sýnir það best, hve mikils álits Sigmundur naut, að Björn skyldi setja hann, jafn- ungan mann, fyrir prentsmiðj- una. Sumarið 1879 fjekk Isafold Runólfssyni prentara og flutt til ísafjarðar. Þessi hraðpressa, er keypt var 1879, var sett niður í steinhúsi Þorsteins járnsmiðs Tómassonar, rjett við Skólabrúna. Árið 1880 bygði Sigmundur Guðmundsson sreinhúsið í Bankastræti (nr. 3), sem nú er eign Sigurðar bóksala Kristjánssonar, og þangað var hraðpressan flutt þá um haustið, og var þar til vors 1886. Var Sig- mundur frá því prentsmiðjan var stofnuð og til þess í mars 1883 yfirprentari og verkstjóri henn- ar. Hann setti þó ekki nafn sitt sem yfirprentari á „Isafold", fyr en eftir nýár 1883; síðasta blað með hans naf ni er dagsett 14. mars 1883. Alt þangað til er blaðið talið prentað í Isafoldarprent- smiðju (eða í hraðpressu Isafold- ar, eftir að hún kom til), og svo hefir jafnan verið gert síðan um alt, sem prentað hefir verið í þeirri prentsmiðju, en yfir- prentara eigi getið. Stafar þetta af því, að Björn hafði sjálfur, að minsta kosti frá 1883, alla yfirumsjón prentsmiðjunnar, skipaði fyrir verkum, en hafði þó verkstjóra yfir ýmsum grein- um, einkum er tímar liðu fram, svo sem setjarastjóra, prent- vjelarstjóra, eins og síðar verður drepið á. I marsmánuði 1883 hætti Sig- mundur Guðmundsson í bráð af- skiftum af Isafoldarprentsmiðju, tnda keypti bráðlega eftir það sjálfur prentsmiðj u, og rak hana um hríð. Hann var kvæntur Guð- björgu dóttur Torfa prentara Þorgrímssonar, fæddum Reykvík ing í báðar ættir, er lengst æfi sinnar var setjari í Landsprent- smiðjunni. Eftir Sigmund hafði Asmundur prentari Torfason (nú í New York), mágur hans, yfir- umsjón prentsmiðjunnar umhríð. Árin 1878—1883 var Björn Jónsson 1 Kaupmannahöfn, lengst um að staðaldri, og höfðu þeir ritstjórn „Isafoldar" þessi árin dr. Grímur Thomsen á Bessastöð- um og Eiríkur prestaskólakennari Briem, en umsjón með prent- smiðjunni og öllu því, er að henni laut, hafði mágur Björns, Hallgrímur dómkirkj uprestur Sveinsson, en Sigurður Krist- jánsson bóksali var milligöngu- maður milli prentaranna og síra Hallgríms. Sigurður keypti húsið við Bankastræti af Sigmundi, og leigði þá neðri hæð hússins, þar sem prentsmiðjan hafði verið, Landsbanka Islands, er tók til starfa 1. júlí 1886. Það þurfti að undirbúa herbergin niðri und- ir Landsbankastofur, og varð því prentsmiðjan þá um vorið í bili húsnæðislaus. Hún var þá um tíma í barnaskólahúsinu í Póst- hússtræti, nú landssímahúsinu, sbr. „lsafold“ 1886, 22. tölubl. Um áramótin 1885—86 keypti Björn Jónsson húseignina nr. 8 í Austurstræti, er kölluð var Lambertsensbúð, en uppboðsaf- salsbrjef fjekk hann fyrst 4. október 1886. Missiri áður, eða 16. mars, var honum leyft að byggja tvílyft hús 21x16. ál. í 10 álna fjarlægð frá næsta húsi fyrir austan (Herdísarhúsi), og í línu við hús Eyjólfs Þorkels- sonar að vestan. Hefir Björn þá rifið gamla húsið niður, og bygt upp aftur Isafoldarhúsið, eins og það er enn, aðalhúsið. Smíðin hefir gengið fljótt og vel, því prentsmiðjan var flutt í húsið í júlílok 1866. Svo stendur efst í fyrsta dálki „lsafoldar“ 1886, 31. tölubl. dags. 29. júlí: „ísa- joldarprentsmiðja og afgreiðslu- stofa er í nýja húsinu milli Aust- urvallar og Austurstrætis", og þar næst stendur: „Vegna flutn- mgs á prentsmiðjunni m. m. hef- ir útkoma þessa blaðs dregist einn dag“. Þetta tölublað af „Isa- fold“ er því hið fyrsta, sem prentað hefir verið í Isafoldar- húsinu. Húsið, sem niður var rifið, hafði Clement Thoroddsen, föð- urbróðir Jóns sýslumanns Thor- oddsen, bygt á árunum 1824—25 á „Austurvelli“, því Austurstræti var þá ekki til, en vísir var þó til þess að vestan, og kallað „langa Fortov“. Mun hafa verið t’lætlunin að við þetta hús mynd- aðist ný gata til suðurs, því 1832 er húsið nefnt Vallarstræti nr. 1. Það varð þó ekki, því þá var enn ekkert skipulag orðið á bygg- ingu húsa, eða gatna, því að alt íram að .1839, er byggingarsam- þykt var sett fyrir bæinn, bygði liver, eins og honum þóknaðist, að mestu leyti. Clement Thorodd- sen var skraddari, og var húsið því kent við hann, eins og þá var tíska, og kallað „skraddara- húsið“. Hann seldi húsið 1831 Guðlaugi Sivertsen, borgara, köll- uðum „ljerefta“-Lauga. Á upp- boði eftir hann 1834 keypti það verslunarhúsið Wejl & Gerson í Kaupmannahöfn, er þá hafði verslun hjer í bæ. 1836 seldi þetta firma skraddarahúsið mad. Margrjetu Andreu Knudsen, ekkju L. M. Knudsens kaup- manns. Á árunum 1841—46 bjó í þessu húsi Þórður Guðmunds- son, þá sýslumaður í Kjósar- og Gullbringusýslu, tengdasonur mad. Knudsens, og var húsið þá kallað sýslumannshúsið. Þar mun elsta dóttir þeirra hjóna Mar- húsið, og rak hann þar iðn sína í 10 ár, en 1860 eignaðist það Guðmundur Lambertsen kaup- maður, og bjó í því til 188-5. Þetta hús var fremur lítið, etns og öll hús voru í Reykjavík fram fð 1870; innangengt var í húsið að sunnan, frá Austurvelli; og garður út að honum, sunnan við húsið, en gangur var milli þuss og næsta húss að vestan, oghjelst hann við fram um síðustu alda- mót. Lambertsen hafði dálitla búð í norðurenda hússins og var gengið inn í hana úr Austur- stræti. Hann hafði líka ölgerð um tíma, og seldi öl í búðinni, bæði til neyslu á staðnum, og á flöskum. Vegna þess að Isafoldarprent- smiðja hefir nú í full 40 ár starf- að í húsinu við Austurstræti, og á væntanlega eftir enn að start'a þar mörg ár, hefir þótt rjett aC lýsa sögu hins eldra húss, ug lóðar, svo ýtarlega sem hjer hef- ir verið gert. Sjálft aðalhúsið er enn óbreylt, eins og það var upphaflega bygt fyrir 40 árum, en síðan heíir verið aukið við það. Þannig bygði Björn hús vestan við aðalhúsið, og er bóka- og pappírssala niðri, en bókbandsstofa og forlagsbóka- geymsla uppi. 1906 bygði hann prentvjelaskúr austan við húsið; þar eru nú skrifstofur og af- greiðslustofa „Morgunblaðsins“, en vjelarnar hafa verið fluttar í hús bygt fyrir fáum árum fyr- ir sunnan húsið. I brunanum mikla í apríl 1915, þegar næstu húsin fyrir austan Isafold brunnu til kaldra kola, cg nokkur hús norðan við Aust- Herbert M. Sigmundsson. grjet Andrea vera tædd; einn sona hennar var Þórður læknir Pálsson í Borgarnesi, er var kvæntur Guðrúnu dóttur BjÖrns Jónssonar. Árið 1846 seldi mad. Knudsen, Billenberg, dönskum skósmið, urstræti, var ísafoldarhúsið í miklum voða, svo íbúarnir flýðu úr því, og eiginlega var það hrein mildi, að það skyldi sleppa, enda hefði þá um leið brunnið öll lengjan vestur að Aðalstræti, og sennilega miklu meira.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar: 62. tölublað (31.12.1927)
https://timarit.is/issue/276779

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

62. tölublað (31.12.1927)

Handlinger: