Ísafold - 25.02.1928, Side 4

Ísafold - 25.02.1928, Side 4
4 I S A P 0 L Ð Opið brjei til Alþingis út af frumvarpi til laga um tilbúinn áburð. Jeg get ekki stilt mig um að taka penna í hönd, til að benda hinum háttvirtu þingmönnum á þann misskilning, sem hlýtur að vera ríkjandi í sambandi við „Frumvarp til laga um tilbúinn áburð,“ sem verið hefir til um- ræðu í efri deild Alþingis. Jeg efast ekki um, að fyrir flutningsmönnum þessa frum- varps vakir áhugi fyrir því að koma tilbúnum áburði á sem ó- dýrastan hátt til bænda, og eiga þeir þakkir skilið fyrir það. En af því að jeg er sannfærður um, að útkoman verður ekki sú sama og til er ætlast, tel jeg rjett að benda á helstu og augljósustu galla frumvarpsins. Ástæðan til þess, að frumvarp þetta er borið fram nú, mun vera sú (eins og í þau tvö skifti áður, sem það hefir verið borið fram í þinginu), að lækka verð áburðarins með því að láta rík- issjóð greiða farmgjöld áburð- arins til landsins og milli hafna, þar sem skip ríkissjóðs og Eim- skipafjelags Islands koma, og ennfremur til að fyrirbyggja, að einstök verslunarhús geti notað aðstöðu, er þau kynnu að fá með einkasölu, til að leggja óhæfi- , lega mikið á áburðinn. I fyrsta skifti, sem þetta frum- varp var borið fram á Alþingi (1925), var þörfin fyrir eftir- gjöf á farmgjöldunum all veiga- mikil, sökum þess, að þá var farmgjaldið 60 danskar krónur pr. tonn frá útlöndum til lands- ins, samkvæmt gjaldskrá skipa- fjelaganna, er hjeldu hjer uppi ferðum. í næsta -skifti (árið 1926) var gjaldið lækkað all verulega, eða niður í 25 danskar krónur pr. tonn. En þá var hin ástæðan, er sameinaði alla þingmenn, sem sæti áttu í báðum landbúnaðar- nefndum, að einum undantekn- um, er skrifaði undir nefndar- álitið með fyrirvara, og knúði þingmenn til að standa saman um þetta mál þá, sú, er sjá má í nefndaráliti landbúnaðarnefnd ar n.d. 16./4. 1926. Þar kemur það skýrt í ljós, að þingmenn þeir er um málið fjölluðu litu svo á að öll verslun saltpjetursáburðar væri komin hjer á eina hendi, og að þetta gæti orðið til þess, að hækka verð áburðarins óeðlilega og ó- þ^rflega mikið. Þó þingmenn væru í sjálfu sjer andvígir einkasölufyrir- komulaginu, þá vildu þeir að hægt væri að grípa * til einka- söluheimildar ef þurfa þætti, og var þannig komist að orði í frumvarpinu: „Heimild þessi fellur niður jafnskjótt sem Bún aðarfjelag Islands gefst kostur á að fá í sínar hendur einkaum- umboð hjer á landi fyrir sölu á Noregssaltpjetri, eða öðrum jafngóðum kalksaltpjetursá- burði.“ Um þetta voru allir sammála, er að málinu stóðu, jafnt flutnings- maður sem aðrir. Þá hefði vitan- lega um leið fallið niður skylda sú, er á ríkissjóði hvíldi með að greiða farmgjöldin af áburðin- um. Málið náði ekki fram að ganga í það sinn, var felt í Ed. eftir að Nd. hafði afgreitt það með mikl- um meiri hluta. Nú liggur málið fyrir Alþingi í 3ja sinn. Um leið og jeg tek frumvarpið til athugunar, verð áburðarframleiðsluna og áburð- arverslunina eins og hún er nú rekin. Háttvirtum þingmönnum er víst flestum kunnugt að það eru þrjár tegundir áburðarefna sem jurtirnar þurfa, það er köfn- unarefni, fosforsýra og kali. Þessi áburðarefni eru svo bund- in á margvíslegan hátt í verð- laus eða verðlítil efni. Koma því á markaðinn allskonar tegundir af áburði undir ýmsum nöfnum, bæði sem áburðarblandanir, þar sem hægt er að kaupa tvö eða öll áburðarefnin í einni og sömu áburðartegundinni. Þessar tegundir áburðar hafa hingað til náð lítilli útbreiðslu. Fosforsýra er venjulega fram- leidd í superfosfati 18% sterku. Þessi áburður er framleiddur svo að segja í hverju nærliggj- andi landi, og víða í mörgum verksmiðjum. Sama er að segja um kali. Þessar áburðartegundir er eins og vehjulegar verslunar- vörur hægt að kaupa í frjálsri samkepni hvár sem er, eitt árið í þessu landi og í hinu hitt árið, eftir því hvernig innkaupsverði og farmgjöldum er háttað í hvert sinn. Öðru máli er að gegna um köfnunarefnisáburðinn. Hann er framleiddur undir mörgum merkjum, og í mjög misjöfnu ástandi. Af þeim áburðartegund- um sem mest gætir á markaðn- um má nefna Chilesaltpjetur, þýskan kalksaltpjetur, Noregs- saltpjetri og brennisteinssúra stækju. Af þessum áburðarteg- undum eru það þær þrjár fyrst nefndu sem virðast best henta íslenskum gróðrarskilyrðum, sök um þess hve þær eru Ijett upp- leysanlegar og fljótar að koma jurtunum að notum. Chilesaltpjeturinn hefir und- anfarin ár ekki getað képt á hjerlendum markaði við þýskan og norskan kalksaltpjetur. Á síðustu árum hefir því aðeins verið að ræða um 2 tegundir áburðar sem keppandi vöru á hjerlendum köfnunarefnis-á- burðarmarkaði. Sú breyting er á orðin síðan þetta mál lá fyrir Alþingi 1926 að Det Danske Gödningskom- pagni hefír ekki lengur neina einkasölu hjer á landi, heldur selur hverjum sem er. Þar af leiðandi er þýski kalksaltpjetur- urinn seldur hjer í frjálsri sam- kepni. T. d. er hann nú seldur af þessum verslunarhúsum Sam- band íslenskra samvinnufje- laga, Nathan & Olsen og Mjólk- urfjelagi Reykjavíkur, og ef til vill fleirum. Det Danske Göd- ningskompagni fær að vísu eftir því sem mjer er best kunnugt 1—2% í umboðslaun frá þýsku verksmiðjunum. Noregssaltpjeturinn er að ganga út af hjerlendum mark- aði, sökum þess að Norsk Hydro er ekki lengur sjálfstætt sölu- firma heldur angi af hinum mikla þýska áburðarhring. Norsk Hydro verður markaður bás með söluna heima í Noregi. Mjög óvíst að þeir hafi nokkurn útflutning eftir þetta ár. Það eru því þýsku verksmiðjurnar sem eru að verða einu aðilarnir sem hægt er að snúa sjer til með kaup á kalksaltpjetri. Þá er að athuga hættuna sem af þessu gæti leitt, að aðeins eitt firma er að verða framleiðandi og seljandi að þessari áburðar- tegund. Ef eitthvert firma inn- lent eða erlent fengi einkasölu á áburðinum, og gæti notað þá aðstöðu til að leggja óhæfilega mikið á áburðinn, væri það óneit- anlega hættulegt fyrir áburðar- notendur. Nú sem stendur hefir Dansk Gödningskompagni einkasölu á þessum áburði hjer á landi sem kunnugt er. En þeim er af verk- smiðjunum sett fyrir hámark er þeir mega taka í umboðslaun af áburðinum. Enda eru litlar líkur til að hægt sje að losna við þenn- an millilið þó ríkið taki að sjer einkasölu á áburðinum. Enn- fremur er upplýst að óvíst sje að áburðurinn verði ódýrari beint frá þýskum verksmiðjurm heldur en frá Dansk Gödning-J kompagni, sökum þess hve þeirj eru stórir kaupendur, og njóta því altaf undantekningarlaust bestu kjara hjá verksmiðjunum. Þessu til sönnunar vitna jeg til skýrsluhr. alþingismannsBjarna j Ásgeirssonar dags. 20./12.1927, er hann gaf til atvinnumálaráðu- neytisins, eftir að hann kom ú? utanför sinni, er hann fór að til- hlutun landsstjórnarinnar og’ Búnaðarfjelags íslands, til aðj athuga framtíðarhorf ur fyrir áburðarversluninni, og leita við- skiftasambanda fyrir ríkisstjórn ina hjá verslunarhúsum er versla með tilbúinn áburð. Þá kemur hin hættan, sem gæti legið í því að Dansk Göd- ningskompagni gæfi einhverju hjerlendu verslunarhúsi einka- sölu á áburðinum hjer á landi, og þetta verslunarhús misnotaði svo rjett sinn með því að leggja óhóflega mikið á áburðinn. Til að fyrirbyggja þessa hættu, eru til fleiri leiðir heldur en að ríkið taki að sjer einkasölu á áburð- inum. Jeg vil benda á þá ein- földustu. — Ríkisstjórnin getur samið við Stickstof Syndicat í Berlín um eftirfarandi. Ef þeir vilja láta Det Danske Gödnings- kompagni annast söluna hjer á landi eftirleiðis, að setja þeim fyrir hámark umboðslauna (sem þeir raunar hafa gert) og í öðru lagi að setja það sem skilyrði við Det Danske Gödningskompagni að þeir skuli selja áburðinn í frjálsri samkepni til Islands, en gefi engu sjerstöku verslunar- húsi einkasölu á áburðinum hjer á landi. Þetta væri ákaflega auðvelt að fá, fyrst og fremst af því að nú sem stendur er Det Danske Gödningskompagni sett há- marksákvæði fyrir álagningu, og í öðru lagi vill Det Danske Göd- ningskompagni ekki geíal neinu hjerlendu firma einkasölu fyrir sig hjer á landi. Hjer virðist því vera til sú lausn á þessu máli, sem gerif það að verkum, að framangreindar ástæður geta ekki rjettlætt þá aðferð, að rík- ið taki að sjer einkasölu á til- búnum áburði. Þá er aðeins sú ástæða fyr- ir hendi, að ríkissjóðurinn greiði farmgjöld áburðarins hingað til landsins. Um það mál út af fyr- ir sig verða eflaust skiftar skoð- anir, hvort rjett sje að láta rík- issjóð greiða flutningskostnað á tilbúnum áburði hingað til lands ins og hafna á milli. Um það mál út af fyrir sig ætla jeg ekki að deila, en jeg vil leyfa mjer að undirstrika bendingu Jónas- ar læknis Kristjánssonar í minni hluta nefndaráliti sínu, á þskj. 228, er hann vill láta taka þátt í flutningskostnaði á tilbúnum á- burði frá kaupstöðunum og upp í sveitirnar, því oft er flutnings- kostnaðurinn á áburðinum hing- að til lands hverfandi í saman- burði við að koma honum út í sveitirnar. Sá útgjaldabaggi, sem á ríkis- sjóðinn kæmi af þessu, mundi nema samkvæmt núverandi inn- flutningi ca. 20 þús. krónum á ári. I nefndaráliti meiri hluta landbúnaðarnefndar á þingskj. 155, er gert ráð fyrir, að ríkis- styrkurinn standi í þrjú ár. Má vonandi gera ráð fyrir þeirri aukningu á áburðarsölunni þessi ár, að alls verði útgjöld ríkis- sjóðsins öll árin um áttatíu til eitt hundrað þúsund krónur. Jeg vildi síst hafa á móti því að bændurnir fengju þennan styrk til ræktunarinnar, en mjer dett- ur í hug önnur betri leið til að nota þessa peninga í þarfir rækt- unarinnar, ef fjárveitingavaldið er svo greiðvikið að vilja sjá af aurunum. Og það er með því að leggja þessa upphæð, eða eitt- hvað af henni, í það að hjálpa einstaklingum eða fjelögum til að koma upp verksmiðjum í helstu verstöðvunum til þess að vinna áburð úr þeim feikna auð- æfum, er fara í sjóinn með öll- um þeim fiskúrgangi, sem fleygt er. — Ef gengið er út frá því að rík- ið ætli að greiða farmgjöld á- burðarins hingað til landsins, get jeg samt ekki sjeð, að það rjettlæti þá ráðstöfun, að ríkið taki að sjer einkasölu á áburði. Það á að vera í lófa lagið að greiða þennan kostnað þótt ein- staklingar flytji áburðinn til landsins. Ríkisstjórnin getur t. d. samið við Eimskipafjelag Is- lands um farmgjöld á tilbúnum áburði. Eimskipafjelagið sendi svo ríkissjóði reikning fyrir| farmgjöldunum á öllum áburð-' arsendingunum, er það flytti. ] Eftirlitið með því, að þetta yrði ekki misnotað, skapaðist af sjálfu sjer, þar sem Eimskipa- fjelagið væri sá hlutlausi aðili,! sem ekki færi að rukka ríkis-1 stjórnina um farmgjöld á ann-] ari vöru í blóra við áburðinn,' enda bæri fjelaginu að skila rík- isstjórn afritum af öllum fram- brjefum áburðarsendinga. Jeg þykist þegar hafa fært rök fyrir því að þær ástæður,: sem standa undir þessu áburð- arfrumvarpi, .sjeu ekki á svo1 sterkum rökum bygðar, að á- stæða sje til að samþykkja frv. þeirra vegna. En jeg ætla að síðustu að leyfa mjer að benda á þá hættu, sem yfir vofir, ef frumv. þetta verður að lögum. I 3. gr. frumv. er væntanlegri ríkisverslun heim ilað að leggja á áburðirin alt að 5%. Jeg vil nú gerast sá spá- maður að ætla, að þessi 5% muni ekki nægja, ef reka á á- burðarverslunina sem sjálfstæða verslun, sem ekki nýtur styrks af umsetningu annara vara. En hvað á svo smásöluálagningin að ve'ra? Jeg geri ráð fyrir, að svo framt að heildsalan taki 5%, muni smásalanum líðast að leggja á 10%, því það virðist sanngjarnt, að sá, sem afgreiðir til Pjeturs og Páls 1—10 sekki í einu, og á að lána þá út að einhverju leyti um lengri eða skemri tíma, fái að minsta kosti helmingi meira fyrir sitt ómak heldur en heildsalinn eða um- boðssalinn, sem selur í einu svo hundruðum eða þús. sekkja skiftr í einu og alt gegn stað- greiðslu, eins og frumv. mælir fyrir. Það er mín fasta sannfæring, að þrátt fyrir það, þó væntarileg ríkisverslun hefði þann stuðning, að þurfa ekki að greiða farm- gjöld af áburðinum, að áburð- arverðið muni samt sem áður hækka við þessa ráðstöfun. Skal jeg reyna að færa að því nokkur rök. Af því sem jeg hefi sagt hjer að framan, má fastlega gera ráð fyrir því, að álagningin fari alt í alt upp í 15%. Verður þá álagningin á hvern saltpjet- urspoka ca. kr. 3,40. Undanfarin ár hefir álagning á áburðinn verið ca. 4%, einnig af farmgjaldinu, eða ca. 1 kr. á poka. Það er hægur vandi fyrir verslunarhús, sem flytja inn þessa vöru, að semja um farm- gjöld á henni með aukaskipum fyrir kr. 19,00 pr. tonn eða kr. 1,90 pr. poka. Verður þá farm- gjald og álagning kr. 2,90 pr. poka, verði ríkisverslunin ekki stofnsett. Eða með öðrum orð- um ca. 50 aura skaði á hverjum poka að ríkisverslunin var stofn- sett, sem bændurnir verða að greiða, að sleptum þeim 80 til 100 þúsundum, er ríkissjóði fær að blæða í þau þrjú ár, sem hon- um ber að greiða farmgjöldin. En að þeim tíma liðnum fá bænd urnir að borga brúsann að öllu leyti, og er þá illa farið. Fari svo, að þetta frumvarp verði samþykt, þá vil jeg leyfa mjer að skora á hina háftvirtu þingmenn að breyta því í þá átt, að það verði Búnaðarfjelag Is- lands sem fái einkasöluna, og því sje gert að skyldu, sem op- inberri stofnun, að annast þá verslun endurgjaldslaust, þar sem fjelagjð hefir næg húsa- kynni og starfskrafta til að fram kvæma þetta án mikils auka- kostnaðar. Með því móti að láta Búnað- arfjel. annast verslunina, væri girt fyrir hina óhæfilegu álagn- ingu, sem leiða mundi af ríkis- versluninni. Það gæti vel kom- ið til mála, að setja hámarks- ákvæði á álagningu smásala á áburðinn. Samkvæmt niðurlagi á fyr- nefndri skýrslu hr. alþingism. Bjarna Ásgeirssonar, þá geri jeg ráð fyrir því, að það sje eitthvað líkt þessu, sem fyrir honum hef- ir vakað, er hann leggur til við ríkisstjórnina, að hún beiti sjer fyrir að tekin verði einkasala á tilbúnum áburði. ! Að endingu leyfi jeg mjer að skora á alla þingbændur og alla velunnara íslensks landbúnaðar, er á Alþingi sitja, að láta ekki „sósíalistana“ leiða sig inn á þá braut að gera áburðarverslun- ina að tilraunadýri fyrir ríkis- rekstrarhugmynd þeirra. Reykjavík, 22. febrúar 1928. Eyjólfur Jóhannsson. Ný irnmTörp. Hækkun vörutolls. I. P. flytur (f. h. stjórnarinnar) frv. um hækkun á vörutolli: af salti úr 50 au. í 1 kr., af kolum úr 1 kr. í 3 kr., leggur nýjan toll á komvörur, 30 au. af hverjum 50 kg., einnig kemut hann aftur með gámla tunnutollinn, 1 kr. af hverj- um 50 kg. Gerir flm. ráð fyrir, að þessar tollálögur muni nema 426 þús. kr. Hækkun verðtolls. 1 I. P. flytur (f. h. stjórnarinnar) frv. um hækkun verðtolls úr 10% í 15% (lægri flokkarnir) og úr 20% í 30% (hærri flokkarnir). Ekki er þess getið hverju þessi hækkun ' muni nema. j Utflutningsgjald af síldarlýsi. i Erl. Fr. flytur frv. um hækkun á útflutningsgjaldi af síldarlýsi úr U/2% í 3%. Landsbanki íslands. Meiri hl. fjhn. Ed. (I. P. og J. |B.) flytja f. h. stjórnarinnar frv. um breyting á Landsbankalögun- um, sem samþykt voru á síðasta þingi. Er í frv. þessu verið að vekja upp að nýju ýmsar till. er fram komu á síðasta þingi, en voru feldar ])á. Má t. d. nefna ríkisábyrgðina, 15 manna banka- nefnd í stað bankaráðs o. fl. af svipuðu tægi. Hvað skyldu erlend- ir fjármálamenn halda, er þeir sjá að sífelt er verið að hringla með æðstu peningastofnun landsins. —- Þessi meðferð á bankanum er stór- vítaverð, og má það undarlegt vera, að gætinn maður, eins og fjármálaráðherrann virðist vera, skuli láta leiða sig til þessara ve'rka. Ríkisprentsmiðja. Har. G., Ásg. Ásg. og Gunn. Sig. flytja þál. till. í Nd., þar sem skor- að er á „stjórnina að láta gera fvr ir næsta þing áætlun um stofn- kostnað og starfrækslu rílrisprent- smiðju, er geti annast prentun rík- issjóðs og opinberra stofnana.“ Tóbakseinkasala. H. V. flytur frv. um nýja tó- bakseinokun frá 1. jan. 1929. Virð- ist liann orðinn þreyttur á tóbaks- versluninni og ætlar sennilega að láta ríkið kaupa leifarnar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.