Ísafold - 29.02.1928, Page 2

Ísafold - 29.02.1928, Page 2
2 I S A F O L D Þegar menn brugðu blundi hjer í Reykjavík á mánudagsmorgun, þá fór sú alvörufregn um alla borg- ina, eins og þungur þrumuhljómur: Fogsetinn er strandaður. Það fylgdi þessum alvörufrjett- nnx, að öll skipshöfnin væri eða mundi vera í skipinu, heil á húfi. En — þó var sem dökknaði yfir fle^tum kunnugum, er menn heyrðu strandstaðinn nefndan, að Forset- inn stæði fastur og væri að veltast á skerjunum og í briminu fram- undan Stafnnesi; þótti flestum, sem til þektu, sem orka mundi tví- mælis um bjöTgun skipshafnarinn- ar; sú varð líka raunin á, eins og frá er skýrt annarstaðar hjer í blaðinu. Milli dagmála og hádegis var frásögn um strandið fest upp í glugga Morgunbl.; safnaðist þar þega*r saman múgur og margmenni, og mátti heita jafnfjölment allan daginn fram í myrkur; og mátti allan tímann sjá, að þeim, sem þar komu, var þungt í hug; óvenju- mikill alvörublær var yfir öllum. Frjettirnar að sunnan voru strjál ar, óglöggar og — fremur erfiðar, — það sem þær náðu. Allan daginn var allur bærinn milli vonar og ótta; hvar sem menn hittust á förnum vegí, þá var ekki um annað talað en þetta eina: „Skyldi þeim ætla að takast, að bjarga skipshöfninni ?“ Eða: „Það vildi jeg að Guð gæfi, að menn- irnir hjeldu lífi.“ Enn allir voru einhuga og sam- mála um eitt, að alt mundi gert bæði á sjó og landi til að bjarga Jífi mannanna, sem í skipreikanum og háskanum voru staddir, að all- ir mundu sýna frækilega fram- göngu og enginn draga ‘sig í hlje, ’þótt við ofurefli væri að etja. Sannspurt er líka, að þessar von ir manna rættust. Fyrir frábæran vaskleik manna þat syðra, fór svo, að eftir langa og stranga baráttu tókst að bjarga tíu mönnum af 25, er á Forsetanum voru. þækaþáttur þessa sorgarleiks — hjer í bænum — var sá, að togar- inn Tryggvi gamli kom hingað inn eftir með andvana lík fimm manna af Forsetanum nálægt stundu fyr- ir miðnætti; vár þeim ekið suður í líkhúsið í kirkjugarðinum, þau afklædd og þvegin og þeim veittur venjulegur umbúnaður. Var þá nokkum veginn sann- spurt, að 10 menn af skipshöfn- inni hefðu haldið lífi fyrir vask- leik og frækilega framgöngu þeirra, er tóku þátt í björgunar- tilraununum; en 15 mundu hafa látið lífið. Dagur þessi hafði verið Reykvík- ingum bæði langur og þreytandi; minti hænn helst til mikið á mann- skaðadaginn mikla, 7. apríl 1906, þegar yfir 20 íslenskir sjómenn af fiskiskipinu Ingvari druknuðu fyr- ir augum bæjarmanna á skerjunum sunnan og vestan við Viðey, og tvö fiskiskip, . Emilía og Sophia Withley, fórust með hverju manns- barni á Mýrasketjunum við norð- anverðan Faxaflóa. Fóru þá yfir 60 menn í sjóinn á einum degi, og átti þá margur um sárt að binda. En Reykvíkingar sýndu sorg- hitnum samúð þá; og svo hygg jeg að enn muni verða. Því svo er þvi háttað með okkur hjer í borginni, að þó við aðra stundina rífumst og bítumst sem gráiír seppar eða 'gaddhestat um illt fóður, þá kenn- um við samúðar hver með öðrum, þegar þungar raunir steðja að hræðrum vorum eða systrum; sýna Eeykvíkingat þá oft í orði og verki, að það er sannur vitnis- hurður um þá, að þeir mega ekk- <ert aumt sjá eða bágt heyra. Vildi jeg mega óska og vona, -að sú hugarkend níddist sem sein- ast úr þeim. Fram úr miðnættinu í nótt mun- um við flestir hafa farið að hátta og sofa. En — skyldi ekki svefninn hafa verið lítill hjá sumum! Það tel jeg vafalaust, að nóttin hafi verið mörgum vökunótt, sum- um vegna sárirar hjartasorgar og hugartrega, öðrum vegna samúð- ar, hluttekningar og alvarlegra hugsana. Tel jeg það síst óeðlilegt. Þegar jeg kom á fætur í morg- un, kom jeg heim á eitt sorgar- heimilið frá deginum í gær; hús- bóndinn fluttur hingað andvana í gærkvöldi.Þegar jeg lauk upp hurð inni, komu tveir ungir og laglegir drengir á móti mjer — 4—5 ára — og sögðu: „Hann pabbi okkar er dáinn, og mamma hefir verið að gráta.“ Blessaðir smælingjarnir höfðu auðvitað ekki rjettan skilning á missi sínum og gírátsefni móður- innar. Jeg talaði svo bæði við konu og; móður þessa manns, og höfðu bað- ■ ar lítið sofið þessa nótt. En annars báru þær missi sinn og sorg meðj hugarrósemi og stillingu. — Enda finst mjer það ávalt tíðast hjá okk-; ur íslendingum, að reynast hetjur, j þegar á þrauta- og raunahólminn kemur, ef menn eru ekki stótbil- aðir á heilsu á undan. Og undan-( tekningarlaust er það nær fimm-j tíu ára reynsla mín, bæði um karla og konur, að mestu hetjurnar eru einlægt þeir, sem standa á föstum trúargrundvelli. \ Matthías vissi, hvað hann söng, er hann sagði við raunabarnið: j „Því hræðstú ei, þótt hjer sje kalt, og heimsins yndi stutt og valt, og alt þitt ráð sem hverfult hjól, í hendi Guð er jörð og sól.“ „Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heýrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á.“ Við þessar hugsanit hygg jeg, að eitthvert sorgarbabmið hafi sofnað út frá raunum sínum‘ og angursefni í nótt sem leið, eftir hinn sára og þunga sorgarleik, sem fram fór daginn í gær, og sem í framtíðinni verður efalaust mörg- um manni minnisstæður. „Já! Svona átti Forsetinn að fara“, segir margur hver við ann- an í gær og í dag hjerna í bænum. Við Reykvíkingar könnumst flest- ir við Forsetann; hann var fyirsti togarinn, sem smíðaður var í Eng- landi beint handa íslendingum, fyr ir 20 árum, þá svo fullkomið skip að öllum útbúnaði og smíði, sem frekast var unt. Síðan hefir hann „marga hildi háð“, en jafnan ver- ið hið mesta happaskip, og flutt margan dýran fatm að landi og um leið eigendum gagn og gróða. Nú var Forsetinn orðinn nokk- urskonar aldurs og heiðursforseti alls íslenska togaraflotans. En svo kom dagurinn í gær sem nokkurs- konar lokadagut; þar með er saga Forsetans á enda. „Eitt sinn kemur endadægur allra lýða um síðir.“ Með 15 manna áhöfn hvarf hann sjónum vorum; þeir fjellu með sönnum heiðri í fylkingu. Hraustum drengjum er gott að falla í valinn með vopn í höndum, eða svo þótti feðrum vorum á gull- öld þjóðarinna'r. Oft hafði Forsetinn, og þeir, er á honum voru, komist í krappan dans. Ein mesta tvísýna hans var það, er hann einu sinni á stríðs- árunum komst í heljargreipar Þjóðverja. Hitti hann Þjóðverja fyrir norðan Skotland, og hófu, þeir eltingaleik mikinn; skutu þeir á Forsetann 12 skotum; en hæfðu hann aldrei, þótt hurð skylli nætrri hælum. Forsetinn slapp úr höndum Þjóðverja, eins og Haraldur Sig- urðsson Noregskonungur forðum úr greipum Dana. En svo var nærri stefnt FoVsetanum, að brot- in úr sprengikúlum Þjóðverja voru sem hráviður á eftir um alt þilfarið á Forseta. Eiga einhverjir hjer í bænum þær til minja. Satt er það, að mikið og sorg- legt er slys það, sem nú bat að höndum, sem oftar, jelið dimt, sem yfir skall. Þau breiðu spjótin tíðk- ast í hóp. íslenskra sjómanna. En vjer tökum því með kjarki og karl- mensku. Látum það kenna oss að fara varlega, þó vjer förum djarf- lega. Þetta alvörutilfelli ætti að minna oss alla á að sinna öllum skynsam- legum bjargráðum. Nú er hjer ný- stofnað Björgunarfjelag. Yerum nú samtaka og eflum það á allar lundir; af því má margt og mikið gott leiða; hjer var oss sýnt með alvarlegum atburðum, hve þörfin er brýn fyrir slíkan fjelagsskap. Guð blessi minningu hinna föllnu. Guðslíknarhönd styrki aðstoðar- litlu ekkjurnar og föðurlausu börnin. GuðsfÖðurhönd leiði börnin, er verða að segja: „Hann pabbi okk- ar er dáinn og hún manna er að gráta/‘ 28. febrúar 1928. Olafur Olafsson. Eitt af hlnum hBrmuleg- ustu sjóelyeum hjer. Kl. 1 aðfaran. mánudags, eða þar um bil, strandaði togarinn „Jón forseti" á Stafnnesi. Er það rjett h já Stafnnesvita.Er þaraðall!ra sögn einhver hinn versti og hættulegasti staður hjer á landi, fyrir skip, sem stranda. Rifið er langt frá landi og er þar sífelt brim þótt sjór sje hægur annars staðar. En að þessu sinni var brim mikið. Skipið var að koma vestan úr Jökuldjúpi og ætlaði suður á Sel- vogsgrunn. Brimið fór vaxandi með flóðinu, og gengu brótsjóir yfir skipið hver á fætur öðrum. Reis skipið nokkuð að framan, og leituðu hásetar sjer skjóls frammi undir „hvalbak.“ Skipið sendi út neyðarskeyti og varð fyrsta skipið á vettvang „Tryggvi gamli.“ Kom það þangað kl. 6 um morguninn. Var þá niða- .myrkur, svo dimt að „Tryggvi gamli“ sá skipið alls ekki, fyr en fóir að birta, eða um klukkan iy2. Kom nú þarna smám saman fleiri skip, togarinn „Ver“ og „Hafsteinn“, en gátu enga björg veitt mönnum um borð í „Jóni for- seta“. Litlu seinna kom björgun- arskipið „Þór“ einnig á vettvang og 2 bátar frá Sandgerði, mann- aðir mönnum, sem eru gjörkunn- ugir á þessum slóðum. Allan daginn, fram í myrkur var björgunartilraunum haldið áfram af mesta hetjudug og dugn- aði.En brotsjóirnir slitu sjómennina af skipinu, einn á fætur öðrum, án þess við yrði ráðið. Þegar fram á daginn kom sáu skipin, sem þarna voru, að þau fengu ekkert að gert og týndust burtu smám saman. — Eitt hið seinasta, er fór af vett- vangi, var „Tryggvi gamli.“ Kom hann hingað um kvöldið klukkan 10 og flutti hingað lík 5 manna, af skipshöfn „Jóns forseta“, sem höfðu fundist á reki framundan skerinu, sem hann strandaði á. Samtal við Kristján Schram skipstjóra. Isafold hitti Kristján Schram skipstjóra á „Tryggva gamla“ að máli og spurði hann tíðinda. Hon- um sagðist svo frá: Þegar birti svo um morguninn að við sáum „Jón forseta“ þar sem hann lá á skerinu, lá hann þannig að hann hallaðist mikið á bakborða og var þá bátlaus að því er best varð sjeð. Sáust þá engir menn uppi. Höfðu þeir leitað sjer skjóls fram undir „hvalbaknum.“ Skipið virtist þá óbrotið að ofan. Skömmu eftir að við komum þar að, komu mennirnir út á þilfar. Skiftu þeir sjer þá. Fóru nokkrir upp á „hval- bak“, sumir í reiðann og sumir upp á stýrishúsið. Sáum við þar þrjá menn. Leið nú og beið og komumst við ! hvergi nærri til að bjarga, en kvik- an fór vaxandi og rUggaði skipið mjög á grunninu og gengu brot- sjóir yfir það að aftan. Klukkan rúmlega 10 skall á það brotsjór, svo ægilegur, að hann tók með sjer stýrishúsið og reykháfinn. — • Eftir það fór skipið að síga að framan og leituðu þá þeir í reið- ann, sem áður höfðu haldist við á „hvalbaknum", og röðuðust þar alveg upp í siglutopp. Gekk nú sjór altaf yfir skipið, en er fór að fjara dró úr kvikunni nokkuð, en þó voru brotsjóir alt umliverfis skipið, svo að hvergi var hægt að koma nærri. Bátur frá landi náði þá sam- bandi við „Þór“ og fekk hjá hon- um björgunatrtæki og síðan var , björgunart.ilraunum haldið áfram ; frá landi, þótt aðstaða væri þar i afar slæm. Við biðum fram eftir deginum, eða fram til klukkan 6y2. Var þá skollið á myrkur. — Vjelbátarnir frá Sandgerði voru sífelt á sveimi fyrir utan rifið til ! þess að leita að líkum manna er skoluðust fyrir borð, vegna þess að þeir gátu elr.ki veitt neina aðra 1 aðstoð. Fundu þeir þessi fimm lík, sem við komum með. Er.eitt þeirra af Ólafi Jóhannssyni, 2. vjelstjóra, annað af Stefáni Einarssyni bryta og hið þriðja af syni hans Arna, sem var hjálparmatsveinn hjá föð- ur sínum. Hin tvö líkin af Ingva Björnssyni og Haraldi Einarssyni. Allir voru menn þessir með björg- unarbelti og bar útfallið líkin út yfiir rifið. BJÖRGUNAJtSTARFIÐ. Frásögn þeirra Halldórs Þorsteins- sonar og Jóns Sigurðssonar. 1 gærkvöldi komu þeir skipstjór- arnii- Halldór Þorsteinsson og Jón Sigurðsson hingað til bæjarins og náði ísafold þá tali af þeim, spurði þá um slysið og björgunarstarfið. Þeim sagðist svo frá: Aðfaranótt mánudags kl. 1% barst Hf. Alliance skeyti um það, að Jón forseti væri strandaður á Stafnnes- rifi. Vissum við þá fljótt hvílíkur háski va!r hjer á ferðum, því að flestra kunnugra dómi getur ekki hættulegri og verri strandstað á öllu Islandi heldur en þenna. — Bjuggumst við þegar við því, að skip og öll áhöfn mundi farast þarna, en til þess að reyna að bjarga einhverjum mannanna, ruk- um við þangað suður eftir í bif- reið. Lögðum við á stað hjeðan kl. 2% og hjeldum til Fuglavíkur, bæjar, sem er svo að segja mitt á milli Sandgerðis og Stafnness. — Lengra varð ekki komist í bifreið, því að þar tekur við hinn versti jvegur suður á Stafnnes, og verður itæplega farið nema fetið þótt bjart Jsje og góð færð. Er þaðan nær iy2 Jíma ferð suður á strandstaðinn. I Við fengum okkur hesta í Fugla- vík og hjeldum hiklaust áfram. — Komum við að Stafnnesi kl. rúml. 7 um morguninn. Þegar þangað kom, sáum við hvar skipið lá í brimgarðinum á Stafnnesrifi. Vissi stafn að landi, en skipið hallaðist á sjó. Sáum við þá, að menn stóðu í reiðanum, sem þjettast ,maður við mann. Ekki gátum við sjeð hve margir þeir voru, en aðstaðan var svo að okkur kom elcki til hug- ar að unt mundi verða að bjarga neinum þeirra. Svo hagar til þarna, að 300—400 faðma undan landi er rif það er nefnist Stafnnesrif. Er grunt á því og sker og flúðir alt um kring og brýtur þar altaf, þótt gott sje veður, en nú var þar brimgarður einn, og alt umhverfis skipið. En fyrir innan er lón nokkurt, sem nefnist Hólakotsbót og er þar hyl- dýpi, en var svo lítið að brotsjó- arnir af rifinu og skerjunum fara þar yfir um flóð. Holskeflurnar hömuðust á skipinu og bjuggumst við við því á hvei’ri stundu að sjá sigluna brotna og fara með alla mennina fyrir borð með sjer, eða þá að skipið mundi skrika inn af rifinu og fara á kaf í hafdýþið þar fyxúr innan. Þega'r við komum á strandstað- inn, voru skipin „Tryggvi gamli“, „Ver“ og „Hafsteinn‘“ komin á vettvang til að reyna að bjarga. Lágu þau þar úti fyrir. Seinna kom björgunarskipið „Þór“ og tog arinn „Gylfi“. Reyndu þessi skip með öllu móti að komast x ná- munda við ,Forsetann‘, meðal ann- ars með því að lægja brimgarðinn á þann hátt að hella olíu og lýsi i sjóinn. En það bar engan árang- ur. Vindur stóð af landi og hjálp- aðist hann að því með straum að bera olíuna og lýsið frá rifinu og til hafs. Komust skip þessi því ekki í námunda við „Forsetann“ og var sýnt, að aldrei mundi takast að bjarga mönnunum hafsmegin, hvernig, sem að væri farið. Voru nú góð ráð dýr, því að eina vonin, þótt veik væri, va!r sú, að takast mætti að bjarga einhverj um úr landi.Brugðum við nú skjót- lega við, og náðum í báta á Stafn- nesi, áttæring, sem þarna var kominn á flot og tvo minni. —- Samtímis sendum við hraðboða ríð- andi til Fuglavíkur og þaðan með bifreið til Keflavíkur til að ná í lækni. Brá hann (Helgi Guðmunds- son læknir) skjótt við og kom suð- ureftir. Varð koma hans þangað til hins mesta gagns við björgun- ina, því að hann tók á móti hverj- um manni, sem við náðum, jafn- harðan, og veitti honum alla þá hjálp, sem læknisvísindin eru um megnug. Nú komu tveir vjelbátar frá Sandgerði á vettvang. Gátu þeir að vísu ekki veitt „Forsetanum“ neina hjálp, en þeir færðu okkur steinolíu. Var nú reynt úr landi að lægja bírimskaflinn með því að bera olíu í sjóinn; úr því að það tókst ekki að utanverðu, en árang- ur varð enginn vegna þess að olían barst með landinu. Annar Sandgerðisbáturinn kom við hjá „Þór“ og fjekk ljeða þar línubyssu, ef vera mætti að hann gæti fremur notað hana en skipið, en hún kom ekki að neinu gagni. Það var sýnt þegar í upphafi, að engum manni raundi veVða bjargað, nema það tækist með f jör- unni. Skipverjar höfðu um nóttina gert ýmsar björgunarráðstafanir um borð og útbúið sig með ýms tæki, en meðan á flóðinu stóð, og flestir mennirnir fórust, skoluðust og fyrir bo'rð öll þeirra tæki. En af tilviljun var mjór kaðall bundinn í reiðann og var þar fast- ur. Þegar skipverjar sáu nú að viðbixnaður var í landi að taka x móti þeim, leystu þeir kaðal þenn- an, náðu í dufl og bundu þa!r við og vörpuðu svo duflinu fyrir borð. Voru þá bátarnir þrír komnir frá landi. Lagðist áttæringurinn við festar milli lands og skips en minni bátarnir fylgdu honum. Tókst þeim að ná í duflið og festa kaðlinum í áttæringinn. Votu nú bundnir 8 lóða'rbelgir á annan litla batinn svo að hann gæti ekki sokkið; Og hann búinn út sem dragferja milli skipsins og áttæringsins. Fylgdu honum engir menn og var hann oftast nær í kafi meðan hann var dreginn á milli. Urðu skipverjar að fara ofan í hann fullan af sjó, mar- andi í kafi og með holskeflurnar yfi*r sjer. Þetta lánaðist svo vel, að 10 menn björguðust heilir á húfi. Hafa minni sögur, sem frægar eru, verið settai- í letur en þær sögur er segja mætti um afrek ýmsa þeirra manna, og hinna, sem störf- uðu að því að bjarga þeim. Fyrstu mennirnir náðust á fjórða tímanum. Einn maður henti sjer fyrir borð og synti út í bátinn. — Kafaði hann undir hvert ólag, er að honum reið. Annar maður, sund maður góður, hljóp líka fyrir borð, en útsogið tók liann og hvarf hann í brimólguna.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.