Ísafold - 04.12.1928, Blaðsíða 4
4
I S A F 0 L D
orð hans og' gerðir en orð og at-
haf'nir annara.
Til þess að þeir flokksbræður
hans kveinki sjer ekki yfir sam-
vískunnar mótmælum og lofi ósóm-
arum að viðgangast, hafa þeir sem
á þingi sitja og allmargir aðrir
fengið töluvert ríflega peninga-
borgun vir ríkissjóði. Þeir eru nú
sem kunnugt er orðnir æði margir
1 alt, sem fengið hafa ýmiskonar
samviskuplástra í bitlingaformi.
En Tíma- og jafnaðarmenn vita
sem er, að biltingaausturinn held-
ur óhikað áfram meðan nokkuð
er í ríkisfjárhirslunni.
Með því stjórnarfyrirkomulagi
sem hjer er nú, og með þeim fylg-
ismönnum, sem Jónas frá Hriflu
hefir aflað sjer, er engin ástæða
til þess að ætla að hann bæti ráð
sitt, þó hann sje atyrtur. Hann þjón
ar eðli sínu. og flokksmenn hans
hafa svnt að fyrir peningaborgun
út í hönd, þá lofa þeir honum að
hafa frið og næði við þá iðju.
Þannig er þá í stuttu máli um-
horfs í stjórnmálaheiminum ís-
lenska á 10 ára sjálfsæðisafmæl-
inu. Ábyrgðin hvílir ekki á höfuð-
paurnum í dómsmálaráðherrasessi.
Af honum- er einskis að' vænta.
Hön hvílir á flokksmönnum hans,
er hafa verið keyptir til fylgis við
ósómann, hún hvílir á nátthúfunni
í forsætisráðherra sætinu, og þeim
sem af einskærri ómensku kaup-
laust styðja að því, að viðurkent
afhrak fær að heita æðsti vörður
laga og rjettar í landinu.
Mælikvarði góður fjekst nýlega
á andlegt ásigkomulag Tímaklíku-
manna. Hriflu-Jónas brá sjer í
siglingu af gömlum vana, en dag-
inn sem hann fór, birtist í Morgun-
blaðinu ofanrituð ádeilugrein á
fylgismenn hans, leig'uþý og hlaupa
seppa, sagt sem er, að eins og nú
horfir við, sje tilgangslítið orðið
að beina ávítum til Jónasar, því
hann stærir sig af lagabrotum, er
upp með sjer af óbilgirni og hlut-
drægni, og hefir enga sýnilega
sómatilfinningu.
En hvað skeður? Nafni hans
Þorbergssonurinn belgir sig út
eins og froskur í blaði sínu, og
eys úr sjer fúkyrðum yfir því að
á hann og flokksmenn hans skuli
ráðist, þegar nafni hans dómsmála-
ráðherrann er ekki heima. Þessi sí-
gjammandi kjaftatífa, sem alinn
er upp við hið andlega fóður, sem
nafni hans treður í hann vikulega,
veit auðsjáanlega engin lifandi
ráð, þegar ráðherrann er úr aug-
sýn, nema þetta eina, að halda því
fram, og látast tala í alvöru, að
andstæðingablöðin verð'i að haga
sjer eftir sálarsulti hans, og megi
ekki á hann yrða meðan Hriflu-
Jónas er ekki heima.
Svo þykist þessi pólitíska mál-
pípa geta talað borginmannlega
um áhuga sinn á landsmálum, er
hann hafi til að bera umfram aðra
menn.
En í hverju hefir sá áhugi sýnt
sig? Er Þorbergssonurinn annað en
þægt hlaupadýr Tímaklíkunnar, er
úttekur sín ríflegu laun fyrir starf
ann, og er hugsjón hans eða tak-
mark annað en þjóna þeim best,
sem nú eys ríflegast bitlingum úr
rí kisf j árþirslunni ?
En þó kastar tólfunum, þegar
þetta andlega lítilmenni, sem fyll-
ir dálka stjórnarblaðsins með
skrifum sínum, ætlar að telja les-
Garöar Gíslason
6 Humber Place, Hulí,
annast innkaup i erlendum vörum.
og sðlu islenskra afurda.
endum sínum trú um, að stjórn-
málaandstæð'ingar Jónasar frá
Hriflu, þéir er þetta blað rita, hafi
beig af honum.
Með leyfi að spyrja?
Hvað hefir „pilturinn úr Bárð-
ardal“ látið ógert, sem hann get-
ur gert ritstjórum Morgunblaðsins
til miska? Og hvaða ástæða er til
þess að álíta, að hann liggi á liði
sínu í þeim efnum hjer á eftir?
Engin —- alls engin.
Jónas frá Hriflu hefir gert blaði
þessu ómetanlegt gagn, með því
að reyna að gera því bölvun — og
er vonandi, að hann slaki ekki á
klónni í þeim efnum.
Þorbergssonurinn ráðalausi með
þrælsóttann getur skilað því til
hans, er þeir hittast næst.
Frjettir vfðsvegar að.
Bruninn á Akureyri. — Nánari
fregnir eru nú komnar af brunan-
um á Akureyri, sem sagt var frá
í síðasta blaði. — í húsinu
bjó Jón Björnsson ritstjóri, en þau
hjónin voru ekki heima, þegar
þetta vildi til. Yar ekki annað
manna á því heimili en stúlka og
ungur drengur, sonur Jóns. Var
drengurinn háttaður, en stúlkan
sat í öðru herbergi. Veit hún þá
ekki fyrri til, en ‘ hann kallar í
hana og segir, að eldur komi upp
úr gólfinu. Hún Ieit inn í herberg-
ið og sá þá, að brunnið var gat á
gólfið og sleiktu eldtungur út frá
gatinu í allar áttir. Brá stúlkunni
svo, að hún þaut út til þess að
sækja hjálp, en skildi barnið eftir
í rúminu inni í brennandi herberg-
inu. Þegar stúlkan hafði náð í
menn og þeir komu á vettvang,
var húsið alelda, og fólk, sem bjó
uppi á lofti, komst nauðulega út,
slypt og snautt. Og þegar þau
hjónin Jón Bjömsson og kona
hans komu að, gat enginn sagt
þeim neitt um drenginn og var tal-
ið víst, að hann hefði brunnið inni.
En svo var þó <#tki, sem betur fór.
Barnið hafði forðað sjer og komist
í næsta hús og fjekk þar inni um
nóttina. — Allir innanstokksmunir
brunnu í húsinu og varð engu
bjargað, en alt hafði verið ova-
trygt. Eldnrinn hafði komið upp
í kjallara, og vita menn ekki með
hverjum hætti, en haldið er, að
kviknað hafi út frá rafmagni. Er
ekki vandlega gengið frá rafleiðsl-
um á Akureyri og hefir það áður
orðið þess valdandi, að kviknað
hefir í húsum þar.
Magnús Kristjánsson fjármála-
ráðherra var skorinn upp í Kaup-
mannahöfn á laugardag. Líður
honum, eftir atvikum, vel.
Þingvallaglíman 1930. Iþrótta-
blaðið, nóvember—desemberheftið,
er komið út. Hefst það á grein frá
stjórn í. S. í. um glímuna á Þing-
völlum 1930. Þar segir svo: Það er
hugmynd sambandsstjórnarinnar
að allar sýslur á landinu og kaup-
staðir sendi menn á Islandsglím-
una 1929, 1 eða 2, svo að' nokkur
samanburður fáist á glímumönn-
um. Að lokinni þeirri glímu er
fyrirhugað námskeið, þar sem
glímumennirnir fengi leiðbeining-
ar og tilsögn eldri og reyndari
glímumanna. Námskeiðið yrði ó-
keypis. — Glímumenn þurfa að
taka til æfinga nú þegar og æfa
kappsamlega í allan vetur. Væri
æskilegt, að háðar væri kappglím-
ur í hverri sýslu að vori til þess að'
velja menn á íslandsglímuna og
aftur 1930, áður en endanlega
verður kosið í Þingvallaglímuna.
Stjórn íþróttasambandsins hefir
nokkuð leitað fyrir sjer um undir-
tektir manna um þessar kapp-
glímur innan sýslu og fengið ágæt-
ar undirtektir margra áhugasöm-
ustu íþróttamanna úti um land.
Heitir stjórnin því á öll íþrótta-
fjelög og glímuvini að leggjast nú
á eitt, svo að Þingvallaglíman 1930
geti farið svo fram, að hún verði
landi og þjóð til sóma.
Embætti. Um lögmannsembættið
í Reykjavík hafa sótt þeir dr.
Björn Þórðarson, hæstarjettarrit-
ari, og Magnús Guðmundsson
hrm., og lögreglustjóraembættið í
Rvík Hermann Jónasson fyrrum
fulltrúi hjá bæjarfógeta. Um bæj-
arstjóraembættið í Norðfirði hafa
sótt: Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum og Jón Hall-
varðsson cand. jur.
Bjarni Runólfsson frá Hólmi er
nýkominn hingað frá Norðurlandi;
sá hann um uppsetningu á raf-
magnsstöð í Eyjafirði og standa
að henni 3 bæjir: Leifsstaðir, Fífil-
gerði og Krókstaðir.
Þýsku togaramir, sem Óðinn
'ók og fór með til Vestmannaeyja,
voru dæmdir í 12.500 króna sekt
hvor og afli og veið'arfæri gerð
upptæk.
Niðurjöfnunarnefnd var kosin
í Vestmannaeyjum á seinasta bæj-
arstjórnarfundi og voru kosnir:
Gunnar Ólafsson kaupmaður, Jón
Gíslason útgerðarmaður, Guð-
mundur Sigurðsson og Guðlaugur
Hansson. — Tvo hina fyrnefndu
kusu íhaldsmenn, hinir eru full-
trúar jafnaðarmanna.
Vitar íslands heitir bók, sem
kom út í gær á 50 ára afmæli vit-
anna hjer á landi. Er hún samin
og gefin út af vitamálastjóra. Þar
er sögð saga vitanna frá upphafi
og fylgja 55 myndir af vitum og
sjómerkjum á íslandi, 3 vitakort
(1878—1888, 1898—1908 og 1918
—1928), ennfremur línurit af vita-
gjaldi, rekstrarkostnaði og bygg-
ingarkostnaði vita frá 1878—1927
og línurit um rekstrarkostnað',
vitavarðalaun og stjórnarkostnað
1878—1927. Bókin er prentuð á
mjög góðan pappír og aftan við
hana er saga vitanna um 50 ár á
ensku. Frágangur allur er prýði-
legur og myndprentun ágæt. —
Saga vitanna er einn þáttur í
sjálfstæðisbaráttu vorri. — Hefir
þjóðin gefið henni furðu lítinn
gaum, þegar þess er gætt, að hún
á framtíð sína að mestu undir
samgöngum á hafinu og fiskveið-
um. Mun því miður fáum kunn-
ugt um hverjar framfarir hafa
orðið á 'þessu sviði seinustu árin,
og hafa menn þá gott gagn af
að kynna sjer bók þessa. Fyrir
fimtíu árum var fyrsti viti reistur
á íslandi og var hann lengi eini
vitinn hjer. Nú er svo komið að
vitar taka Ijósum saman slyndru-
lítið umhverfis land alt. Það mun
hafa verið A. V. Tulinius er fyrst-
ur benti útlendum vátryggingar-
fjelögum á það hvernig fslending-
ar hefði trygt vel með vitum og
sjómerkjum samgöngur sínar á
sjó, og fekk þá lækkuð vátrygg-
ingargjöld siglinga hingað. Þessi
bók ætti að verða til þess að vá-
tryggingargjöldin lækkuðu enn
meira, er menn sjá hvað vitakerfi
vort er fullkomið.
Björgrm „íslendings.“ Enn er
haldið áfram við það að reyna að'
bjarga togaranum fslending, sem
sökk inn í Sundum. Hefir blaðið
áður sagt nokkuð frá björgunar-
tilraununum. Á fimtudaginn fór
„Magni“ og vjelbáturinn „Mar-
döU“ þangað inneftir og dældu
sjó úr skipinu og gátu þá dregið
það um lengd sína á grynnri sjó.
Tólcst þeim að dæla sjó úr skipinu
framanverðu, en liöfðu ekki næg-
ar slöngur til að dæla það’ að aft-
an, svo að það dró hlass. En þó
hefir skipið nú þegar verið dregið
svo langt upp á grynningar, að
með fjöru er það þurt aftur fyrir
stjórnpall.
Jón og hvalurinn. Eitthvað á
þessa leið myndi nafnið hafa
verið á sögunni, ef hún hefði ver-
ið svo gömul, að hún hefði lent í
þjóðsögum og munnmælum. En
sagan er síðan í haust. — Það var
þegar marsvínin og höfrungarnir
komu inn á Akureyrarpoll og Ak-
ureyringar lögðu til hinnar miklu
orustu, en unnu aðeins 7 dýrin eða
svo af 100 eða yfir 100, sem heim-
sóttu þá að því sinni. f upphafi
orustunnar barst leikurinn inn á
Leiru. Nögguðu nokkrir niðri á
Leirubakkanum, og hugsuðu veiði-
menn sjer þar gott til glóð'arinnar,
að handsama þar hjörðina. En alt
lenti í óstjórn og handaskolum og
voru dýrin komin út um allan Poll
áður en varði.
Meðal veiðimannanna var Jón
nokkur Jónsson á kænu lítilli. Fór
hann fram með stillingu. Sá hann,
hvar hvalur einn var kyr á leiru-
bakkanum, er hin dýrin þutu burt
og bátarnir á eftir. Hugsaði hann,
að hjer myndi ein dúfa í hendi og
reri að hvalnum. En er þangað
kom, hafði hann engin vopn eða á-
höld til þess að ráðast. að Jionum.
Hann tekur þá það ráð, að hann
stekkur á balc hvalnum, þar sem
hann er næstum í kafi, og treður
húfunni sinni af afli inn í blásturs-
op hvalsins. Er öndunaropið var
lokað, dasaðist hvalurinn svo mjög,
að Jón gat murkað úr honum lífið
með litlum hnífkuta. Hann dró
síðan feng sinn út að bryggju og
fjekk gott verð fyrir skepnuna.
Það þótti krydd í söguna norður
þar, að áður en þessi saga gerðist,,
hafði Jón hlótið viðurnefnið „tann-
hvalur' ‘.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar-
kaupstaðar er nýlega komin út og
verður til annarar umræðu á
þriðjudaginn kemur. Er nú gert
ráð fyrir því að jafna niður 257
þús. krónum, en í fyrra var jafn-
að niður 206 þús. kr. Þykir mörg-
um þetta ískyggileg hækkun, en
búist við því að bæjarstjórn muni
fremur hækka en lækka hin áætl-
uðu útgjöld.
Alþjóðasýning' verður haldin í
Barcelona á Spáni á næsta ári og
hefst 15. maí. Er íslendingum nauð
synlegt, vegna þess hvað þeir hafa
mikil skifti við Spánverja og eiga
enn sem komið er þangað að sækja
aðalmarkað fyrir saltfisk sinn, að
taka þátt í sýningu þessari, enda
er nú þegar hafin undirbúningur
í því efni. Hefir at.vinnumálaráðu-
neytið skipað þriggja manna nefnd
til þess að undirbúa þátttökuna
og standa fyrir henni og eru í
nefndinni, Kristján Bergsson for-
seti Fiskifjelagsins, Páll Ólafsson
framkvstj. og Ásgeir Þorsteinsson
forstjóri togarasamtryggingarinn-
ar.
Þjófnaðir. Þrjár unglingstelpur
— sú elsta 14 ára — hafa verið
teknar fyrir þjófnað. Hafa. þær að
undanfömu farið allvíða imn í hús
og hnuplað, jafnvel gert sjer ferð
suður í Hafnarf jörð í þeim erinda?-
gerðum.
Austurrískur blaðamaður, ritstj.
við Vínarblaðið „Neuen Freien
Presse“, Gert Luithlen að nafni,
kom hingað nxeð „Drotningunni“
um helgina. Hann ætlar að vera
hjer um kyrt í 3 vilcur eða svo,
til þess að kynnast'atvinnuvegum
voirum o. fl. þess háttar. Auk þess
sem hann skrifar í austurrísk blöð,
hefir hann og isamband við ýms
blöð í Ameríku. Hann hefir og í
huga að kynnaist undirbúniiigi
þeim, sem hjer er gerður undir
þúísundárahátíðina og skilyrðum
þeim, Isem hjer e|ru fyrir skemti-
ferðafólksstraum. Býst liann við
því, sem erlendir blaðámenn, er
hingað koma xxm þessar mundir,
Utrýmið rottunum.
Það er nú fullsannað, að afkvæmi
einna rottuhjóna geta á einu ári orð-
ið 880 rottur. Af þessu er auðsæ
þórfin á að útrýma rottunum. Til þess
að ná góðum árangri er því tryggast
að nota Ratin og Ratinin. Ratiu
sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðr-
ar rottur, sem þær umgangast meðan
þær eru veikar, og drepast að 8—10
dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á
móti bráðdrepandi verkanir á þær rott-
ur sem jeta það.
Ratin-aðferðin
er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þ&
fæst góður árangur.
Sendið pantanir til
Ratinkontoret, Kttbenhavn
Allar upplýsingar gefur
Agúst Jósefsson
heilbrigðisfulltrúi, Reykjavik
að sægur férðamanna streymi
hingað 1930, einkixm frá Ameríkm
Nýtt blað, sem „Víðii“ lieitir,
er fárið að koma út í Vestm.an.na-
eyjum. Ritstjóri er Ólafur Magn-
ússon. Blaðið fylgir stefnu íhalda-
manna.
Ræktun bæjarlamdsius. Á fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir næsta
ár, eru áætlaðar 30 þús. kr. til
ræktunar. Theódór Líndal gat þess
á síðasta fundi, að hann myndi
leggja til, að allverulegri upphæð
væri varið ti lþess að mæla upp
ræktanlegt land bæjarins og gera
tillögur um skipulagsbundna rækt-
un þess. En, þegar frá því væri
gengið, leit hann svo á, að óþarft
væri að styrkja menn til ræktun-
arinnar, því hún yrði að geta borg-
að sig með þeim markaði, sem hjer
væri.
Sjómenn eiga athvarf á sjó-
mannastofunni. Þar er annað heim-
ili þeirra. Þar geta þeir fengið tii
lestrar íslensk og útlend blöð,
tefit skák, skrifað brjef vinum og
kunningjum, og þar eiga sjómenn
iltaf athvarf ef þeir vilja tala við
vini sína eður kunningja. — Á
sunnudögum er kristileg samkoma
þar kl. 6 og á miðvilmdagskvöld-
um kl. 8^2 er hljóðfærasláttur og
upplestur til dægradvalar og kaffi
drukkið á eftir — og alt fer fram
þannig að sjómönnum þykir lík-
ast því, sem þeir sje heima kjá
sjer. —- Sjómannastofan býður öll-
um sjómönnum beim — og óhikað.
getum vjer eggjað þá á það að
koma þangað. Sá, sem einu sinní
hefir verið gestur þar, kemur þang
að aftur.
Rannsóknir krabbameinsins.
í ársskýrslu krabbameinssjóðs-
ins breska er talið að engar áreið-
anlegar sannanir hafi fengist fyrir
orsakasambandi milli krabbameins
og mataræðis. Tilraunir þær, sem
framkvæmdar hafa verið á til-
raunastofu sjóðsins, hafa afsannað
fullyrðingar um sóttnæmi krahba-
meins. (F. B.)
í fyrrakvöld tók „Þór“ enskan
togara að veiðurn í landhelgi fyr-
ir Vestfjörðnm, og fór með hann
til Isafjarðar. — Heitir togarinn
„Amethyst“ og er frá. Hull. Hafði
hann um 300 lcassa af afla. Rjett-
arhöld voru í gær, en dómur var-
ekki upp kveðiun, er vjer frjett-
um seinast.