Ísafold - 18.12.1928, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.12.1928, Blaðsíða 4
« ÍSAF 0 L D Úðinn teknr togara. Skipið siglir á „Óðinn“ og laskar hann. Skipstjóri kæarður fyrir tvöfalt laædhelgisbrot. Vestmannaey.jum, 12. dea. „Óðinn' ‘ kom í morgun með tog- •rann Heinricli Niemitz frá Wes- ermiinde, er liann tók að ólögleg- uflö veiðum hjá Ingólfshöfða. Auk j>e»s er skipstjóri kærður fyrir að fcíifa verið að veiðum í landhelgi hjá Ingólfshöfða um daginn, þegar „(fejun“ tók þar þýsku togarana Oetieral Pust og Hanseat. Sam-' kyæmt skýrslu skipstjórans á „(fl$ni“, hefir skip þetta sama nafn •g' númer eins og þriðji togarinn þýski, sem þá var í landhelgi, en kcnnst undan. Rjettarhöld og vitnaleiðsla í dfg. Frá Vestmannaeyjum er símáð þ. 12. þ. m. að kvöldi: Út af kvitt, sem gaus upp um það, að togarinn hefði ætiað að sigla Óðinn í kaf, hefir frjetta- ritarinn haft tal af bæjarfógeta Segir hann að togarinn hafi siglt á Óðinn, en ekki sannað að það hafi verið viljandi gert, enda sje skipstjóri ekki ákærður um slík Skemdir á Óðni eru talsverðar of- an þilja, brotið skjólborð og báta þilfar. Að sögn stýrimanns á tog aranum er togarinn lekur, en óupplýst hvort það stafar af á rekstrinum. Sjópróf heldur áfram á morgun Vestm.eyjum 17. des. Skipstjóri og skipsmenn á „Hein rich Niemitz“ tóku aftur fyrri framburð sinn, og játuðu, að þeir hefðu verið að landhelgisveiðum 29. f. mán., höggvið á vírana og farið til Þýskalands. Dagbók föls uð. Skipstjóri August C. Zieth dæmdur í 18 þús. gullkróna sekt afli og veiðarfæri gert upptækt lýrœkt f Biskupstungum. Á allra síðustu árum hefir ný- ræktin farið mjög í vöxt á Suður- laodsundirlendinu, eins og víða a&narsstaðar. I Biskupstnngum voru í sum- «• 70 dagsláttur teknar til rækt- •uar. Mest voru teknar 10 dagsl. i einum bæ, Torfastöðum, hjá sr. ttíríki Stefánssyni. En margir kicndur tóku þetta 2—3 dagslátt- wr, nýræktar. Verkið var framkvæmt þama á mtemunandi hátt. Sveinn Jónsson, «r keypti einn þúfnabanann,’ tætti þ«rna; unnið var að herfingu með Hjrdson dráttarvjel, og eins var mmið með hestum. Mætti þarna glöggan samanburð á því, hver vwasluaðferðin er ódýrust, þegar kurl koma til grafar. Áður en jarðræktarlögin komu t»( framkvæmda, var dauft yfir raBktunarmálunum í Biskupstung- mn, sem víða annarsstaðar. Jarð- rifktarlögin hafa þar ýtt undir *enn til framkvæmda, og er von- andi að áframhaldið verði nú ein- dregið. Búnaðarfjelag hreppsins hefir h*ft forgöngu í ræktunarmálun- •m. Hefir Þorsteinn Þórarinsson á Ðrumoddsstöðum verið formaður fjálagsins um langt skeið. Áður en pírðræktarlögin komu til sögunn- ar, með styrkveitingar sínar, var Þorsteinn mesti jarðabótamaður- ian þar um slóðir. Hefir hann á ■ndanfömum áram unnið á 4. þús. dígsverk að jarðabótum, auk húsa- hijta. Hefir hann stórlega bætt k*ftði tún og engjar. Áveituskilyrði ««ju þar ljeleg. En með litlu að- refcslisvatni úr nærliggjandi mýr- «m, hefir honum tekist að bæta fdCgjamar. Vegna þess hve vatnið «r; frjóefnasnautt, hefir hann tek- ík. upp þá aðferð að veita á sömu qpfiidurnar aðeins annaðhvert ár, •£ slá þær ekki nema áveituárið. — Þorsteinn er leiguliði og hefir etáQTskís styrks notið til jarðarum- kita undanfarin ár. Dánarfregn. Sigríður Jónsdóttir á Reynistað andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðár- króki þ. 12. þ. m. Hún var ekkja Sigurðar Jónssonar á Reynistað prófasts Hallssonar og móðir Jóns Sigurðssonjar alþingismanns. Ætt uð var hún frá Djúpadal í Skaga- firði. Hún var hin mesta merkis kona í hvívetna og lijelt heimili sitt svo, að fyrirmynd var að. Reynistaður er ( þjóðbraut og er þar gestkvæmt iöngum og mega margir minnast gestrisni þeirra hjóna. Mátti þar ekki á milli sjá hvort þeirra stæði í því framar. Hún var og búsýslukona mikil, eins og hún átti kyn til, enda jafn- an stórt búið á Reynistað og ekki heiglum hent að veita því slíka forstöðu sem hún gerði. Spitzbergen-kolin reynast flla. Svo sem kunnugt er, hafa Norð- menn nú í nokkur ár haft kola vinslu á Spitzbergen. En eftir því sem síðustu norsk biöð skýra frá, hafa kol þau, sem unnin hafa verið í ár, reynst óhæf til skipa; verð- ur að blanda þeim með góðum skipakolum til þess að þau verði nothæf. Fjelag það, sem hefir haft kolavinsluna með höndum, bíður mikið tjón í ár, því að það hefir neyðst til þess að lækka verðið stórum. Nýtt risaloftfar. Svo sem kimn- ugt er, gat dr. Eckener þess, þeg- ar hann kom heim úr flugi sínu til Ameríku á „Zeppelin greifa“, að „greifinn“ væri of lítill til far- þegaflugs milli Ameríku og Ev- rópu. Nú skýra síðustu erlend blöð frá því, að Þjóðverjar ætli að byggja nýtt risaloftfar, sem nota eigi til farþegaflugs milli Ameríku og Evrópu. Zeppelins-verksmiðj- uraar sjá um byggingu loftfarsins, en áætlaS er, að það kosti nm 4 miljónir marka og er fjcð þegar fengið. RiDingishð ^ðarljöiHn. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fær fyrstu verðlaun og verður Ijóðaflokkur hans sunginn á hátáðinni. Frá FB. fjekk Mgbl. svohljóð- andi tilkynningu í gærkvöldi: FB. 17. des. Undirbúningsnefnd Alþingishá- tíðar 1930 hefir á fundi sínum í dag ákveðið að taka hátíðaljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi til söngs á Þingvöllum 1930 (Fær hann þannig 2000 kr. verð' laun þau, sem áður hefir verið til- kynt um). Þegar dómnefnd hátíðarkvæð- anna athugaði kvæði þau, er henni voru send fyrir hinn tiltekna tíma, valdi hún þrjú kvæði úr, sem þau bestu, en eftir því sem Mgbl. hef- ir frjett, leit hún svo á, að ekkert þeirra væri fullkomlega nothæf hátíðarkantata óbreytt. Er nefndin athugaði, hverjir væru höfundar kvæðanna, koin það í ljós, að það voru þeir Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson og Jóhannes úr Kötlum. Samkv tillögu dómnefndarinnar sneri há- tíðarnefndin sjer til þessara manna og fór þess á leit við þá, að þeir efndurbættu kvæði sín. Fjekk nefndin síðan kvæði þessara manna að nýju fyrir nokkrum dögum. í dómnefnd eru þeir :Ární Páls son, Guðm. Finnbogason, Jón Sig- urðsson, Einar H. Kvaran og Páll ísólfsson. Dómnefndin hefir borið fram til- lögu til hátíðamefndarinnar þess efnis, að Einar Benediktsson skáld fái og fyrstu verðlaun, kr. 2000, fyrir sitt kvæði, og verði það sagt fram á hátíðínni, en Jóhannes úr Kötlum fái kr. 1000 fyrir sitt, og verði upphafskvæði hans, sálmur, sungið við messngjörð hátíðarinn- ar. En öll verði kvæðin gefin út í einu hefti 1930. Friettir víðsvegarfað. Yfirforingi á strandvarnarskip- inu Fylla, er skipaður næsta ár, Orlogskaptejn von der Hude, en næstæðsti foringi verður Masgaard kapteinn. (Sendiherrafrjett). Bæjarstjómarkosningin á Akur- eyri. Eins og kunnugt er fór fram fyrir nokkru kosning á tveimur iæjarfulltrúum á Akureyri, lögum samkvæmt, og kosnir fulltrúar í stað þeirra Sveins Sigurjónssonar og Ragnars Ólafssonar, sem báð- ir voru látnir. Sósíalistar á Akur- eyri vildu að kosningu væri frest að fram yfir nýár, eða þangað til regluleg bæjarstjórnarkosning fer fram. — Heimtuðu þeir úrskurð stjómarráðsins á málinu. Stjórn- in átti í vök að verjast. Kosning var gild og beint samkvæmt Iaga- fyrirmælum, en stjómin vildi þó mknast vinum sínum sósíalistum á Akureyri. Eftir langa mæðu hefir stjórnin nú — sennilega með samviskunnar mótmælum — úr- skurðað kosninguna ógilda og að kosningu skuli frestað fram yfir nýár. Bjami Benediktsson bóndi á Leifsstöðum í Eyjafirði, andaðist fyrir nokkrum dögum á Akureyri. Banamein hans var krabbamein. Hann var nýtur bóndi og athugull um margt, er að landbúnaði lýt- ur, maður vinsæll og drengur hinn besti. Jóri Jónsson frá Leiðvelli an stöðum á (Miðnesi 1)5. desember daðist að' heimili s'ínu Þórodds- 1928. Gísli Eyjólfsson. íslensk heiðursmerki. 1. þ. m. voru þessir landar vorir sæmdir þessum heiðursmerkjum Fálkaorð- unnar: Stórriddari með stjörnu Hæstarjettardómstjóri Páll Einars- son. Stórriddarar: Sjera Valdimar Ó. Briem, vígslubiskup og Guð mundur Sveinbjörnsson skrifstofu stjóri. Riddarar: Sjera Hálfdan Guðjónsson vígslubiskup, sjera Ó1 afur Ólafsson fríkirkjuprestur, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Þorleifur Jónsson póstmeistari, Jóhannes Sigfússon f. yfirkennari, Sigurður H. Kvaran, f. hjeraðslæknir, Sig- urður Kristjánsson f. forleggjari og bóksali, Gísli Johnsen konsúll, Magnús Friðriksson f. óðalsbóndi á Staðarfelli, Pjetur Jónsson ó- perusöngvari. Guðmundur Einarsson frá Vík í Mýrdal er nýkominn hingað til bæjarins úr ferðalagi um Vestfirði, en jiar hefir hann dvalið um mán- aðartíma og rannsakað staðhætti til rafvirkjunar hjá bændum. —■ Dvaldi Guðmundur aðallega við ísafjarðardjúp.Leitst konum sæmi- lega. á staðhætti til virkjunar all- víða, þó skilyrði væru mjög mis- jöfn, eins og gerist og gengur. Guðmundur rannskaði einnig skil- yrði til virkjunar á Núpi í Dýra- firði, þar sem skóli þeirra Vest- firðinga er, og leitst honum vel á staðliætti þar. —• Segir Guð- mundur að mikill áhugi sje vakn- aður vestra fyrir því, að fá raf- magnið til heimilisnotkunar og muni þeir vera margir sem hugsi til virkjunar áður en langt um líður. Getur komið til mála, að Guðmundur flytji vestur og setj- ist þar að. Guðmundur er fram- úrskarandi góður smiður, ábyggi- legur og vandvirkur. Krossar. Hinn 30. f. m. sæmdi konungur Tryggva Þórhalls- son forsætisráðherra stórkrossi Dannebrogs; Magnús Torfason forseti sameinaðs þings og Guð mundur Sveinbjörnsson skrif- stofustjóri voru gerðir að Kom- mandörum af 2. gráðu af Danne brog. Kaup sjómanna í Vestmanna- eyjum. Frá því hefir verið skýrt áður hjer í blaðinu, að samning- ar stæðu yfir milli útgerðar- manna og Sjómannafjelags Vest mannaeyja, um kaupgreiðslu þar á komandi vertíð. Ekkert sam- komulag hefir náðst og hafa báð ir aðilar nú auglýst kauptaxta. Er taxti útgerðarmanna nokkuð hærri en í fyrra, en Sjómanna- fjelagið gerir kröfu um stór- felda kauphækkun, svo að ekkert útlit er fyrir að samkomulag ná ist. Annars má geta þess, að fæstir þeirra, er sjó stunda í Vestmannaeyjum, eru á nokkurn hátt við riðnir Sjómannafjelag- ið; þar gætir mest manna, sem aldrei koma á sjó. Er því talið víst, að sjómenn ráði sig í skip- rúm nú eins og áður, án nokkurs tillits til „samþykta" æsinga- manna í landi. Gufuskipafjelögin. Bergenska hefir gefið út áætlun skipaferða milli ýmsra helstu hafna í álf- unni og Bergen, í sambandi við fcrðir Lyru og Nova hingað. Getur það komið sjer vel fyrir marga, er ætla að ferðast út í lönd og vera fljótir í ferðum. — Sameinaða hefir gefið út áætlun um þrjár fyrstu ferðirnar eftir nýar. Drotningin fer frá Höfn 6. jan. og kemur hingað þ. 14. og fer svo beint út aftur. £UUI IINININIHNNIIIinHMIIIl Veðdeildarbrjef. mnimnHiinimninmininminmimninirwiiiiini Bankavaxtarbrjef (veð- deildarbrjef) 8. flokks veð- deildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxta- brjefum þessa flokks eru 5*fo, er greiðast í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr„ 500 kr., 1000 kr. og SOOO kr. Landsbanki Íslandsí | LAr Stiinnti iiiiiNiiiiiiiiiiNniiNiniNiuiiii Frímerkjasafnari óskar að komast í samband við; menn, sem hafa áhuga fyrir frí- merkjaskiftum. Ernst Andersson, Grynbodgatan 4 b, Malmö, Sverrie. Stjórnin og varðskipin. Þ. 11. þ mán. var varð. kipið Þór sent vest- ur á ísafjörð og var erindið það, að flytja Harald Guðmundssoln vestur, en hann ætlar að fara að halda þingmálafund með kjósend- um sínum. Tveim dögum áður var „Þór“ sendur aðfa ferð vestur, og var erindið þá að sækja As- geir Ásgeirsson þingmann Yest- ur-ísfirðinga, sem einnig var f þingmálafundaleiðangri. Eru þess- ar snattferðir stjóraarinnar með varðskipin gersamlega óþolandi. Innbrotsþjófar teknir. Nýlega tókst lögreglunni að handsama tvo- menn, sem valdir voru í fjelagi að innbrotsþjófnaði í gullsmíða- búðina Hringinn í haust, og í búð Haraldar Árnasonar kaupmanns nú fyrir skemstu. Það komst þann- ig upp um þjófana, að annar þeirra kom með eittlivert silfurdót. til gullsmiðs hjer í bæn- um og vildi selja honum. Gullsmið- urinn mun hafa þekt smíðið á grip- unum og gerði lögreglunni aðvart. Gerði hún þá húsrannsókn hjá maöninum og fann þar alt þýfið úr Ilringnum og eitthvað af mun- um frá Haraldi. Hún fann þar einnig brjef til skartgripasala f Kaupmannahöfn, þar sem þjófur- in kveðst hafa safnað ýmsum ís- lenskum skartgripum Og kveðst ætla að senda lionum nokkra til sýnis, og lítist homim vel á þá,. geti hann fengið meira til sölu. Mun brjefið hafa átt að fara núna með næstu skipum. — Lögreglan handtók nú þennan mann og ann an, sem hana grunaði að væri í vitorði með honum. Sá ætlaði að neita. En svo vildi til, að eftir að innbrotið var framið í Hringnum fundust spor eftir þjófana og- m'ældi lögreglan þau vandlega. Og hjá þessum manni fundust nú stigvjel, sem voru nákvæmlega af sömu stærð og sporin. Þá sá. mað- urinn sitt óvænna og meðgekk og þeir báðir, að vera í fjelagi valdir að þessum t.veiin innbrotum. Annar þeirra er danskur umboðs- sali Hugo Abel að nafni. Hinn er rakasveinn og heitir Kristiáife Hansen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.