Ísafold - 21.03.1929, Side 2

Ísafold - 21.03.1929, Side 2
\ / I S A'TD'L D 16. mars. Tillagan nm rannsökn á togarntgerðinni slampast i nefnd. 0 Sósíalistum sagt að sýna trú sína í verkinu — en þeir svara engu til. z ■deilu. Kauphækkunin sem varð á togurunum, hlýtur að ná til bænda En þeir fá ekkert í staðinn, því að tekjuskattsviðaukinn snertir þá lít- ið eða ekki neitt. Tryggvi Þórhallsson stóð næst upp og lýsti yfir því, að hann gæfi engin frekari svör viðvíkj- andi fyrirspurn M. J., jn hann hefði verið búinn að gefa við 2. umræðu málsins. Þá talaði Ásgeir Ásgeirsson og fór að víta M. J. fyrir það, að hann kæmi ódrengilega fram gagn- vart stjórninni með fyrirspurn sinni! Magnús Jónsson sló því næst föstu, að hann og allur þingheim- ur yrði að ganga út frá, að fors- rh. hafi leyst kaupdeiluna með því að gefa eftir um % miljón króna skatt úr ríkissjóði. Hin loðnu svör ráðherrans bentu til þess og einnig framkoma Ásg. Ásg. Sigurður Eggerz: Mjer þykir harla undarlegt, að það skuli vera átalið, að þingmenn spyrji stjórn- ina, hvort hún hafi gert stórfelda fjárhagsráðstöfun án þess að spyrja þingið ráða. Annars er svar forsætisráðherra mjer fullnægj- andi. Ef stjórnin hefði gefið eftir skatt af ástæðum, sem væru óvið- komandi lausn kaupdeilunnar, þá væri um enga þagnarskyldu að ræða. En vegna þagnarskyldu for- sætisráðh. er ljóst, að stjómin hef- ir leyst kaupdeiluna á þenna hátt. Gunnar Sigurðsson: Jeg tel hjer leikinn loddaraskap, því allir vita, hvernig í xnáJinu liggur. Stjórnin hefir leyst kaupdeiluna með eftir- gjöf á skatti; jeg er ósamþykkur þeirri lausn, en vil ekki áfella stjómina eins og á stóð. Magnús Guðmundsson: Rjett hjá Gunn. Sig., að allir vita um sambandið milli þessara tveggja mála. En þegar þessu er þannig farið, hvers vegna leynir þá stjórn- in þessu? Með leynd sinni gefur stjórnin til kynna, að eitthvað sje óhreint við mál þetta. Þegar hjer var komið, fóru um- iræður mjög á víð og dreif og urðu Útbýtt hefir verið á Alþiugi frv. til myntlaga og er flm. Ásgeir Ás- geirsson, þai. Vestur-lsfirðinga. Frv. þetta fer fram á að breyta peningalögum eða myntlögum landsins á þann hátt, að stýfa myntina. í núgildandi myntlögum er ákveðið, að 248 tíukrónupenihg- ar skuli fást úr einu kílógrammi af skíru gulli En. samkv. frv. Ásg. ' Ásg. og Tr. Þ. eiga að fást 303,7 tíukrónagullpeningar úr einu kíló- gframmi gulls. Krónan á að skift- ast i eitt hundrað aura, eins og nú. En nýja krónan verður sann- nefnd kotungskróna, ef frv. Ásg. og Tr. Þ. verður að lögum- „Landsbankanum og íslands- hanka er skylt að innleysa seðla þá, er bankamir hvor um sig hafa gefið út, með gulli, ef þess er kraf- íst, þegar fjármálaráðuneytið á- kveður, á* fengnum tillögum hankaráðs Lanðsbankans/1 3. gr. „Innflutnínjgur og útflutningur stundum nokkuð persónulegar. Eji í lok fundarins stóð forsrh. upp og lýsti yfir, að þrátt fyrir þessar löngu umræður- hefðu engar nýjar upplýsingar komið fram í mál- inu. En þetta er elcki rjett. Þing- heimur veit nú, að forsætisráðherr- ann hefir leyst þær tvær kaup- deilur, sem staðið hafa hjer, á þann hátt, að láta ríkissjóð blæða. í fyrri deilunni varð ríkissjóður að greiða 11 þús. kr., en síðari deilan hefir kostað ríkissjóð um 1/2 miljón króna. Og þingheimur veit meira — öll þjóðin veit það. Hún veit, að for- sætisráðherra er kominn út á þá braut, sem er ekki aðeins háska- leg fyrir ríkissjóð, heldur einnig fyrir vinnufriðinn í framtíðinni. Það getur aldrei orðið til þess að Oyggja vinnufriðinn í landinu, að ríkissjóður sje látinn leysa deilur a þann hátt, sem hjer hefir verið gert. Önnur mál. Frv. til hafnarlaga fyrir Hafnar- fjarðarkaupstað; flm. Ól. Thors. Er þar farið fram á úr ríkissjóði alt að 333 þús. kr., gegn tvöföldu framlagi úr hafnarsjóði kaupstað- arins; ennfr. að stjórninni veitist heimild til að ábyrgjast f. h. ríkis- sjóðs alt að 667 þús. kr. lán, er bæjarstjórn Hafnarfjarðar kann að fá til hafnargerðar. Fje þessu á að verja til hafnarbóta í Hafn- arfirði. — Frv. vísað til 2. umr. og sjútvn. Frv. um háskólakennara; flm. Magnús Jónsson. Er það flutt samkv. ósk dósenta við Háskólann og fer' fram á, að dósent, sem starf að hefir í embætti í 6 ár, verði þá prófessor með sömu rjettindum og skyldum sem aðrir prófessorar. — Frv. vísað til 2. umr. og fjhn. gulls er öllum frjáls,“ 5. gr. Ríkisstjórnin lætur slá gullmynt og skal ákveða í reglugerð stærð hennar, blöndunarhlutföll 0. s. frv. Þessi gullmynt skal vera löglegur' gjaldeyrir með fullu ákvæðisverði. Lög þessi eiga að öðlast þegar gildi, og eru þá jafnframt úr gildi numin peningalög landsins frá 23. maí 1873 og 1. nr. 9, 27. júní 1925, um framlenging á gildi laga nr. 48, 4. júní 1924, um gengisskrán- ing og gjaldeyrisverslun. Frv. fylgir ítarleg greinargerð, er þeir Ásg. Ásg. og Tr. Þ. hafa samið. Ennfremur fylgir álitsskjal frá N. Rygg bankastjóra Noregs- banka, Ad. av. Jochnick, forseta hankastjórnar sænska ríkisbank- ans og umsögn próf. (J. Cassel, um gengismál íslands. Kotungskrónu-frUmvarp þetta og álitsskjöl hinna erlendu sjer- fræðinga verður athugað síðar hjer í blaðinu. í gær var framhaldsumræða um þingsályktunartillögu sósíalista um að skipa þingnefnd til þess að rannsaka hag og rekstur togara- útgerðarinnar. Hafði málið legið í salti vikutíma, og kom aldrei til umræðu, þó það væri hvað eftir annað á dagskrá. Fyrstur tók til máls Ólafur Thors. Rakti hann 0g hrakti um- mæli Haraldar Guðmundssonar lið fyrir lrð. 1 lok ræðu sinnar mælti hann á þessa leið: Krafa sósíalista er: Reikningana á borðið. Jeg benti á, að reikning- ar Eimskipafjel. Isl. hefðu legið á borðinu. H. G.'sagði, að þeir -hefðu sýnt, „að glæpsamlegt hefði verið að stöðva skipin vegna þeírra fáu þúsunda sem á milli bar.“ En ef það er glæpsamlegt, að stjórn fje- lags, sem í mörg ár hefir þurft að lifa á styrk frá ríkissjóði veigrar sjer við að gjalda hærra kaup en sá keppinautur, sem hæst kaup greiðir, er það þá ekki miklu frem- ur glæpsamlegt af forkólfum sjó- manna að gera slíka kröfu til f je- lagsins? H. G. lætur sem einhver óvenju- leg leynd hvíli yfir afkomu út- gerðarinnar. Þó er það svo, að reikningar sumra fjelaganna eru árlega prentaðir. En auk þess er yfirleitt óhugsandi að afkoma út- gerðarinnar sje almenningi hulin, meðal annars vegna þess, að hlut- hafar í útgerðarfjelögunum skifta hundruðum. Reikninganna er heldur ekki krafist í þeirri von að þeir í raun og veru gefi ný gögn í málinu, en þó vakir það fyrir sósíalistum að greiða götu þjóðnýtingar. Þeir vita að sem stendtir tekur enginn mark á fullyrðingum þeirra um útgerð- armálin, en halda, að ef þeir fái að hnýsast í reikningana, geti þeir betur talið mönnum trú um, að þéir hafi vit á útgerð. Sje tilgangurinn sá, að taka af- leiðingum af þeim fróðleik, sem felst í reikningum útgerðarinnar, hafa þeir lögin um vinnudóm. Þar er gert ráð fyrir að reikningarnir sjeu lagðir á borðið (H. G.: Hvaða boi-ð? — Ekki borð almennings). Jú, einmitt borð almennings. Dóms niðurstaðan er vitneskja um gjald- getu útgerðarinnar. Aðra eða meiri vitneskju um útgerðina á almenn- ingur enga kröfu á — varðar yfir- leitt ekkert um. Hví hefjast jafnæðarmenn ekki handa? Krafan um reikningana á borðið byggist á lönguninni til að taka reikningana í þjónustu blekking- anna. En ef sósíalistar álíta sund- urliðaðar upplýsingar um afkomu útgerðarinnar þjóðarnauðsyn, af hverju kaupa þeir þá ekki togara sjálfir, gera hann út, safna sjer óyggjandi fræðslu og birta hana almenningi tíl hagsbóta? Þeir geta ekki barið við getuleysinu. Margir þeirra eru vel efnum búnir, eiga mikið í stórum fyrirtækjum og njóta mikils lánstrausts. Með þessu gætu þeir gert margt í. senn. Aus- ið upp auðnum, sem þeir sýknt og heilagt öfunda okkur yfir, trygt almenningi þessa bráðnauð- synlegu vitneskju um afkomuna en sjálfum sjer þann fróðleik, sem þá nú vanhagar svo um. Ef tillágan um rannsókn fellur, og það gerir hún áður en lýkur, — verða sósíalistar að kaupa og gera iit skip. Geri þeir það ekki, sýnir það og sannar, að þeir trúa ekki á gróðann, að þeir skilja þrengingar útgerðarinnar og óar við misærinu, skattabyrðunum og kauphæðinni, og að þeir hags- munir, sem vitneskjan um afkomu útgerðarinnar á að færa alþýðu- mönnum, er þeim ekki hjartfólgn- ari en svo, að þeir þora ekki að hætta sinni eigin buddu til að öðl- ast hana. Ætla sósíalistar að kaupa tog- ara, eða ætla þeir að gerast berir að óheilindum? Engin nefnd vill taka við málinu. Till. kom fram frá Tr. Þ. for- srh. um það að vísa málinu til sj ávarútvegsnefndar. Ól. Thors lagði þá til, að mál þetta færi í sömu nefnd og vinnu- dómurinn, vegna þess að hjer væri um skyld mál að ræða, þ. e. alls- herjarnefnd. Þá reis upp formaður allsherjar- nefndar, Gunnar Sigurðsson, og neitaði harðlega. að málið færi þangað. Hákon Kristófersson stóð þá upp og benti á, að háttvirtur formað- ur allsherjarnefndar væri fljótur að skifta um skoðtin, því um morg- uninn taldi hann rjett að bæði málin færu í sömu nefnd. Reis nú málæði mikið í deild- inni út af þessu, og var auðsjeð, að engin nefnd þingsins vildi við málinu taka. Forsætisráðherra tólc þá tillögu sína aftur, að vísa málinu til sjáv- arútvegsnefndar. Þá tók Gunnar Sig. þá till. upp, til þess að forða állslin. frá að fjalla um málið. Felt var með 15 atkv. gegn 6 að vísa málinu til sjávarútvegs- nefndar. Þá var borin upp tillaga um það að vísa málinu til allsherjar- nefndar. Gekk ekki greiðlega að fá skýra atkvæðagreiðslu, svo við- haft var nafnakall. Var sú tillaga feld með jöfnum atkvæðum, 13:13. — Voru þá tvær nefndir, sem helst komu til mála, lausar við að fást við þessa tillögu sósíalista. Var þá um það pískrað, að reyn- andi væri að koma henni til menta málanefndar(!). Þá reis upp Tryggvi Þórlialls- son, verndarandi bolsa þessa lands, og bar fram tillögu um að skipuð yrði sjerstök nefnd í þinginu til þess að fjalla um þetta mál. Byrjaði nú nafnakall að nýju. Voru enn 13 á móti, íhaldsmenn, Sig. Eggerz, Gunn. Sig. og Lárus Helgason — en 13 með. Rjett í þeim svifum sem forseti ætlaði að fara að lýsa úrslitum nafnakalls- ins, kom Bernharð Stefánsson inn í deildina, en hann hafði verið fjarverandi. Hann sagði já. Og á því flýtur tillaga sósíalistanna í faðm hinnar tilvonandi nefndar. Ráðherr a verkf all og vinnufriðuriim. í lok umr. í Neðri deild um vinnudóminn sagði Ól. Thors, að það væri dálítið broslegt, að þegar Neðri deild ræddi um það í 3 daga —------ Kotnngskrónan. Stýfingarfrumvarp er lagt fyrir Alþingi. Flutningsmaður er Ásgeir Ásgeirsson og bak við hann stendmr Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra. hvernig hægt yrði að fyrirbyggja verkföll til þess að tryggja vinnu- friðinn í landinu, þá hefði það komið fyrir, að gert hefði verið verkfall til að tiyggja vinnufrið deildarinnar. Jónas Jónsson hefði sem sje vendilega gætt þess að sýna sig ekki, enda myndi þátttaka hans í umr. áreiðanlega hafa lengt um- ræðurnar í nokkra daga. En livað er annars um dóms- málaráðherrann? 1 þingbyrjun í fyrra var sýnilegt, að hann ætlaði að vaða uppi í Neðri deild dag- lega. Hann fjekk þá þær móttök- ur, að mikið var af honum dreg- ið í þinglokin. Fyrstu viku þessa þings kom dómsmálaráðherrann tvisvar í Nd. til þess að mæla þar með frum- vörpum sínum. í bæði skiftin var tekið á móti honum á viðeigandi hátt. í endalok síðari umræðu var hann orðinn svo utan við sig, að hann greiddi atkvæði, þó hann eigi þar engan atkvæðisrjett. Síð- au hefir hann ekki sýnt sig í deild- inni. Er nú af sem áður var, er hann óð þar fram fyrir skjöldu í hverju máli. Hvað veldur? Er mæða floklts- bræðra hans yfir geðofsa og ham- förtim ráðherrans svo mikil, að þeir hafi telrið rögg á sig og bann- að honum að taka til máls í Neðri deild? Eða hefir J. J. sjálfum skilst, að hann á ekkert erindi í Neðri deild? Ev hann orðinn upp- gefinn og kjarklaus? 17. mars. Fátækralög. — Hafnargerð á Skagaströnd. Frumv. til laga um breyt. á 21. gr. fátækralaganna 31. maí 1927. Með frv. þessu er farið fram á tvær breytingar. Önnur er sú, að sveitfestistíminn styttist úr 4 ár- um niður í 2 ár. Hin er sú, að nið- ur falli það ákvæði fátækralag- anna, að það væri skilyrði fyrir að vinna, sveit, að maður hefði ekki þegið sveitarstyrk síðustu 10 ár. Báðar þessar breytingar miða að því, að gera mönnum greiðara fyrir með að öðlast nýja fram- færslusveit, og eru því spor í þá átt, að hver maður eigi þar sveit, sem hann á heimili. En með þessu er kipt fótunum undan þyí, sem bygt hefir verið á hingað til, en það er slrifting landsins í fram- færsluhjeruð. Því að sú skifting miðast við það að hver maður skuli eiga rjett til framfærslu í því hjer- aði, sem hann hefir gefið vinnu sína og goldið til um undanfarið tímabil. Aftur á móti er það fjarri öllu rjettlæti, að maður gefi ein- um hreppi vinnu sína en eigi svo framfærslukröfu á annan hrepp, sem hann ef til vill er alveg ný- kominn 1 Nú er það alkunnugt, að straum- ur fólksins hefir legið til kaup- staðanna og einkum Reykjavíkur, og tilgangurinn með þessu öílu verður því raunverulega sá, að velta sem mestu af fátækrafram- færslunni á Reykjavík og aðra kaupstaði. Þar' er og margfalt erf- iðara um alt eftirlit með þessum málum en til sveita, og má því nærri geta, hvernig þetta yrði not-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.