Tíminn - 29.06.1980, Side 7
Sunnudagur 29. júni 1980.
' 7
Þórarinn Þórarinsson
Þjóðin helgaði Alþingi
glæsilegustu þjóðhátíðina
A Þingvöllum 1930. Asgeir Asgeirsson forseti sameinaös Alþingis
flytur hátíöarræöuna. Undir ræöustóinum sjást forseti og skrifarar.
Þingskrifarar viö borönokkru framar. Þingmenn sitja áþingbekkog
sýslufánar eru aö baki mannfjöldanum.
Fagur
vormorgunn á
Þingvöllum
„Aö morgni fimmtudags, 26.
júni, var veöur fagurt á Þing-
völlum, og sýndist enn fegurra
eftir súldir og illviöri undanfar-
inna daga og heldur kuldalega
nótt. Aö visu var ekki hlýtt, en
sólskin var og blæjalogn og
stafaöi á Þingvallavatn. Feg-
urri sjón er naumast til en vor-
morgunn á Þingvöllum i góöu
veöri, en nú varö þessi sýn enn
fegurri sakir þess aö hún fól í
sér fyrirheit um heilladrjúgan
hátiöisdag. Góöviöriö þennan
morgun fyllti ekki aöeins hug-
ann unaöi, heldur létti einnig
fargi af hjörtum margra, og þá
ekki sizt okkar nefndarmanna,
sem ábyrgö bárum á þvi, aö
þessi staöur haföi veriö valinn
til hátiöahaldanna”.
Þannig lýsir Magnús Jónsson,
prófessor og alþingismaöur,
morgni eins sögulegasta dags,
sem runniö hefur upp á Þing-
völlum, en þennan dag fyrir 50
árum var sett þar veglegasta og
glæsilegasta hátiö, sem haldin
hefur veriö á islandi. Land-
námshátiöin, sem haldin var á
Þingvöllum 1974, var aö visu
fjölsóttari, en hún stóö ekki
nema I einn dag og var haldin
viö allt önnur og betri skilyröi.
Sennilega hefur ekki veriö
ráöizt I öllu meira ævintýri á is-
landi en aö halda þriggja daga
hátiö, sem sótt var af 30—35
þúsund manns á Þingvöllum
1930, þegar miöaö er viö þau
skilyröi, sem þá voru fyrir
hendi. Þaö varö aö þrautnýta öll
þau samgöngutæki, sem til voru
I landinu, reisa tjaldborg meö
um 4000 tjöldum fyrir yfir 30
þúsund manns, og skipuleggja
alla þá þjónustu, sem þar þurfti
aö vera. Þetta tókst meö slíkum
ágætum, aö alltaf veröur á loft
haldiö.
ffliðhollir
veðurguðir
Þingvallahátiöin 1930 var
haldin til aö minnast 1000 ára
afmælis Alþingis. Þegar menn
lita til fortlöarinnar, er vegur
Alþingis var mestur til miöald-
anna, er erlent vald réöi á ts-
landi og Alþingi mátti sin litils,
og til endurreisnartimans er Al-
þingi var I fararbroddi sjálf-
stæöisbaráttunnar, þá varö
mönnum þaö ljósara en ella, aö
Alþingi var, er og veröur mikil-
vægasta stofnun þjóöarinnar,
þrátt fyrir allt aökast, sem þaö
hefur hlotiö gegnum aldimar.
Þess vegna vildu tslendingar
minnast 1000 ára afmælis Al-
þingis á veglegan og eftirminni-
legan hátt. Þaö geröu þeir lika á
Þingvöllum 1930.
En þótt allur undirbúningur
væri I bezta lagi og forsjálni
mikil, heföi Alþingishátiöin ekki
heppnazt, ef veöurguöirnir
heföu ekki veriö hjálplegir. Þess
vegna er auövelt aö skilja um-
mæli Magnúsar Jónssonar, sem
tilgreind eru hér aö framan og
tekin eru úr riti hans Alþingis-
hátiöin 1930.
Magnús Jónsson var einn
þeirra, sem skipaöi undirbún-
ingsnefndina. Hann segir, aö
þaö hafi komiö til athugunar I
nefndinni, hvort heldur skyldi
halda hátiöina á Þingvöllum eöa
Reykjavik. Þaö hafi veriö ljóst
aö hátfö á Þingvöllum myndi
standa eöa falla meö veörátt-
unni. Noröanhret meö nistings-
kulda eöa landsynningur meö
ofsaroki og úrhellisrigningu
hefðu svipt öllum hátiöarblæ á
brott. Þrátt fyrir þetta hafi sú
skoöun sigraö hjá néfndinni, að
annaö hvort ætti aö halda hátiö-
ina á Þingvöllum eða hætta viö
hana.
Veðurguöirnir reyndust vel-
viljaöir eins og áöur segir. Aö
kvöldi fyrsta dagsins kom
nokkurt hret og var kalt um
nóttina. En aö morgni annars
dagsins var komiö bliöskapar-
veöur og hélzí sföari hátiöar-
dagana aö kalia mátti.
Ræða Tryggva
Þórhallssonar
Hátiöin var sett klukkan 10.30
aö lokinni messu I Almannagjá,
þar sem Jón Helgason biskup
predikaöi. Aö messunni lokinni,
safnaöist mannfjöldinn um-
hverfis Lögberg. Þegar þjóð-
söngurinn haföi veriö sunginn
sté Tryggvi Þórhallsson for-
sætisráöherra I ræðustólinn og
setti hátiöina meö stuttri, virðu-
legri ræöu, en Tryggvi var
manna málsnjallastur á þeim
tlma.
Tryggvi Þórhallsson sagöi I
upphafi:
„Þúsund ár eru liöin slöan Is-
lendingar, hinir fornu, komu
fyrsta sinn til fundar hér á
Þingvöllum viö öxará.
Þá var „Alþingi sett aö ráöi
Úlfljóts og allra landsmanna”.
Þá var stofnaö allsherjarrlki
á Islandi.
Þá var lagður sá grundvöllur
laga og réttar, sem þjóöfélag
okkar hefur hvilt á og búiö aö I
tiu aldir”.
Aö lokinni setningarræöu
Tryggva Þórhallssonar voru
hátiðarljóö Davlös Stefánssonar
flutt. Þá gekk konungur Islands,
Kristján tlundi, I ræöustólinn og
mælti á islenzku.
„Ég lýsi þvi yfir, aö Alþingi
tslendinga, sem hófst á þessum
staöfyrir þúsund árum, hefst nú
aö nýju. Mætti starf þess nú og
jafnan siðarverða landi og þjóö
til farsældar”.
Þinglegt
snilldarverk
Aö loknum þessum oröum
konungs, sem var hylltur af
mannfjöldanum aö áeggjan for-
sætisráöherra, reis forseti sam-
einaös Alþingis, Asgeir Asgeirs-
son, úr sæti sinu, kvaddi vara-
forseta, Þorleif Jónsson, til aö
stjórna fundi og flutti slöan
aðalræöuna. Hann sagöi m.a.:
MÞingvellir varöveita svip
hinna fornu laga, sem voru
stuttorö og gagnorð, meitluð
eins og klettarnir I gjánni af
skapferli bóndans og vlkingsins,
I huga lögsögumannsins, hinni
fyrstu lifandi lögbók hins unga
lýöveldis. Vikingseöliö varð aö
vísu ekki bráökvatt viö stofnun
Alþingis. Mannlegur þroski
heimtar þúsundir ára. En þó
varðveittist hiö unga allsherjar-
riki fyrir hinum stærstu hætt-
um. Kristnitakan varö þrekraun
hins nýja. skipulags. Þjóöin
skiptist I tvo harösnúna flokka,
kristna menn og heiöna. Þaö
var ekki útlit fyrir annaö en aö
þjóöin myndi klofna I tvö riki og
af þvl leiöa borgarastyrjöld. En
slfk stjórnvisi var höföingjum
landsins I brjóst lagin, aö sú
hörmungarsaga gerðist ekki aö
þvi sinni. Lögsögumennirnir,
sem kosnir voru af hvorum
flokki, Þorgeir Ljósvetninga-
goði og Hallur af Siöu, vizkan og
göfgin, sveigöu toppana saman,
svo aö af varö full sátt. Lögin
mátti eigi slita sundur. Þau
uröu aö vera ein fyrir alla.
Þannig var kristnin lögtekin
fyrir tilstilli Þorgeirs hins
spaka, sem lá hugsi þrjú dægur
undir feldinum, og Halls hins
góöa, sem vildi eiga Michael
engil aö vin, af þvl aö hann mat
meira allt þaö, sem vel var gert.
A þvl þingi hafa fleiri veriö, sem
létu vitsmuni stýra tilfinningum
sinum, en Snorri goöi, er spurði,
hverju goðin reiddust, þá er jörö
brann, „þar sem nú stöndum
vér”. Þetta var kristnitaka meö
öörum hætti en hjá þeim þjóö-
höföingjum, sem ráku sigraöa
menn út I ár og vötn til sklrnar.
Varöveizla allsherjarrikis, án
borgarastyrjaldar, réö úrslitum
og síöan hafa heiöni og kristni
búiö saman meö einstæöum
hætti I landinu til þessa dags, Is-
lendingasögur og guöspjöll,
manndómur og mannúö. Lausn-
in var þinglegt snilldarverk og
jafnframt menningarlegt. Þjóö-
areöliö býr aö þvl allt til þessa
dags”.
Þing jafnréttis
og félagshyggju
Asgeir Asgeirsson sagöi á
öörum staö I ræöu sinni:
„Þaö er almennt álitiö, aö
höföingjar einir hafi öllu ráöið
um stjórn hins fslenzka lýö-
veldis. En þess ber aö minnast,
aö allir frjálsbornir menn áttu
hlut aö máli. Þrælahald féll hér
skjótt niður og svo hljóöalaust,
aö engar sögur fara af. Goöar
voru skyldiraö nefna tvo menn
meö sér I lögréttu til ráöuneytis,
og þingbændum var frjálst aö
segja sig úr lögum og I viö hvern
þann höfðingja, er þeim leizt.
Er þetta upphaf dreifingar
valdsins og vlsir til almenns
kosningarréttar. Höföingjum
var þetta rikt aöhald. Trúnaðar-
skyldan var gagnkvæm, en
blind hlýöni og þrællynd undir-
gefni óþekkt. Þörf þegnsins réö
úrslitum um fylgiö, en ekkert
guös-náöar-vald höföingjans.
Aö Lögbergi, þar sem nú stönd-
um vér, var hverjum frjálsum
manni heimilt aö flytja mál sitt.
Því var Lögberg helgasti staöur
hins forna þings. Þá er þess og
aöminnast, aö settvará Alþingi
hinu forna hreppaskipting sú, er
enn helzt viö lýöi, og þar meö
fátækralög og tryggingarlöggjöf
um eldsvoöa og nautpening,
sem helzt minnir á löggjöf slö-
ustu áratuga I helztu menn-
ingarlöndum. Sú löggjöf var
einstæð, sprottin af landsþörf og
jafnaöarhugsjón. Það er dómur
hinna merkustu vlsindamanna
slðari tima, aö löggjöf lslend-
inga á lýöveldistlmanum standi
um margt framar annari lög-
gjöf.einkum aö þvl er tekur til
jafnréttis og félagshyggju”.
Að eigast við,
án þess
ríkið skiptist
Asgeir Asgeirsson sagöi undir
ræðulokin, aö þessi „stund á að
vígja oss til starfa. — Framtlö
Islands á allt undir nútíöinni”.
Hann sagöi slöar:
„En sagan brýnir fyrir oss aö
berjast drengilega, en ekki meö
grimmd og svikum. Norræn
drengskapar- og manndóms-
hugsjón, kristnitakan og fleiri
atburöir sýna það, aö forfeöur
vorir kunnu aö eigast viö, án
þess aö rlkiö skiptist. I þessu
landi býr ein þjóö, en ekki tvær
eöa fleiri. Hér hefir aldrei orðiö
bylting, og vopnaviöskipti viö
aörar þjóöir þekkjum vér ekki.
Mun svo enn veröa um ókomnar
aldir, ef oss tekst aö varðveita
jafnræöi I aöstööu þegnanna og
halda uppi frjósömum vibskipt-
um viö aörar þjóöir meö vitur-
legri löggjöf, I samræmi við eöli
mannsins og náttúru landsins.
Möguleikar Islands eru miklir
bæöi um fjárhag og stjórnar-
þroska. Guö gefi, aö oss takist
aö leysa svo vel sem upphafiö
spáir viöfangsefni mannlegs
samlffs og skapa hér göfugt og
glæsilegt þjóðlif I fögru og svip-
miklu landi. Til þess höfum vér
hin ytri skilyröi. En skipulagiö
var ekki einhlítt. A Alþingi eiga
aö sitja vitsmunir Snorra goöa,
stjórnvlsi Þorgeirs, göfgi Halls
af Síöu og manndómur Jóns Sig-
urössonar, en hann bar allt
þetta I brjósti”.
Samstaða ofar
dægurmálum
Margar og snjallar ræöur
voru fluttar á Alþingishátlöinni,
m.a. fluttu bábir deildarfor-
menn og malefni
setar Alþingis ræöu, þeir Bene-
dikt Sveinsson og Guömundur
Ólafsson frá Asi. Margir full-
trúar annarra rlkja fluttu
ræöur, aö ógleymdum fulltrúa
Vestur-lslendinga. Þá var
fluttur leikþáttur eftir Sigurö
Nordal um lögmannskjör á Al-
þingi áriö 1930. Skemmtiatriði
voru mörg, gllma, kappreiöar,
samsöngur, dans o.s.frv. Allt
fór þetta hiö bezta fram.
Fyrir Alþingi var aðeins lagt
eitt mál. Þingsályktun um milli-
rikjasamninga. Efni hennar
var, aö Alþingi ályktaði „aö
samþykkja geröardómssamn-
inga þá, er undirritaöir voru á
Þingvöllum I dag (27. júnl) milli
Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svlþjóöar hvers um sig
annars vegar og Islands hins
vegar”.
Tillagan var samþykkt sam-
hljóöa eftir örstuttar framsögu-
ræöur fulltrúa þingflokkanna.
Eins og áöur segir, hafði sér-
stök nefnd undirbúiö hátlöina.
Nefndin var kosin á Alþingi 1926
og hélt fyrsta fund sinn þá um
haustiö. Formaöur hennar var
Jóhannes Jóhannesson bæjar-
fógeti, en aörir nefndarmenn
voru Asgeir Ásgeirsson, Jónas
Jónsson, Magnús Jónsson,
Pétur G. Guðmundsson og Sig-
urður Eggerz. Nefndin starfaði
kauplaust. Alls hélt hún um 80
fundi.
Haustiö 1928 réöi nefndin sér-
stakan framkvæmdastjóra,
Magnús Kjaran, og þótti hann
leysa starf sitt vel af hendi.
A þessum árum voru stjórn-
máradeilur óvenjulega haröar.
Þaö haföi ekki áhrif á störf
nefndarinnar, þótt þar sætu
hinir höröustu andstæöingar.
Þannig þurfa Islendingar
jafnan aö geta hafiö sig yfir
dægurmálabaráttuna, þegar
um mikilvægustu mál er aö
ræöa.
Það gefur
manni vængi
Einn þeirra, sem sóttu Al-
þingishátlðina var Indriöi
Einarsson rithöfundur. Hann
var þá aldurhniginn maöur. A
skólaárum slnum I Kaup-
mannahöfn haföi hann veriö
handgenginn Jóni Sigurössyni.
Indriöi Einarsson var einn
þeirra, sem taldi Alþingishátið-
ina meö stærstu atburöum ævi
'sinnar. Hann birti um hana
grein I VIsi og lýsti þar einkum
fyrsta þjoöhátíöardeginum.
Greininni lauk á þessa leið:
„Það gefur manni vængi aö
hafa verið meö og lifaö slikan
dag, einsogdaginn I gær. Þaö er
einstakur atburöur I veraldar-
sögunni, aö nokkurt þing skuli
vera oröið 1000 ára gamalt. Þaö,
sem hver fullorðinn maöur
getur séö er, aö þetta vort
mannfáa riki er stórveldi I
samanburði viö þaö, sem þaö
var 1900. Þaö hefur vaxið aö
mannfjölda, þaö hefur tekið
miklum efnalegum framförum,
og þaö hefur eignazt atvinnu- og
flutningatæki I stórum stíl, sem
ekki voru til fyrir þrjátlu árum,
og þaö hefur fengiö höfuöstaö,
sem bráöum vantar lltiö til aö
geta verið höfuöstaöur I full-
valda menningarrlki”.
Hálf öld er slöan Alþingis-
hátiöin var haldin. Þjóöin hefur
meira en tvöfaldast á þessum
tima og framfarir orðiö svo
miklar, aö undrum sætir, þegar
haröbýli landsins og fámenni
þjóðarinnar er haft I huga.
Þegar Jón Sigurösson hóf bar-
áttu sína, voru tslendingar
meöal fátækustu þjóöa heims.
Nú eru þeir I hópi rlkari þjóöa.
Hvaö sem Alþingi og alþingis-
mönnum kann aö vera sagt til
áfellis, er þaö eigi aö siður staö-
reynd, aö þessi stofnun, sem Jón
Sigurðsson vakti til nýrra dáöa,
hefur haft forustuna I hinni
miklu framfarasókn tslendinga
eftir Alþingishátlöina eins og
fyrir hana. Alþingi hefur veriö,
er og veröur mikilvægasta
stofnun þjóöarinnar.
Þess minntist þjóöin meö
veröskulduöum hætti á Þing-
völlum dagana 26.-28. júnl
1930.