Tíminn - 29.06.1980, Page 10

Tíminn - 29.06.1980, Page 10
10 Sunnudagur 29. Jliní 1980. 29. JUNI Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar i Reykjavik er á Vestur- götu 17, slmar: 28170 — 28518 • Utankjörstaðaskrif stof a símar 28171 —29873. • Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. • Skráning sjálfboðaliða. • Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkiðsér um Pétur Thorsteinsson. Hverfaskrifstofur stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar i Reykjavlk: Nes- og Melahverfi Vesturgötu 3 Vestur- og Miöbœjarhverfi Slmar 2-86-30 og 2-98-72 Austurbæjar- og Noröurmýrarhverfi Hliöa- og Holtahverfi Laugarneshverfi Langholtshverfi Háaleitishverfi Bústaöa-, Smálbúöa- og Fossvogshverfi Arbæjar- og Seláshverfi Bakka- og Stekkjahverfi Fella- og Hólahverfi Skóga- og Seljahverfi Opiö 17.00 til 22.00. Grensásveg 11 Slmar 3-69-44, 3-73-78 og 3-73-79 Opiö 17.00 til 22.00 Fremristekkur 1 Slmi 7-70-00 Opiö 17.00 til 22.00 Stuðningsfólk Péturs. ALTERNATORAR OG STARTARAR i Ford Bronco Chevrolet Dodge Wagoneer Land/Rover Toyota Datsun og i flestar gerðir bila., Verð frá 29.800.- Póstsendum Varahluta* og viðgerðaþj. BILARAF Borgartúni 19 - Sími 24700 Skólaritarar Lausar eru til umsóknar 2 hálfar stöður skólaritara við Grunnskólann i Mosfells- sveit, Varmárskóla og Gagnfræðaskól- ann. Stöðurnar veitast frá 15. ágúst nk. Um- sóknarfrestur er til 10. júli. Upplýsingar gefa skólastjórar Gylfi Pálsson slmar 66186 og 66153 og Pétur Bjarnason simar 66267 og 66684. Nokkrir þeirra sjö þúsund hermanna, sem settir voru fyrir 2200 árum til þess aö standa vörö um legstaökeisarans. Draugaherinn mikli 1 Shensí Krjúpandi bogskytta úr draugahernum. Klnverskir fornleifafræöingar hafa nú fært sönnur á, hvaöa hlut- verki þessi draugaher átti aö gegna. Hann stendur vörö um röf sögufrægs keisara, Tsins Sji- vang-tls, sem grundvallaöi riki mikiö tvö hundruö og tiu árum fyrir tímatal okkar og hefur alla stund síöan veriö illa ræmdur fyr- ir haröstjóm og menningarfjand- skap. Þaö var dag einn I marzmánuöi fyrir rilmum sex árum, aö menn i alþýöunýlendu utan viö borgina Si-an fundu þennan draugaher. t breiöum, hrundum jarögöngum fundu þeir fyrstu varösveitirnar, en fornleifafræöingar hafa siöan grafiö upp hverja sveitina af ann- arri og reist hermennina á fætur á ný. Aö visu eru ekki nema fáar likneskjur óskemmdar. Flestar hafa brotnaö, þegar jaröhvelfing- arnar hrundu, er eldur komst i þær viö árás óvina aöeins þremur árum eftir dauöa keisarans. Likneskjurnar eru settar sam- an á ný og látnar á þann staö, er þeim var. upphaflega ætlaöur. Þaö er mikiö og seinlegt verk, og mun áreiöanlega taka nokkra áratugi. En þolinmæöin kin- verska lætur ekki aö sér hæöa. Fyrstu „jarögöngin”, sem grafin voru upp, reyndust vera glfurlega stór salur, 210 metra langur og sextiu metra breiöur. Enn hafa ekki veriö hreinsaöir til fulls nema nokkur þúsund fer- metrar. Þar hafa komiö i leitirn- ar eitt þúsund hermenn og þr játiu og sex hestar. En gizkaö hefur veriö á, aö sex þúsund hermenn séu I þessum sal einum. Fimm pallar eru niöur i salinn. A efsta pallinum voru þrjár fylk- ingar hermanna, sjötiu menn i hverri, búnir raunverulegum vopnum — armbrysti, bogum og örvamælum. Siöan koma aörar sveitir meö önnur vopn, þar á meöal lensur og kesjur og jafnvel sverö og hnifa. 1 öörum sal, sem þó er hálfu minni, fundust um þúsund her- menn I fjórum deildum. Fremst voru skyttur meö armbrysti, bak viö þær voru bogskyttur, sem krupu á annaö hnéö. Þar aftan viö voru riddarar til vinstri, en her- menn á striösvögnum til hægri. Allra aftast voru fótgönguliöar og nokkrir striösvagnar. A hverjum vagni er ökumaöur og tveir her- menn meö spjót, armbrysti og sverö. í þriöja salnum, sem er minnst- ur, eru aöeins sextiu og átta likneskjur meö skrautleg vopn, og hefur veriö ályktaö, aö þar sé herráöiö saman komiö. Fjóröi salurinn er auöur, og hefur aldrei veriö fullgeröur. En fornleifafræöingarnir telja, aö þar hafi meginliöiö átt aö vera. Hann horfir gegn austri, en úr þeirri átt gat keisarinn helzt búizt viö óvinum, sem einhvers mættu sin. Hermennirnir { þessum draugaher keisarans gamla eru allir hávaxnir og þreklegir, allir á milli 178 og 185 sentimetrar. Þó skera tveir sig úr. Þeir eru langt til tveggja metra háir. Allir eru þeir meö yfirskegg og andlits- drættir hinir skýrustu. Menn hafa getiö sér þess til, aö þeir hafi ver- iö mótaöir eftir lifandi mönnum og þá sennilegast þeim, sem voru I varösveitum keisarahallarinn- ar. Vopnabirgöir hefur drauga- herinn haft nægar, auk þeirra vopna, er þeir báru, þvl aö alls hafa fundizt um tiu þúsund vopn ýmissa geröa. Keisarinn var enn á góöum aldri, er hann lét byrja á þessum jaröhvelfingum, og átti enn langt lif fyrir höndum. I þrjátlu og sex ár var unniö þarna, og taliö er, aö I vinnusveitunum hafi veriö allt aö sjö hundruö þúsund manns. Sjálfur var keisarinn hinn mesti hrotti og sverö hans voföi yfir læröum mönnum og trúarleiötog- um. Bækur allar, sem fundust, lét hann brenna á báli. Hann átti I látlausum styrjöldum og var mjög sigursæll, braut undir sig gömul furstadæmi og geröist ein- valdsherra I vlölendu riki, sem stjórnaö var af nýrri stétt embættismanna. En þótt hann stofnaöi stórt og öflugt riki, hefur hitt vegiö þyngra á metaskálum sögunnar, hvilikur haröstjóri hann var og mikill óvinur allra mennta. En nú kemur hann kannski fram hefndum meö draugaher sinum. Hann mun á ný gera hann frægan og sanna rækilega, aö vandaö handverk hefur hann ekki forsmáö, ef þaö hentaöi til þess aö verja hann sjálfan lifs og dauöan. Sjö þúsund manna hersveit hefur fundizt neðanjarðar í Shensí héraði í Norður-Kina. Þetta lið er allt vel vopnað, og hefur bæði hesta og stríðsvagna, og er yfirleitt hið hermannslegasta á allan hátt. En herinn hefur verið þar, sem hann er, í tvö þúsund og tvö hundruð ár. Hann er úr brenndum leir, og allt er í eðlilegri stærð, menn dýr og tæki. Hver hermaður vegur sem næst þrjú hundruð pund.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.