Tíminn - 29.06.1980, Qupperneq 18

Tíminn - 29.06.1980, Qupperneq 18
26 Sunnudagur 29. júni 1980. Nú hefur frést, að thailenskir sjóræningjar, sem herja á bátafólk frá Vietnam, hafi komið sér upp aðstöðu á eyjunni Khra, —u.þ.b. 80 km undan strönd Thailand — þar sem þeir gefa villi- mennsku sinni lausan tauminn. Aðferð sjó- ræningjanna er i stuttu máli sú, að þeir draga flóttamannabáta að eyjunni Khra, eftir að hafa rænt fólkið og svivirt konurnar. Eyðileggja þeir flóttamannabátana og skilja fólkið eftir á eyj- unni. Lifinu halda þeir i föngum sinum með dálitlum hrisgrjónagjöfum. Að öðru leyti koma þeir aðeins til eyjarinnar til þess að halda blóð- ugar svallveislur. Sá, sem hvað ötulast hefur reynt aö bjarga föngum sjó- ræningja á Khra er Bandaríkja- maður og starfar hann f flótta- mannabúðum I Songhkla i Suð- ur-Thailandi. Hubert Le Campion kvikmyndaleikstjóri með meiru fór i einn leiðangur með þessum björgunarmanni og var franskur læknir, starfs- maður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, með i för. Þetta var 10. april sl. 1 það sinn fundust 76manns á eyjunni, þar af 15 konur og 22 börn. Saga þessa fólks er i stuttu máli sú, að það hafði lagt upp frá Vietnam i tveimur bátum. Fyrri báturinn lagöi upp þ. 1. april með 32 menn innanborðs. Þann 3. april var ráöist á batinn og honum sökkt, en fólkið flutt yfir á litla eyju, þar sem konum var nauögaö. 9. april var fólkið flutt yfir á eyjuna Khra. Siðari báturinn lagði upp frá Suður-Vietnam þ. 6. april og voru 44 um boö. A tveimur dög- um voru gerðar tvær árásir á Fléttamanna frá Víetnmi bíöa blóðuaar veislur á eyjunni Khra, 80 km undan strönd Thaílands Esso-nesti — Borgarnesi Ferðamenn! Kaupfélag Borgfirðinga rekur Esso-nesti i Borg- arnesi: Heitir smáréttir, mjólk, brauð, álegg, gosdrykk- ir, sælgæti o.fl. Ennfremur hjólbarðaþjónusta og smurstöð. í 5 verzlunardeildum okkar i Borgarnesi, fáið þið flesta þá hluti, sem ykkur kann að van- haga um á ferðalaginu. Veitingahús að Vegamótum Snæfellsnesi: Grillþjónusta, kökur, gosdrykkir, sælgæti. Bensin, oliur og gasáfyllingar. Veiðileyfi i Hraunsfjarðarvatni, Selvallavatni og Baulárvallavatni. Verzlanir: Hellissandi, Ólafsvík og Akranesi kaupfélag Borgfirðinga BORGARNESI 47. þing Unglingareglunnar: Telur heilsufar barna og unglinga í hættu — vegna niðurrifs- starfsemi ýmissa aðila i skemmtana- iðnaðinum HEI — 47. þing Unglingareglu Stórstúku Islands, sem haldið var nýlega, minnti foreldra á þá á- byrgð sem þeir bera á heilsufari barna sinna, svo og á þá stað- reynd að áfengis- og vimuefna- neysla unglinga geti gert þá að sjúklingum á unga aldri. Beindi þingið þvl þess vegna til allra for- eldra og kennara að styðja bind- indisstarfsemina af alefli og reyna af fremsta megni að hindra þá niöurrifsstarfsemi, sem unnin sé af ýmsum aöilum i skemmt- anaiðnaðinum til að brjóta niður heilsufar barna og unglinga með áfengis- og tóbakssölu. Ennfremur beindi þingið þvl til yfirvalda, að námstjóra I bindindisfræöum verði útvegað fé til gerðar kennsluefnis I bindindisfræöum á grunnskóla- stigi. Þá þakkaði Unglingaregluþingið stjórn reglunnar forgöngu um „Viku gegn vlmuefnum”, svo og þeim er gengu til liðs við hana I þeirri herferð. Taldi þingið vikuna hafa tekist með afbrigðum veloghvetur tilframhalds. 1 þvl sambandi var Tómasi Arnasyni, fyrrv. fjármálaráðherra, þakkað fyrir framlög til „Vikunnar” og Unglingareglunnar, svo og þeim sveitarfélögum er veitt hafi myndarlega styrki til þessa verkefnis. Einnig voru fyrrver- andi og núverandi heilbrigðisráö- herrum, Magnúsi H. Magnússyni og Svavari Gestssyni, þakkaöir styrkir úr gæsluvistarsjóði. Sömuleiðis voru biskupi Islands og einstökum prestum þökkuð til- lög til Viku gegn vlmuefnum. Voru prestar hvattir til aö hafa forystu um bindindisstarf I sóknum slnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.