Tíminn - 29.06.1980, Page 32
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
lii'liiii
l Sunnudagur 29. júní 1980
A fgreiðslutimi
1 til 2 sól-
arhringar Stimpiagerð HS^
Félagsprentsmiðjunnar tif.
Spítalastíg 10 — Sími 11640
Nýja
fasteignasalan
Ármúla 1. Sími 39-400
Hugmynd tveggja fiskifræðinga:
Fæðutjarnir
að gera ár
frjórri og
fiskauðugri
og rotþrær til þess
Mengun er þaft fyrirbæri, sem
þorra fólks stendur mestur
stuggur af næst atómsprengjum
og herbiinaði stórveldanna, sem
i senn tæmir orkulindir jaröar
og ógnar lifi og tilveru. Þess
vegna kunna sumir aö reka upp
stór augu, er fiskifræöingar
leggja til.aö ár séu mengaöar til
þess aö auka I þeim næringar-
efni, lif og fiskgegnd.
Þessa hugmynd reifa þeir
Rolf Gydema og Jón Kristjáns-
son i grein I síöasta hefti Freys,
þar sem þeir ræöa um fæöu-
tjamir og rotþrær I grennd viö
ár, sem eru snauöar aö reki, svo
sem svifi, næringarsöltum og
öörum lifrænum efnum, lifandi
ogdauöum. „Allur landbúnaöur
er í reynd mengun”, segja þeir
Rolf og Jón, og skirskota til
þess, aö engum myndi detta I
hug aö hætta að bera á tiin
vegna þess, að meö þvi á sér
staö mengun. Mengunin veröur
aftur á móti aö vera innan
vissra marka.
Erlendis veldur hemjulaus
fburöur næringarsalta i ár og
vötn viöa mesta ófarnaði, eink-
um þar sem loftslag er heitt og
vatn hægstreymt. En hóflegur
iburöur næringarefna I „kaldar
og straumharðar Islenzkar ár
myndi ekki gera þeim neitt til,
aöeins gera þær frjórri”, segja
þeir, en taka jafnframt, aö ekki
megi I þær fara eitruö úrgangs-
efni, svo sem sótthreinsandi
þvottaefni, þvi aö sllkt myndi
hafa hinar verstu afleiðingar.
Þrjú meginatriði
Þeir Jón og Rolf segja, aö þrjú
meginatriði ráöi, hversu vel ár
séu fallnar til viögangs þeim
fiskstofnun, sem I þeim eru.
Þetta atriði eru fæöuskilyröin,
botngeröin, hvort þar er afdrep
fyrir fisk og fæöudýr I straum-
kastinu, og hitastigiö, sem hefur
áhrif á gróskuna og efnaskiptin I
likama fiskanna.
Hitastiginu veröur sjaldnast
breytt, nema þá meö afar mikl-
um tilkostnaöi. Aftur á móti má
víöast gera betra afdrep fyrir
sei» og búa I haginn fyrir
ásetuþörunga og fastsitjandi
dýr, svo sem mý, meö þvl aö
setja stórgrýti I árnar á heppi-
legum stööum. Og loks er þriöja
atriðiö, sem greinin fjallar eink-
um um: Arnar má gera frjórri
— og auka i þeim lif, sem er
undirstaöa þess, aö þær beri
mikinn og góöan fiskstofn, meö
þvi aö auka i þeim næringar-
efni.
Misjafnar ár
Rolf og Jón segja, aö til sé
einföld aöferð til þess aö mæla
næringarsölt I ám og þar meö
frjósemi þeirra. Aöferöin er sú
aö mæla rafleiöni vatnsins, og
gefur lítil leiðni til kynna, aö I
vatninu sé lltiö af uppleystum
steinefnum og þar meö nær-
ingarsöltum.
I fyrrasumar var slik leiöni
vatns mæld I um fjörutiu ám og
lækjum á landinu. Mælieiningar
eru svonefnd „umhos”. Gildi
regnvatns, þegar þaö er tuttugu
og fimm stiga heitt, er um tlu
„umhos”, en I góöum laxveiði-
ám er þaö um eitt hundraö. Viö
þessa rannsókn kom I ljós, aö
rafleiöni var meira en nlu sinn-
um meiri I þeirri á, sem hæst
reyndist, Sveöjustaöaá I
Miöfiröi, heldur en hinni lægstu,
Fjarðará I Seyðisfirði. Næst-
hæst var Laxá I Þingeyjarsýslu
meö 161 „umhos”. Yfirleitt voru
Austfjaröaárnar snauöastar
meö um 30 „umhos”.
Fæðutjarnir og rotþrær
Greinarhöfundar segja aö
byrja veröi á grunninum, ef
auka eigi fæöi fiskai'ám.Benda
þeir á, aö allar góöar laxveiðiár
hafi I vatnakerfi slnu stööuvatn,
sem auk þess aö vera hitajafn-
ari standi fyrir frumframleiösl-
unni. En framleiöni snauöra áa
megi auka meö þvl aö búa til
fæöutjarnir á vatnasvæöinu.
I þessar fæöutjarnir er vatn
leitt um skurö eöa leiöslu, og
geta þær eftir atvikum veriö ein
eöa tvær. Næringarsölt eru sett I
vatniö, annaö tveggja húsdýra-
áburöur eöa tilbúinn áburöur,
og einnig segja þeir, aö bera
megi einskonar rotþrær nálægt
tjörnunum, þar sem grafinn sé
fiskúrgangur eöa sláturúr-
gangur, sem gefur frá sér
næringarsölt I jaröveginn, er
þetta rotnar. Næringarsöltin
siga síöan út i tjörnina, vatniö I
henni hitnar, ef gegnumstreymi
er lltiö, og svif myndast ört
vegna þess, hve næringarsölt
eru mikil I þvl. Vatnið úr tjörn-
inni eöa tjörnunum er svo vita-
skuld látiö fá framrás I ána.
Þar sem ekki er landrými
fyrir slikar fæöutjarnir, segja
þeir aö gera megi rotþrær á
árbökkum, nokkra metra frá
ánni, og láta næringarsöltin
siast úr þeim beint i hana. Svif
eykst aö vlsu ekki viö þessa aö-
ferð, en næringarsöltin koma
þörungunum á árbotninum aö
gagni og síðan smádýrum ýms-
um og loks fiskunum.
Innlend dæmi
Þeir geta þess,,aö þessar aö-
feröir hafi veriö reyndar i Svi-
þjóö og Noregi meö góöum
árangri. En raunar geti menn
einnig fundiö dæmi þess hér-
lendis, hverju hún getur áorkaö.
Rannsóknir á bæjarlækjum,
sem skólpi er veitt I, hafa leitt I
ijós, aö sllk áburöargjöf hefur
áirif. 1 þessum lækjum hefur
reynzt miklu meira af seiðum
en I sambærilegum lækjum
ómenguöum. Þeir vitna einnig
til þess, þar sem affall frá
svínabúi fór I ófrjóa á, eftir aö
hafa farið áöur I gegn um tvær
tjamir, var mikiöaf laxaseiöum
neöan viö útrennsliö, en alls
engin hundraö metrum ofan
þess.
Allt með gætni
Rolf Gydemo og Jón
Kristjánsson leggja þó áherziu á
gætni I framkvæmdum af þvl
tagi, er þeir reifa. Þeir brýna
fyrir öllum aö hafa samband viö
menn með sérfræöilega þekk-
ingu, áöur en ráöizt er I neitt af
þvl tagi, er þeir nefna eöa
eitthvaö þvl líkt. Aöstæöur
veröur aö meta og vega og
leggja á ráöin á hverjum staö
fyrir sig, því aö árnar sjálfar
eru sln meö hverju móti og eins
staöhættir allir viö þær.
Meira en nifaldur munur
á ánni, sem auðugust er
að næringarsöltum, og
hinni, sem snauðust er
Vantar ykkur innihurðir?
I
1
HUSBYGGJENDUR
HÚSEIGENDUR
Hafið þið kynnt ykkur
okkar glæsilega úrval af
INMŒÍURÐUM?
Hagstæðasta verð og _
greiðsluskilmálarJH
Trésmiðja
t*orvaldar Ólafssonar h.f.
Iðuvöllum 6, Keflavik
Simi: 92-3320