Tíminn - 24.10.1980, Blaðsíða 6
6
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ristjórnarfuli-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrimsson. Aug-
iýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Slóumúla 15. Sfmi 86300. —
Kvöldsímar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Veró I
lausasölu kr. 280. Áskriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
Blaöaprent.
Lagður grunnur
Það tók á sinum tima rikisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins undir forsæti
Geirs Hallgrimssonar þrjú ár að ná verulegum og
marktækum árangri i baráttunni við verðbólguna.
Ástæðan til þess að svo langan tima tók að ná verð-
bólgunni niður i u.þ.b. 26% á ári var sú, að rikis-
stjórnin vildi ekki stofna atvinnu- eða byggðaöryggi
landsmanna i hættu.
Hið sama á við um núverandi rikisstjórn. Hún
setti sér i upphafi það mark að ná verðbólgunni á
þremur árum niður i svipað stig og tiðkast i ná-
grannalöndum. Og ástæðan er aftur hin sama: Það
er andstætt stefnu rikisstjórnarinnar að vega að at-
vinnuörygginu eða stefna i stórfellda byggðaröskun
með harkalegum samdráttaraðgerðum.
Án þess að rýrð sé varpað á samstarfsflokka er
óhætt að minna á það að i báðum þessum rikisstjórn-
um hefur það verið skilyrði Framsóknarmanna að
þannig yrði staðið að málum að þessi grundvallar-
atriði væru virt. Og i þessum anda var hin svo
kallaða niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins
sett fram, andstætt leiftursókn meirihluta forystu-
liðs Sjálfstæðisflokksins.
Með þetta i huga hafa stuðningsmenn rikis-
stjórnar dr. Gunnars Thoroddsen að sjálfsögðu ekki
miklar áhyggjur af þvi að stjórnarandstæðingar
eru farnir að reyna að gera veður út af þvi að verð-
bólgan er ekki horfin eins og dögg fyrir sólu á þessu
hausti. Upphrópanir stjórnarandstöðunnar um
þetta efni eru marklausar.
í rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tókst hins veg-
ar ekki að ná jafnvægi á rikisfjármálin, enda var
árangur stjórnarstarfsins brotinn niður með harð-
vitugustu pólitiskum stéttaátökum sem efnt hefur
verið til á siðari áratugum hér á landi.
í núverandi rikisstjórn hefur það hins vegar verið
mikilvægt stefnuatriði að leggja þegar i upphafi
áherslu á jafnvægi i rikisfjármálunum, og jafnvel
Alþýðubandalagið hefur fallist á þetta mikilvæga
sjónarmið og Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
starfar samkvæmt þvi.
Jafnvægi i rikisfjármálunum er ákaflega mikil-
vægt ef árangur i efnahagsmálunum á að verða
varanlegur. Reynslan hefur sýnt okkur að það er
létt verk að drepa öllu á dreif ef vandanum hefur
verið velt yfir á skuldareikninga rikissjóðs.
Ekki alls fyrir löngu var gert nýtt samkomulag i
bankakerfinu um miklu harðari aðgerðir en áður i
þvi skyni að koma á jafnvægi innlána og útlána.
Þetta jafnvægi er ekki siður mikilvægt til þess að
árangur náist, en sem kunnugt er hefur það löngum
reynst afar örðugt að ná fullkomnum tökum á þró-
un lánamálanna i þjóðfélaginu. Á þvi sviði er hæg-
ara um að tala en i að komast, einkum þegar haft er
i huga hversu allar aðhaldsaðgerðir hljóta, beint og
óbeint, að bitna á atvinnulifinu sem var hart leikið
fyrir af verðbólgu, sölutregðu og öðrum erfiðleik-
um. Á þessu sviði er varla ofmælt að það er vand-
ratað einstigi fram undan.
Með þessum aðgerðum á sviði fjármála og lána-
mála er ekki sist lagður traustur grunnur að þeirri
gjaldmiðilsbreytingu sem verður um áramótin og
menn vænta sér mikils af.
JS
\
Föstudagur 24. október 1980.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Forsetaefnin eru ósam-
máia um utanrflösniál
Þess mun gæta I sjónvarpseinvigi þeirra
Carter á kjösendafundiaö svara fyrirspurnum.
ÞAÐ hefur nú veriö ákveöið,
að þeir Carter og Reagan heyi
sjónvarpseinvlgi næst-
komandi þriðjudag. Margir
fréttaskýrendur telja, að þaö
kunni að ráða úrslitum i
forsetakosningunum.
Þaö hefur jafnan veriö ósk
Carters aö þreyta kappræðu
við Reagan einan, en Reagan
hefur verið ófús til þess. Hann
féllst hins vegar strax á
sjónvarpsumræöu þremenn-
inganna,þ.e. hans, Carters og
Andersons. Henni hafnaði
Carter. Eftir það var ákveöiö
af Reagan og ráðunautum
hans að hafna einvigi við
Carter einan.
Fylgismenn Carters hafa
notað þetta til áróöurs gegn
Reaganog borið honum kjark-
leysi á brýn. Þessi áróöur
virðisthafa fengið hljómgrunn
og þvf þótt rétt af Reagan og
ráðunautum hans að láta
undan og falla frá fyrri af-
stöðu sinni.
Það á vitanlega þátt I þessu,
að Carter hefur verið að vinna
á undanfarið og bilið milli
hans og Reagans að minnka.
Ráöunautar Reagans hafa því
talið nauðsynlegt að sýna, að
Reagan væri hvergi smeykur.
Fyrir Carter er það viss
ávinningur að hafa knúiö
Reagan á þennan hátt til
undanhalds. Endanlega
verður þetta þó ekki til ávinn-
ings fyrir hann, nema hann
beri hærri hlut i gh'munni við
Reagan. Yfirleitt er þvi spáð,
að Reagan muni koma betur
fyrir i sjónvarpseinvíginu en
Carter, en Carter muni
reynast honum ofjarl í mál-
flutningi og það geti ráðið
úrslitum.
Carter er vegna forseta-
starfs sins betur inn I málum
en Reagan, hefur gott minni
og skýra framsetningu.
Reagan þykir hins vegar ekki
sterkur á svellinu, hvað þetta
snertir.
ÞAÐ MÁtelja öruggt, að utan-
rikismál muni ekki bera siður
á góma en innanrikismál i
einvlgi þeirra Carters og
Reagans.
Sá málflutningur Carters
hefur fundið hljómgrunn, að
vigbúnaðarfyrirætlanir
Reagans muni auka strlðs-
hættuna. Ýmsir telja, aö
Carter hafi stundum skotið
yfir markið I þessum áróðri,
en skoðanakannanir benda
eigiaðsiður til, aö Carter hafi
tekizt að gera Reagan
tortryggilegan i augum
margra,ekki sizt kvenna.
Carter hefur mjög beitt
þeirri aðferð aö tilfæra ýmis
fyrri ummæli Reagans máli
sinu til stuðníngs. Vörn
Reagans hefur verið sú, að
þessi ummæli hafi getaö stað-
iztá sinum ti'ma, þótt þau geri
það ekki nú.
Trúlegt er að þetta efni
veröi verulegur þáttur i
kappræðu þeirra og Carter
reyni aö koma Reagan i vörn
og þvinga hann til að segja
einhver ógætileg orð, er dragi
úr trúnni á hann.
Þótt Reagan hafi reynt að
draga úr ýmsum fyrri um-
mælum sinum, hefur komið
fram talsverður munur á
afstöðu hans og Carters til
ýmissa utanrikismála. Mestur
hefur hann verið i sambandi
viö afstöðuna til Kina.
Carter telur þaö stjórn sinni
til framdráttar, að hafa tekið
upp stjórnmálasamband við
Kina og aukið stórum sam-
vinnu við Kinverja. Reagan
hefur hins vegar haldið þvi
fram, að Bandarikin hafi
brugðizt Taiwan meö þvi að
slita stjórnmálasambandi við
stjórnina þar og hafa aðeins
óformlegt samband við hana.
Hann hefur gefið til kynna að
hann muni breyta þessu.
Kinverjar hafa tekið þetta
óstinnt upp.
ÞÖTT báðir séu þeir Carter og
Reagan harðir i afstöðunni til
Sovétrikjanna, er nokkur
stigsmunur hjá þeim. Gleggst
kemur hanri I ljós i sambandi
við Salt-2 samninginn.
Þegar Rússar réðust inn i
Afganistan óskaði Carter eftir
þvi að öldungadeildin frestaöi
afgreiðslu samningsins og
mátti á Carter skilja, að sá
frestur ætti að gilda meðan
Rússarhefðu her I Afganistan.
Nú hefur hann breytt þessari
afstööu og sagzt myndu beita
sér fyrir þvi, aö samningurinn
verði samþykktur á næsta
þingi. Jafnframt hafa Banda-
rikin nýlega hafið viðræður
við Sovétrikin um takmörkun
meöaldrægra eldflauga, en
Salt-2 nær ekki til þeirra.
Reagan hefur hins vegar
sagt, að hann muni leggja
Salt-2 alveg til hliðar, en hefja
viðræður við Rússa á alveg
nýjum grundvelli, þar sem
gerðar verði strangari kröfur
af hálfu Bandarikjanna.
Margir virðast óttast, að
þetta geti siglt viöræðunum
um afvopnunarmál endanlega
I strand, því að jafnframt hef-
ur Reagan boðaö, að Banda-
rikin verði að ná algerum yfir-
buröum á hernaðarsviðinu.
Hins vegar vill Reagan gefa
kornsölu til Sovétrikjanna
frjálsa, en Carter stöövaði
hana aö mestu, þegar Rússar
gerðu innrásina i Afganistan.
Bændur hafa unað þessu illa
og virðist það ekki bæta úr
skák, þótt Carter hafi náð
samningum um aukna korn-
sölu til Kina. Bændur óttast,
að þeir geti misst rússneska
markaðinn til langframa.
Nokkur munur er h'ka á
afstöðu þeirra Carters og
Reagans til þróunarlandanna,
Reagan leggur minni áherzlu
á aö Bandarikin hafi afskipti
af mannréttindamálum: Það
verði ,,að taka heiminneins og
hann er.” Þetta gildi m.a. um
latnesku Ameriku. Ekki eigi
að stuðla aö þvi að koma
vinstri stjórnum þar til valda.
Afstaða Reagans er heldur
ekki eins hörð gagnvart Suður-
Afriku, þótt hann telji að
stuöla eigi aðauknum réttind-
um svertingja, en það eigi að
gera með varfærni.
Þá vill Reagan taka upp
harðaristefnu gagnvart Kúbu.
Afstaöa Reagans og Carters
er nokkuð svipuð til Nato, en
Reagan leggur þó öllu meiri
áherzlu á forustu Bandarikj-
anna innan þess.
Reagan fagnar iófaklappi að lokinni kosningaræöu.