Tíminn - 24.01.1981, Side 6

Tíminn - 24.01.1981, Side 6
6 t r c Laugardagur 24. janúar 1981. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöidsimar: 86387,86392.— Veröilausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Fólkinu í hag Skemmtilegur bardagi er nú hafinn milli Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins um það hvor flokkurinn sé ómerkilegari, Alþýðubandalag eða Alþýðu- flokkur, og er tilefnið samanburður sem menn eru stöðugt að gera um þessar mundir á kjaramála- þáttum efnahagsráðstafana rikisstjórnarinnar og bráðabirgðalögum rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar i febrúar og mai 1978. Ekki er að efa að þessi orrahrið hinna sjálfskip- uðu málsvara öreigalýðsins er núverandi forsætis- ráðherra, Gunnari Thoroddsen, mikið aðhláturs- efni, en hann var einmitt áhrifamikill ráðherra i rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar ásamt núverandi utanrikisráðherra, Ólafi Jóhannessyni. Ekki er að efa að hnútukastið er eins og hver annar brandari i augum þessara stjórnmálaforingja beggja. — Og kannski er Geir Hallgrimssyni meira að segja svo- litið skemmt lika, og veitir honum ekki af ein- hverri skemmtun. Það er nokkuð sama hve lengi ritstjórar Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins deila um þetta mál vegna þess að þeir hafa engan áhuga á að komast að nýrri niðurstöðu. Niðurstaða þeirra er reyndar fyrirfram gefin: Þeir eru sammála um það að lög- mæti harkalegra skerðingaraðgerða i kjaramál- um hvili á þvi hvaða stjórnmálaflokkar fara með völd. Ef Alþýðubanda lagið er i rikisstjórn er ekkert sjálfsagðara að mati Þjóðviljans en að skerða kaupið og brjóta gerða kjarasamninga, og meira að segja fer blaðið þá að reyna að útskýra og bera i bætifláka fyrir stjórnvöldin. Þannig heit- ir skerðingin nú að ,,skipt sé á jöfnu”, eins og það er merkilega orðið i Þjóðviljanum. Ef kratar eru i rikisstjórn bregst Alþýðublaðið nákvæmlega eins við, en ef þeir eru utan stjórnar upphefst þessi dómadagshávaði gegn kjaraskerð- ingunni og fyrir gildi samninga. Langsamlega mest gengur að visu á þegar Alþýðubandalagið er utan rikisstjórnar, og verður kjaftháttur Þjóðvilj- - ans þá þvi likastur sem vinsæll útvarpsþulur sé orðinn leiðarahöfundur blaðsins. Þetta sjónarspil er auðvitað eintóm hræsni sjálf- skipaðra „verkalýðssinna”, og enginn tekur leng- ur nokkurt mark á öllu stappinu. Hið sanna er að bæði nú og i febrúar og mai 1978 hafa ákveðnar skerðingaraðgerðir i kjaramálum verið þjóðar- nauðsyn. 1 bæði skiptin, eins og oftar, hafa kjara- samningar ekki falið i sér það tillit til sibreytilegra aðstæðna i efnahagsmálum sem nauðsynlegt er til að gera samninga varanlega. Á árinu 1978 var alls ekki verið að niðast á launa- kjörum fólksins, heldur var þvert á móti verið að tryggja kaupmátt og atvinnuástand með þvi að brjóta niður óskynsamlega kjarasamninga sem gerðir höfðu verið með flokkshagsmuni m .a. i huga. Nú, i ársbyrjun 1981 og fram eftir árinu, er hið sama uppi á teningnum, og það er beinlinis rangt sem leiðarahöfundar Þjóðviljans hafa sagt að „skipt sé á jöfnu”. Hið sanna er að takist framkvæmd efnahagsráð- stafananna munu launþegar bera meira úr býtum en að óbreyttum kjarasamningum. Og þetta skipt- irmeginmáli: Alveg eins og var á árinu 1978 hefðu Framsóknarmenn ekki stutt aðgerðirnar nema þar eð það var ljóst að þær tryggðu almenn lifskjör betur en ella, — að það var ekki skipt á jöfnu held- ur fólkinu i hag. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Nú er einnig talið hættuástand þar AF ÞEIM sex ríkjum, sem mynda Mið-Ameriku, hefur að- eins eitt búið við lýðræðislega stjórnarhætti siðustu áratugina. I hinum rikjunum fimm hefur stjórnarfarið einkennzt af ein- ræði og byltingum. Þetta land er Costa Rica, sem er minnst Mið-Amerikurikjanna að flatarmáli, aðeins 50 þús. ferkm. Það hefur rúmar tvær milljónir íbúa eða nokkru fleiri en Panama, sem er fámennasta rikið. Costa Rica hefur ekki aðeins það framyfir Mið-Amerikurik- in, að hafa búið lengst við lýð- ræðislega stjórn, heldur er þar tiltölulega minnst fátækt, minnst atvinnuleysi og minnst ólæsii allri rómönsku Ameriku. Costa Rica er þvi oftast nefnt sem það riki rómönsku Ame- riku, sem hafi búið við bezt stjórnaríar undaníarna þrjá áratugi. Það getur átt þátt i þessu, að meirihluti ibúanna er af óblönd- uðum spænskum ættum. Næst koma þeir, sem rekja ættir sin- ar bæði til Spánverja og Indi- ána. 1 flestum hinna Mið-Ame- rikurikjanna eru Indiánar fjöl- mennir og bitnar kúgunin eink- um á þeim. José Figueres Ferrer SÁ MAÐUR, sem er talinn eiga mestan þátt i hinni farsælu stjórnmálaþróun i Costa Rica, José Figueres Ferrer, rekur ættir sinar bæði til Spánverja og Indiána. Figueres Ferrer, sem er 74 ára, kom fyrst við sögu 1948, þegar tilraun var gerð af fráfar- andi forseta til að ógilda kosn- ingu, sem keppinautur hans hafði unnið. Figueres var þá foringi i hernum. Hann beitti sér fyrir stjórnarbyltingu og var sjálfur forseti um skeið, en fól siðan forsetaembættið þeim manni, sem hafði unnið kosninguna. Figueres gerði miklar breyt- ingar á þeim stutta tima sem han var handhafi forsetavalds- ins. Hann lágði herinn niður að mestu, svo að siður stafaði bylt- ingarhætta úr þeirri átt, enda hefur herinn aldrei siðan reynt að hremma völdin. Jafnframt þessu voru sett fjölmörg lög, sem urðu grund- völlur þess velferðarþjóðfélags, sem siðan hefur þóazt i Costa Rica. Á þessu valdaskeiði Figueres voru gefin út ekki færri en 834 lög. Þjóðfélagið breytti að miklu leyti um svip af völdum þeirra. Figueres lagði niður völd 1950, en bauð sig fram i næstu for- setakosningum, sem fóru fram 1954. Hann bar sigur af hólmi og sat á forsetastóli næstu fjögur árin. Hann gaf ekki kost á sér til framboðs, en flokkur hans fór á- fram með stjórnina. Það gerðist svo 1966, að and- stöðuflokkurinn fékk meirihluta á þingi og myndaðist hálfgert stjórnleysi vegna ósamkomu- lags milli þingsins og forsetans. Þetta breyttist 1970, þegar Figueres bauð sig fram i for- setakosningunum. Hann náði kosningu og flokkur hans hlaut einnig meirihluta á þingi. Eins konar Gervasonimál varð mjög umtalað á þessu kjörtima- bili. Bandariskur fjáraflamaður Robert L. Vescö, fékk landvist, þótt Bandarikjastjórn vildi fá hann framseldan. Figueres taldi framsal hans brot á mannréttindum og sat fastur við sinn keip. Þótt Figueres hafi yfirleitt átt góða samvinnu við Banda- rikjamenn, hefur hann i fleiri tilfellum ekki farið að óskum þeirra. Hann hefur beitt sér gegn mörgum einræðisstjórnum i iómönsku Ameriku, sem Bandarikin hafa stutt, eins og Caríbbean Sea stjórn Trujillo i Dóminikanska lýðveldinu, Jimenez i Venezúela og Batista á Kúbu. Hann sendi Castro vopn, þegar hann var að brjótast til valda, en snerist gegn honum, þegar hann gerðist yfirlýstur kommúnisti. Þá var Figueres alla tið mikill andstæðingur Somozaættarinn- ar, sem fór með völd i ná- grannarikinu Nicaragua. Hann segist hafa stutt tuttugu tilraun- ir til að steypa Somozaættinni. Eftir 1978 veitti hann Sandinist- um opinberlega stuðning og sonur hans barðist um skeið með skæruliðum Sandinista i Nicaragua. Figueres segist ekkert óttast, aö Sandinistar snúist á sveif með kommúnistum. Þeir geri sér ljóst, að þeir geti lært meira af lýðræðisrikjunum en komm- únistarikjunum við uppbygg- inguna i landinu. FIGUERES segist óttast meira ástandið i Costa Rica. Andstæð- ingar hans hafa farið með völd siðan 1974 og er núverandi for- seti óvinsæll. Forsetakosningar eiga að fara fram i febrúar 1982 og þyk- ir liklegt, að flokkur Figueres muni vinna þær. Astandið i Costa Rica er hins vegar orðið svo uggvænlegt, segir Figueres, og áhrifin frá byltingum og borgarastyrjöld- um i nágrannarikjunum svo mikil, að þau geti leitt til upp- reisnar i Costa Rica. Eina ör- ugga leiðin er að stóru flokkarn- ir, sem hafa verið andstæðing- ar, taki höndum saman um trausta stjórn, unz kosningar hafa farið fram. Annars geti þeir misst stjórnina úr höndum sér. JAMAICA MEXICO EL SALVADOR Pacitic Ocean 0 Mil« 300 Uppdráttur, sem sýnirriki Mið-Ameriku. Helzta lýðræðisríkið í rómönsku Ameríku

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.