Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. febrúar 1981 7 Það mun hafa verið fyrir rúmum 30 árum að farið er að hugleiða um virkjun Blöndu, en það var á árunum upp úr 1930, sem farið var að hugleiða um vatnsaflsvirkjun við Laxárvatn fyrir Blönduós og er sú virkjun nú að nálgast 60 ára aldurinn. Virkjunin við Laxárvatn hef- ur veitt birtu og yl. Frá þvi að virkjunin var byggð hefur veitu- svæðið fariö stækkandi með raf- væðingu sveitanna og kauptún- anna i Húnavatnssýslum, en til þess að þetta væri hægt var vatnsaflið aukið eins og fært þótti en með aukinni notkun dugði það ekki, og var þá farið að auka raforkuframleiðsluna með aukinni keyrslu á diselvél- um og þegar hundurinn kom að sunnan hljóðnuðu diselvélarnar og vatnsaflið tók við i bili. Með aukinni stóriðju i landinu og stóraukinni notkun lands- manna á raforku hefur verið hægt að byggja stærri virkjanir til raforkuframleiðslu, en samt eru virkjanir okkar i dag of litl- ar til að anna eftirspurn. Mikil umræða hefur verið um auknar raforkuframkvæmdir og okkar færustu sérfræðingar hafa kannað hugsanlega virkjunarkosti og hefur virkjun Blöndu verið talin með hag- kvæmustu kostum til orku- vinnslu. Það hafa íarið fram umfangsmiklar vettvangsrann- sóknir á vegum Orkustofnunar á árunum 1973-1979, og er nú nauðsynlegum undirbúningi að verkhönnun lokið. Rannsóknir á lifriki vatna og lifriki og nytj- um heiðannna hafa farið fram. Að þeim hafa staðið Orkustofn- un, Veiðimálastofnun og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Ekki réttur vettvangur Þegar fyrsta frumhönnun um virkjun Blöndu niður i Blöndu- dal lá fyrir 1975 komu strax fram ábendingar frá heima- mönnum um að breyta fyrir- komulagi miðlunar i þá átt að reynt yrði að verja beitiland heiðarinnar eins og kostur væri. Það munu hafa farið fram ein- hverjar umræður við landeig- virkjun Blöndu endur um hvernig haga mætti gerð miðlunarlóna og lagningu aðveituskurða, en þessar um- ræður hafa ekki verið látnar fara fram á réttum vettvangi. Iðnaðarráðuneytið, sem fer með málið, hefur hopað of lengi vegna þeirrar andstöðu sem myndast hefur i garð virkjunar- innar og látið það viðgangast að umræðan um Blönduvirkjun fari aðallega fram á opinberum vettvangi, með stóryrðum og skitkasti i stað þess að ræða málin við landeigendur og reyna á þeim vettvangi að ná samkomulagi. Það kom fram á mjög fjöl- Hraða ber Brynjólfur Sveinbergsson mennum kynningarlundi sem haldinn var i Húnaveri i vetur um Blönduvirkjun, hvaöa hug ibúar Norðurlandskjördæmis vestra bera til þessara virkj- unarframkvæmda. I framhaldi af þessum fundi hafaveriði gangi viðræðufundir með fulltrúum landeigenda og fulltrúum virkjunaraðila. Það er von allra þeirra fjölmörgu sem stuðla vilja að lramgöngu Blönduvirkjunar, að þeir aðilar setjist nú niður fyrir alvöru og viki ekki af hólmi, ræði málin i fullri alvöru og reyni að finna niðurstöðu sem allir geti við un- að. Sjöfaldur munur Það er komið nóg af stóryrð- um. Nú er beðið eftir niðurstöð- um og það veröa aðilar að skilja. Flestar sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra hafa sent iðnaðarráðherra áskorun um virkjun Blöndu. Það eru margir fleiri sem styðja þessa virkj- unarframkvæmd; það vantar meiri raforku. 1 árslok 1978 nutu 65% þjóðar- innar jarðvarma til upphitunar. Heildarkostnaður var 6 milljarðar, eða 24% heildarhit- unarkostnaðar. Raforku til upp- hitunar höfðu 12% ibúa, kostn- aður var 4 milljarðar eöa 16% heildarhitunarkostnaðar. Oliu höfðu 23% ibúa, kostnaður var 15 milljarðar eða 60% heildar- húshitunarkostnaðar. En orku- verð til upphitunar er m jög mis- munandi á hinum ýmsu stöðum á landinu og er sjöfaldur munur á hæsta og lægsta orkuverði þ.e. á oliu og heitu vatni. Jöfnun aðstöðu Samfara hækkun á gasoliu- verði hefur upphitunarkostnað- ur hækkað þannig, að þau heimili sem búa við oliuhitun þurfa að greiða hærra verð en þar sem hitun er hagkvæmust með jarðvarma. Hér er um að ræða gifurlega þjóðfélagslega mismunun eftir búsetu, sem óhjákvæmilega leiðir til byggðarröskunar, verði ekki tekið myndarlega á þessum málum. Það verður að hraða virkj- unaríramkvæmdum viö Blöndu, þannig að raforkan geti komið i stað oliunnar til húsahitunar. Eru nokkrir aðrir möguleikar fyrir hendi til að jafna aðstöðu ibúa þessa lands til húsahitunar þarsem ekki er möguleiki að ná i jarðvarma? Látum raforkuna leysa oliuna al' hólmi með auknum virkjun- um i landinu. Benedikt Steingrímsson, Snæringsstöðum: Samningamaðurinn Páll á Höllustöðum Fyrir hverja talar Páll? 1 Timanum 5. febr. s.l. birtir Páll Pétursson alþingismaður og bóndi á Höllustöðum grein, þar sem hann læst vera sátta- semjari i deilu um Blönduvirkj- un. I hverra umboði skrifar Páll? Af greininni mætti ráða, að Páll skrifaði i umboði sveitunga sinna allra, en svo er ekki. Páll er hvorki i hreppsnefnd Svína- vatnshrepps né i samninga- nefnd hreppsins um Blöndu- virkjun. Engu að siður þykist hann geta sett virkjunaraðiljum afarkosti. Hann læst vera i for- svari fýrir stóran hóp bænda og annarra, sem mótmæla virkjun i Blöndu með stiflu við Reftjarnarbungu, en þannig er virkjunin hagkvæmust. 1 Svinavatnshreppi eru á kjör- skrá yfir 100 ibúar og hver þess- ara ibúa gæti skrifað grein og þötst tala fyrir fjöldann. Þannig gæti hann notað orðaval Páls og sagt: ,,Við sveitungar...”, „Við bændur sem höfum ekki vilj- að..” (gætu verið 2 bændur), „Þá er það skilyrði...”, „Þá viljum við...” o.s.frv. án þess að gera nánar grein fyrir þvi hverjir þessir” við” eru. Þaö væri fátt um fram- kvæmdir i landinu, ef hver sem er gæti risið upp i nafni fámenns minnihlutahóps og stöðvað framkvæmdir ef ekki væri gengið að kröfum hans. Blekkingar með undir- skriftasöfnun 1 nóvember s.l. voru bornir undirskriftalistar með andmæl- um um Blönduvirkjun, um þá fimm sveitahreppa, sem aðal- lega eiga upprekstur á virkj- unarsvæðið. Árangur þessara undirskrifta var nokkur, en þó sennilega minni en forvigis- menn undirskriftanna gerðu sér vonir um . Þvi var leitað til ibúa Akrahrepps um liðveislu. Þar urðu undirtektir bestar, þótt einungis tvær jarðir i þeim hreppi,önnur eyðijörð, eigi upp- rekstur á virkjunarsvæðið. Hins vegar glingra ibúar austur þar við hugmynd um Villinganes- virkjun, enda sjá þeir fram á gildnandi sveitasjóö, ef af þeirri virkjun veröur. Var meira en þriðjungur þeirra sem á skjalið skrifuðu Ur Akrahreppi. Páll lætur á sér skilja, að mikill meirihluti bænda i þess- um hreppum sé andvigur virkj- un. Frjálslega er farið með sannleikann, þvi óumdeilanlega er hlutfallslegur eignarhluti i afréttunum miklu stærri hjá þeim bændum, sem ekki skrif- uðu undir. T.d. skrifar undir skjalið i Svinavatnshreppi að- eins rúmur þriðjungur kosn- ingabærra manna. Beitir Páll þvi blekkingum i grein sinni, lætur lita svo út, að um breiðfylkingu sé að ræða. Náttúruvemd- armaöurinn PáJl Páll getur um i grein sinni, aö hann og hans félagar, óskil- greint hve margir, hafi ekkert á móti þvi, aö Vatnsdalsá væri stifluð við Alftahóla og vatn þaðan leitt i virkjunarfarveg i Austara-Friðmundarvatn. Ég er mjög hissa á þeim merkilega samstarfsvilja, sem kemur fram i þessari hugmynd. Vatnsdalsá við Alftahóla er i 435m . hæö og Vestara-Frið- mundarvatn i 440 m. hæð, en um það yrði farvegurinn að liggja. Samkvæmt hugmynd Páls á þvi að veita vatni úr Vatnsdalsá upp i móti til Vestara-Friðmundar- vatns. Hvernig er þetta hægt, nema með stórri stiflu við Álfta- hóla? Þá myndi vatn flæmast um mestalla Melbrigðu og við- ar. Einnig þyrfti lika að stifla norðan Eyjavatns. Hverju er Páll bættari með að hlifa landi i Kolkuflóa og þar i kring, ef hann eyðileggur jafn- stórt eða stærra landsvæði vest- ar á heiðinni? Hvernig fer með Vatnsdalsá? Hvar er nú náttúruverndar- maðurinn Páll? Striösyfirlýs- ing PáJs Viljið þið frið eða ófrið? spyr Páll. Hann lætur i það skina, að hann og hans menn (hverjir)? séu reiðubúnir til að vinna skemmdarverk við virkjunina, ef ekki verður farið að þeirra vilja. Nú þykir mér vera farið að hitna i kolunum. Þetta kallar Páll, „að vinna til sátta”. Þetta kallar hann „.lipurð okkar og sáttavilja”. Ég þekki sveitunga mina það vel, að ég veit að seint munu þeir láta tæla sig til slikra verka. Það hlýtur að vera eins- dæmi, að þingmaður skuli haga orðum sinum á þann veg, að skilja megi sem hótun um skemmdarverk. Verðugra verkefni Á fundi á Blönduósi i lok jan. s s .1. voru gefnar þær upplýsing- ar, að mismunur á kostnaði við virkjunartilhögun I og II næmi a.m .k. 15 milljörðum gkr. Við að velja dýrari kostinn mundi sparast 1150 beitarærgildi, en það samsvarar beit fyrir um 190 stóömerar. Þar sem Páli og félögum hans er ekki sárt um land vestar á heiðinni, né um náttúrufegurð Vatnsdalsár, er alveg ljóst, að náttúruverndar- sjónarmið ráða hér engu. Hér ráða ferðinni peningasjónarmið i formi beitarlands. Um slika hluti ætti ekki að vera erfitt að semja. Margar lausnir eru hugsanlegar. T.d. gæti bændur á svæðinu sæst á að slátra þessum 190 merum gegn riflegum bótum. Þannig mætti spara skattborgurum landsins miklar fjárhæðir með þvi að velja hagkvæmasta virkjunar- kostinn. Siðan mætti nota vexti og verðbætur af mismuninum til framþróunar atvinnu- og menn- ingarmála i kjördæminu. Það væri verðugra verkefni fyrir Pál að vinna á þeim grund- velli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.