Fréttablaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 6
6 21. nóvember 2007 MIÐVIKUDAGUR
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
VERTU ÞINN EIGINN
BÍÓSTJÓRI
16.900-
SAROTECH - Flakkari
Auðvelt að tengja við sjónvarp
Diskur ekki innifalinn
Týpa: DVP-370
Flakkarinn er frábær í að horfa
á bíómyndir, skoða ljósmyndir
og til að hlusta á tónlist
BLÓTGÆLUR EFTIR KRISTÍNU SVÖVU TÓMASDÓTTUR
„BÆÐI BÍTUR
OG SLÆR“
„Hún er köld, írónísk,
æðrulaus en líka
sjóðandi heit
og fyndin.“
– Þröstur Helgason,
Lesbók Mbl.
– Jón Yngvi, Ísland í dag
–Sigurður Hró
arsson
Fréttablaðið
SAMGÖNGUR „Við skiljum ekki af
hverju þeir sem eru á húsbílum
sem eru lengri en átta metrar þurfa
að greiða hátt í þrjú þúsund krónur
fyrir staka ferð, á meðan stór jeppi
með stærðarinnar hjólhýsi þarf
ekki að borga nema tólf hundruð
krónur, þótt heildarlengdin sé yfir
átta metra.“ Þetta segir Ásgerður
Ásta Magnúsdóttir, formaður
Félags húsbílaeigenda.
Ásgerður segir eigendum hús-
bíla mismunað í gjaldskrá Hval-
fjarðaganga á fleiri vegu. „Félags-
mönnum okkar, sem eru á bílum
sem eru sex til átta metrar að lengd,
stendur til boða að kaupa fjörutíu
ferða kort, þar sem veittur er þriðj-
ungsafsláttur á ferð, á meðan fólks-
bílaeigendum býðst að kaupa sama
fjölda af ferðum með rúmlega sex-
tíu prósenta afslætti,“ segir Ásgerð-
ur.
Þannig geti fólksbílaeigandi með
fjörutíu ferða veglykil, komist í
gegnum göngin með hjólhýsi af
stærstu gerð fyrir 660 krónur á
meðan húsbílaeigandinn þurfi
minnst að borga þúsund krónur
fyrir ferðina.
„Það er mikil óánægja á meðal
félagsmanna vegna þessarar mis-
mununar,“ segir Ásgerður.
Flestir meðlimir félagsins skrif-
uðu undir áskorun sem afhent var
samgöngumálaráðherra á dögun-
um, þess efnis að gjaldskrá Hval-
fjarðarganganna verði endurskoð-
uð.
„Við höfum ekkert heyrt enn þá
en okkur þykir þetta mjög ósann-
gjörn gjaldskrá gagnvart okkur,“
segir Ásgerður. - æþe
Húsbílaeigendur eru afar ósáttir vegna gjaldskrár Hvalfjarðarganga:
Gjaldskrá sem mismunar fólki
ÁSGERÐUR ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, FOR-
MAÐUR FÉLAGS HÚSBÍLAEIGENDA
Finnst verðskrá Hvalfjarðarganga ósann-
gjörn gagnvart húsbílaeigendum.
MYND/ÁSGERÐUR ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR
ALÞINGI Önnur umræða fór fram um fjáraukalög á
Alþingi í gær. Í umræðunum var meðal annars deilt
hart á sölu eigna á Keflavíkurflugvelli en Atli
Gíslason, þingmaður VG, taldi að um heimildarlausa
sölu hefði verið að ræða, eignirnar hefði borið að
auglýsa til sölu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra
mótmælti því.
Tekjur ríkissjóðs hækka um átta milljarða króna
samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar en
útgjöld ríkissjóðs aukast um tæplega fimm milljarða
króna. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir því að
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið fái auknar
fjárheimildir upp á þrjá milljarða króna, ekki síst
vegna rekstrarhalla LSH upp á 1,8 milljarða króna.
Gert er ráð fyrir auknum heimildum til félags-
málaráðuneytisins upp á 710 milljónir króna, dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins um 590 milljónir króna,
um 360 milljónir til Landhelgisgæslunnar, meðal
annars í viðhald varðskipa og flugfarkosta, og loks
fara 37 milljónir króna í Baugsmálið.
Lagt er til að menntamálaráðuneytið fái 360
milljónir króna, þar af fari rúmlega 150 milljónir til
framhaldsskólanna og ríflega 150 milljónir renna til
Ríkisútvarpsins auk þess sem tekjur af afnotagjöld-
um aukist sem nemur 75 milljónum.
Einnig er lagt til að 100 milljónir fari í íslensku-
kennslu fyrir útlendinga en það er veruleg hækkun
frá því sem gert var ráð fyrir.
Fulltrúar minnihlutans leggja til að heimild til að
selja hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar verði felld úr gildi. Þá er tillaga um að
veittar verði 487 milljónir í nýja Grímseyjarferju og
að söluandvirði núverandi ferju gangi beint til
ríkissjóðs. - ghs
Önnur umræða fór fram um fjáraukalög á Alþingi í gær:
Deilt um eignasölu í Keflavík
SKIPULAGSMÁL Skortur á óbyggð-
um íbúðarhúsalóðum á Seltjarnar-
nesi verður til þess að sífellt fleiri
hús eru rifin til að skapa pláss
fyrir ný hús. Gömul íbúðarhús
fyrir hátt í hálfan milljarð króna
hafa verið keypt til niðurrifs á
fáeinum misserum.
Í mars í fyrra var húsið á
Sæbraut 13 selt. Nýir eigendur
rifu húsið sem er byggt 1978 og
rúmir 280 fermetrar. Þar er risið
nýtt íbúðarhús sem er að verða
fokhelt.
Frá því í júní hefur verið leyft
að rífa fimm einbýlishús. Lítið hús
á Melabraut 27 sem byggt var
fyrir 60 árum hefur verið jafnað
við jörðu en umsókn um að þar
verði byggt margalt stærrra fjög-
urra íbúða hús hefur ekki enn
verið samþykkt. Nágrannar kærðu
byggingarleyfi sem hafði verið
gefið út fyrir nýja húsinu.
Niðurrif á einbýlishúsinu Mar-
bakka á Nesvegi 107 var heimilað
í september. Húsið er þegar horf-
ið. Það var byggt árið 1947 og var
324 fermetrar. Eigandinn mun
byggja stærra hús á hinni glæsi-
legu sjávarlóð.
Skipulagsnefnd samþykkti í okt-
óber að leyfa niðurrif Lindar-
brautar 28. Skilyrði er að nýtt hús
yrði ekki hærra en gamla húsið
frá 1971. Það hefur nú verið rifið
af eiganda þess til tíu ára.
Á Unnarbraut 19 stendur
tveggja íbúða hús sem byggt er
1975. Í september fengu nýir eig-
endur grænt ljós á niðurrif húss-
ins. Byggja á nýtt hús í staðinn.
Einbýlishúsið á Skerjabraut 3
var keypt til niðurrifs ásamt
atvinnuhúsnæði á næstu lóð. Þar á
að reisa fjölbýlishús.
gar@frettabladid.is
Efnafólk rífur hús
Mjög hefur færst í vöxt að íbúðarhús á góðum lóðum séu keypt og rifin til að
rýma fyrir glæsilegri húsum. Á Seltjarnarnesi hafa bæjaryfirvöld samþykkt
niðurrif á fimm íbúðarhúsum frá því í júní.
SÆBRAUT 13 Innan við þrjátíu ára hús
á sjávarlóð vék fyrir nýju.
MELABRAUT 27 Lítið hús er horfið og
reisa á fjögurra íbúða hús í staðinn.
NESVEGUR 107 Stórglæsileg sjávarlóð fær nýtt hús.
LINDARBRAUT 28 Niðurrif samþykkt í
október og húsið horfið.
UNNARBRAUT 19 Tveggja íbúða hús
víkur fyrir einbýlishúsi.
Fylgdist þú með umfjöllun um
brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingi-
bjargar Pálmadóttur?
Já 22,4%
Nei 77,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Var rétt að loka torrent.is?
Segðu skoðun þína á visir.is
INDLAND, AP Dýrafræðingar á
norðvestanverðu Indlandi hafa
verið að gera tilraunir með nýtt
vopn gegn óðum fílum sem ráðast
inn í þorp og brjóta niður heilu
húsin, eyðileggja uppskeru og
drepa jafnvel fólk. Nýja fílafælan
er eldsterkur chilipipar.
Prófað hefur verið að setja upp
girðingar sem smurðar eru með
bhut jolokia, rauðri chilipiparteg-
und sem heimsmetabók Guinness
hefur staðfest að sé sú bragð-
sterkasta sem fyrirfinnst.
Einnig hefur verið prófað að
nota reyksprengjur gerðar úr
pipardufti til að verja þorpin
fyrir fílunum. - gb
Nýtt vopn gegn fílavá:
Chilipipar fælir
fíla frá þorpum
KJÖRKASSINN