Tíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 15
Sunnudagur 5. apríl, 1981. 15 Af bókum Húsakynni hástéttarfólks Mark Girouard: Life in the English Country House. A Soci- al and Architectural History. Penguin Books 1980. V + 344 bls. Viösvegar á Bretlandseyjum gefur aö lita forn stórhýsi, hallir, kastala og sveitasetur. í margra augum eru þessar byggingar aðeins minjar um horfiö þjóöskipulag, — um ver- öld sem var og kemur ekki aft- ur, þvi miður. 1 sumum þessara bygginga er enn búið, en flestar hafa þær lokið hlutverki sinu sem ibúðarhúsnæði. Mörgum hefur verið breytt i söfn, sem sýnd eru túrhestum, aðrar eru látnar grotna niður öllum til ama og samfélaginu til van- virðu. Höfundur þessarar bókar, Mark Girouard, er velþekktur i Bretlandi sem sérfræðingur um sögu byggingarlistar. Hann hef- ur annast ritstjórn timarita um byggingasögu, kennt við há- skóla o.fl. 1 upphafi bókarinnar lýsir höfundur þeirri skoðun sinni, að hvað sem öllum arkitektúr liði, séu tómar byggingar likastar grafhvelfingum. Hitt skipti öllu máli, hvernig lifinu hafi verið lifað innan veggja byggingar- innar. Þess vegna verði saga byggingarlistarinnar aldrei sögð af skynsamlegu viti nema jafnframt sé lýst þvi lifi sem hrærðist i byggingunum, lýst þvi samfélagi, sem þær voru reistar i og greint frá þeim ein- staklingum, sem stóðu fyrir byggingunni og bjuggu i húsun- um. Höfundur rekur fyrst upphaf hinna miklu sveitasetra á mið- öldum. Hann lýsir hlutverki lénsherra miðaldanna og segir frá þvi á hvern hátt sveitasetur þeirra þjónuöu sem miöstöðvar samfélagsins. Lénsherrar höfðu oft hundruð manna i þjónustu sinni, urðu að sjá þeim fyrir mat og húsaskjóli, auk þess sem þeir urðu að geta tekið á móti mikl- um f jölda fólks og haldið stórar veislur ef svo bar undir. Þessi kafli er allur mjög skemmtileg- ur aflestrar. Höfundur ræðir siðan hvert timabil i byggingasögunni á sama hátt, segir frá húsum og greinir þær breytingar á sam- félaginu, sem urðu til þess að byggingarstillinn breyttist. Notagildi húsanna breyttist mikið i timanna rás og sama er um arkitektúrinn aö segja. Ein- faldasta og þekktasta dæmið er að þegar leið fram yfir aldamót- in 1600 hættu höfðingjar að vig- girða bústaði sina á sama hátt sem fyrr. Þá leystu hin hlýlegu sveitasetur kastalana af hólmi. A 17. og 18. öld voru iburða- miklar skreytingar áberandi en þegar kom fram á þá 19. urðu húsin oft minni og mest áhersla var lögð á að gera þau sem vist- legust og þægilegust, auk þess sem ýmiskonar tækni hélt inn- reið sina. Þetta er einkar fróðleg bók, bæði um húsagerðina og llfs- háttu þess fólks, sem húsin byggði. Bókin er ágætlega sam- in og lesandinn fær góða hug- mynd um lif ensks hástéttar- fólks og þjóna þess i aldanna rás. Þekking höfundar á viö- fangsefninu er mikil og hann kryddar frásögn sina skemmti- legum fróðleiksmolum og kimnisögum, sem gera bókina enn læsilegri en ella. Mikið og vel valið myndefni er i bókinni og i bókarlok eru ýtar- legar skrár um myndir, heimildir og mannanöfn. JónÞ.Þór. BÆNDUR Á SUÐURLANDI Sölumaður okkar verður til viðtals um fyrirhuquð búvélakaup hjá sölufulltrúum eftirtalinna kaupfélaga: KÁ, Selfossi KR, Hvolsvelli KSVK, Vík KSVK, Klaustri KASK, Hornafirði Við vekjum athygli á sérstaklega hagstæðu verði á International traktorum. VEUDEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 ( HALLARMÚLAMEGIN ) mánud. þriðjud. miðvikud. fimmtud. föstud. 6. apríl 7. apríl 8. apríl 9. apríl 10. apríl KAUPMENN - KAUPFÉLAGSSTJÓRAR Eigum fyrirliggjandi nokkrar vogir gerð D-82 á niðursettu verðifrá verksmiðjunni. • Einnig vatnsheldar fiskbúðarvogir. Erum að fá ýmsar gerðir af vogum þar á meðal þessa verðmerkivog. Erum að taka upp þessa vinsælu búðarkassa. ELDRI PANTANIR OSKAST STAÐFESTAR ös82°655 Plasf.os Plastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar - Bildshöfða 10 * Reykjavík Byggingaplast * Plastprentun * Merkimidar og vélar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.