Tíminn - 07.05.1981, Page 1

Tíminn - 07.05.1981, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR FYLGJA BLAÐINU í DAG í NÝJUM BÚNINGI Fimmtudagur 7. maí 1981 100. tölublað 65. árgangur Breyting á dráttarvaxtareglum myndi þýða stórfellt tekjutap fyrir Reykjavikurborg: ENGIN LÖGTÖK FYRR EN EFTIR ARAMOT? ■ útlit er fyrir stórfellt tekjutap Reykjavíkur- borgar og annarra sveit- arfélaga- nái tillögur um nýjar reglur um útreikn- ing dráttarvaxta á gjald- fallin opinber gjöld fram að ganga á Alþingi. Sam- kvæmt f járhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir að tekjur Reykja- víkur verði um 40 millj. kr./ eða tæpir f jórir mill- jarðar gamalla króna/ af dráttarvöxtum á þessu ári. Eins er liklegt að ekki verði hægt að hefja lögtök á ógreidd- um opinberum gjöldum af neinu vitifyrr en eftir áramót, nái til- lagan óbreytt fram að ganga, þar sem öll opinber gjöld verða ekki fallin i gjalddaga fyrr en þá samkvæmt tillögunni. „Þessi tillaga getur leitt til stórrýrnun- 1 ar á innheimtu á þessu ári”, sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri, i samtali við Timann i gær. Sjá bl.s 9, „Blikur á lofti i skattamálum”. Innsigh fógeta og skiltið um breytingarnar segja hvort slna söguna Um ástæðurnar fyrir iokun Borgarbíós. Tímamynd: Róbert Borgarbíói lokað vegna vangoldins sölu- og skemmtanaskatts: VANSKIL ÞESS SKIPTA HUNDRUÐUM ÞðSUNDA ■ „Við létum loka Borgarblói vegna margra mánaða vangold- ins sölu- og skemmtanaskatts. Upphæðirnar eru orðnar svo verulegar, að ég hef ekki trú á að forráðamönnum biósins takist að leysa þetta”, sagði Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti I Kópa- vogi, þegar blaðamaður Tlmans innti hann eftir þvi hvernig stæði á iokun Borgarbiós, sem undan- farna daga hefur auglýst að bióið sé lokað vegna breytinga. Asgeir sagðiað þessi vangoldni sölu- og skemmtanaskattur væri nú farinn að skipta hundruðum þúsunda eða tugum milljóna gamalla króna. Hann sagði bæjarfógetaembættið hafa varað forráðamenn biósins itrekað við, og veitt þeim frest á frest ofan, en árangurslaust, og þvi hefði orðið að gripa til lokunaraðgerða, sem væru i raun hefðbundnar aðgerðir þegar um svona vanskil væri að ræða. Hann benti á að söluskattur væri annars eðlis en t.d. tekju- skattur og útsvar. Söluskatturinn væri skilafé, sem i þessu tilviki væri hluti rikisins af hverjum seldum aðgöngumiða. Þarna væri þvi ekki um venjuleg vanskil að ræða, heldur væru forráðamenn Borgarbiós, að halda fé hins opin- bera. Sagði Asgeir jafnframt að van- skil Borgarbiós á skemmtana- skattinum væru jafn alvarlegt, ef ekki alvarlegra mál en vanskilin á söluskattinum. Ekki náðist i gærkveldi i for- ráðamenn Borgarbiós, en lög- fræðingur þeirra, Guðmundur Þórðarson, staðfesti við Timann að lokunin væri vegna þess að j bióið hefði ekki staðið i skilum meðsölu-og.skemmtanaskattinn. I „Ég held þeir hafi auglýst „Lok- að vegna bréytinga” til þess að vekja ekki athygli á máli þessu á meðan að reynt er að ná sam- komulagi við bæjarfógeta”, sagði j Guðmundur. Forráðamenn biósins ásamt { lögfræðingum munu eiga fund j meö bæjarfógeta árdegis i dag. ’ Kvikmyndá ..: ..:. Ástfangsð vélmenni - bls. 22 . ... Soffía Lóren — bls. 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.