Tíminn - 07.05.1981, Síða 2
Fimmtudagur 7. mai 1981
2
í spegli fímans
Gætið ykkar, stúlkur:
FUBAR er
á ferdinni
■ Vélmenniö FUBAR er
svolitið sérstákur. Venju-
lega eru vélmenni ótta-
lega tilfinningalaus, og
aðeins hönnuð til þess að
hafa af þeim einhver sér-
stök not, en FUBAR er
allt ööruvisi. Það er ekki
alltaf svo gott að átta sig
á hver viðbrögöin veröa
hjá honum. Hann getur
móðgast og sagt mönnum
að fara til fjandans, ef
þeir eru eitthvaö að fikta I
honum, — en komi falleg
stúlka og klappi honum,
þá kemur annað hijóð I
strokkinn.
FUBAR var til sýnis
fyrir utan glæsiiegt hótel I
London, og sýningar-
stúlkan Debbie Linden
vildi láta mynda sig með
honum. Hinir þrifingruðu
armar hans lyftust og
hann tók utan um Debbie
og sagði: „Heyröu elsk-
an, viltu koma heim með
mér og skoða teikn-
ingarnar af mér?”
En þá sá FUBAR allt í
einu tölvuúrið hennar
Debbie, og það minnti
hann á vinkonu hans,
tölvuna EDNU, sem bfður
eftir honum heima á
stjörnunni Betelgeuse —
eða svo sagði hann — og
FUBAR bað Debbie af-
sökunar, hann ætiaði ekki
að vera neitt frekur við
hana, og eiginlega sagðist
hann vera trúlofaöur, en
bara I kynnisferö hér á
jöröinni.
Meðan FUBAR er hér
leigir hann sig fyrir 800
pund á dag til stórversl-
ana eða annarra fyrir-
tækja, sem vilja vekja
eftirtekt með skemmti-
legu vélmenni. Fóik
þyrpist að honum hvar
sem hann er, einkanlega
eru þó börnin hrifin af
honum. BSt
Enn er Sophia fögur sem fyrrum, þó að hún sé oröin
46ára aðaldri.
EGHEF
EKKERT
FENGIÐ ÁN
BARÁTTU
— segir Sophia Loren
■ Um páskana sýndi
sjónvarpið mynd um ævi-
feril Sophiu Loren og lék
hún sjálf hlutverk móöur
sinnar og sjálfa sig, eftir
að hún var búin að ná
frægð og frama. t
myndinni kom skýrt
fram, að Sophia hefur
ekki alltaf átt sjö dagana
sæla, en hún hefur komið
út úr hverri raun sterkari
og stæltari. Þeir, sem
þekkja hana, segja hana
búa yfir innri styrk, sem
hún gripur til, þegar á
móti blæs. Sjálf segir
hún:
— Mér eru erfiðleikar
ekki framandi. Allt það,
sem ég hef þráö um æv-
ina, hefur kostað mig
mikla fyrirhöfn og bar-
áttu. Sem barn varð ég að
berjast i rústum heims-
styrjaldar fyrir lffi minu.
Sföar háöi ég harða bar-
■ Einn stærsti sigur Sophiu Loren var sá að ala tvo syni. A myndinni sjáum við eldri
soninn, Carlo, i örmum mömmu sinnar, þar sem hann sýnir föður sinum, Carlo
Ponti, bliðuhót.
áttu gegn úrtölufólki I
kvikmyndaiðnaöinum,
sem spáði mér litlum
frama á þvi sviöi. Svo hef
ég oröiö að standa I striði.
gegn saksóknara rikisins
og páfagarði til aö fá
Carlo. Og ekki má
gleyma þeirri styrjöld,
sem ég háði gegn grimmd
náttúrunnar og vankunn-
áttu læknanna, til að
eignast börn. Ég veit
hvernig fólk þjáist, eins
og ég hef þjáðst.og hversu
margir gefast upp, gefast
upp fyrir mótlætinu,
deyja, þegar bæði likami
,og sál hafa bugast, og það
að þarflausu.
Ég var alltaf döpur sem
barn. Reyndar má segja,
að ég hafi aldrei veriö
barn, a.m.k. ekki eins og
börnin, sem við sjáum að
leik i dag. Það var ekki
margt, sem ég gat glaðst
yfir, og ekki bætti striðið
úr skák. En þó að ég væri
döpur, bjóst ég alltaf við
þvi, aö lifiö heföi eitthvað
að gefa mér. A hverjum
morgni, þegar ég
vaknaöi, var ég viss um
að eitthvað, eitthvaö fall-
egt, eitthvaö mikilvægt,
eitthvað óvenjulegt,
myndi gerast þann dag-
inn. Og þó að dagurinn
iiði án þess að nokkuö
sérstakt hefði komið
fyrir, sagði ég við sjálfa
mig: Þá gerist það
áreiðanlega á morgun.
Þvi þannig áiit ég að lifið
eigi aö vera, eitthvaö dá-
samlegt, eitthvað óvenju-
legt. Ég hef ekkert breyst
hvað þetta snertir.
Þetta er þá lifsviðhorf
Sophiu Loren og virðist
það hafa veriö henni gott
veganesti. KL