Tíminn - 07.05.1981, Síða 12
Fimmtudagur 7. mai 1981
16
heimilistíminn
Raudir hundar
■ Barnasjúkdómar eru yfirleitt
ncfndir sjúkdómar eins og rauðir
hundar, kighósti, hlaupabóla og
annað þvi umlikt, sem flest börn
eiga yfir höfði sér að fá. Einstaka
barn sleppur þó við þessa sjúk-
dóma, og þá getur svo farið, að
fólk fái þá á fullorðinsaldri. Sjúk-
ATHUGIÐ
■ Eitt það alvarlegasta
varðandi rauða hunda er,
að þeir geta valdið fóstur-
skaða, ef ófrískar konur fá
sjúkdóminn.
Ófrisk kona, sem fær
rauða hunda á fyrstu
þremur mánuðum með-
göngunnar á á hættu að
eignast vanskapað barn.
Fósturskaðar, sem or-
sakast af rauðum hundum
geta verið: heyrnar- og
sjónskaðar, hjartagallar
og andlegir ágallar alls
konar.
Heilbrigðisyf irvöld hér á
landihafa mælsttil þess að
konur, sem ekki vita fyrir
vfst, hvort þær hafa fengið
rauða hunda eða ekki láti
rannsaka hvort þær hafi
myndað ónæmi við sjúk-
dómnum eða ekki. Hafa
slfkar rannsóknir verið
framkvæmdar víðast ef
ekki alls staðar á landinu
að undanförnu.
dómarnir leggjast oftast léttar á
börn en fullorðna, og er þess
vegna ekki ástæða til þess að
reyna að koma i veg fyrir að
börnin smitist, með þvi að halda
þeim frá öðrum börnum, ef sjúk-
dómarnir eru að ganga, eins og
það er kailað.
Næ'stu vikur ætlum við að birta
lýsingu á hclztu barnasjúk-
dómunum og byggjum upplýs-
ingarnará grcinaflokki, scm birt-
ist nýverið i sænsku blaði.
Vonandi verða þessar upplýs-
ingar til nokkurs fróðleiks, að
minnsta kosti fyrir ungar og
óreyndar mæður, sem hafa
ekki fengið reynsiu af þvi að
vaka yfir veikum börnum. Sem
betur fer er ekki alltaf ástæða til
þess aðóttast, en gott er að vera á
verði, og vita á hverju maður á
von. Fyrst tökum við fyrir rauða
hunda.
Vægur virussjúkdómur, sem
smitast viö snertingu. Rauöir
hundar eru hættuminnstir barna-
sjúkdóma, að þvi er almennt er
talið.
Meðgöngutimi:
Rúmar tvær vikur.
Einkenni:
Einkennin, sem fylgja rauðum
hundum i byrjun, eru nokkuð
breytileg. Fyrir kemur að sjúk-
dómurinn er svo vægur, að nær
engin einkenni koma i ljós,
honum samfara.
Venjulega byrja rauðir hundar
þo með svolitlu kvefi og háls-
bólgu, eða særindum i hálsi. Fyrir
kemur lika, að særindi eru i aug-
um, og augnrennsli er nokkurt.
Lymfukirtlarnir aftan á hálsi,
fyrir aftan eyrun, bólgna lika og
verða aumir. Ef strokið er létt
með fingrunum niður eftir
hnakka, eða aftan við eyrun má
oftfinna þar svolitla haröa hnúta.
HITATAFLA
Útbrot fylgja rauðum hundum,
og koma þau fljótlega i ljós og þá
oftast fyrst i andliti og breiðast
svo út um likamann, sérstaklega
um brjóst og búkinn allan.
Útbrotin, samfara rauðum
hundum, eru Ijósrauð og smá-
gerð. Þau geta samt runnið sam-
an og myndað stóra flekki. Ef
strokið er yfir útbrotin finnst
greinilega, að húðin er svolitið
uppblásin. Ekki er nauðsynlegt,
að sjúklingur með rauða hunda,
sé allur útsteyptur heldur getur
allt eins verið, að útbrot sé aðeins
á maganum eða siðunum.
Mörg börn hafa áreiðanlega
fengið rauða hunda ánþess að vita
um það, og einnig getur það hafa
farið gjörsamlega fram hjá for-
eldrunum.
Hitinn, sem fylgir rauðum
hundum er ekki hár, eins og sjá
má á töflunni, sem fylgir hér
með. Útbrotin hverfa eftir 3-4
daga.
Meðferð:
Ekki þarf að meðhöndla sjúkl-
inginn á neinn sérstakan hátt.
Eftirköst.:
Venjulega eru engin sérstök
eftirköst, sem þarf að óttast, eftir
að barn hefur verið með rauða
hunda. 1 algjörum undantekning-
artilfellum getur heilabólga fylgt
rauðum hundum. Einkenni, sem
eru þvi samfara eru almennt
versnandi ástand, stifleiki i
hnakka og hækkandi hiti.
Dagur 1
Barnasjúkdómar
Plast-
pumpa
hjartans
■ Matvæla- og lyfjaeftirlit
Bandarikjanna i Washington hef-
ur borist umsókn, þar sem farið
er fram á heimild til þess að fjar-
lægja hjarta úr manni, og setja
þess i stað plastpumpu i brjóst
hans.
Það var háskólinn i Utah, sem
sótti um leyfi til þess að fram-
kvæma þessa aðgerð. Beðið var
um, að ákvörðun yrði tekin innan
30 daga frá þvi umsóknin var
send yfirvöldum.
Tilraunir hafa farið fram all-
lengi við Utah-háskóla með að
framleiða plastpumpur, sem bæði
á að mega setja i dýr og menn, og
eiga þær að koma i staðinn fyrir
hjartað. Telja þeir, sem að þess-
um tilraunum hafa staðið að nú sé
kominn timi til þess að gera að-
gerð á manni og setja plastpumpu
i hann. Fyrir valinu yrði þá
manneskja sem fullvist er talið að
ekki myndi eiga langt eftir ólifað
.við þær aöstæður sem hún nú býr
við vegna hjartasjúkdóms.
Sá, sem fyrstur yrði fyrir val-
inu, og aðgerðin gerð á, er sjúkl-
ingur sem gengist hefur undir
opna hjartaaðgerð, en hjartað
hefur ekki farið að slá aftur. Aður
en þessi nýstárlega aðgerð yrði
gerð, þyrfti að fá heimild
sjúklingsins til þess að setja i
hann plastpumpuna, enda heföi
honum verið gerð fullkomin grein
fyrir framtiðarmöguleikum og
öðru, er þetta snertir. Eftir að
plastpumpan hefur verið sett i
sjúklinginn verður hann að lifa
bundinn við loftdælu sem stjórnar
hjartastarfseminni.
Tiu ár eru nú liðin frá þvi fyrst
var grætt gervihjarta i mann.
Það var i Hjartasjúkrahúsinu i*
Houston i Texas. Hjartasjúk-
lingurinn lifði aðeins i þrjá daga
eftir að aðgerðin hafði verið gerð
á honum.
Teikniborð fyrir
sjúklinginn
■ Oft vill brenna við, að timinn
virðist lengi að liða, þegar börnin
eru veik,og þurfa að liggja lengi i
rúminu. Þá er nauðsynlegt fyrir
foreldrana að vera hugmynda-
rika, og gera barninu lifið létt.
Flestir krakkar hafa gaman af að
lita og teikna, en hvernig er bezt
að útbúa fyrir þá borð i rúminu,
til þess að það sé hægt? Hér sjáið
þið teikningu, sem er einfalt að
fara eftir við gerð teikniborðs.
Það eina, sem til þarf er
spónaplata. Hæfilegt er að hún sé
16 mm þykk og 50x60 cm að
flatarmáli. Siöan þurfið þið 22
mm lista, sem á að vera 60 cm
langur.
Þið byrjið með þvi að saga
spónaplötuna i rétta stærð, ef þið
hafið ekki verið svo forsjál að fá
hana sagaða þar sem þið keyptuð
efnið. Borið 20 cm gat á aðra hlið
plötunnar, sem hægt er að hafa til
þess að hengja plötuna upp til
geymslu.
Slfpið nú listann, sem festa á á
hlið plötunnar, eins og sýnt er á
teikningunni hér með, og neglið
hann fastan á með 45 mm
nöglum. Gætið þess að hausar
naglanna standi ekki út úr listan-
um, þvi þeir geta bæði rifið rúm-
föt og rispað litlar hendur!
Þegar þessu er lokið skulið þið
slipa plötuna vandlega allt i
kring, svo hvergi standi út úr
henni ójöfnur eða flisar. Gott er
að lakka hana að lokum með
glæru plastlakki eða mála hana i
ljósum lit.
Sjúklingurinn getur nú látið
plötuna liggja á hnjám sér i rúm-
inu, og engin hætta er á að litir
eða blýantar detti út af henni,
vegna þess að þeir sitja á listan-
um á neðri brúninni. Kaupið svo
hæfilega stórar klemmur i ein-
hverri ritfangaverzluninni til
þess að klemma með blöðin, sem
verið er að teikna á, eða þá blöð,
sem þarf að geyma til frekari
notkunar seinna.
Læknisráð
Áttu erfitt með svéfn?
Gengur þér illa að sofna? Ef
svo er getur veriö gott aö fá
sér bolla af vatni og tvær
skeiðar af humal. Látið suð-
una koma upp og siöan er rétt
aö láta vatnið og humalinn
standa I tiu minútur og jafna
sig.
Drekkiö þetta humalte rétt
áöur en fariö er i rúmiö. Sagt
er aö af þessu sofni jafnvel
þeir, sem erfiöast eiga með
svefn og sofi eins og steinar til
næsta morguns. Humallinn
ætti að fást i náttúrulækninga-
búðum og I flestum apótekum.
Tyggið vel
Tyggðu matinn vel og vand-
lega. A þann hátt nýtist hann
betur en ella, og meltingar-
vökvarnir fá tækifæri til þess
að vinna sitt verk. Þú verður
lika fyrr saddur, ef þú tyggur
vel, heldur en með þvi að
gleypa i þig matinn ótugginn.