Tíminn - 30.05.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1981, Blaðsíða 4
4 kommúnistana hvað þeir segja um lifnaðinn i kring um banda- risku flotastöðvarnar i Napóli. Spyrjið þá á Filippseyjum hvað dæturnar séu að gera, þessar sem eru um fermingu? Spyrjum svo Evrópukommana hérna hvað þeir ætli aö gera, þegar Kaninn hefur verið hér i 20 ár i viðbót og Evrópukommarnir sitja fastir við sjónvörpin sin og videóteipin og góna á borgara-„menningu”. Er nokkur furða þótt manni blöskri, þegar einn ritstjóra Þjóðviljans segir eftir „ósköpin i Afganist- an,” þar sem sovésku kommúnistarnir voru aö reyna að koma i veg fyrir að Amerikanar legðu það land undir sig, eins og hin umhverfis: „Héðan af verð- um við aö lita á Sovétstjórnina sem höfuöandstæðinginn”. Þessu lýsir hann yfir i miðri amerisku herstöðinni á Noröur-Atlantshafi, Aumingja mennirnir. Einhver kommúnisk verndarhendi Annar hugmyndafræöingur Þjóðviljans lýsir þvi svo yfir að eina von A-Evrópulandanna sé samstarf kirkjunnar (!) og verkalýðshreyfingarinnár og Lech Walesa er orðinn mesta göfugmenni veraldar, enda liggur hann á bæn á hverjum einasta morgni með mynd af páfanum fyrirframansig. Hvenær var páf- inn þetta fina fólk? Kannski Guð- mundur jaki eigi aö liggja á bæn með mynd af biskupnum i næstu kjaradeilu? Þá væri gaman að fá aö sjá ritstjóra Þjóðviljans á bæn lika. A þingi ASl er samþykkt ályktun um að styðja Walesa og allt hans liö i baráttunni gegn kommúnistum i Póllandi. Senni- lega ineð bæn þá? Evrópu- kommúnismi? Iss, — ég er svo alveg gáttaður á hvernig svokall- aðir vinstri menn á tslandi hafa látib borgarastéttina teyma sig á asnaeyrunum út i ameriska fenið. Liklega er þeim ekki viðbjarg- andi, en þó trúi ég að einhver kommúnisk verndarhendi verði yfir þessu að lokum”. Gerðist þú snemma komm- únisti, Jón? „Þvi er nú ver að þvi sæmdar- heiti get ég ekki sæmt sjálfan mig. En ég segi eins og einhver persóna i sögu eftir Graham Green: „Hafi maður einu sinni kynnst úrvalsliðinu, þá stendur maður nú með þvi, þar til yfir lýkur”. Já, sumir eru að segja að það komi til af einhverri uppreisn, þegar börn á borgaralegum heimilum gerast róttæk, en ég held þó að það sé ekki nema mátulega rétt. Auðvitað vildu all- ir, ég tala nú ekki um krakka, veraifriðifyrir öilum helv... upp- reisnum. Það sem olli þvi að ég fór að hugsa um þessa pólitik i alvöru og varö stofukommúnisti, það voru kynnin af hugsunum Halldórs Kiljan og Þórbergs. Hvernig geta menn orðiö annað en kommúnistar af þeim lestri? Þeir sem ekki verða það sjá þá eitthvað allt annað f bókunum en ég. Kjaftæðið úr honum Vilmundi og Höll sumarlandsins „Ég datt niður á Höll sumar- iandsins, skömmu eftir að ég kom af siid, þegar ég var strákur. Þegar ég fór svo að vitna i þetta heima, þá sagði Arni Jónsson frá Múla: „Það held ég að maður kannist viö kjaftæðiö úr honum Vilmundi landlækni.” Þeir voru skólabræður. En þessi bók gagntók mig svo að ég held aö i tiu ár á eftir hafi ég ekki lcsiö neitt svo orð væri á ger- andi annað en Ljósvikinginn. Ég kunni hann utan að. Þegar ég var hálfnaður með lesturinn eftir fimm ár fannst mér að þetta væri ekki mannaverk, heldur yfirnátt- úrulegt verk. Stundum var ég meira aö segja farinn aö hugsa sem svo hér og þar i lestrinum að þarna heföi þessi Halldór Kiljan liklega misskilið Ljósvlkinginn. Þá var bókin oröin eitthvað sem kom Halldóri Kiljan ekki sérstak- lega viö. Siöan hef ég nú heldur komist niður á jörðina en þannig var hrifning min á þessu. Upp á siðkastið hef ég alveg legið i Þór- bergi. Mikið vantar svoleiðis mann núna, til þess að lesa yfir hausamótunum á Evrópu- kommúnistunum.” Ekki góðir karlar Hvernig horfði pólitikin við á þinu æskuheimili? „Þar rikti sú skoðun að mann- kyninu væri ætlaö aö eiga sér leiðtoga og aö sem betur fer væru þess á meðal höföingjár, sem vel væru til þess hlutverks fallnir. Þar var ekki átt viö haröstjórn né ofbeldi, heldur menn sem gætu leitt þetta fólk fram á við. En auö- vitaö áttu þessir menn lika að njóta sin, — aristókratarnir áttu að njóta sérréttinda, „hafa þaö gott”. En ég man ekki eftir neinu sem var fordæmt þar alveg for- takslaust, nema fasismi. Hann var þar fordæmdur, alveg frá upphafi. Þegar persónulegir vinir Arna frá Múla fóru að predika nasisma, þá umhverföist allt. Eg kynntist nasistum lika snemma, aöeins 14 ára, þegar þeir börðu mig i klessu. Þaö var lika gert á þann hátt, sem ekki tiðkast á Islandi, heldur á annan hátt, þar sem tveir fullorönir héldu mér, meðan sá þriöji var látinn berja mig. Þetta var ekki sú aðferð sem menn brúkuðu i slagsmálum á Islandi né kærðu sig um. Fjórtán ára strákur sem fær slika yfir- halningu spyr sjálfan sig: „Er þaö þá svona sem þeir berjast? Eitthvað er þetta nú skrýtið. Ekki eru þetta góöir karlar.” Þannig hvarf allur veikleiki fyrir dýrð fasismans. Blanda af gyðingi og negra Siðar, þegar ég svo kynntist jassinum, þá rann upp fyrir mér að það fólk sem spilaöi þessa yndislegu músik var rusliö, úr- kastið, dreggjarnar i þjóðfélaginu ameriska, svertingjarnir. Maður hlaut að spyrja sjálfan sig, — hvernig má vera að þetta sé svona voöalegt fólk? Hvað svo, þegar i ljós kemur að dásamleg- asti tónlistarmaðurinn i þessum hópi er blanda af gyöingi og negra? Það þýðir ekkert aö segja manni eftir þaö að þetta fólk sé eitthvað verra, ha? Ef nokkuö er, þá finnst manni það heldur betra . Þar með gat ekki verið um neitt kynþáttahatur að ræða. Nei, maöur veröur ekki kommúnisti af einhverri kenningu einni saman, helduraf áhrifum frá umhverfinu og einhverju sem er inni i manni lika.” Ef viö vendum okkar kvæði I kross, — þú hefur ekki aðeins gaman af tóniist, heldur hefur þú sjálfur samið tónlist, Jón? „Heima hjá mér, þegar ég var krakki, var alltaf verið að spila músfk. Einu sinni var þarna heima á Vopnafirði hjá okkur i eitt ár, Þjóðverji, sem hafði feng- iö „shell-shock” i fyrra striðinu, pianóvirtúós og var aö reyna að ná sér hérna. Þar var lika einn af bestu tenórum landsins heilan vetur æpandi og á heimilinu var verið að syngja sóló, dúetta og kvertetta i sibylju úr „Offorsi ör- laganna” eftir Verdi, eða „Perlu- köfurunum” eftir Bizet. Einnig „Lieder” eftir Schubert og „Ober allen Gipfeln”, eftir Mendelsohn. Simon á Hól og Kristján Kristjánsson, voru heimilisvinir, og Emil Thoroddsen spilaöi undir. Sibelíus og Rossini hættu ungir Ég held ég hafi verið sex ára, þegar ég var látinn i pianótima, þó ég lærði aldrei neitt, — mig langaði til að læra á lúður og sú von rættist, þegar ég fór að læra hjá Albert Klahn hjá Lúðrasveit Reykjavikur, þegar ég var kom- inn hingaö suður. Við strákarnir fengum stundum að blása með lúðrasveitinni á 1. mai og svoleið- is. En ég fékk fuilnægt allri þess- ari þrá minni sem lúöurblásari i Lúörasveit Verkalýðsins, þótt ég hefði sennilega haft gaman af að blása i Basie-bandinu lika. Við Jónas bróöir höföum stund- um látiö efni i þáttinn „Lög og létt hjal” hjá Pétri Péturssyni og kom i hug aö setja eitthvaö saman sem gæfi meira i aðra hönd, þó ekki revýu, — reyna að koma lögunum og öllu þessu saman sjálfir. Allir gömlu revýuslagararnir hér voru úr revýum frá Danmörku, Svi- þjóö og Noregi og þessu var stoliö án þess að geta einu sinni um það. Viö byrjuðum á „Delerium bú- bónis” þar sem Jónas samdi ljóð- in og ég lögin, — annars hefði Jónas alveg eins getaö samiö lög- in lika og hefur raunar margoft tekið það fram. Allt hitt skrifuð- um við báðir saman. Auðvitaö voru það blankheitin sem voru undirrótin að þessu framtaki, hin sömu og alltaf eru aö hrjá alla launamenn. Nú, svo gerði þetta stormandi lukku og auðvitað var gott að fá aurana fyrir þetta, ekki sist þegar maður fór að fá borgað fyrir þetta aftur og aftur, — fyrir eitthvert gagg, sem maöur hefur sett saman. En ég held að menn þurfi aö vera skolli snjallir, til þess að endast til þess að vera hrifnir af eigin tónsmiöum árum saman. Margir ágætir höfundar hafa lika hætt snemma. Mér er sagt að Sibelius hafi hætt ungur og Shakespeare mun hafa hætt að semja, þegar hann gat keypt aft- ur búgaröinn, sem pabbi hans haföi tapaö i spilum. Rossini hætti líka, þegar hann var oröinn nógu stöndugur til þess að geta sest að i Paris og samið sósuball- etta. En ég er ekki hættur. Hvaö skyldi knýja þá „frjálsu” anda áfram, sem vilja fremur spila Beethoven i New York en i Moskvu? Ekki lét einn þeirra sig muna um að gripa tækifæriö til þess að njóta hins nýfengna „frelsis” til þess að kaupa sum- arbústað undir handarjaðri ein- ræðisklikunnar, sem þá sat við völd i Grikklandi. Svo ekki sé minnst á öll tilþrifin i kring um hina frjálsu skák, sem skemmst er að minnast. En það góða með borgarastétt- ina er það að hún gengur svo langt i dellumakeriinu að augu manna ljúkast upp um siðir.. Með videóteipin á bakinu Þannig vil ég leggja til að þegar augu manna hafa lokist upp og herinn höktir héðan að farin verði Keflavikurganga. Þá á ekki að ganga frá Keflavik til Reykjavik- ur, eins og til þessa, heldur frá Reykjavik til Keflavikur og menn eiga að ganga aftur á bak. 1 göng- unni vil ég að verði allir aðdáend- ur ameriska hersins og þeir eiga að hafa videóteipin sin á bakinu. Og það verður sjónvarpað frá at- höfninni, svo þeir geti séð sjálfa sig i sjónvarpinu þegar þeir marséra alla leið suöur eftir. A bryggjunni á svo að verða sere- mónia,en engin bæn þegar siðasti hermaðurinn hverfur. Ja, svo- leiöis held ég að þetta endi. Ég vona að ég fái aö lifa þann dag.” —AM Sunnudagur 31. mai 1981 ___________________________________ i Bændur — Verktakar Vinnuvélaeigendur Getum útvegað með stuttum fyrirvara góðar notaðar dráttarvélar á hagstæðu verði. Útvegum með stuttum fyrirvara alla varahluti i: Caterpillar, International, Clark Michigan o.fl. vinnuvélar. Bendum beltavélaeigendum á okkar hag- stæða verð á: Spyrnum, keðjum, rúllum og drifhjólum. TÆKJASALAN h.f. Skemmuvegi 22. slmi 78210. Hótel I Noröurljós Við opnum aftur 4. júní. Bjóðum gistingu í eins- og tveggja manna her- bergjum. Einnig svefnpokapláss. Barnaafsláttur. Veitingar allan daginn. Fyrsta flokks heimilismatur og grillréttir. Verið velkomin. Hótel Norðurljós Rauðakrossdeild Garðabæjar og Bessastaðahrepps minnir á aðalfundinn i dag, 30. mai kl.10.00 árdeg- is, i lesstofu Flatarskóla. Stjórnin. t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir og tengdafaðir okkar, Hálfdan Eiriksson, fyrrv. kaupmaður, Vesturgötu 54a. lést 28. mai. Margrét G. Björnsson, Hildur Hálfdanardóttir, Karl Karlsson, Hadda Hálfdanardóttir, Gunnar Jóhannesson, Jakop Hálfdanarson, Margrét Steinsdóttir, Guðmundur Karl Sveinsson, Ólöf Ragnarsdóttir. Móðir okkar Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svignaskarði, andaðist i sjúkrahúsi Akraness 28. mai. Valdis Kristjónsdóttir, Skúli ögmundur Kristjónsson. Utför mannsins mins og lööur okkar Árna E. Biandons sem lést 22. mái, fer fram lrá Kópavogskirkju þriðjudag- inn 2. júni kl. 13.30. Þorbjörg Blandon og dætur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar mins Birgis Kristjáns Haukssonar. Guð blessi ykkur öll. Málfriöur Þórðardóttir. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför, eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, Páls Jóhannesar Þorsteinssonar Brekkugötu 13, ólafsfirði. Guð blessi ykkur. Júliana Jóhannsdóttir, Jóhann Skúli Pálsson, Guðrún Lúðviksdóttir, Birgitta Pálsdóttir, Pálmi Sighvats, Sigursteinn Pálsson, Jóhanna Tóinasdóttir, Hreinn Pálsson, Arna Antonsdóttir, Kristin Pálsdóttir, Kristinn Asmundsson og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.